Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989 Faðir okkar. t ÞORSTEINN GUNNARSSON kennarl, lést að heimili sínu 28. þ.m. Tryggvi Þorsteinsson, Ingunn Slgríður Þorsteinsdóttir. t Hjartkær eiginmaöur minn og faðir okkar, JÓN HARALDSSON, arkitekt, Bergstaðastræti 83, lést í Borgarspítalanum 28. maf. Áslaug Stephensen, Gyða, Haraldur, Stefán og Edda. t Móðir okkar, HELGA ÞÓRARINSDÓTTIR frá Grindavfk, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 27. maí. Jarðaförin auglýst síðar. Börn hinnar látnu. t Móðurbróðir minn, GÍSLIJÓN HJALTASON, verður jarðsunginn frá Hólskirkju, Bolungarvík, miðvikudaginn 31. maí og hefst athöfnin kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á Slysavarnar- deildirnar í Bolungarvík. Fyrir hönd aðstandenda Guðfinnur Einarsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR MARÍA GUÐSTEINSDÓTTIR, Laugavegi 34, verður jarðsungin fró Hallgrímskirkju þriðjudaginn 30. maí kl. 13.30. Guðbjörg Þorgeirsdóttir, Guðrún Þorgeirsdóttir, Gylfi Eyjólfsson, Þórður Þorgelrsson, Inga M. Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, ODDURBÚASON fyrrv. bifreiðastjóri, Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, verður jarðsunginn fimmtudaginn 1. júní kl. 14.00 frá Borgarnes- kirkju. Guðrún Emelía Daníelsdóttir og fjölskylda. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR JÓNAS HELGASON, Selvogsgrunni 5, áður Hátúni 33, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 31. maí kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minn- ast hans, er bent á Sjálfsbjörg félag fatlaðra í Reykjav/k og ná- grenni. Guðrfður Guðmundodóttir, Helga Guðmundsdóttlr, Helgi Ingvar Guðmundsson, Gfsli Guðmundsson, Jónas Gunnar Guðmundsson, Finnur Guðmundsson, Sigurþór Guðmundsson, Sverrir Guðmundsson, Guðmundur T. Guðmundsson, Friðrik Sigurðsson, Halldór Þorvaldsson, Nanna Þorleifsdóttir, Eyrún Þorleifsdóttir, Sigurrós M. Slgurjónsdóttir, Margrét Þóroddsdóttir, Kristfn Aðalsteinsdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Sólbjört Aðalstelnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Gunnlaugur S. Jóns- son vjelsmiður 1900-1989 Hann tipar þau lög, sem lífið með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit. Hann lærði verk sín að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið, ef þúsundir gerðu eins. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Afi okkar Gunnlaugur S. Jónsson vjelsmiður lést 21. þessa mánaðar. Hann fæddist að Hlíð í Svarfaðar- dal, ólst upp í Ólafsfirði, bjó um tuttugu ára skeið á Akureyri og í Reykjavík frá árinu 1943. Afi var kvæntur ömmu okkar Huldu Guð- mundsdóttur frá Akureyri. í okkar huga er erfitt að skilja í sundur minningar um ömmu og afa. Þau voru mjög samhent og samrýmd. Þau áttu fallegt heimili í Úthlíð 15, þar sem lífið var allt í föstum skorðum. Hveijum hlut fal- lega fyrir komið, skrautmunum jafnt sem nytjahlutum og flestar stundir dagsins helgaðar ákveðnum viðfangsefnum. Afi var mikill reglu- maður. Það kom meðal annars fram í vinnutíma hans. Þó hann ynni alla tíð á eigin verkstæði og réð þannig vinnutíma sínum, var hægt að stilla klukku eftir athöfnum hans. Við höldum að amma hafi aldrei þurft að bíða eftir honum með matinn. Eftir hádegi lagði hann sig á sófa og sofnaði dálitla stund. Væri barn eða unglingur í heimsókn, var það ljúf skylda gestsins að breiða yfir hann teppi og kyssa hann á kinnina eins og amma gerði. Vekja hann síðar er tími var til kominn að halda til vinnu aftur. Hann hugsaði vel um heilsuna og hafði ákveðnar skoðanir á mat- aræði. Hann borðaði krúska og tók lýsi á morgnana. Gunnlaugur bróð- ir leit á sig sem mann með mönn- um, er hann borðaði lýsi út á fisk, eins og afi. Afi var fyrsti áhuga- maður um heilsufæði, sem við þekktum. Hver hlutur á sínum stað, hver hlutur hafði sitt hlutverk. Vel um hlutina hugsað, gert við það sem bilaði og ónýtu hent. Tæknina tók hann í þjónustu sína og nýir hlutir leystu gamla af hólmi ef þeir voru nytsamlegri. Ekki íhaldssemi og ekki tælq'adella. Hann fylgdist vel með tæknilegum nýjungum og hreifst af ýmsum stórframkvæmd- um. Hann hefði til dæmis haft gam- an af að fylgjast með gerð jarð- ganga í gegn um Ólafsfjarðarmúl- ann. