Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 23
BREYTT SÍMANÚMER • BREYTT SÍMANÚMER • BREYTT SÍMANÚMER MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAI 1989 Kína: Harðlínumenn fordæma borg- aralegar ftjálslyndishugmyndir Peking. Reuter. LEIÐTOGAR kínverskra námsmanna hótuðu í gær að halda áfram hungurverkfalli á Torgi hins himneska friðar í miðborg Peking. IVflög hefur dregið úr mótmælum námsmanna en á sunnudag tóku um 50.000 manns þátt í göngu utn miðborgina til að ítreka kröfur umbótasinna um aukið lýðræði og frelsi í landinu. Vestrænir stjórnar- erindrekar tejja fiillvíst að Zhao Ziyang, leiðtoga kínverska kommún- istaflokksins, hafi verið komið frá völdum. Fram til þessa hafa kín- verskir Qölmiðlar ekki skýrt frá valdabaráttu innan flokksforustunn- ar en sýnt þykir að harðlínukommmúnistar hafi náð að treysta stöðu sína á kostnað umbótasinna. Útvarpið í Peking birti í gær ræðu fyrrum félaga í stjórnmálaráði kommúnistaflokksins þar sem hann fordæmdi smáborgaraleg fijálslyndissjónarmið en á þennan hátt hafa kínverskir ráðamenn oftlega vikið að vestrænum lýðræðis- hugmyndum. í ræðu sinni sagði Peng Zhen, 89 ára öldungur og fyrrum félagi í stjórnmálaráði kínverska komm- únistaflokksins, að Kína lyti stjóm verkamanna og bænda en ekki smáborgara. Nokkuð hefur borið á aldurhnignum ráðamönnum undan- fama daga og hafa þeir allir lýst yfir stuðningi við Deng Xiaoping, hinn eiginlega leiðtoga flokksins. Sagði Peng Zhen að smáborgaraleg frjálslyndisstefna væri hvorki í þágu flokks né þjóðar en vestrænar lýðræðishugmyndir hafa ekki verið fordæmdar með þessum hætti í rúm tvö ár. Félagi í sérstakri áróðursnefnd námsmanna tjáði fréttamanni Reut- ers-fréttastofunnar að lagt hefði verið til að hafið yrði hungurverk- fall á Torgi hins himneska friðar í dag, þriðjudag. Hefði boðum um þetta verið komið til námsmanna, listamanna, bænda og verkamanna. „Við verðum að þrýsta enn frekar á stjómvöld. Þeir sem nú ráða ríkjum em jafnvel enn ósveigjan- legri í afstöðu sinni en fyrri vald- hafar. Við verðum að halda áfram allt þar til yfir lýkur.“ Annar heim- ildarmaður sagði námsmenn hafa ákveðið að halda til á torginu fram til 20. júní en þá er gert ráð fyrir því að þingmenn komi saman á ný. Nokkur þúsund námsmenn vom síðdegis í gær á Torgi hins him- neska friðar. Aðstæður allar á torg- inu hafa farið hríðversnandi, gífur- lega mikið af sorpi hefur safnast þar upp á undanfömum tveimur vikum og kæfandi óþefur fyllir vit manna. Um 50.000 manns tóku þátt í göngu um miðborg Peking á sunnu- dag og um 100.000 manns komu saman í Shanghai. Leiðtogar náms- manna höfðu búist við mun fjöl- mennari mótmælum og þótti þátt- takan gefa til kynna að þreyta og vonleysi hefði gripið um sig í röðum umbótasinna sem haldið hafa uppi skipulegu andófí í miðborg Peking í 17 daga. Hálf milljón manna tók hins vegar þátt í göngu í Hong Kong á sunnudag til að lýsa yflr stuðningi við málstað námsmanna. Flestir hallast að því að Zhao Ziyang, leiðtoga kommúnista- flokksins, hafí verið komið frá völd- um en hann hafði lýst sig tilbúinn til að eiga viðræður við fulltrúa námsmanna. Um síðustu helgi skýrðu kínverskir íjölmiðlar frá því að harðlínumenn innan flokksins Zhao Ziyang. teldu að rekja mætti mótmælin til óeðlilegra tilslakana á hinum hug- myndafræðilega vettvangi. Þótti lítill vafi leika á því að orðum þess- um væri beint að Zhao og fylgis- mönnum hans. Vestrænir stjómar- erindrekar í Peking kváðust telja að Zhao yrði formlega komið frá völdum er stjómmálanefnd komm- únistaflokksins kemur saman í þessari viku. tvinna. og ^ saUtní Kínverskir námsmenn virða fyrir sér mynd af Chou Enlai, fyrrum forsætisráðherra Kína, sem komið hefur verið fyrir á Torgi hins himneska friðar. Á myndinni segir: „Li Peng, þú hefiir móðgað mig,“ en Li, sem gegnir nú embætti forsætisráðherra, fer fyrir fylkingu harðlínu manna ásamt Deng Xiaoping, hinum eiginlega leiðtoga kommúnistaflokksins. Li á Chou Enlai frama sinn að þakka en í kínverskum sögubókum segir að Chou Enlai hafi bjargað menningar- verðmætum og fjölda fólks frá ofsóknum á tímum Menningarbylting- arinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.