Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989 30 Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra: Fiskveiðistj órnun til langs tíma er helsta markmiðið Morgunblaðið/Rúnar Þór Stúdentar úr Verkmenntaskólanum á Akureyri settu upp hvítu koll- ana á laugardag, en þá útskrifaði Baldvin Bjamason skólameistari 61 stúdent, en alls vom 129 útskrifaðir af ýmsum sviðum skólans þann dag. Óskar Ægir Benediktsson mælti fyrir hönd nýstúdenta, en hann fékk viðurkenningu fyrir góða kunnáttu í íslensku. Verkmenntaskólinn á Akureyri: 129 nemendur útskrifaðir af ýmsum sviðum skólans FISKVEIÐISTJÓRNUN og end- j urskoðun fiskveiðistefhunnnar var nokkuð til umræðu á fundi Utvegsmannafélags Norðurlands sem haldinn var í gær. Á fimdin- um héldu Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Krist- ján Ragnarsson formaður LÍÚ erindi, en einnig kom á fimdinn Ami Kolbeinsson ráðuneytis- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu. Fækkun fiskiskipa, úreldingar- sjóður og stjórnun með útflutn- ingi fersks fisks í gámum bar einnig nokkuð á góma á firndin- um. Þá var einnig rætt um sér- stakan upplýsingabanka þar sem safiiað yrði saman og miðlað út upplýsingum um fisksölur innan- lands og utan og jafhvel einnig um sölur á veiðiheimildum. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra gerði fískveiðistjóm- un að umtalsefni í ræðu sinni á fundinu og sagði menn meira sam- mála nú en áður þar um. Hann sagði helsta verkefni á sviði útvegs á næstunni að koma sér saman um fiskveiðistjórnun til langs tíma og með hvaða hætti standa ætti að úreldingu skipa. Hægt væri að veiða þann afla sem til úthlutunar er með mun minni flota en nú sækir miðin. Þá sagði hann einnig samstöðu um að veiðiheimildir væru bundnar ákveðnum aðilum og að þær væm meira framseljanlegar en nú er. Ráðherra sagði menn einnig nokkuð sammála um að sóknarmarkið verði lagt af. Halldór sagðist vona að fmmvarp um úreldingarsjóð yrði lögfest á þingi í haust, það væri mikils um vert að geta keypt upp óhagkvæm og úrelt skip. „Það mæla öll rök með því að úreldingarsjóður verið stofnaður og þessi sjóður verður að hafa möguleika á því að selja veiði- heimilir í tiltölulega stuttan tíma til að hægt sé að fjármagna hann,“ sagði ráðherra. Slæma afkomu bátaflotans sagði Halldór ekki verða leysta með aukn- um veiðiheimildum, heldur yrði fyrst og fremst að hagræða í flotan- um í heild. Við hefðum ekki efni á stærri flota en hann er í dag, en á undanförnum þremur til ijómm ámm hefði hann stækkað um of. Kristján Ragnarsson formaður LIÚ ræddi einnig um fískveiðistefn- una og sagði þau viðhorf ríkjandi að fijálsar fiskveiðar væm liðin tíð, veiðar yrðu áfram bundnar leyfum. Þá sagði hann að til bóta yrði ef sóknarmarkskerfið yrði lagt af, aflamarkskerfið væri kerfi framtíð- arinnar. Hann sagði meirihluta hagsmunaaðila sjávarútvegsins vera hlynnta því að veiðiheimildir væm bundnar fiskiskipum, að framsalsheimildir yrðu gefnar frjálsari og smábátar sæti almenn- um reglum, en væm ekki bundnir sérheimildum eins og nú er. Hins vegar væri ekki vilji fyrir því að taka upp gjaldtöku fyrir veiðileyfi. „Ég held að með slíkum breyt- ingu megi ná verulegum samdrætti í flotanum, sem við verðum að við- urkenna að er alltof stór og endur- spegla þær miklu takmarkanir sem settar era