Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1989 Aðalfiindur Skógræktarfélags íslands: Átak um landgræðsluskóga stærsta verkefitiið til þessa - segir Hulda Valtjsdóttir formaður Skógræktarfélags Islands Á AÐALFUNDI Skógræktarfélags íslands, sem að þessu sinni var haldinn á Ísafírðij kynnti framkvæmdanefhd um landgræðsluskóga undirbúning að „Átaki um landgræðsluskóga árið 1990“ og væntan- legar framkvæmdir. Auk hefðbundinna aðalfúndarstarfa var umræð- an um átakið eitt aðalmál fúndarins. Hulda Valtýsdpttir formaður Skógræktarfélags íslands, sagði frá því sem þegar hefur verið unnið á vegum framkvæmdanefndarinnar og sagði meðai annars: „Átakið um landgræðsluskóga er tvímælalaust eitt stærsta verkefni í skógrækt sem tekist hefur verið á við hér á landi. En þetta er líka vandasamt verkefni og mikilsvert fyrir framtið skógræktar á íslandi að völdu reit- irnir standi vel. Þeir eiga að vera staðfesting á því að hægt er að stöðva uppblásturinn og að hægt sé að þekja landið fjölbreyttum gróðri." Auka þarf kröfu um búfé í vörslu verði í auknum méeli haldið í vörslu, þar sem á að bæta og fegra landið. Landgræðsluskóga verður að lriða Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri, talaði um val á landi til rækt- unar landgræðsluskóga. „Með land- græðsluskógum er verið að fara inn á nýjar brautir og lítt gróið land tekið til ræktunar,“ sagði Sveinn. „Fyrsta skilyrðið er að landið sem rækta á sé friðað og mikilvægt að samið sé við landeigendur, ríkið, sveitarfélag eða einstaklinga um framtíðarafnot. Þá skiptir staðsetn- ing landsins miklu máli auk þess sem mikilvægt er að rétt land verði Morgunblaðið/Úlfar Hulda Valtýsdóttir formaður Skógræktarfélags íslands, ávarpar hjón- in Guðrúnu Sigurðardóttur og Sigurð Blöndal skógræktarsljóra um leið og hún sæmdi þau heiðursmerki félagsins. gæfi góða raun. Taldi hann að sán- ing myndi valda byltingu í ræktun landgræðsluskóga ef vel tækist til. Rakti hann síðan hvernig rætkun plantna á vegum framkvæmda- nefndarinnar gengi á Flúðum en þar eru í ræktun plöntur af birki- fræi af Suð-Austurlandi. Þekkingin er hjá skógræktarfélögunum Snorri Sigurðsson fagmálastjóri Skógræktar ríkisins, sagði að ef átakið ætti að ná þeim slagkrafti sem að væri stefnt ættu menn að einbeita sér að fáum en stórum svæðum innan héraðanna. Á Flúð- um eru 1,3 millj. plantna í ræktun og 200 þús. hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. „Þegar að uppgræðsl- unni kemur er það í skógræktarfé- lögunum á hveijum stað sem mesta reynslu og þekkingu er að finna af ræktun siíkra landgræðslu- skóga,“ sagði Snorri. „Beita má ýmsum misdýrum aðferðum og hafa þær verið ræddar í fagnefnd- inni sem sett var á laggirnar vegna átaksins.“ Valdimar Jóhannesson starfs- maður átaks um landgræðsluskóga, sagðist verða var við að þjóðin væri tilbúin til að leggja málinu lið. Átakið væri dýrt og yrði víða að Ieita eftir ijárframlagi um styrk til að standa straum af kostnaðinum. Nefndi hann sem dæmi að söfnun- arbaukar hefðu verið settir upp á 30 stöðum um land allt, meðal ann- ars í fríhöfninni í Keflavík. Valdi- mar gerði síðan grein fyrir ýmsum Sveinbjörn Dagfinnsson ráðu- neytisstjóri, flutti erindi um búfjár- vörslu og gróðurvernd, og benti á að samkvæmt skýrslum fræði- manna á ýmsum tímum má öllu öðru fremur rekja bágt ástand gróð- urs á íslandi til uppblásturs og land- skemmda af völdum búfjár. „Mun strangari skyldur hvíla almennt á búfjáreigendum með öðrum þjóð- um, þar sem við þekkjum til, um vörslu búfjár heldur en hér gilda,“ sagði Sveinbjörn. „Tímabært er á vissum svæðum landsins að auka kröfur til búfjáreigenda um að hafa búfé í vörslu og á því landi sem búfjáreigandinn hefur forræði yfir. Til þess þarf Iöggjöf frá Alþingi." Sveinbjörn telur núgildandi lög ekki fullnægjandi að þessu leyti. Samkvæmt þeim geta sveitarstjórn- ir bannað lausagöngu búijár í við- komandi byggðarlagi. Það nægði ekki til þess að bæta stöðu gróður- verndar og skógræktar ef til dæmis nágranna sveitarstjóm vildi lítið með slíkt gera og skipti sér ekki af flakki búfjár. Telur hann að áfangar og mikil áform um land- græðsluskóga ráðist mjög af því, hvort umlykja þarf hvert svæði gaddavírsgirðingum eða hvort búfé Morgunblaðið/Kristín Gunnarsdóttir Böðvar Guðmundsson skógarvörður á Suðurlandi, til vinstri, fer yfir þau atriði, sem hafa ber í huga þegar gróðursett er í rýran jarðveg. Fyrst er grafin hola en það getur reynst erfitt ef jarðvegurinn er rýr. Þá kemur áburðurinn og best er að nota hús- dýraáburð. Þegar plantan er komin niður má ekki gleyma að þjappa jarðveginum að henni. Þannig ber að skilja við plöntuna, með steinum til hlífðar svo tryggt sé að árangur náist og ekki komi til frostlyfting. fýrir valinu. Til að vel gangi þarf að undibúa það vel fyrir gróðursetn- ingu.“ Sveinn benti á að í vissum tilvikum kæmi helst til greina að sá grasi og lúpínu og bera á áburð. Sigurður Blöndal skógræktar- stjóri, sagði að rannsóknir hefðu leitt í ljós að haustsáning birkifræs eftir að farið var að úða fræin, öðrum hugmyndum sem uppi eru um öflun Qár meðal annars að fyrir- hugað væri að fara með „græna grein“ inn á hvert heimili næsta vor. Að fundarstörfum loknum og afgreiðslu tillagna fór fram stjórn- arkjör. Stjórnina sldpa nú Baldur Helgason, Björn Árnason, Hulda Valtýsdóttir, Jónas Jónsson, Svein-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.