Morgunblaðið - 15.06.1989, Síða 43
.4-
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989
43
Ljjósmynd/Pálmi Hilmarsson
Jón Stefánsson söngstjóri leggur fólki sínu lífsreglumar fyrir tónleikana í Jc-rúsalem.
Kór Langholtskirkju
á tónleikaferð í Israel
Messías fluttur í Jerúsalem að kvöldi páskadags.
Um miðjan desembermánuð barst Kór Langholtskirkju boð um
að koma til ísrael um páskana og flytja þar óratoríuna Messías
eftir Hándel við undirleik innlendrar kammersveitar. Fyrirvarinn
var stuttur og ýmsir vom vantrúaðir á að í tima tækist að safha
nauðsynlegu íjámiagni til ferðarinnar. Samt var ákveðið að slá
til, æfingar hófiist í byrjun janúar og um leið fór af stað öflug
ijáröflun. Tíminn leið fijótt og fyrr en varði stóð kórinn á sviði
hþ'ómleikahallar í Tel Aviv og flutti Messías fyrir fiillu húsi áheyr-
enda.
Kór Langholtskirkju hefur
reyndar oft áður flutt Messías
enda náðu sumir kórfélagar því
að syngja verkið í 16. sinn í ísra-
el. Nýir félagar voru þó að frum-
syngja verkið og því þurfti að æfa
það frá grunni.
í febrúarlok kom Avner Biron,
stjómandi ísraelsku kammersveit-
arinnar, í stutta heimsókn til ís-
lands til að fylgjast með æfingum
og ráðfæra sig við Jón Stefáns-
son, stjórnanda kórsins. Biron
lagði fram drög að dagskrá, hug-
myndir að skoðunarferðum og
dagsetningar æfinga og hljóm-
leika. Þá varð ljóst að ísraels-
ferðin yrði erfið. Á tíu dögum
skyldu haldnar þijár hljómsveita-
ræfingar og fímm tónleikar og
farið í þijár heils dags skoðunar-
ferðir.
Þrír einsöngvarar, ljórar
einsöngsraddir
Hluti kórfélaga hélt utan þann
16. mars og varði nokkrum dögum
til að skoða Kairó, höfuðborg
Egyptalands. Þann 21. mars hitt-
ist svo allur kórinn á hóteli í
strandborginni Nathanya sem er
í 30 km fjarlægð frá Tel Aviv.
Nathanya er vinsæ 11 ferðamanna-
staður og miðstöð hins mikla dem-
antaiðnaðar ísraela.
Næsta kvöld var fyrsta æfingin
með hljómsveit. Margir höfðu
hlakkað til að sjá einsöngvarana
sem aðeins voru þrír þrátt fyrir
að verkið sé skrifað fyrir íjórar
einsöngsraddir. Lori Corrsin frá
Bandaríkjunum söng sópranrödd,
Yaacov Zamir frá Israel söng
bæði alt- og tenórrödd og Wolf
Matthias Friedrich frá Austur-
Þýskalandi söng baritónrödd. Frá
upphafí skapaðist gott samband
milli kórs og einsöngvara sem all-
ir eru tónlistarfólk á heimsmæli-
kvarða eins og reyndar flestir
hljóðfæraleikaranna.
Ákveðið hafði verið að Jón Stef-
ánsson stjómaði fyrstu þremur
tónleikunum en Avner Biron
tveim þeim síðustu. Fyrstu tveir
tónleikarnir voru í Tel Aviv og
gengu vel. Messías hefur aðeins
tvisvar áður verið fluttur í ísrael,
fyrir allmörgum ámm. Viðtökur
gyðinga þá vora heldur harkaleg-
ar; í báðum tilfellum hentu áhorf-
endur grænmeti og ávöxtum í
flytjendur. Ástæða þessa var þó
ekki slæmur flutningur heldur
boðskapur verksins. Messías sæk-
ir efnivið sinn að miklu leyti í
Nýja testamentið sem ekki er
hátt skrifað hjá strangtrúuðum
gyðingum. Ýmsir töldu að sagan
myndi endurtaka sig nú en svo
varð ekki því viðtökur áheyrenda
vora góðar.
Fagnaðarlæti í Jerúsaiem
Mest eftirvænting kórfélaga
var bundin við þriðju tónleikana.
