Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989
Skýrsla Öryggismálanefiidar:
Er lítið gefinn
fyrir stríðsleiki
- segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra
Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
„ÞÁTTTAKA í stjórnkerfis- kvæmdastjóra
æfingum Atlantshafsbandalags-
ins (NATO) hefur ekki verið
rædd,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra á
milli iunda í Brussel í gær. Kom
þetta fram I svari hans við spurn-
ingu vegna þess sem fram kemur
í skýrslu Alberts Jónssonar fram-
Hafísinn
svipaður og
í meðalári
„í VETUR og vor hefiir hafís-
inn verið svipaður og í meðal-
ári,“ sagði Þór Jakobsson,
deildarstjóri hafísdeildar
Veðurstofunnar, í samtali við
Morgunblaðið.
Þór sagði að hafísinn í sund-
inu á milli íslands og Græn-
lands væri í hámarki í vetrarlok
og nú væri hafísjaðarinn um
60 sjómflur frá Barða og Kögri.
„Búist er við suðvestlægum
áttum í þessari viku og að hafís-
ínn færist því eitthvað nær
landinu á næstunni,“ sagði Þór
Jakobsson.
Öryggismála-
nefndar, sem starfar á vegum
forsætisráðuneytisins, um að
áætlanir um viðbrögð stjóm-
valda á hættutímum séu ekki fyr-
ir hendi.
Forsætisráðherra sagði, að efa-
laust væri eitthvað til í því, að
íslenska stjórnkerfið væri illa undir
það búið að taka þátt í ákvörðunum
á vettvangi Atlantshafsbandalags-
ins á hættutímum. Menn mættu
ekki gleyma því, að íslendingar
hefðu ekki her og sennilega snerti
þetta almannavamir.
Ráðherrann sagði að þátttaka í
stjórnkerfisæfingum NATO hefði
ekki verið rædd, íslendingum hefði
aldrei verið boðin hún og utanríkis-
ráðherra hefði aldrei borið þetta
mál upp á ^ríkisstjómarfundi og
þess vegna hefði það ekki verið
rætt þar.
Þegar forsætisráðherra var
spurður, hvort íslenskir ráðherrar
kynnu að draga úr öryggi innan
NATO vegna þess að þeir væm illa
upplýstir um öryggis- og vamar-
mál, hafnaði hann þeirri skoðun en
sagðist að vísu lítið fyrir stríðsleiki.
í máli ráðherrans kom fram, að
hann hefði ekki lesið skýrslu Örygg-
ismálanefndar, sem kom út á föstu-
dag.
Reuter
íslenska sendinefhdin á leiðtogafiindinum í Brussel: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra í fremstu röð. Að baki þeim eru frá hægri: Einar Benediktsson
sendiherra, Jóhann Einvarðsson formaður utanríkismálanefiidar, Gunnar Pálsson starfsmaður utanríkis-
ráðuneytisins og Jón Sveinsson aðstoðarmaður forsætisráðherra.
Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins:
Islendingar drógu tillögur
sínar um afvopnun til baka
Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins.
FULLTRtJAR Islands drógu á
laugardag til baka tillögur um
afvopnun á höfunum, sem þeir
höfðu kynnt i Atlantshafsráðinu.
Hafði verið að því stefht að minnst
yrði á málið í lokaályktun leið-
Erfíðleikar í sjávarútvegi:
„Hriktir í undirstöð-
uni Byggðastofnunar ‘ ‘
togafúndar Atlantshafsbandalags-
ins sem lýkur í dag. Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra
sagðist hafa harmað þessa niður-
stöðu S ræðu sinni á fúndinum í
gær. Hann sagði tillöguna hafa
verið í samræmi við þá stefiiu ís-
lendinga að engin árásarvopna-
kerfi mætti skilja undan í afvopn-
unarviðræðum. Áfram yrði unnið
að því að afla tillögunni fylgis.
Steingrímur Hermannsson sagði,
að í umræðum um skammdrægar
kjamorkueldflaugar hefði íslenska
sendinefndin tekið sér stöðu nálægt
Vestur-Þjóðveijum, sem vilja sem
fyrst viðræður við Sovétmenn um
fækkun þessara flauga. Sagðist hann
telja „þriðju núlllaúsnina“ svonefndu
koma vel til greina með því skilyrði
að árangur náist í afvopnunarviðræð-
unum í Vínarborg.
