Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989 Frá hugmyndaþingi Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. Hugmyndaþing Sjálfstæðisflokksins: Athaftiafrelsi einstaklinga með aðlögun að nýjum ytri aðstæðum í TILEFNI af sextíu ára af- mæli Sjálfstæðisflokksins var á laugardag efiit til hugmynda- þings á vegum framtíðarnefiid- ar miðstjórnar flokksins. Þar var rætt um frelsi og framtak einstaklinga; þjóð, tungu og sögu; velferðarþjóðfélagið; ís- land og umheiminn og atvinn- ulífið og aldamótin. Síðan voru pallborðsumræður og að lok- um tók Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, saman þræði og komst þannig að orði, að það væri auðvelt, þar sem umræður hefðu allar hnigið í sama farveg, að tryggja bæri athafnafrelsi ein- staklinga með aðlögun að nýj- um ytri aðstæðum. Davíð Oddsson, formaður framtíðar- nefhdarinnar, tók í sama Framsögumenn á hugmyndaþingi Sjálfstæðisflokksins. Tómas Ingi Olrich flytur ræðu, næst ræðu- stól er Friðrik Sohpusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sem stjómaði þinginu, Árdís Þórðar- dóttir, Katrtín Fjeldsted, Björn Bjamason og Ólafur Davíðsson. streng og sagði athyglisvert, hve allir ræðumenn hefðu ver- ið samstiga, þótt um ólík við- fangsefhi hefði verið að ræða. Tilhögun þingsins var sú, að sex framsögumenn fluttu erindi um sérgreind efni en síðan tóku jafnmargir ræðumenn til máls og sögðu álit sítt á erindum, við svo búið svöruðu framsögumenn fyrirspurnum. Síðan voru pall- borðsumræður og loks sleit Þor- steinn Pálsson flokksformaður þinginu með ræðu. Þijú meginstef settu svip sinn á umræðumar. í fyrsta lagi hvernig best sé að tryggja ein- staklingum og fyrirtækjum þeirra nægilegt svigrúm og at- hafnafrelsi án íhlutunar ríkisins. í öðru lagi hvernig bregðast skuli við aukinni samvinnu Evró- purikja og staðið að málum gagn- vart Evrópubandalaginu. í þriðja lagi hvernig sætta megi hags- muni og sjónarmið þeirra sem búa í þéttbýli annars vegar og hinna sem búa í dreifbýli hins vegar, það er hvernig staðið skuli að byggðamálum. Minnt var á að hvarvetna á Vesturlöndum væri verið að gera breytingar á hagkerfmu í þá átt að öll viðskipti yrðu fijálsari og samkeppni ykist. Félli þetta vel að þeirri stefnu sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefði ávallt fylgt. Á hinn bóginn væri stefna núver- andi ríkisstjórnar í hróplegri and- stöðu við þessa þróun. Talið var nauðsynlegt að kanna til þrautar með tiltækum ráðum, hvaða kosti íslendingar hefðu um að velja til að treysta sambandið við Evró- puríki og Evrópubandalagið. Yrði að gera það af opnum huga og kynna öðrum sérstöðu íslands. Mikil áhersla var lögð á nauðsyn þess að brúa gjána milli lands- byggðarinnar og höfuðborgar- svæðisins. Væri það í raun lykill- inn að því að unnt yrði að koma á viðunandi jafnvægi í efnahags- stjórn í landinu. í lok þingsins fögnuðu forystu- menn flokksins þeirri eindrægni sem ríkt hefði á því og töldu að þar hefði fengist gott vegarnesti fyrir framtíðamefndina til að vinna starf sitt fram að lands- fundi Sjálfstæðisflokksins næsta haust. • BREYTT SÍMAHÚMER • BREYTT SÍMANÚMER • BREYTT SlMANÚMER •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.