Þeir vora haldnir í Jerúsalem að
kvöldi páskadags og munu senni-
lega seint gleymast þeim er fluttu.
í tónleikahöllinni vora sæti fyr-
ir 600 manns en alls 800 manns
fylgdust með tónleikunum. Öll
stæði vora fullskipuð og um 500
manns þurftu að snúa frá vegna
plássleysis. I lok verksins bratust
út mikil fagnaðarlæti og er hinn
vel þekkti Hallelúja-kór var end-
urfluttur stóðu áheyrendur upp
og sungu með.
Að tónleikunum loknum var
Jóni Stefánssyni afhent sérstakt
viðurkenningarskjal frá ferða-
málaráðherra ísraels þar sem
hann þakkaði kómum fyrir
frammistöðuna. Engum duldist
að þetta var hápunktur þessarar
tónleikaferðar enda einstök
reynsla að syngja þvílíkt verk í
Borginni helgu á páskadag.
Nú tók Avner Biron við stjóm-
inni. Á einni æfingu með kór,
hljómsveit og einsöngvuram gerði
hann sínar breytingar á túlkun
verksins og stjómaði síðan tveim-
ur síðustu tónleikunum sem báðir
vora haldnir í nágrenni Tel Aviv.
Að loknum síðustu tónleikunum
var haldið stutt hóf til heiðurs
þeim er stóðu að þessari
uppfærslu á Messíasi í
Eftir það lá leið kórsins út á flug-
völl með stuttri viðkomu á hótel-
inu til að ná í farangurinn. Þar
með lauk fyrstu tónleikaferð Kórs
Langholtskirkju til ísraels, erfíðri
á köflum en ógleymanlegri öllum
er að henni stóðu.
Texti: Helgi Þór Ingason
Treysti mér til að
syngja allar raddirnar
— Rætt við einsöngvarana er sungu
með Kór Langholtskirkju í ísrael
Þeir einsöngvarar sem
sungu með Kór Langholts-
kirkju í ísrael eru allir at-
vinnusöngvarar og tónlistar-
fólk á heimsmælikvarða.
Mesta athygli vakti þó ísra-
elski söngvarinn. Hann söng
bæði tenór- og altrödd og
sýndi á æfingum að hann er
feer um að syngja einnig sópr-
an- og baritónröddina. Þessi
fjölhæfi söngvari heitir Ya-
acov Zamir.
Aðspurður um hvort ekki væri
erfitt að syngja tvær einsöngs-
raddir í sama verkinu kvað Ya-
acov svo ekki vera. „Það var
erfitt að læra hvernig verkið
skyldi sungið en eftir það var
auðvelt að syngja það. Ég hef
stefnt að því í þijú ár að syngja
bæði tenór- og altrödd í Messíasi
og er því vel undirbúinn."
Yaacov sagðist hafa sungið
allar raddir í verkinu. „Ég hef
sungið alla parta í Messíasi,
bæði fyrir kór og einsöngvara.
Ég treysti mér til að syngja
bæði baritón- og sópranrödd til
viðbótar við tenór- og altrödd.
Hinsvegar er baritónrödd mín
heldur ljós og sópranröddin of
dimm. Það er líka ekki ráðlegt
að syngja á svo breiðu sviði því
þá breytist röddin með tímanum.
Til dæmis hefur tenórröddin mín
breyst eftir að ég fór einnig að
syngja altrödd og þróast í átt
að henni.“
Barok með jasssveiflu
Yaacov hefur mest gaman af
að syngja 17. og 18. aldar tón-
list, bæði barok og klassík.
Ástæða þessa er það fijálsræði
sem hölundar þessa tímabils
gefa söngvuram í túlkun ver-
kanna.
„Ég hef mjög gaman af að
spinna (innskot höfundar;
„impróvísera") er ég syng.
Frændi minn er góður jassklari-
nettleikari og ég hreifst mjög
fyrir nokkrum árum er ég heyrði
hann leika barok með jasssveiflu.
