Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.05.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1989 47 Morgunblaðið/Emilia Byggingarnefiid Reykjavíkur á fundi í gær á 150 ára afinælisdegi nefiidarinnar. Frá vinstri; ívar Eysteinsson, arkitekt, Sigurður Pálsson, pípulagningamaður, Hilmar Guðlaugsson formaður bygginganefndar, Helgi Steinar Karlsson, Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri, Gunngeir Pétursson, skrifstofusljóri, Hallgrímur Sandholt, deildarverkfræðingur, Gunnar Sigurðsson, byggingarfúlltrúi, Þormóður Sveinsson, Gunn- ar H. Gunnarsson og Gissur Símonarson. Byggingamefiid Reykjavíkur 150 ára Styrkir til kvenna- rannsókna Á Qárlögum fyrir yfirstand- andi ár var 1.140 þúsundum var- ið til Háskóla íslands til rann- sókna í kvennafræðum. Áhugahópur um íslenskar kvennarannsóknir, sem hefur starf- að undanfarin fjögur ár, tók að sér að úthluta þessu fé í umboði Há- skóla íslands. Átján umsóknir bár- ust og hlutu eftirfarandi umsækj- endur launastyrki: Anna Siggerður Arnórsdóttir til að rannsaka líf og starf kvenna sem fæddust fyrir tæpri öld, Helga Kress til rannsókna á karlímynd og kvenleika í íslenskum fornbók- menntum út frá gróteskum atriðum í myndmáli þeirra og sjónarhomi, Helga M. Ögmundsdóttir og Jómnn E. Eyfjörð til rannsókna á eðli bijóstakrabbameins og athuguna á erfðafræðilegum þáttum, Margrét Guðmundsdóttir til framhaldsrann- sóknar og útgáfu á dagbókum Elku Björnsdóttur, verkakonu í Reykjavík, frá ámnum 1915-1923, Ragnhildur Vigfúsdóttir til fram- haldsrannsóknar á íslenskum kon- um á erlendri gmnd fram um síðari heimsstyijöld og Soffía Auður Birg- isdóttir til að rannsaka móðurímynd íslenskra bókmennta. ELZTA starfandi nefiid Rey kj avíkurborgar, bygginga- nefiid varð 150 ára í gær. í fréttatilkynningu frá bygginga- fulltrúanum í Reykjavík í tilefni afmælisins segir m.a., að árið 1839, 29. maí, hafi verið gefíð út kon- ungsbréf, þar sem kveðið var á um reglur fyrir byggingastörfum í kaupstaðnum Reykjavík á íslandi. Meginmarkmiðið var að afstýra húsbmnum en einnig að ákveða lóðir fyrir nýbyggingar og kálgarða svo og marka götustæði. Allar gerðabækur byggingarnefndar frá upphafi til dagsins í dag em til, fyrstu átta árin vom fundargerðirn- ar skrifaðar á dönsku en síðan á íslensku. Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn 1. ágúst 1840 og var þar fjallað um erindi Siemsens kaup- manns þar sem hann biður um að fá útmælda lóð „til at opföre en smuk Bygning". Nefndin taldi sig ekki geta orðið við erindinu á þeim stað en vísaði á annan. Þar reis síðan húsið Hafnarstræti 23, sem rifið var fyrir nokkmm ámm. Árið 1904 tekur gildi fyrsta byggingarsamþykktin fyrir kaup- staðinn Reykjavík, sem staðfest var 7. september 1903 af Magnúsi Stephensen, landshöfðingja. Þá er stofnað embætti byggingarfulltrúa og að auki gerðar auknar kröfur til smíði húsa og einnig er tilskilið að byggingarleyfisumsóknum fylgi teikningar af fyrirhuguðum mann- virkjum. Ný byggingarsamþykkt tók gildi 1945 og árið 1979 verða aftur þáttaskil í sögu byggingar- nefndar með setningu fyrstu heild- arbyggingarlaga í landinu. Þar er kveðið nánar á um að lögin taki til hvers konar bygginga ofanjarðar og neðan og annarra mannvirkja sem áhrif hafa á útlit umhverfísins. Ályktanir byggingarnefndar öðl- ast gildi þegar borgarstjórn sam- þykkir