Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989 Lög um Þjóöleik- hús endurskoðuð Menntamáiaráðherra hefiir skipað neftid til að endurskoða lög um Þjóðleikhúsið. Hún mun ijalla um tillögur sem fyrir liggja frá Leiklistarráði um sömu lög. Nefndin hefur jafnframt það hlutverk að fjalla um framtíð íslenskrar óperu og listdans, þ.e. íslenska dansflokkinn. Skoða á lagagnindvöll þessarar starfsemi, hlut listamannanna, þar á meðal um kjör þeirra, og um húsnæði fyr- ir þessa þætti íslenskrar menningar. í nefndinni eru: Þórhallur Sig- urðsson, Guðrún Stephensen, Þór- hildur Þorleifsdóttir, Nanna Ólafs- dóttir, Sveinn Einarsson, Kristinn Hallsson og Stefán Baldursson, sem er formaður nefndarinnar. Sigrún Valbergsdóttir, starfsmaður í menntamálaráðuneytinu, er ritari nefndarinnar. jÞ Arétting Til að koma í veg fyrir misskilning vegna inngangs í frétt Morgunblaðs- ins síðastliðinn laugardag um skýrslu Öryggismálanefndar eftir Albert Jónsson skal tekið fram að það er ekki þekkingarskortur ráðherra sem er feimnismál heldur hafa það verið feimnismál í stjórnkerfinu gagnvart hveiju ráðherrar kynnu að standa á hættutímum. Eða eins og segir í skýrslunni: „Eins og áður sagði hafa íslendingar ekki tekið þátt í stjórn- kerfisæfíngum Atiantshafsbanda- lagsins vegna hættutíma né við- bragða- og stjómunaræfingum í Keflavíkurstöðinni. Þekking á þeim málum er því mjög takmörkuð í íslenska stjórnkerfinu. Það á við hvernig ákvarðanir yrðu teknar og hvað í þeim fælist svo og það skipu- lag og orðaforða sem um ræðir s.s. LERTCON og DEFCON. Þá hefur ekki farið fram athugun eða umræða um hættutíma og þær kringumstæð- ur og viðbrögð sem þá varða og gætu leitt til þess að hrinda þyrfti liðsaukaáætlunum í framkvæmd. Áætlanir um landhersveitir eru nokk- ur undantekning, vegna þess að þær mundu snerta Islendinga og stjóm- kerfið beinlínis þar sem hluti sveit- anna færi út fyrir stöðina. Hvernig farið yrði í stjómkerfinu með beiðni um að hrinda áætlunum í fram- kvæmd á hættutíma er mál sem hef- ur verið rætt en skipulagsleg vinna þar að lútandi hefur ekki átt sér stað. Þannig er stjórnkerfið ekki búið und- ir hættutíma og „utanríkisráðherrar eða forsætisráðherrar hafa ekki vitað gagnvart hveiju þeir kynnu að standa á hættutíma nema í grófustu aðalatriðum. Þetta hafa verið feimn- ismál“. VlKINGAFERÐIR 9. - u. öld Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sigurður Ragnarsson skólameistari Menntaskólans við Sund af- hendir nýstúdentum prófskírteini við hátíðlega athöfti í Háskólabíói. Menntaskólinn við Sund Nýstúdentar brautskráðir MENNTASKÓLINN við Sund brautskráði á laugardaginn 157 nýstúdenta. Vegna verkfalls kennara í HÍK tóku nýstúdent- Æfíngaskólinn: Steinunn skólasljórí Menntamálaráðherra hefur skipað Steinunni Helgu Lárus- dóttur skólastjóra Æfingaskóla Kennaraháskóla íslands. Skipun- artíminn er 5 ár frá 1. september 1989 að telja. Umsækjendur um stöðuna voru tveir auk Steinunnar Helgu, Hannes Sveinbjömsson og umsækjandi sem óskaði nafnleyndar. arnir yfirleitt ekki próf, en ein- kunnir voru gefiiar á grundvelli námsmats. Hæstu einkunn fékk Dagbjört Sigvaldadóttir, fyrstu ágætiseinkunn 9,4. Alls brautskráðust 157 stúdentar frá Menntaskólanum við Sund á laugardaginn. Flestir brautskráðust úr náttúrafræðiskor, eða 54, 34 vora í eðlisfræðiskor, 22 í félags- fræðiskor, 19 í hagfræðiskor og jafnmargir í málaskor 2. Fámenn- asta skorin var málaskor 1, þar sem kennd er latína. Hæstu einkunn á stúdentsprófi fékk Dagbjört Sigvaldadóttir úr náttúrafræðiskor. Hún fékk fyrstu ágætiseinkunn, 9,4. Tveir nýstúd- entanna útskrifuðust með tvöfalt stúdentspróf. Það vora þær Gyða Stephensen, sem útskrifaðist ann- ars vegar úr málaskor 1 og hins