Ég nota hvert tækifæri sem gefst
til að bæta við frá sjálfum mér
eins og heyra má_ á nokkram
stöðum í Messíasi. Ég veit aldrei
fyrir fram hvað ég kem til með
að syngja á slíkum stöðum, þetta
kemur beint frá hjartanu. Það
er sérstaklega í endurteknum
köflum sem ég bæti við frá eigin
bijósti enda tel ég að markmið
höfundar með því að láta endur-
taka kafla, sé að flytjendur geti
breytt aðeins til. Við vitum líka
að frægustu tónskáld 17. og 18.
aldar vora frábærir sólistar. Þar
má nefna Bach og Hándel. Þess
vegna kýs ég miklu fremur að
syngja verk frá þessu tímabili.
Seinni tíma höfundar krefjast
miklu meiri nákvæmni og veita
flytjendum lítið sem ekkert
fijálsræði.“
Yaacov hefur enn sem komið
er lítið starfað utan heimalands
síns en á næstunni verður breyt-
ing þar á. „Ég fer til Evrópu í
vor og vinn þar allt næsta ár.
Þá er ég einnig í sambandi við
fólk í Bandaríkjunum og reikna
með að syngja einnig þar á
næstu áram.“
Engin landamæri lengnr
Wolf Matthias Friedrich barit-
ónsöngvari er austur-þýskur og
hefur búið þar lengst af. „Það
er mjög erfitt að vera alþjóðlegur
söngvari í Austur-Þýskalandi og
í raun ekki nema fímm eða sex
söngvarar þar sem geta talist
alþjóðlegir. Til að komast í þann
hóp þarf maður að leggja ýmis-
legt á sig, vera félagi í kommún-
istaflokknum og taka þátt í
flokksstarfinu. I Austur-Þýska-
Iandi er einungis ein umboðs-
skrifstofa fyrir söngvara, hún er
ríkisrekin og mönnum er óheim-
ilt að semja á eigin vegum um
að syngja erlendis. Nú er ég
fluttur frá Austur-Þýskalandi,
ég bý ekki lengur við óyfírstígan-
leg landamæri og má syngja
hvar sem er í heiminum."
Wolf er vel kunnugur Messíasi
því hann hefur sungið verkið 10
sinnum áður í heimalandi sínu.
„Heima voru flestar uppfærsl-
umar á Messíasi hraðar og mjög
Frá vinstri: Wolf, Lori og Yaacov.
nákvæmar. Þar vora sífellt gerð-
ar tilraunir í flutningnum og með
nýjum stjómanda kom alveg ný
túlkun og ný viðhorf. Þessi upp-
færsla hér í ísrael er að ýmsu
leyti íhaldssamari en aðrar sem
ég hef tekið þátt í. Mér hefur
þótt ákaflega gaman að syngja
verkið núna, bæði að vinna með
svo mörgu góðu tónlistarfólki og
að umgangast svo skemmtilegan
hóp.
Mér þykir mest um vert að
hér hefur verið lögð áhersla á
tónlistargleði fremur en ná-
kvæmni. Okkur hefur öllum þótt
gaman að syngja og þannig á
það líka að vera. Boðskapur
verksins kemst miklu betur til
skila ef menn hafa gaman af að
flytja það.“
Betra í hvert sinn
Lori Corrsin sópransöngkona
hefur oft áður sungið Messías í
heimalandi sínu, Bandaríkjun-
um. Hún var ánægð með flutning
verksins í ísrael.
„Mér þótti mjög gaman að
syngja Messías í Jerúsalem, það
var mjög sérstakt og áhrifamik-
ið. Það var alls ekki erfitt að
taka þátt í þessari töm þó að
við hefðum fimm tónleika og
þijár æfíngar á tíu dögum. Mér
fannst verkið verða betra og
betra í hvert skipti."
Avner Biron var á sama máli.
Hann er stofnandi og stjómandi
Rehovot-kammersveitarinnar er
lék undir í verkinu og sjálfur
stjómaði hann kór og hljómsveit
á tveimur síðustu tónleikunum.
„Ég er mjög ánægður og mér
fínnst tónleikamir hafa verið
hver öðrum betri. Kórinn lætur
vel að stjóm, ég breytti ýmsu
eftir að ég tók við stjóminni af
Jóni en allar mínar breytingar
komust vel til skila. Mestu skipt-
ir að allir voru glaðir og nutu
þess af heilum hug að syngja."