þær. Rísi ágreiningur milli byggingamefndar og borgarstjóm- ar sker félagsmálaráðherra úr. Telji einhver rétti sínum hallað með ályktun byggingarnefndar og borg- arstjórnar er honum heimilt að slq'óta máli sínu til félagsmálaráð- herra, en hans ráðuneyti fer með yfirstjóm byggingarmála. Nefndina skipa nú: Hilmar Guð- laugsson, formaður, Haraldur Sum- arliðason, húsasmíðam., varaform- aður, Helgi Steinar Karlsson, múrarameistari, Gunnar H. Gunn- arsson, verkfræðingur, og Gissur Símonarson, húsasmíðameistari. Varamenn em Halldór Guðmunds- son, arkitekt, Sigurður Pálsson, pípulagningameistari, Magnús Skúlason, arkitekt, og Guðmundur Haraldsson. Byggingarfulltrúi og slökkviliðsstjóri skulu sitja fundi byggingamefndar og auk þeirra sitja einnig fundina skrifstofustjóri^ byggingarfulltrúa sem er ritari nefndarinnar, arkitekt og deildar- verkfræðingur við embætti bygg- ingarfulltrúa svo og skrifstofustjóri borgarverkfræðings og fulltrúi borgarskipulags. (F réttatilkynning) Sláturleyfíshafar: Vaxta- og geymslu- kostnaður greidd- ur mánaðarlega RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fúndi sínum sl. laugardag að greiðslur á vaxta- og geymslukostnaði til sláturleyfishafa verði með þeim hætti í framtíðinni að tengd verði saman skil á staðgreiðslulánum til ríkisins og og að vaxta- og geymslugjöld verði mánaðarlega staðgreidd til sláturleyfishafanna. Þetta upplýsti Steigrnímur J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra Morgunblaðið um í gær. Ríkisstjórnin: Alafoss fær aðstoð upp á 160 -170 milljónir króna Ráðherra sagðist gera ráð fyrir að reynt yrði að greiða inn á óupp- gerð vaxta- og geymslugjöld mjög fljótlega, svo og á óuppgerðar út- flutningsbætur, en það hefði ekki verið gengið frá því á fundi ríkis- stjómarinnar. „Þetta þýðir í raun og vem engar nýjar greiðslur úr ríkissjóði, heldur er hér um tilfærslur að ræða, innan ársins. Það sem slát- urleyfishafamir hafa verið að kvarta undan, er það, að þetta nýja fyrirkomulag um uppgjör vaxta- og geymslugjaldanna, hef- ur yfír hluta ársins, bundið mikið fé hjá þeim, og þeir hafa þar af leiðandi lent í miklum vaxtakostn- aði á því tímabili. Hér er því um það að ræða, að ríkið íjármagni þetta beint, frá mánuði til mánað- ar, sem þýðir að þessi fjárbinding hjá sláturleyfishöfunum verður aldrei,“ sagði landbúnaðarráð- herra. FJÁRHAGSVANDI Álafoss var til umQöilunar á ríkisstjórnar- fúndi sl. laugardag, og þar var ákveðið að koma til aðstoðar við fiárhagslega endurskipulagn- ingu fyrirtækisins með víkjandi lánveitingum og kaupum á hús- eign fyrirtækisins á Akureyri, Hekluhúsinu svokallaða. Sam- kvæmt upplýsingum Baldurs Péturssonar, deildarstjóra í iðn- aðarráðuneytinu er gert ráð fyr- ir að aðstoð ríkisins nemi 160 til Ráðherranefind ræðir afurða- lán fískeldisstöðva við banka - möguleiki á lántöku erlendis RÍKISSTJÓRNIN hefiir falið þeim Steingrími J. Sigfússyni, land- búnaðarráðherra og Jóni Sigurðssyni, viðskiptaráðherra að reyna að leysa vanda fiskeldisstöðva varðandi afúrðalán, hafa milligöngu um viðræður við bankana og eða kanna aðrar leiðir í því sambandi. Steingrímur J. Sigfússon, land- tíma hefur tekið að koma þessu í búnaðarráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það sem um það að ræða, að þau fyrirtæki sem fyrir væru í bankaviðskiptum, fengju fullnægjandi fyrirgreiðslu, og