Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989 21 Reuter Leiðtogar ríkja Atlantshafs- bandalagsins í Brussel. í efri röðinni eru (f.v.): Steingrímur Hermaiinsson forsætisráðherra; Gro Harlem Brundtland, forsæt- isráðherra Noregs; Brian Mulro- ney, forsætisráðherra Kanada; Turgut Ozal, forsætisráðherra Tyrklands; Ruud Lubbers, for- sætisráðherra Hollands; Felipe Gonzalez, forsætisráðherra Spánar; Jacques Santer, forsæt- isráðherra Lúxemborgar; Anibal Cavaco Silva, forsætisráðherra Portúgals, og Ciriaco DeMita, forsætisráðherra Ítalíu. í neðri röð: Poul Schliiter, forsætisráð- herra Danmerkur; Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands; Manfred Wörner, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins; Francois Mitter- rand, forseti Frakklands; Bald- vin Belgíukonungur; George Bush Bandaríkjaforseti; Wilfried Martens, forsætisráðherra Belgíu; Andreas Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, og Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands. Tillaga Bandaríkjastjórnar um niðurskurð hefðbundins herafla í Evrópu: Vilja að samkomulag liggi fyrir eftir sex til tólf máiiuði Brussel. Reuter. FUNDUR leiðtoga aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hófst í gær- morgun í Brussel og gerði George Bush, Bandaríkjaforseti, þá grein fyrir tillögu Bandaríkjastjórnar. Forsetinn sagði á blaðamannafundi í gærdag að Mltrúar allra aðildarríkjanna væru sammála um að Atlants- hafsbandalagið hefði tryggt frið í Evrópu í 40 ár. Nú þyrfti bandalag- ið að bregðast við sögulegum umbreytingum sem átt hefðu sér stað í Evrópu. Markmiðið væri það að gera skiptingu Evrópu að engu og hefði nýja tillagan um róttækan niðurskurð á sviði hins hefðbundna herafla í álfunni verið kynnt með þetta í huga. Bush sagði ríki Varsjárbandalags- ins hafa færst nær afstöðu lýðræð- isríkjanna varðandi tilgang og um- fang Vínarviðræðnanna en þær taka til hefðbundins herafla á landi allt frá Atlantshafi til Úralfjalla. Sagði hann þetta eiga við þá kröfu NATO að dregið yrði úr getu herafla Var- sjárbandalagsríkjanna til að hefja skyndiárás eða stórárás til vesturs. Þá hefði einnig náðst umtalsverður árangur í viðræðum um eftirlits- ákvæði samkomulags í þessa veru. Forsetinn sagði nýju tillöguna vera í flórum liðum. í fyrsta lagi þyrfti að fá fram staðfestingu á því að ríki Varsjárbandalagsins samþykktu með formlegum hætti tillögur NATO varðandi þann hámarksfjölda skrið- dreka og brynvarinna liðsflutninga- vagna sem eftir mætti standa í Evr- ópu. NATO-ríkin hafa lagt til að samið verði um fækkun skriðdreka þannig að hámarksfjöldi þeirra verði 20.000 hjá hvoru bandalaginu um sig. Á sama hátt vilja NATO-ríkin að hámarksfjöldi brynvarinna liðs- flutningavagna verði 28.000 og að samið verði um fækkun stórskota- liðsvopna þannig að fjöldi þeirra verði á bilinu 16.500 til 24.000. Bush lagði áherslu á að gert væri ráð fyrir því að vopn þessi yrðu öll eyðilögð. í öðru lagi lagði forsetinn til að viðræður um niðurskurð hefðbundins vígbúnaðar tækju einnig til orrustu- flugvéla og þyrlna í eigu bandalag- anna tveggja. í erindisbréfi Vínarvið- ræðnanna er kveðið á um undan- skilja beri flugvélar og þyrlur í við- ræðunum. í tillögu Bandaríkjamanna er gert ráð fyrir að þeim verði fækk- að þannig að hvort bandalagið um sig ráði yfir 85 af hundraði núver- andi fjölda þyrlna og orrustuþotna NATO í Evrópu. í þriðja lagi segir í tillögunni að Bandaríkjamenn séu reiðubúnir til að fækka hermönnum í Vestur- Evrópu um 20 prósent og markmiðið sé það að ná fram jöfnuði hvað varð- ar fjölda hermanna í Evrópu