Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 5
f
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1989
5
»
»
»
.
f
Auglýsinga-
stofa Islands-
banka ekki
valin strax
EKKI hefiir verið tekin ákvörð-
un ura hvaða auglýsingastofa
verður ráðin til að sjá um aug-
Iýsingar fyrir íslandsbanka og
verður það ekki gert á næst-
unni.
Nefnd fulltrúa bankanna fjög-
urra, sem saman mynda íslands-
banka, hefur nú til umfjöllunar
hugmyndir auglýsingastofa um
merki og slagorð fyrir bankann.
Kristín Steinsen, aðstoðarbanka-
stjóri Útvegsbankans, á sæti í
nefndinni. Hún sagði, að ekki yrði
tekin ákvörðun um það á næst-
unni hvaða augjýsingastofa verði
fyrir valinu hjá íslandsbanka. „Nú
eru fjórar auglýsingastofur að
vinna að gerð merkis og síagorða,
auk þess sem nokkrir sjálfstæðir
aðilar hafa snúið sér til okkar með
slíkar hugmyndir. Ég á von á að
við veljum merki og slagorð fljót-
lega, en lengri tími líður þar til
ljóst verður hvaða auglýsingastofa
verður fyrir valinu," sagði Kristín.
Auglýsingastofurnar fjórar,
sem Kristín nefndi, eru Ydda,
Gott fólk, Argus og GBB. Ydda
hefur starfað fyrir Verslunarban-
kann, Gott fólk fyrir Útvegsban-
kann, Argus fyrir Alþýðubankann
og GBB fyrir Iðnaðarbankann.
Búist við yfir
6 þús. tonna
uppskeru á
kartöflum
Kartöfluupptaka gengur hægt
í Þykkvabænum vegna veðurs
og í gær var ekkert tekið upp
vegna úrhellis rigningar. Að
sögn Páls Guðbrandssonar odd-
vita í Þykkvabæ og formanns
Landssambands kartöflubænda
virðist uppskeran þar ætla að
verða heldur léleg.
Bændur í Þykkvabænum byijuðu
almennt að taka upp í síðustu viku
og er það heldur seinna en vant er.
í góðri tíð tekur uppskeran um 12
til 14 daga en nú er búist við að
hún taki lengri tíma vegna þess hve
jörð er blaut.
Páll sagðist spá því að heildar-
uppskera upp úr görðum allra
markaðsframleiðenda á landinu
verði 6-7000 tonn í ár, en í fyrra
var hún 7500 tonn.
Kartöfluspretta hefur verið nokk-
uð góð í Hornafirðinum eða meiri
en í meðallagi að sögn Ingólfs
Björnssonar bónda á Grænahrauni.
Þar hefur ekkert næturfrost komið
en jörð er mjög blaut og eru bænd-
ur rétt að byrja að taka upp.
Fundur um
eignaskatt
I DAG stendur Húseigendafélag-
ið fyrir sameiginlegum fimdi
þingmanna Reykjavíkur- og
Reykjaneskjördæmis og nefhdar
Húseigendafélagsins ásamt fiill-
trúum samtaka sem mótmæla
þeirri hækkun eignaskatts sem
lögð var á um síðustu áramót.
Þessi fundur er í framhaldi af
fundi sem haldinn var um sama
efni á Hótel Borg í vor.
Vhiufjármögnun
- ný þjónusta fyrir nútíma rekstur!
Glitnírhf
Ármúla 7,108 Reykjavík, sími: (91) 681040
Telex: 3003 ibank, Telefax: (91) 687784
rlendis hefur notkun Veltufjármögnunar leitt til þess að útistandandi
kröfur hafa minnkað verulega vegna markvissra vinnubragða við inn-
heimtuna. Minni fjárbinding í útistandandi viðskiptakröfum stuðlar að
bættri lausafjárstöðu og lægri fjármagnskostnaði.
eltufjármögnun felur í sér að Glitnir annast innheimtu útistandandi
viðskiptakrafna seljenda og hefur eftirlit með þeim. Jafnframt býðst
seljendum lán gegn veði í kröfunum til að fjármagna lánsviðskiptin.
Markmiðið er að draga úr vinnu fyrirtækja við innheimtu svo að meiri
tími verði fyrir sölu og þjónustu við viðskiptavini.
Hjækkun kostnaðar með aukinni hagræðingu er lykilatriði í íslensku
atvinnulífi. Verkaskiptingu þar sem sérhæfing og hagkvæmni vegna
stærðar nýtist til lækkunar á kostnaði er nú gefinn gaumur í vaxandi
mæli. Með þessari þjónustu Glitnis býðst þér slík sérhæfing
og hagkvæmni. Veltufjármögnun gefur að auki
möguleika á sveigjanlegri fjármögnun.