Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FLMMTUDAGUK (ÍfSaffiííí 1989 232S Iðnskólinn í Reykjavík brautskráir stúdenta eftir Gunnar Svavarsson Útskrift verður í Iðnskólanum í Reykjavík föstudaginn 16. júní, klukkan 14.00. Nokkur ár eru síðan hefðbundið bekkjarkerfi var lagt niður í Iðnskólanum og áfangakerfi tekið upp. Boðnar eru um 40 mis- munandi leiðir eða brautir til að ljúka skólanum og er því áfanga- framboð mjög mikið. Mikill fjöldi nemenda stundar nú nám í skólan- um og voru skráðir rúmlega 1.300 nemendur í dagskólann á þessari önn. Hingað til hafa ekki verið út- skrifaðir stúdentar frá Iðnskólanum í Reykjavik en á föstudaginn verður breyting þar á. Tæknibraut skólans var sett á laggirnar fyrir þremur árum. Meg- intilgangur hennar er að opna þá blindgötu sem iðnaðarmenn hafa verið í, ef þeir hafa ætlað sér að stunda nám á háskólastigi að loknu iðnnámi. Hingað til hafa þeir, sem lokið hafa iðnnámi eða sambærilegu starfsnámi, fengið nám sitt metið að öllu leyti eða að hluta í öðrum framhaldsskólum og lokið síðan stúdentsprófi þar. Einnig hafa margir farið ú frumgreinadeild Tækniskóla íslands, en nám í frum- greindadeil tekur fjórar annir. Tvær fyrri annirnar kallast undirbúnings- deild og tvær seinni kallast raun- - greindadeild. Tæknibraut Iðnskól- ans er tvískipt braut. Nemendur geta annarsvegar tekið fyrri hluta brautarinnar (meðalnámstími tvær annir eftir iðnnám) er veitir rétt til náms í iðnfræði í Tækniskóla ís- lands eða lokið brautinni (meðal- námstími 4 annir eftir iðnnám) og útskrifast þá sem tæknistúdentar. Brautin veitir m.a. undirstöðuþekk- ingu í stærðfærði og eðlisfræði og í beitingu stærðfræði í eðlisvísind- um. Fyrstu tæknistúdentarnir verða útskrifaðir nú á föstudaginn. Það nám sem þeir hafa Iokið er sambæri- legt því kjamanámi sem nemendur á eðlisfræðibrautum annarra fram- haldsskóla hafa lokið. í námskrá menntamálaráðuneytisins handa framhaldsskólum stendur m.a. um brautina: „Tæknibrautin er stúd- entsbraut einungis ætluð þeim sem lokið hafa iðnnámi eða sambærilegu starfsnámi. Hún er fyrst og fremst ætluð til undirbúnings námi í Tækniskóla íslands og erlendum tækniskólum, en veitir einnig að- gang að verkfræðideild Háskóla ís- lands og fleiri deildum skólans. Success GUARANTECD {PfeS ^ ^ PERFECTIN ÖMINUTES RllliVÉ Pitaf Hawred Ijonq Crnin Hlcc wHíi \cgclaBks Löng hrísgrjón með ristuðu heilhveitiklíði, núðlumog bragðgóðu grænmeti. Ljúf- fengur fjölskylduréttur. Fyrir 4 - suðutím: 8 min. Heildsölubirgðir: KARL K. KARLSSON&CO. Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32 Gunnar Svavarsson Brautinni lýkur með tæknistúdents- prófi.“ Nemendumir sem útskrifast nú af brautinni eru 6 talsins. Fimm þeirra útskrifast einnig af tölvu- braut skólans um Ieið, en einn þeirra hefur fyrir nokkrum árum lokið sveinsprófi í rafvirkjun. Hafa flestir þeirra lokið um 160 eininga námi, en nóg er að taka 140 einingar til að úskrifast af brautinni. Meðalald- ur nemenda á brautinni er frekar hár miðað við aðrar sambærilegar brautir sem útskrifa stúdenta, eða 28 ar. A brautinni stunda nú um 20 nemendur nám. Nemendurnir koma úr mismunandi námi, t.d. bakaraiðn, rafvirkjun, bífvélavirkjun, bókagerð og húsgagnasmíði. Flestir kom þó af tölvubraut skólans. Brautskrán- ingarskilyrði eru að viðkomandi hafi lokið verkskólun og eða hafi starfsreynslu sem jafna má til þess sem venjulega fæst i iðnnámi, þó að undanskildu sveinsprófi og bein- um undirbúningi þess. Þetta tekur einnig til starfssviða þar sem lög- bundnar iðngreinar eru ekki fyrir hendi. Höfundur er verkfræðingur og deildarstjóri á tæknibraut Iðnskói- ans í Reykjavík. RENAULT Bílaumboðið hf SECLBRETTI Skátabúðin hefur nú sölu á seglbrettum, seglum og öðrum búnaði til seglbrettasiglinga. Eins og í öðrum vöruflokkum þá býður Skátabúðin aðeins uppá þekkt vörumerki í öllum verðflokkum. Við bendum sérstaklega á bretti og búnað frá BIC í Frakklandi en BIC er stærsti brettaframleiðandi í heiminum í dag. Eins og ávallt þá leggur Skátabúðin áherslu á góða þjónustu og leiðbeiningar reyndra manna við val á útbúnaði. Vatnið og vindurinn eru ókeypis og verðin hjá okkur virðast það lika. Byrjendapakki BIC Melody-bretti með mastri, segli og bómu á aðeins kr. 39.980,- Sæti, flot, aukahlutir fai wíj ■ lyi -SWAK FKAMtiK SNORRABRAUT 60 SÍM112045
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.