Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
206. tbl. 77. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ungverjar leyfðu austur-þýska flóttafólkinu að fara:
Þúsundir manna streymdu
fagnandi yfir landamærin
Á einum sólarhring hafa 16.000 A-Þjóðverjar komið til Ungverjalands frá
Tékkóslóvakíu og búist er við mörgum frá Rúmeníu og Búlgaríu
Austur-þýskir flóttamenn
veifa nýju skilríkjunum
sínum, vegabréfum, sem
segja, að þeir séu orðnir
vestur-þýskir þegnar.
Myndin var tekin á landa-
mærum Austurríkis og
Vestur-Þýskalands,
skammt frá flóttamanna-
búðunum í Passau í Bæj-
aralandi.
Passau, Nickelsdorf. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins, og Reuter.
ÞUSUNDUM saman streymdu fagnandi Austur-Þjóðverjar yfir landa-
mærin til Austurríkis í fyrrinótt en á sunnudagskvöld ákvað ung-
verska stjórnin að hleypa þeim öllum í gegn hvað sem liði fyrri samn-
ingum hennar við austur-þýsk stjórnvöld. „Á miðnætti ætlaði allt
um koll að keyra,“ sagði ungur Austur-Þjóðverji í viðtali við frétta-
ritara Morgunblaðsins. „Ég hef aldrei upplifað annað eins.“ Fólkið
hló og grét, faðmaðist og skálaði fyrir sínum nýju heimkynnum.
Utvarpið í Búdapest sagði í gær, að síðasta sólarhringinn hefðu
16.000 Austur-Þjóðverjar komið til Ungverjalands frá Tékkóslóvakíu
og væri búist við mörgum frá Rúmeníu og Búlgaríu. Var því slegið
föstu, að þetta fólk ætlaði margt að flýja.
Reuter
Þegar klukkan sló tólf á mið-
nætti opnuðu ungversku verðirnir
hliðin á landamærunum og austur-
þýsku bifreiðarnar, jnfirfullar af
fagnandi fólki, streymdu _ yfjr til
Austurríkis í langri lest. Á fyrstu
klukkustundunum komu þangað
rúmlega 4.500 manns, flóttamenn,
sem hafa hafst við á tjaldstæðum
og í búðum í Búdapest og við Bala-
ton-vatn, en áætlað er, að enn séu
í Ungveijalandi nærri 60.000 land-
ar þeirra. Víst er talið, að margir
þeirra eigi eftir að taka þátt í þess-
um mestu fólksflutningum frá
Austur-Þýskalandi síðan Berlín-
armúrinn var reistur.
125 austurrískar langferðabif-
reiðar voru sendar til Ungveija-
lands til að flytja burt fólk, sem
ekki var á eigin bílum, og aust-
urríska stjórnin sendi 20 lestar-
vagna i sama skyni. í gær var hins
vegar tilkynnt, að þeir yrðu ekki
notaðir til mannflutninganna og er
litið svo á, að með því hafi Aust-
urríkisstjórn viljað firra sig ásökun-
um um bein afskipti af fólksflóttan-
um. Frá Austurríki fara flestir
flóttamannanna til búða í Passau í
Bæjaralandi og dreifast síðan þaðan
um Vestur-Þýskaland.
Ríkisútvarpið í Búdapest sagði í
gær, að 16.000 Austur-Þjóðveijar
hefðu komið til landsins frá Tékkó-
slóvakíu á einum sólarhring og vop
væri á fjölda manns frá Rúmeníu
Bandaríkin:
Fleiri vinna
með náminu
Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttarit-
ara Morgnnblaðsins.
FJOLDI bandarískra nánis-
manna telur námslán svo dýr að
þeim finnst ekki borga sig að
steypa sér í slíkar skuldir. Dreg-
ið hefur verið úr opinberum
námsstyrkjum en námslán aukin
í staðin.
Námsmenn geta auðveldlega
skuldað 30-40 þúsund dollara, jafn-
virði 1,6-2,4 milljóna króna, að
loknu háskólanámi en fyöldi stúd-
enta veigrar sér við að axla slíkar
byrðar. Samkvæmt könnun banda-
ríska fræðsluráðsins stunduðu 54%
nemenda á aldrinum 16-24 _ára
fasta vinnu með námi í fyrra. Árið
1972 var það hlutfall 42%.
og Búlgaríu. Er búist við, að fyrir
mörgum þeirra vaki að komast vest-
ur.
ADN-fréttastofan austur-þýska
sakaði í gær vestur-þýsk stjórnvöld
um „hálfhernaðarlega" ögrun með
því að ýta undir fólksflóttann frá
Austur-Þýskalandi og gaf í skyn,
að Ungveijar þægju fé fyrir að leyfa
fólkinu að fara. Breska ríkisútvarp-
ið, BBC, flutti þær fréttir í gær,
að Erich Honecker, leiðtogi austur-
þýska kommúnistaflokksins, væri
alvarlega veikur. Var það haft eftir
heimildum, að Honecker, sem hefur
verið að jafna sig eftir skurðaðgerð
í nokkrar vikur, hefði ekki verið
skýrt frá fólksflóttanum um Ung-
veijaland fyrr en sl. föstudag og
hefði honum þá hrakað mikið.