á hvert veiðiskip," sagði Kristján og bætti við að hann væri sammála ráðherra um að æskilegt væri að beita úreldingarsjóði í þessu sambandi. Verkmenntaskólinn á Akur- eyri útskrifaði 129 nemendur á laugardaginn. Flestir útskrifuð- ust af tæknisviði eða 57, 33 af viðskiptasviði, 15 af hússljórn- arsviði og 12 af uppeldissviði. Af heilbrigðissviði útskrifuðust 8 og 4 úr öldungadeild, en skól- inn útskrifaði í fyrsta sinn stúd- enta af hússtjórnarsviði og úr öldungadeild á þessu vori. Á síðasta skólaári vom 921 nemandi í dagskóla í byijun haust- annar og hafa nemendur aldrei verið fleiri. í öldungadeild vom 156 nemar, 87 stunduðu nám í fullorð- insfræðslu og 168 á ýmsum nám- skeiðum. Þá stunduðu 16 sjúkralið- ar sem lokið höfðu prófi samkvæmt eldri reglugerð nám við skólann á haustönn. Kennarar við skólann vom 92, þar af 56 í fullu starfi. Baldvin Bjarnason skólameistari sagði að ef allt færi fram sem horfði myndi endurmenntun og fullorðinsfræðsla verða sífellt ríkari þáttur í starfi skólans. í ræðu sinni við skólaslitin ræddi Baldvin m.a. um hvemig bygg- ingaframkvæmdum við skólann miðaði. Hann ræddi einnig fé- lagslíf, íþróttir og útivist, en þessir þættir hefðu sett svip sinn á skóla- starfið. Þá gerði hann grein fyrir gjöfum sem skólanum hafa borist í vetur, en þær væra fjölmargar og góðar. Stúdentar sem útskrifuðust frá VMA voru 61, sjúkraliðar 5, 7 sjó- kokkar, einn bakari og einn matar- tæknir og 2 blikksmiðir. Hár- greiðslu luku 3 nemar og einn hárskurði, 6 húsasmíði og 2 kjö- tiðn. Einn lauk námi í pípulögnum, 14 raflögnum, 6 í stálskipasmíði og einn í stálvirkjasmíði. Vélvirkj- un luku 5 og 6 útskrifuðust sem vélaverðir. 2. stigi vélstjórnar luku 3 og 4 3. stigi vélstjórnar. Uppsalaætt 50. ættarmótið verður haldið að Laugaborg 1 .-2. júlí. Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir 10. júní innan hvers ættleggs. Mætum öll. Ættarráð. Tónlistar- og tónmenntakennarar Næsta skólaár eru lausar til umsóknar: Hálf staða við almenna tónmenntakennslu á grunn- skólastigi í Glerárskóla, Akureyri. Starf við forskólakennslu og möguleikar á hljóðfæra- kennslu á vegum Tónlistarskólans á Akureyri. Sú kennsla færi að mestu fram í Glerárskóla. Gert er ráð fyrir að sami kennari geti kennt að hluta hjá grunnskólanum og að hluta hjá Tónlistarskólanum. Nánari upplýsingar gefa: Skólastjóri Glerárskóla, sími 96-21395 Skólastjóri Tónlistarskólans, sími 96-21460 Skólafulltrúi Akureyrarbæjar, sími 96-27245. Skólafulltrúi Akureyrarbæjar. Skrifstofutækj akynning Kynnum margar nýjungar á sviði skrifstofutækja á Hótel KEA í dag, þriðjudaginn 30. maí og miðvikudaginn 31. maí nk. frá kl. 10.00 til 16.00. Komið og kynnist Simul-colour, tvílita ljósritun, Olympia ritvinnsluvélum, Frama frímerkingar- vélum, EBA pappírstæturum ásamt ýmsum öðr- um tækjum, sem verða til sýnis. ■Bókabúðin EddaH I // i/iadam ■■■ Hafnarstræti 100 Akureyrí Simi 24334 ■■■ fe % % SÍÐUMÚLA14 • SÍMI8 30 22. ,__■» Sltlflj ouglýsingar Þjónusta Hilmar Foss lögg. skjalaþ. og dómt. Hafnarstræti 11, símar 14824 og 621464. f ÉLAGSLÍF Aðalfundur Aðalfundur skíðadeildar KR verður haldinn miðvikudaginn 31. maí kl. 20.30 i félagsheimili KR við Frostaskjól. Félagar eru hvattir til að mæta. Fundarefni: Venjuleg aðalfundar- störf. Stjórnin. SKRR Uppskeruhátið Skiðaráðs