Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAI 1989 19 Sýningargestir virða fyrir sér gamlar myndir frá landsfundum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn; Sögusýning- vel sótt Á sunnudag var opnuð í Sjálfstæðishúsinu Valhöll sögusýning Sjálf- stæðisflokksins. Þar eru til sýnis á annað hundrað stækkaðar mynd- ir úr sögu flokksins siðastliðin 60 ár og hafa margar þeirra aldrei birzt opinberlega áður. Þá liggja frammi bækur og blöð úr útgáfu flokksins og myndamöppur með nokkur hundruð myndum úr flokks- starfi og stjórnmálasögu. Að sögn Guðmundar Magnússon- ins, var mjög góð aðsókn að sögu- ar, starfsmanns Sjálfstæðisflokks- sýningunni fyrsta daginn og nálg- Morgunblaðið/Ámi Sæberg Boðið var upp á kaffiveitingar í Valhöll á sunnudaginn. aðist vandræðaástand í Valhöll vegna manníjölda. Sýningin verður opin á skrifstofutíma næstu vikur. Hópur fólks hefur undirbúið sýn- inguna. Gunnar Geir Vigfússon ljós- myndari sá um eftirtökur og stækk- anir og tók einnig mikið af myndun- um. Margar myndir tóku Vigfús Sigurgeirsson, faðir Gunnars, og Pétur Thomsen. Már Jóhannsson, skrifstofustjóri Sj álfstæðisflokks- ins, hefur haft forystu um flokkun og öflun mynda og aflað upplýsinga um atburðina, sem myndirnar sýna. Með honum unnu Þórdís K. Péturs- dóttir og Valgerður Anna Jónas- dóttir. Tryggvi Árnason myndlista- maður hafði svo veg og vanda af skipulagi og uppsetningu sýningar- innar. í tilefni sextugsafmælis flokksins verður síðar á þessu ári gefinn út á bók annáll baráttumála hans, sem Hannes H. Gissurarson tekur sam- an. Þá er unnið að gerð myndbanda um flokkinn, annars vegar sögulegs yfirlits, sem tekið verður saman úr gömlum filmum og myndböndum, og hins vegar nútímalegrar kynn- ingar. Aðalfiindur sláturleyfishafa; Ahyggjur af auknu kjötsmygli SLÁTURLEYFISHAFAR hafa áhyggjur af vaxandi kjötsmygli og í ályktun aðalfundar Landssamtaka sláturleyfishafa sem haldinn var fyrir skömmu er bent á að eftirlit tolla- og heilbrigðisyfirvalda virð- ist hafa minnkað á síðustu mánuðum. Telur fundurinn óhjákvæmi- legt að svipta verslanir, hótel og veitingastaði starfsleyfi þegar þeir verða uppvísir af sölu smyglvarnings. Félögum í Landssamtökum slát- urleyfishafa er héðan í frá bannað að gefa magnafslátt af heildsölu- verði nautgripakjöts, segir í frétt um aðalfund LS. Heimilt er að gefa 3% afslátt af skráðu verði við stað- greiðslu. Hámarksgreiðslufrestur án vaxta er 45 dagar frá afhend- ingu. Á fundinum voru einnig gerð- ar ályktanir um ákvörðun slátur- kostnaðar, birgðavanda kindalqöts- framleiðslunnar og fleira. Fram komu áhyggjur fundar- manna af fjárhagsvanda sláturleyf- ishafa, áhrif hans á framtíð _þeirra vegna mikils tapreksturs. Áætlað er að tap sláturleyfishafa hafi verið 170—180 milljónir kr. á síðasta ári. í stjóm Landssamtaka slátur- leyfishafa voru kosnir: Hreiðar Karlsson formaður, Steinþór Skúla- son varaformaður, Kristófer Kristj- ánsson ritari, Pétur Hjartarson fjár- málaritari og Hermann Hansson, Sigurður Jónsson og Árni Jóhanns- son meðstjórnendur. Ný sending af gólf- og yeggflísum m.a. 10 x 20 — margir litir KÁRSNESBRAUT106 - KÓPAVOGI - SÍMI46044 • BREYTT SÍMANÚMER • BREYTT SÍMANÚMER • BREYTT SÍMANÚMER •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.