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við mig við andlát og útför sonar míns, EGGERTS JÓNSSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólk á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. EngilráA Guðmundsdóttir. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, ERNU H. JÓNSDÓTTUR, Háaleitisbraut 107. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 21 A Landspítal- ans, Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins og Heilsugæslu- stöðvar í Álftamýri. OddurJónsson, Jóna Oddsdóttir, Jón Mar Þórarinsson, Gunnar Oddsson, Þórdís Gunnarsdóttir, Elfn Oddsdóttir, Hannes Þorsteinsson, Erna Heiðrún Jónsdóttlr, Gunnhildur Vala Hannesdóttlr. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiglnkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTJÖNU SIGURMUNDSDÓTTUR, Drekavogi 12, Reykjavfk. Sérstakar þakkir til kvenfélags Langholtssóknar og starfsfólks deilda A-4 og A-5, Borgarspítala. Ámundi Jóhannsson, Anna Marfa Ámundadóttir, Birglr Sumarliðason, Jóhann Ámundason Auður Elfsdóttir, Steinunn Ámundadóttir, Sveinn Arnason, Sigmundur Ámundason, Brynhildur Björg Jónsdóttir og barnabörn. t Kveðjur og þakklæti sendi ég öllum þeim sem sýnt hafa mór og fjölskyldu minni samúð og veitt margvíslega hjálp vegna fráfalls og útfarar konu minnar, ESTERAR KARVELSDÓTTUR. Samhugur ykkar er okkur ómetanlegur styrkur. Sigmar Ingason. Fyrir okkur byijuðu jólin, er afi tók á móti hópnum spariklæddum í anddyrinu á aðfangadagskvöld. Við gengum hátíðleg upp stigann. Matarilmurinn dró okkur inn í eld- hús, þar sem amma stóð og hrærði í sósunni. Við settumst og horfðum á jólatréð og jólaborðið. Svo hringdu klukkurnar í útvarpinu. Meðan full- orðna fólkið gekk frá eftir matinn las afi á einn pakka fyrir hvert barn svo við hefðum eitthvað frir stafni meðan við biðum óþolinmóð. Eftir borðhald settist hver á sinn stað og afi las á pakkana sem eftir voru. Svo var alltaf sungið og dans- að kringum jólatréð. Allt hefð- bundið, alltaf jafn hátíðlegt. Aldrei fórum við frá þeim án þess að vera fylgt út á tröppur eða út að hliði og jafnvel út í bíl. Svo stóðu þau og veifuðu er við fórum. Við gátum stundum sníkt okkur ferð með pabba niður á verkstæði til afa og Munda frænda. Það var alveg sérstök tilfinning að koma inn til þeirra. Þessar stóru vélar og hávaðinn sem fylgir þeim, samt svo mikil ró yfir öllu. Allt svo snyrtilegt og alltaf tími til að sinna smáfólk- inu. Afi átti meira að segja nammi á verkstæðinu og sælkeramir litlu glöddust. Afi talaði við böm eins og full- vaxið fólk. Vissi ætíð hvað við höfð- um fyrir stafni og þekkti áhugamál okkar. Er við fórum að vinna hin ýmsu störf hlustaði hann, spurði og rökræddi við okkur af áhuga. Hann kom á vinnustaði okkar til að líta þá eigin augum. Hvert okk- ar hafði sín sérkenni, sem hann þekkti og virti. Afi og amma fluttu úr Úthlíð í Miðleiti og hefðirnar fluttu með þeim þangað. Við sem búum fjarri og heimsóttum hann ekki á sjúkra- húsið, munum síðast eftir afa okkar þar sem hann stóð við dyrnar og veifaði. Á þessari stundu er okkur efst í huga þakklæti og sú lánsemi að hafa átt þennan afa. Blessuð sé minning um ástkæran afa. Aðalbjörg, Gunnlaugur, Hulda, Sigurlaug og Margrét. Blómastofa Fridftnm Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið 511 kvöld tíl kl. 22,- einnig um heigar. Skreytingar við Öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.