Sjá „Fólksflóttinn ...“ á bls. 24.
Kosið til Stórþingsins í Noregi:
Líkur á Jiví aðborg'aralegu
flokkamir taki við stjóminni
Osló. Frá Rune Tiniherlid. fi*étrtiiritjira Mortmnblaðsins.
Osló. Frá Rune Timberlid, ft’éti'taritara Morgunblaðsins.
MARGT bendir til þess að stjórnarskipti verði í Noregi eftir þing-
kosningar í gær og þó svo Hægriflokkurinn hafi goldið afhroð í
kosningunum er líklegt að leiðtogi hans, Jan P. Syse, verði næsti
forsætisráðherra landsins. Verkamannaflokkurinn, undir forystu Gro
Harlem Brundtland, forsætisráðherra, galt einnig afliroð í kosningun-
um. Bentu síðustu spár til að hann fengi aðeins 34,8% atkvæða, sem
er minna fylgi en nokkru sinni eftir strið. Annars teljast Framfara-
flokkurinn og Sósíalíski vinstriflokkurinn (SV) sigurvegarar kosning-
anna og hefúr sá fyrrnefndi í hendi sér hvort minnihlutastjórn vinstri
flokka verði áfram við völd eða hvort stjórn borgaralegu flokkanna
taki við.
Fylgisaukning Framfaraflokks-
ins og SV mun einkum hafa orðið
á kostnað Hægriflokksins og
Verkamannaflokksins. Samkvæmt
síðustu tölum benti allt til þess að
Framfarafiokkurinn fengi 21 þing-
mann en hann hafði tvo. SV hafði
sjö en allt benti til að flokkurinn
fengi 17 eða fleiri en áður. Flestir
hafa þingmenn flokksins verið 16,
eftir kosningar 1973 er flokkurinn
myndaði bandalag með kommúnist-
um. Talið er að stefna flokksins í
umhverfismálum hafi skilað honum
mörgum atkvæðum, einkum frá
yngri kjósendum.'
Utkoma stóru flokkanna er enn
verri en við hafði verið búist. Talið
var að Hægriflokkurinn hefði unnið
á að undanförnu en úrslitin sýna
að flokkurinn hefur tapað allt að
20% fylgi í sumum kjördæmanna
frá síðustu kosningum. Spár bentu
til að hann fengi 21,5% atkvæða,
eða 8,5% minna en 1985, og 37
þingmenn en þeir voru 49. Þá
stefndi allt í að Verkamannaflokk-
urinn fengi 34,8% atkvæða og 64
þingmenn en þeir voru 71. Gro
Harlem Brundtland gladdist yfir
fylgisaukningu SV og sagði stöðu
fráfarandi stjórnarflokka á þingi
vænlega.
Samkvæmt síðustu tölum halda
borgaralegu flokkarnir að Fram-
faraflokknum meðtöldum meiri-
hluta á þingi eða 84 sætum af 165.
Fyrir kosningar sögðu leiðtogar
Síðustu tölur frá Noregi
Á miðnætti höfðu þrír fjórðu hlutar atkvæða verið taldir og
benti allt til þess að úrslit þingkosninganna í Noregi yrðu þá á
þann veg sem hér segir:
Verkamannaflokkurinn.....................34,8% 64 þingmenn
Sósíalíski vinstriflokkurinn............ 9,6% 17þingmenn
Hægriflokkurinn..........................21,5% 37 þingmenn
Kristilegi þjóðarfl..................... 8,8% 14þingmenn
Miðflokkurinn............................ 8,1% 11 þingmenn
Framfaraflokkurinn.......................12,8% 21 þingmenn
Venstre.................................. 3,2% 0 þingmenn
Smáflokkar............................... 1,0% 1 þingmaður
Hægriflokksins, Kristilega þjóðar-
flokksins, Miðflokksins og Venstre
að þeir myndu ekki vilja mynda
stjórn með Carl I. Hagen, leiðtoga
Framfaraflokksins. Sú afstaða virt-
ist lítið hafa breyst í gærkvöldi þrátt
fyrir stórsigur Framfaraflokksins
en vilji þeir í stjórn kunna þeir að
neyðast til að semja við Hagen.
' Rætt var um þann möguleika að
samstarf um stjórnarmyndun tæk-
ist með Verkamannaflokknum, SV
og Miðflokknum en ekki voru í
gærkvöldi taldar miklar líkur á
stjórn af því tagi.
Anders Aune, fyrrum sýslumaður
á Finnmörku, náði kosningu en
hann bauð sig fram utan flokka.
Hann sat lengi á þingi fyrir Verka-
mannaflokkinn en sagði sig úr
flokknum af óánægju mpð Brundt-
land og aðgerðaleysi stjórnar henn-
ar gagnvart fiskvinnslufyrirtækjum
á Finnmörku.