Morgunblaðið - 15.06.1989, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FLMMTUDAGUK (ÍfSaffiííí 1989
232S
Iðnskólinn í Reykjavík
brautskráir stúdenta
eftir Gunnar
Svavarsson
Útskrift verður í Iðnskólanum í
Reykjavík föstudaginn 16. júní,
klukkan 14.00. Nokkur ár eru síðan
hefðbundið bekkjarkerfi var lagt
niður í Iðnskólanum og áfangakerfi
tekið upp. Boðnar eru um 40 mis-
munandi leiðir eða brautir til að
ljúka skólanum og er því áfanga-
framboð mjög mikið. Mikill fjöldi
nemenda stundar nú nám í skólan-
um og voru skráðir rúmlega 1.300
nemendur í dagskólann á þessari
önn. Hingað til hafa ekki verið út-
skrifaðir stúdentar frá Iðnskólanum
í Reykjavik en á föstudaginn verður
breyting þar á.
Tæknibraut skólans var sett á
laggirnar fyrir þremur árum. Meg-
intilgangur hennar er að opna þá
blindgötu sem iðnaðarmenn hafa
verið í, ef þeir hafa ætlað sér að
stunda nám á háskólastigi að loknu
iðnnámi. Hingað til hafa þeir, sem
lokið hafa iðnnámi eða sambærilegu
starfsnámi, fengið nám sitt metið
að öllu leyti eða að hluta í öðrum
framhaldsskólum og lokið síðan
stúdentsprófi þar. Einnig hafa
margir farið ú frumgreinadeild
Tækniskóla íslands, en nám í frum-
greindadeil tekur fjórar annir. Tvær
fyrri annirnar kallast undirbúnings-
deild og tvær seinni kallast raun- -
greindadeild. Tæknibraut Iðnskól-
ans er tvískipt braut. Nemendur
geta annarsvegar tekið fyrri hluta
brautarinnar (meðalnámstími tvær
annir eftir iðnnám) er veitir rétt til
náms í iðnfræði í Tækniskóla ís-
lands eða lokið brautinni (meðal-
námstími 4 annir eftir iðnnám) og
útskrifast þá sem tæknistúdentar.
Brautin veitir m.a. undirstöðuþekk-
ingu í stærðfærði og eðlisfræði og
í beitingu stærðfræði í eðlisvísind-
um.
Fyrstu tæknistúdentarnir verða
útskrifaðir nú á föstudaginn. Það
nám sem þeir hafa Iokið er sambæri-
legt því kjamanámi sem nemendur
á eðlisfræðibrautum annarra fram-
haldsskóla hafa lokið. í námskrá
menntamálaráðuneytisins handa
framhaldsskólum stendur m.a. um
brautina: „Tæknibrautin er stúd-
entsbraut einungis ætluð þeim sem
lokið hafa iðnnámi eða sambærilegu
starfsnámi. Hún er fyrst og fremst
ætluð til undirbúnings námi í
Tækniskóla íslands og erlendum
tækniskólum, en veitir einnig að-
gang að verkfræðideild Háskóla ís-
lands og fleiri deildum skólans.
Success
GUARANTECD {PfeS ^ ^
PERFECTIN
ÖMINUTES RllliVÉ
Pitaf
Hawred Ijonq Crnin Hlcc wHíi \cgclaBks
Löng hrísgrjón með ristuðu
heilhveitiklíði, núðlumog
bragðgóðu grænmeti. Ljúf-
fengur fjölskylduréttur.
Fyrir 4 - suðutím: 8 min.
Heildsölubirgðir:
KARL K. KARLSSON&CO.
Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32
Gunnar Svavarsson
Brautinni lýkur með tæknistúdents-
prófi.“
Nemendumir sem útskrifast nú
af brautinni eru 6 talsins. Fimm
þeirra útskrifast einnig af tölvu-
braut skólans um Ieið, en einn þeirra
hefur fyrir nokkrum árum lokið
sveinsprófi í rafvirkjun. Hafa flestir
þeirra lokið um 160 eininga námi,
en nóg er að taka 140 einingar til
að úskrifast af brautinni. Meðalald-
ur nemenda á brautinni er frekar
hár miðað við aðrar sambærilegar
brautir sem útskrifa stúdenta, eða
28 ar.
A brautinni stunda nú um 20
nemendur nám. Nemendurnir koma
úr mismunandi námi, t.d. bakaraiðn,
rafvirkjun, bífvélavirkjun, bókagerð
og húsgagnasmíði. Flestir kom þó
af tölvubraut skólans. Brautskrán-
ingarskilyrði eru að viðkomandi
hafi lokið verkskólun og eða hafi
starfsreynslu sem jafna má til þess
sem venjulega fæst i iðnnámi, þó
að undanskildu sveinsprófi og bein-
um undirbúningi þess. Þetta tekur
einnig til starfssviða þar sem lög-
bundnar iðngreinar eru ekki fyrir
hendi.
Höfundur er verkfræðingur og
deildarstjóri á tæknibraut Iðnskói-
ans í Reykjavík.
RENAULT
Bílaumboðið hf
SECLBRETTI
Skátabúðin hefur nú sölu á seglbrettum, seglum
og öðrum búnaði til seglbrettasiglinga. Eins og í öðrum
vöruflokkum þá býður Skátabúðin aðeins uppá þekkt
vörumerki í öllum verðflokkum.
Við bendum sérstaklega á bretti og búnað frá BIC
í Frakklandi en BIC er stærsti brettaframleiðandi í heiminum í dag.
Eins og ávallt þá leggur Skátabúðin áherslu á góða
þjónustu og leiðbeiningar reyndra manna við val á útbúnaði.
Vatnið og vindurinn eru ókeypis og verðin hjá okkur
virðast það lika.
Byrjendapakki BIC Melody-bretti með mastri,
segli og bómu á aðeins kr. 39.980,-
Sæti, flot, aukahlutir
fai wíj ■ lyi
-SWAK FKAMtiK
SNORRABRAUT 60 SÍM112045