Forsætisráðherra fagnaði tillögum
Georges Bush Bandaríkjaforseta um
afvopnunarmál og taldi líklegt að
þær myndu stuðla að lausn innan
Atlantshafsbandalagsins um
skammdrægu eldflaugamar. Sagði
hann góðar líkur á því að leiðtoga-
fundurinn yrði vel heppnaður.
Samkvæmt ársskýrslu Byggðastofiiunar námu útborguð lán og
styrkir til fyrirtælqa og stofhana á árinu 1988 tæplega 1.800 m.kr.
í skýrslunni kemur fram að það takmarki mjög möguleika stofiiunar-
innar til að hafa áhrif á þróun atvinnulífs og byggðar í Iandinu, hve
hún sé háð erlendu lánsfé. Rikisframlag til hennar hafi hraðminnk-
að, eða úr 800 m.kr. 1977 í um 100 m.kr. hin síðari árin.
Skuldunautar Byggðastofnunar
vóm 1.552 talsins um sl. áramót.
Tuttugu hinir stærstu skulduðu
stofnuninni samtals 1.360 m.kr.
Alls skulduðu 71 fyrirtæki yfir 20
m.kr. hvert, eða samtals 2.937
m.kr. sem er 46,7% af heildarskuld
fyrirtækja.
Á árinu 1988 urðu 22 aðilar, sem
Byggðastofnun hafði lánað fé,
gjaldþrota. Stofnunin átti veð í 18
eignum sem seldar vóru á nauðung-
aruppboði. A árinu vóru 15 lán af-
skrifuð samtals að fjárhæð rúmar
27 m.kr.
í skýrslunni segir að efnahagur
Byggðastofnunar sé viðkvæmur
fyrir stöðu sjávarútvegsins, enda
65,6% lánveitinga til þeirrar grein-
ar. „Við þau erfiðu skilyrði sem þar
ríkja um þessar mundir er ekki að
undra að' hrikti í undirstöðunni hjá
Byggðastofnun. Fleiri greinar sem
stofnunin hefur lánað eiga í erfið-
leikum".
Þróttur fær æfínga-
svæði í Laugardal
Knattspyrnufélagið Þróttur í Reykjavík hefiir fengið til afiiota, næstu
fimm ár, svæði til æfinga í jaðri Laugardals að austanverðu, norðan
við hús TBR. Þetta var samþykkt á fiindi borgarráðs Reykjavíkur
þann 16. maí síðastliðinn. Elín G. Ólafedóttir, Kvennalista, lét bóka
andmæli gegn þessari ráðstöfiin, þar sem eingöngu ætti að nota svæð-
ið til knattspyrnuæfinga og nýttist það því of fáum. 143 íbúar við Álf-
heima höfðu undirritað stuðningsyfirlýsingu við þessa heimild til Þrótt-
ar, en svæðið liggur að húsum við þá götu.
„Við erum auðvitað mjög ánægðir inn frá Þróttarheimilinu og við mun-
Tryggingastofíiun:
Sex læknar á Suðurnesjum
krafðir um hundruð þúsunda
með að fá þetta. Við höfum. verið
aðþrengdir með æfingasvæði," sagði
Tryggvi Geirsson formaður Þróttar
í samtali við Morgunblaðið. „Þetta
svæði ætlum við sérstaklega fyrir
yngri flokka, eingöngu til æfinga.
Hugmynd okkar er að gera þama
huggulegan völl, afgirtan af tijám
og eingöngu ætlaðan fyrir æfingar."
Tryggvi var spurður hvort ætlunin
væri að setja einhvem húsakost nið-
ur á æfingasvæðið. „Nei, þetta er
um fimm mínútna gangur yfir háls-
um nota aðstöðuna þar.“
Hann var spurður hvort Þróttarar
hafi hugsað um, hvað verður að þess-
um fimm ára tíma liðnum. „Nei, við
þorum ekki að hugsa þá hugsun til
enda að halda því ekki þá. Það ligg-
ur ljóst fyrir að okkar æfingaaðstaða
er ófullnægjandi. Þess vegna vænt-
um við þess að þetta sé bara reynsl-
utími sem við munum auðvitað nota
til að tryggja okkur svæðið til fram-
búðar."
