Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12, SEPTEMBER 1989 15 Morgunblaðið/Sigurður Blöndal Gróðursett var í reit við minnisvarða um Hermann Jónasson fyrrver- andi forsætisráðherra, sem íbúar Strandasýslu reistu honum en Hermann var lengi varaformaður Skógræktarfélags íslands. Pálína dóttir hans lagði við það tækifæri blóm við varðann. björn Dagfinsson, Tómas Ingi Olrich og Þorvaldur S. Þorvaldsson. I varastjórn eru Jón Bjarnason, Ólafía Jakobsdóttir og Sigurður Ágústsson. Gróðursett í rýra jörð Þá var haldið í Tunguskóg, sem er í eigu Skógræktarfélags ísafjarð- ar. Þar leiðbeindu fagmenn fulltrú- um skógræktarfélaganna um gróð- ursetningu í rýra jörð. Að lokinni gróðursetningu ávarpaði Magda- lena Sigurðardóttir formaður Skóg- ræktarfélags ísafjarðar, gesti og bauð upp á veitingar í boði félags- ins: Stjórnvöld styðji átak í uppgræðslu landgræðsluskóga AÐALFUNDUR Skógræktarfélags íslands samþykkti að skora á stjórnvöld að styðja með verulegu framlagi átak i uppgræðslu land- græðsluskóga árið 1990 á fjárlögum næsta árs. Er ríkisstjómin minnt á ákvæði í málefnasamningi hennar, þar sem segir að efla eigi sam- vinnu hins opinbera við einstaklinga og frjáls samtök um skógrækt og landgræðslu og að ríkissjóður muni leggja fram Qármagn til sérs- taks skógræktarátaks næstu þrjú ár, þar af verði helmingur til skóg- ræktarfélaganna. að á vegum stofnananna fari fram athugun á því hvar unnt sé að draga úr hættu á snjó- og jarðvegsskrið- um í nánd við þéttbýlissvæði með skógrækt. Skorað er á bændur og aðra landeigendur að huga að rofa- börðum á bújörðum sínum og gera ráðstafanir til að laga þau og slétta í samráði við fagmenn svo komist verði hjá frekari jarðvegseyðingu. Aðalfundurinn samþykkti að beina eindregnum tílmælum til stjórnvalda og Skógræktar ríkisins, að kennsla í skógrækt verði tekin upp sem fastur liður í námi búfræð- inga. Þá telur fundurinn nauðsyn- legt að bændum verði hið fyrsta boðið upp á starfsmenntunarnám- skeið í skógrækt. Einnig telur fund- urinn brýnt að auka almenna fræðslu um trjá- og skógrækt og önnur umhverfismál og að slík fræðsla þurfi að vera skyldunáms- grein í grunnskólum. Þá var vakin athygli á að vegna aukins og almenns áhuga á tijá- rækt og skógrækt, er full ástæða til að vekja áhuga á trjáplöntum sem vinargjöf við hvers konar tæki- færi. Því beinir fundurinn þeirri hugmynd til skógræktarfélaga að þau bjóði til sölu gjafakort á tijá- plöntur til jólagjafa og annarra tækifærisgjafa óháð hvenær ársins gjafirnar eru gefnar. Af öðrum tillögum sem sam- þykktar voru má nefna ályktun um að skógrækt í stórum stíl verði beint eða óbeint á vegum bænda og að skógræktin verði viðbót við land- búnað. Ályktunin er rökstudd með því að margir bændur geti auðveld- lega tekið mikið land undir skóg- rækt og garðyrkjubændur séu vel í stakk búnir til að sinna plöntuupp- eldi. Jafnframt skorar fundurinn á stjórnvöld að samhliða flutningi aðalstöðva Skógræktar ríkisins á Fljótsdalshérað og uppbyggingu nytjaskógræktar á Áusturlandi, verði einnig veitt stóraukið fé til eflingar og rannsókna á nytjaskóg- I rækt í öðmm landshlutum, á öllum svæðum þar sem skógræktarskil- f yrði eru talin hagstæð. Fundurinn samþykkti að skora á alla einstaklinga sem og félagasam- tök er ætla að gerast virkir þátttak- endur í uppgræðslu landgræðslu- skóga á næsta ári, að skipuleggja öflun húsdýraáburðar í heimahéraði sínu til notkunar við gróðursetningu og uppbyggingu jarðvegs. Það er sérlega mikilvægt þar sem um er að ræða uppgræðslu í lýrum jarð- vegi en ekki í kjörlendi eins og tíðkast hefur. Skorað er á Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins að sjá til þess Veislustjóri í lokahófi fundarins var Sigríður J. Rafnar sem annað- ist vandaða dagskrá með tónlist og ljóðalestri. Fyrir hönd Skógræktar- félags íslands veitti Hulda Valtýs- dóttir þeim Jóhönnu Kristjánsdóttur og Magdalenu Sigurðardóttur, sér- staka viðurkenningu fyrir ómetan- leg störf í þágu skógræktar og þakkaði um leið frábærar móttök- ur. I lokin voru hjónin Sigurður Blöndal og Guðrún Sigurðardóttir gerð að heiðursfélögum Skógrækt- arfélags íslands en Sigurður, sem gegnt hefur störfum skógræktar- stjóra síðastliðin tólf ár, lætur af embætti um áramótin. TT Þrír meiriháttar skemmtistaðir á fjórum hæðum — Fyrsta hœð — ROKKSVEIT RÚNARS JÚLÍUSSONAR — Önnur hœð — MANNAKORN * PÁLMI GUNNARSSON, MAGNÚS EIRÍKSSON OG FÉLAGAR — Þriðja hœð — HUÓMSVEITIN GAUTAR FRÁ SIGLUFIRÐI MARGRÓMAÐUR MATSEÐILL BORÐAPANTANIR í SÍMA 29098 - Fjórða hœð - HLJÓMSVEIT STEFÁNS P. Aldurstakmark 25 ára - Snyrtilegur klæðnaður Miðaverð 950 kr. ___ Sami miði gildir á allar hæðir >__________________ F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.