bæði í landher og flugher risaveldanna tveggja. Gert er ráð fyrir að hám- arksfjöldi sovéskra hermanna utan iandamæra Sovétríkjanna verði 275.000 menn og að jafnmargir bandarískir hermenn verði undir vopnum í Vestur-Evrópu. George Bush sagði að Sovétmenn myndu, samkvæmt tillögu þessari, þurfa að kalla heim um 325.000 hermenn og tók fram að hersveitir þessar yrðu leystar upp. Fjórða lið tillögunnar lýsti Bush Bandaríkjaforseti þannig að gert væri ráð fyrir því að Vínarviðræðun- um um niðurskurð hefðbundins her- afla yrði hraðað. Sovétmenn hafa sagt að markmið þeirra sé það að samkomulag liggi fyrir árið 1997. Bush kvaðst hins vegar vilja að sam- komulag á grundvelli tillögu Banda- ríkjamanna lægi fyrir eftir sex mán- uði til eitt ár þannig að unnt væri að ljúka niðurskurði heraflans árið 1992 eða 1993. Reuter Svíinn Christer Petterson, sem hefur verið ákærður fyr- ir morðið á Olof Palme, for- sætisráðherra Svíþjóðar. Til vinstri er mynd sem teiknuð var eftir morðið. Ákærður fyrir morð- ið á Palme Stokkhólmi. Reuter. 42 ARA gamall Svíi, Christer Pettersson, var í gær ákærður fyrir morð af ásettu ráði á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, og verður hann leiddur fyrir rétt 5. júní. Pettersson hefur verið í gæslu- varðhaldi frá 14. desember og hefur neitað sakargiftum. 32 vitnum er stefnt fyrir réttinn, en beinar sannanir skortir og engir sjónarvottar eru að morðinu. Pettersson var einnig ákærður fyrir að hafa reynt að myrða eiginkonu forsætisráðherrans, Lisbet Palme, og er talið að hún verði aðalvitnið. Lögreglan segir að Lisbet Palme hafi séð Petter- son á morðstaðnum, en viður- kennir hins vegar að enginn hafi séð hann með byssu í hendi. Jörgen Almblad saksóknari sagði að vitni hefðu séð Petter- son bíða eftir forsætisráðherra- hjónunum fyrir utan kvikmynda- hús og veita þeim síðan eftirför. Vitni héldu því einnig fram að Petterssons stæðist ekki, en hann hefur sagt lögreglunni að hann hafi verið skemmtistað kvöldið sem morðið var framið. Danska sjónvarpið: Matador í þriðja sinn DANSKI sjónvarpsmyndaflokkurinn Matador var fyrst sýndur á árun- um 1978-81 í Danmörku. Þættimir vom endurteknir árið 1985 og verða sýndir í þriðja sinn frá og með næstu jólum, að því er segir í frétt Jyllandsposten. Að sögn Henriks Antonsens, þegar þeir voru sýndir í Noregi og dagskrárstjóra hjá Danska sjón- Svíþjóð í vetur. Sænska sjónvarpið varpinu, varð vart mikils áhuga ætlar að endursýna þættina síðar á Dana á endurtekningu þáttanna þessu ári. BOSCH STARTARAR—RAFALAR viðgerðarþjónusta BRÆÐURNIR (©) ORMSSON HF Lágmúla 9, sími: 38820 NYTTHIA OÐRUVISI KENNSLUTAFLA DANS-DANS-DANS-DANS JAZZ - BALLET - PÚL - TEYGJUR Nú verður fjör í jazzballet. 12 ára og eldri - Byrjendur - framhald. BOLHOLT-83730 MANUD.: ÞRIÐJUD.: MIÐVIKUD. FIMMTUD.: FÖSTUD.: Bára með Irma með Anna með Magga með Bára með danstíma. teygjur ballet - púl - svitinn jazzballet. Bara dansað sem víkka. ' jazztíma lekur. Tima með öliu. og úr horni. Jazz á eftir. (ekki leiðinlegt). Jazz á eftir. IVsklst V/z klst 1 '/2 klst V/2 klst V/zklst Svona verða næstu 5 vikurnar hjá J.S.B. Taktu eina viku eða allar - Byrjum 5/6 - Gjald per viku kr. 1.500.- (magnafsláttur) SUÐURVER - HRAUNBERG 83730 79988 9-11 ára 2ja vikna námskeió. Tímar 4x í viku. Framhald —'Lærum mikið á stuttum tíma (danstímar) Byrjendur - Upplagt tækifæri til að kynnast jazzballet. Tímar fyrri hluta dags. — Kennari: Bára Magnúsdóttir. Námskeiðl 5/6— 15/6. -Námskeiðll 19/6- 29/6. \<vtvt Suðurveri, sími 83730 liraunbergi, sími 79988

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.