Reykjavíkur verður haldin i kvöld 30. maí kl. 20.30 í Framheimilinu við Safamýri. Reykjavikurmeistarar, sigurveg- arar í firmakeppni SKRR og ann- að skíðaáhugafólk er velkomið. Vinsamlega mætið með kökur i góða kökuveislu. Skíðaráð Reykjavíkur. Útivist Miðvikudagur 31. maí kl. 20 Reykjavíkurganga Útivistar 1989 Brottför er með rútu frá Grófar- torgi (milli Vesturgötu 2 og 4) kl. 20 og frá BSÍ, bensínsölu, kl. 20.10. Ekið verðurað Fossvogs- skóla og gengiö um Fossvogs- dalfnn í Skógræktarstöðina og áð þar, en síðan haldið meðfram Fossvogi í Öskjuhlíð og aðal áningarstaðurinn er kl. 21.30 við Beneventum. Gestir koma i gönguna og fræða um skóg- rækt, sögu o.fl. Ekkert þátttöku- gjald. Notið tækifærið og kynn- ist Útivistargönguterð. Létt ganga. Þetta er síðasta ferðin í ferðasyrpunni um Bláfjallaleið- ina. Allirvelkomnir. Ferðaáætlun Útivistar 1989 verður afhent í ferðinni. Gerist Útivistarfélagar. Árgjaldið er 1.900,- kr. Eldri árs- rit á tilboðsverði til 1. júlí. Sjáumst. Útivist, feröafélag. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 Ofl 19533. Helgarferðir í júní: 2.-4. júní: Þórsmörk - gist í Skagfjörðsskála/Langadal. 9.-11. júní: Þórsmörk - gist í Skagfjörðsskála/Langadal. 16.-18. júní: Þórsmörk - gist i Skagfjörðsskála/Langadal. 16.-18. júní: Mýrdalur - Heiðar- dalur - Dyrhóley - Reynishverfi. Gist í svefnpokaplássi. Göngu- ferðir - bátsferð. 23.-25. júní: Þórsmörk - Gist í Skagfjörðsskála/Langadal. 30.-2. júlí: DALIR - gengin gömul þjóðleið. Hvammur - Fagridalur. 30. júní-2. júlf: Öræfajökull. Gist á Hofi í svefnpokaplássi. 30. júní-2. júli': Ingólshöfði. Gist í svefnpokaplássi á Hofi. Sumarleyfisferðir í júlí: 1. 24.-29. júní (6 dagar): Vest- firðir. Ekið til Þingeyrar í Dýrafirði og gist þar í þrjár nætur. Farnar skoðunarferðir m.a. gengið frá Höfn, um Svalvoga og Siéttanes milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Næstu tvær nætur gist í Breiðuvík og m.a. gengiö á Látrabjarg. 2. 28.-1. júli (4 dagar); Ferð um Breiðafjarðareyjar. Gist í svefnpokaplássi í Stykkis- hólmi. Siglt með Hafrúnu um eyjarnar vestan Stykkishólms, í mynni Hvammsfjarðar og einnig til Vestureyja. Árbók F.l. 1989 fjallar um Breiðafjarðareyjar og er einn af höfundum hennar, Arni Björns- son, fararstjóri í ferðinni. Ath: Breytt dagsetning frá prentaðri áætlun 1989. Fólk getur komið í rúturnar v/kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Upplýsingar um ferðirnar og far- miðasala er á skrifstofunni, Öldugötu. Ferðafélag (slands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Gönguferðir um Noreg ísumar 1. 7.-16. júlí: Hardangervidda Sex daga gönguferð (hringferð) um Hardangervidda. Gengið um heiðarlandslag (sléttlendi) milli sæluhúsa. Stysta dagleiðin er 4 klst. og sú lengsta 7 klst. 2. 11.-21. ágúst: Jotunheimen Gengið mili sæluhúsa þvert yfir Jotunheimen. Stórbrotið lands- lag. Dagleiðir 4-6 klst. Nokkur sæti laus. Gert er ráð fyrir skoðunarferðum frá áningarstöðum. Matur inni- falinn í verði. Gangið með félög- um okkar i Norska ferðafélaginu. Ferðumst um Noreg eins og Norðmenn með fararstjórum sem miðla af drjúgri reynslu og þekkingu á staðháttum. Upplýsingar um nánari tilhögun ferðanna á skrifstofu F.Í., Öldu- götu 3. Tilkynnið þátttöku fyrir 1. júlf. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.