vegar af tónlistarsviði og Anna Rún Atladóttir, sem útskrifaðist úr eðlis- fræðiskor og tónlistarsviði. Almenna bókafélagið: Islenskur söguatlas í burðarliðnum ALMENNA bókafélagið hélt aðal- ftmd sinn fyrir skömmu. í upphafi fundar minntist formaður félags- ins, Bjöm Bjamason aðstoðarri- sljóri, Kristjáns Albertssonar sem lést þann 31. janúar sl. Kristján Albertsson sat í Bók- menntaráði Almenna bókafélagsins frá fyrstu tíð og lét sig hag félagsins ávallt miklu skipta. Þá gerði formað- ur grein fyrir starfsemi bókaútgáf- unnar og Bókaverslunar Sigfúsar Eymundssonar á sl. ári. Félagið gaf alls út 33 nýja titla ásamt fjölmörgum endurprentunum eldri bóka félagins. 11 titlar komu út hjá Bókaklúbbi AB. Af stórvirkj- um sem félagið er að fást við ber fyrst að nefna Sögu mannkyns í 15 bindum. 12 bindi þessa risaverks eru þegar komin út, en verkefninu lýkur á næsta ári. Annað stórvirki félagsins er rit- safn Sigurðar Nordals. Það verður í 12 bindum og af þeim era 6 bindi komin út. Undanfarið hefur verið unnið að gerð íslensks söguatlas á vegum AB. Um er að ræða geipiflók- ið og viðamikið verk, ríkulega mynd- skreytt með kortum, myndritum, ljósmyndum og teikningum, Höfund- ar era tveir ungir sagnfræðingar Árni Daníel Júlíusson og Jón Ólafur Isberg. Áætlað er að fyrsta bindi af þremur komi út í haust. Einnig ber að nefna þýðingu Helga Hálfdanarsonar á öllum leikritum Shakespeares í 8 bindum, en af þeim eru komin út 5 bindi. Þá kom fram að í tilefni af því að hinn 18. maí vora 100 ár liðin frá fæðingu Gunn- Opna í söguatlas AB, en áætlað er að fyrsta bindið af þrem komi út í haust. ars Gunnarssonar koma 5 síðustu bindin í lokaútgáfu á ritsafni hans út hjá félaginu. Formaður kvað útgáfuna sl. ár hafa gengið vel og bæði útgáfa fé- lagsins fyrir almennan markað og Bókaklúbbur AB hafa haldið vel í horfinu. Sl. ár ákvað AB að gerast útgef- andi tímaritsins Tenings. Ristjóm skipa Gunnar Ágúst Harðarson heimspekingur, Eggert Pétursson myndlistarmaður, Sigfús Bjartmars- son rithöfundur, Hallgrímur Helga- son myndlistarmaður, Páll Valsson bókmenntafræðingur, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Sig- urður Valgeirsson útgáfustóri AB. Er fyrsta hefti ritsins undir merkjum Almenna bókafélagins væntanlegt á næstunni. Forstjóri Almenna bókafélagsins, Kristján Jóhannsson, tók til máls að lokinni ræðu formanns og gerði hann grein fyir rekstri útgáfunnar og Bókaverslunar Sigfúsar Eymunds- sonar. Velta félagsins að frádregnum söluskatti var um 300 milljónir króna á árinu. Er það 14% aukning frá árinu áður. Rekstur félagsins var nokkuð þyngri á árinu 1988 en fyrri áram og var því halli á heildarstarf- semi félagsins sem nemur tæplega 6,5 milljónum króna. Stjórn Almenna bókafélagsins var endurkjörin, en hana skipa: Formað- ur; Björn Bjamason aðstoðarritstjóri. Meðstjórn'endur; Davíð Oddsson borgarstjóri, Davíð Ólafsson fv. seðlabankastjóri, Erlendur Einarsson fv. forstjóri, Guðni Guðmundsson rektor, Gylfi Þ. Gíslason fv. prófess- or og Jón Skaftason yfirborgarfóg- eti. I varastjóm era: Eyjólfur K. Jóns- son alþingismaður, Sólrún B. Jens- dóttir skrifstofustjóri og Þráinn Eg- gertsson prófessor. Útgáfuráð Almenna bókafélagsins skipa: Formaður; Jóhannes Nordal seðlabankastjóri, Haraldur Ólafsson lektor, Hjörtur Pálsson skáld, Hös- kuldur Ólafsson bankastjóri, Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur, Matt- hías Johannessen skáld og Sturla Friðriksson forstjóri. (Fréttatilkynning) pierre cardin SAMEIGINLEGA BJÓÐUM VIÐ MESTA ÚRVAL LANDSINS JÓN OG ÓSKAR LAUGAVEGI 70, SÍMI: 1 49 30 GILBERT URSMIÐUR LAUGAVEGI 62, SÍMI: 14 ÍOO GUÐMUNDUR B. HANNAH LAUGAVEGI 55, SÍMI: 2 37 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.