svo að þau sem ekki væru enn í viðskiptum, sem væri allstór hóp- ur fyrirtækja, kæmust í bankavið- skipti. „Það þarf auðvitað að flýta þessu eftir megni, því menn eru otðrtír’ þréyttír á því hversu langan gang. Tryggingasjóðurinn er bú- inn að afgreiða umtalsverðan hóp fyrirtækja og veita þeim ábyrgðir, en bankarnir virðast vera mjög hikandi að taka ný fiskeldisfyrir- tæki í viðskipti," sagði ráðherra og bætti því að það væri sérstak- lega Landsbankinn sem ekki vildi auka við fjölda slíkra fyrirtækja í sínum viðskiptum, þar sem hann teldi sitt hlutfall viðskipta á þessi sviði óeðlilega hátt, og það rrtætti vissulega til sanns vegar færa, þar sem yfirgnæfandi meirihluti þess- ara viðskipta væri hjá Lands- bankanum. Steingrímur sagði að hann og viðskiptaráðherra myndu ræða þessi mál við bankana nú í vik- unni, „en ef það finnst ekki lausn á þessu máli, þá er því ekki að neita að menn hafa velt því fyrir sér, hvort það væri hægt að taka beint erlent lán í þetta, til að veita sem afurðalán út í greinina, eða hvort einhveijir aðrir aðilar, Þró- unarstofniin eða Byggðastofnun gætu gerst þarna milligöngumenn um að útvega þetta afurða- og rekstrarfé,“ sagði Steingrímur. 170 mifijónum króna. Um tvenns konar vílqandi lán er að ræða, sem ríkissjóður hyggst veita Álafoss. Annars vegar er um 75 milljón króna lán (tvisvar sinnum 37,5 milljónir) vegna sameiginlegs fyrirtækis Álafoss og Hildu í Bandaríkjunum, sem verið er að setja á stofn og sameinar markaðs- starfsemi þessara tveggja fyrir- tækja. Hins vegar er um 20 milljón króna víkjandi lán að ræða til Ala- foss, sem nýttar verði til markað- söflunar í Evrópu. Að sögn Baldurs Péturssonar, er stefnt að því að þessi víkjandi lán verði veitt sem fyrst . Á hinn bóginn hefur ríkisstjórnin ákveðið að koma Álafossi til aðstoð- ar með kaupum á húseign fyrirtæk- isins á Akureyri, Hekluhúsinu. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvert kaupverðið verður, en þar sem Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra hefur greint frá því að aðstoð ríkisins við Alafoss, verði samtals 160 til 170 milljónir, þá er ljóst að eftir standa 60 til 75 milljónir króna, þegar vílqandi lán að upphæð 95 milljónir króna, hafá verið dregin frá heildar- upphæðinni. Vílqandi lán þessi verða ekki endurkræf fyrr en eftir alllangan tíma, og þá einungis ef fyrirtækin skila arði. Enn liggur ekkert fyrir um það með hvaða hætti þessi húseign á Akureyri verður nýtt en ríkisstjórn- in mun í sameiningu taka ákvörðun þar að lútandi. Haydn-tónleikar í Hallgrímskirkju HALDNIR verða Haydn-tónleik- ar í hliðarsal Hallgrímskirkju klukkan 20.30 á miðvikudag- kvöld 31. maí. Þá eru liðin 180 ár frá því að Josef Haydn lést. Á þessum tónleikum verða flutt tvö næturljóð fyrir litla kammer- sveit, tríó fyrir 2 flautur og selló og divertimentó í C-dúr óp. 11 nr. 17. Þessi verk samdi Haydn á árun- um 1760-1790 og hafa fæst þeirra heyrst áður hérá landi. Flyljendur eru: Guðrún S. Birg- isdóttir og Martial Nardeau flaut- ur, Kristján Þ. Stephensen óbó, Kjartan Oskarsson og Óskar Ing- ólfsson klarinett, Þórhallur Birgis- son og Kathleen Bearden fíðlur, Helga Þórarinsdóttir og Anna Maguire víólur, Þorkell Jóelsson og Anna Sigurbjömsdóttir horn, Nóra Komblueh selló og Richard Korn kontrabassi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.