LÖGMAÐUR hefiir unnið að því á vegum Tryggingastoíhunar ríkis-
ins að ná samningum við sex heilsugæslulækna á Suðurnesjum, sem
Ríkisendurskoðun og Tryggingastofhun telja að hafi ofreiknað þókn-
un fyrir unnin læknisverk. Það mat er byggt á athugun á greiðslum
til læknanna á ákveðnu tímabili í fyrra.
Samkvæmt heimildum Morgun- hjá Tryggingastofnun ríkisins sagði
blaðsins hefur læknunum verið gert að ýtrustu kröfur lögmanns stofn-
tilboð um að endurgreiða fé sam-
kvæmt fyrrgréindri athugun, upp-
reiknað til lengri tíma. Þeir hafa
hafnað því og eru málin í biðstöðu
að svo stöddu.
Einn læknanna sagði í samtali
við Morgunblaðið að málið snerist
um það að Ríkisendurskoðun hefði
tekið sér dómaravald um túlkun
kjarasamninga og taxta og lagt í
þá annan skilning en Trygginga-
stofnun hefði hingað til gert. End-
urkröfumar ættu ekki rétt á sér
og kvaðst hann bjartsýnn á að sann-
gjöm lausn málsins fyndist__________
Kristján Guðjónsson deildarstjóri
unarinnar gegn læknunum næmu
hundruðum þúsunda króna. Hann
sagði að einn stærsti þáttur málsins
snerist um hvað væri vitjun og hvað
viðtal og þar stangaðist túlkun
læknanna á við viðurkennda túlkun
stofnunarinnar og samtaka lækna.
Umræddir læknar hefðu gefið
reikning fyrir vitjun vegna allra
heimsókna sjúklinga eftir klukkan
fimm síðdegis. Tryggingastofnun
og samtök lækna væru hins vegar
sammála um að því aðeins væri
unnt að gefa reikning fyrir vitjun
að farið væri á dvalarstað sjúkl-
ings,_ annars bæn_ að_ greiða fyrir
viðtai.
Þá snerist hluti deilunnar um
lækni, sem hefði tekið sérfræðings-
taxta. Sá hefði ekki fengið löggild-
ingu sem slíkur hér á landi en hefði
hins vegar uppfyllt nauðsynleg skil-
yrði og staðið í þeirri trú að sér
væri heimilt að reikna sér sérfræð-
ingslaun.
Halldór V. Sigurðsson ríkisend-
urskoðandi sagðist telja að túlkun
Ríkisendurksoðunar á samningum
lækna við ríkið væri sú sama og
túlkun Tryggingastofnunar og
samninganefndar lækna enda hefði
verið náið samráð með stofnuninni
og Tiyggingastofnun um alla þætti
málsins. Að öðru leyti vildi hann
ekki tjá sig um málið.
Búast má við að þessi mál verði
innan tíðar send ríkissaksóknara til
ákvörðunar um opinbera málshöfð-
un, óháð niðurstöðu viðræðna
TrýggingásfoTnunar' ög’ Iækháhná.'
Eldsvoðinn á Stöðvarfírði:
Gæsluvarðhald vegna
gruns um íkveikju
Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu hefur úrskurðað miðaldra mann
í 14 daga gæsluvarðhald eða til mánudagsins 12. júní vegna gruns
um íkveikju á Stöðvarfirði, en þar brann gamalt saltverkunarhús á
sunnudagsmorguninn. Talsvert Ijón varð í eldsvoðanum og er húsið
gjörónýtt.
Eldsins varð vart skömmu fyrir
hálf níu um morguninn. Þá var
húsið alelda, en það var bárujáms-
klætt, um 170 fermetrar að stærð.
Slökkvistörfum lauk klukkan rúm-
lega tíu og var þá þak hússins fall-
ið að hluta og innviðir brunnir.
Færabakur hf. var með saltfisk-
vinnslu í húsinu, en hún hefur ekki
' verið stáffrækt frá þ'vTúm' árámót.
í húsinu voru ýmis tæki til fiskverk-
unar, ásamt rafmagnslyftara, og
eru þau annaðhvort ónýt eða mikið
skemmd. Skammt frá húsinu stóð
um 30 fermetra skúr. Hann er einn-
ig mikið skemmdur af eldi og reyk,
án þess að ummerki séu um að eld-
ur hafi borist á milli húsanna.
Rannsókn eldsvoðans er i hönd-
um sýslumannsins á Eskifirði: