Morgunblaðið - 12.09.1989, Síða 24

Morgunblaðið - 12.09.1989, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1989 FLÓTTINN FRÁ AUSTUR-ÞÝSKALANDI í flóttamannabúðum í Ungverjalandi: Skálað í kampavíni fyrir ferð til frelsis Búdapest. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgiinblaðsins. DIETER Grahmann, sendifulltrúi Austur-Þýskalands í Ungverjal- andi, hafði það náðugt í húsvagni gegnt hliði flóttamannabúðanna fyrir Austur-Þjóðverja í Zugliget-hverfi í Búdapest fyrir helgina. Hann var til staðar til að veita löndum sínum upplýsingar um að austur-þýsk stjómvöld myndu ekki hegna þeim fyrir að vilja flýja land ef þeir snem aftur heim. Aðeins firéttamenn sáust gefa sig á tal við hann. Austur-Þjóðverjar, sem stóðu í misstómm hópum allt í kring, gáfú hjólhýsinu homauga og hlógu að gulum dreifimiða sem sendiráðið hafði látið útbúa. Þar er komist þannig að orði að borgaramir geti snúið óhræddir aftur heim og til sömu starfa og þeir höfðu áður. „Þessi snepill er ekki neins virði nema sem vegg- skraut,“ sagði flóttamaður og hristi höfúðið yfir þeirri hugmynd að nokkur vildi snúa afitur til Austur-Þýskalands. EINS og sagt var frá í Morgunblaðinu á sunnu- dag var austur-þýsku flóttafólki í Ungverjal- andi skýrt frá því á föstudagskvöld, að það fengi að halda áfram ferð sinni til frelsis í Vestur-Þýskalandi innan fárra daga. Fréttarit- ari Morgunblaðsins, Anna Bjarnadóttir, var í ungversku búðunum um þær mundir sem flóttamennirnir heyrðu þessi gleðitíðindi. En á sunnudagskvöld var tilkynnt að þá um nótt- ina yrðu landamærin til Austurríkis opnuð en um Austurríki heldur fólkið rakleiðis til Vest- ur-Þýsklands og var Anna Bjarnadóttir í gær í Passau í Vestur-Þýskalandi, þar sem tekið er á móti flóttamönnunum. Hér lýsir hún ann- ars vegar viðhorfi flóttafólksins í búðunum í Ungveijalandi og hins vegar hvernig tekið var á móti því í Vestur-Þýskalandi. Við komuna til Passau: Flóttafólkið brosti þreytt en ánægt Passau. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. UNG, austur-þýsk hjón, fimm ára gömul dóttir þeirra og foreldr- ar konunnar vom í Tékkóslóvakíu á leið í frí við Balaton-vatn í Ungverjalandi þegar þau heyrðu þær fréttir í útvarpinu, að ung- verska stjómin hefði sagt upp samkomulagi sínu við Austur- Þýskaland og hleypti nú öllum Austur-Þjóðvetjum yfir landamær- in til Austurríkis. „Við breyttum strax ferðaáætluninni og stefiid- um í vestur þegar við komum til Ungveijalands," sagði faðirinn í samtali við Morgunblaðið í Passau í Bæjaralandi í Vestur- Þýskalandi í gær. „Allir í bílnum vom samstundis einhuga um Grahmann sagði í samtali við Morgunblaðið að víst hefðu margir kosið að snúa aftur. „Þeir koma til okkar í sendiráðið frekar en hingað þar sem allir geta séð þá. í morgun kom til dæmis ung kona sem hafði flúið land af því að hún átti í hjónabandserjum og bað um aðstoð við að komast aftur til baka. Hún hafði áttað sig á að hún getur ekki lifað án bamsins síns sem hún skildi eftir hjá föðurnum.“ Hann benti á að í fréttum fyrir skömmu hefði verið sagt, að 15-20.000 flóttamenn væru í Ungveijalandi en opinbera talan nú væri rúmlega 6.000. „Það má draga ákveðnar ályktanir af því,“ sagði hann. Starfsmaður ungverska Rauða krossins sagðist vita um einn eða tvo flóttamenn sem hefðu snúið aftur. Grahmann sagði persónulega erfiðleika og óánægju í einkalífinu helstu ástæðumar fyrir að þúsund- ir manna hefðu flúið Austur-Þýska- land á síðustu vikum og biðu spenntir eftir að komast til Vestur- Þýskalands. Öryggislögreglan sögð á sveimi Sendifulltrúanum var ekki heim- ill aðgangur að flóttamannabúðun- um. Þær vom aðeins ætlaðar íbúum þeirra og starfsfólki. Sögur um að starfsmenn austur-þýsku öryggis- lögreglunnar væm þar á sveimi gengu milli manna. Hjón frá Aust- ur-Berlín horfðu á húsvagn sendi- ráðsins kvöldið sem þau komu til Búdapest og sögðu að þeim hefði verið ráðlagt að láta 5 og 12 ára syni sína ekki úr augsýn. „Þeir vita að við myndum ekki fara vest- ur yfir án barnanna okkar," sögðu þau. Svipaða sögu var að heyra í flóttamannabúðunum í Zanka við Balaton-vatn. Tvær stúlkur frá Rostock vom í miðri frásögn af misheppnaðri flóttatilraun yfir hina svokölluðu „grænu línu“ til Austur- ríkis þegar þær tóku eftir að fölur maður á stuttbuxum með mynda- vél hlýddi á. Hann sagðist vera venjulegur, forvitinn vestur-þýskur ferðamaður þegar þær spurðu Jiver hann væri og hvað hann vildi. „Við viljum ekki að þér hlustið á þetta, vinsamlega hypjið yður,“ sögðu þær gallharðar. Kunningi þeirra frá Potsdam giskaði á að 10-15% íbúa búðanna væm úr öryggislögregl- unni. „Þeir hlera samtöl og spyrja krakka persónulegra spuminga. Það er nauðsynlegt að hafa auga með bömunum og við hjónin mynd- um aldrei láta hálfs árs dóttur okk- ar vera eina.“ Giffcu sig og flúðu land Flóttamennimir voru annars ró- legir og vinsamlegir. Flestir vom milli tvítugs og fertugs. Þeir vildu hvorki gefa upp nöfn né láta taka myndir af sér en vora yfirleitt til- búnir að tala við fréttamenn. „Ég skal halda opinberan blaðamanna- fund um leið og ég kem til Vestur-Þýskalands,“ sagði einn, „en ekki fyrr“. Allir nefndu frelsisþrána sem helstu ástæðuna fyrir að þeir flúðu land. „Það er óþolandi að búa við það að láta aðra ákveða hvað mað- ur má lesa, sjá og heyra,“ sagði 24 ára stúlka frá Dresden. „Mig langaði í langskólanám en sleppti því af því að ég var orðin þreytt á að láta heilaþvo mig. Ég vil fá frelsi til að móta mínar eigin skoð- anir og segja það sem ég vil í friði.“ Og þráin eftir ferðafrelsi er sterk. „Eg fer í keng þegar ég heyri Vesturlandabúa nefna eins og ekk- ert sé sjálfsagðara að hann hafi verið í Bandaríkjunum í sumar,“ sagði 35 ára danskennari frá Erf- urt. „Ég má ekki fara þangað. Ég má ekki fara neitt nema til ann- arra Austur-Evrópulanda og þar er ég fjórða klassa gestur af því að gjaldmiðillinn minn er ekki jafn góður og vestrænna gesta.“ Hann sagðist vilja flytja með konu og 16 ára son til Vestur-Þýskalands til að fá frelsi og tækifæri til að vinna fyrir peningum sem hefðu eitthvert gildi. „Ég er enginn vit- leysingur. Ég veit að lífíð er enginn dans á rósum í Vestur-Þýskalandi. En ég er tilbúinn að takast á við það og sýna hvað í mér býr.“ Nýgift hjón frá Jena flýttu brúð- kaupinu til að geta flúið land sem lögleg hjón. „Það var sárt að fara án þess að geta kvatt nokkurn. En við áttum enga framtíð fyrir okkur í Austur-Þýskalandi," sagði 23 ára eiginmaðurinn. „Þar kemst enginn áfram nema hann hafi rétt sambönd. í Jena tekur 15 ár að fá síma, svo ekki sé minnst á íbúð. Og ekkert fæst í búðunum. Við rákum upp stór augu þegar við sáum ferskjur og nýtt grænmeti héma í Búdapest. Heima fæst ekk- ert nema kartöflur og bananar kannski einu sinni í mánuði og þá myndast löng röð til að kaupa þá,“ sagði 18 ára stúlkan. Varúðarskot við landaraærin Sumir flóttamannanna höfðu verið í fjórar, fimm vikur í Ung- veijalandi. Þeir sem létu skrá sig og bjuggu í búðunum fengu að borða þrisvar á dag og vasapening frá vestur-þýsku stjórninni. Hjón fengu jafnvirði um 3.000 kr. í upp- hafi og gátu beðið um meira ef með þurfti. Styrkimir vora lækkað- ir þegar það kom í ljós að sumir eyddu þeim í bjór og brennivín. Fólkið skrapp í bæinn eða rabbaði saman og reynt var að hafa ofan af fyrir bömunum með ferðum i dýragarðinn og kennslustundum. Fáir höfðu lengur áhuga á að reyna að komast ólöglega yfir landamær- in til Austurríkis. „Við höfum heyrt of margar neikvæðar sögur af því,“ sögðu hjónin frá Jena. Stúlkurnar frá Rostock, sem áður vom nefndar, eru 20 og 22ja ára og eiga báðar kærasta í fang- elsi. Annar var handtekinn fyrir að reyna að flýja frá Austur- til Vestur-Berlínar og hinn fyrir pólit- • ískar aðgerðir. Þær flúðu til Ung- veijalands með 3ja ára dóttur hinn- ar eldri í gegnum Prag og héldu til þorpsins Sopron skammt frá austurrísku landamæmnum. Þær vissu að margir hefðu komist þaðan vestur yfir. Þær rákust á aust- urríska flóttaaðstoðarmenn á kaffi- húsi í bænum og bættust í hóp tíu manns sem vom að undirbúa ferð yfir „grænu línuna". Farangurinn var tekinn í bíl en hópurinn lagði af stað fótgangandi um hálf fimm um eftirmiðdaginn. Hann rakst á ungverskan herforingja sem ráð- lagði þeim að bíða til klukkan átta um kvöldið um 50 metra frá landa- mæmnum. En aðstoðarmaðurinn treysti honum ekki og hélt að hann myndi kalla á hersveit til að hand- taka hópinn svo ferðinni var haldið áfram. Um 20 metra frá landamær- unum var öllum sagt að bíða eftir rétta augnablikinu til að hlaupa yfir graslendið til Austurríkis. Én landamæraverðir vora viðbúnir þegar hópurinn hélt að honum væri óhætt og skutu vamarskotum þegar hann lagði af stað. „Ég sneri auðvitað strax við,“ sagði móðir- in.„Ég gat ekki tekið þessa áhættu með bamið." Aðeins tveimur úr hópnum, prófessor og konu hans, tókst að flýja í þetta skiptið. Hinir vom handteknir, yfirheyrðir en síðan sendir sína leið. „Við fómm til Sopron og reyndum aftur sama kvöld með öðmm hópi að komast vestur yfir en með sama árangri og fyrr,“ sagði hin yngri hlæj- andi.„Það var óþarfí að yfirheyra okkur í það skiptið." Þær gátu hlegið að flóttatilraun- inni á laugardagsmorgurt. Kvöldið áður var þeim ásamt öðram flótta- mönnum í Zanka tilkynnt að þær fengju ömgglega fararleyfí til Vestur-Þýskalands. Gífurleg kæti greip um sig í búðunum við fréttirn- ar. Þeir sem lumuðu á kampavíni drógu það úr pússi sínu og skáluðu við nýja vini og félaga.„Stemmn- ingin minnti helst á gamlárskvöld,“ sögðu stúlkumar. Þær vom leiðar yfir að hafa yfirgefíð fjölskyldur sínar og föðurland. „En við þoldum lífið þar ekki lengur og gripum þess vegna tækifærið þegar það bauðst hér í Ungveijalandi." það. Flóttamannabúðimar hafa staðið tilbúnar í Passau og ná- grenni í rúma viku. Strax við landamærin er tekið hlýlega á móti þeim, sem strejmia til lands- ins á Traböntum, Wartburgum, Lödum og langferðabílum. Starfs- menn Rauða krossins bjóða upp á kaffi, úthluta nestispökkum, landakortum og skrásetningar- seðlum og allir fá ákveðna fárhæð sem vasapening við landamærin. Flóttafólkið brosti, þreytt en án- ægt, og er augsýnilega hrært yfir að vera loks komið til Vestur- Þýskalands. Mikil gleði greip um sig í flótta- mannabúðunum í Búdapest á sunnudagskvöld þegar tilkynnt var, að landamæri Ungveijalands yrðu opnuð þá á miðnætti. Marg- ir skáluðu fyrir fréttunum en aðr- ir drifu sig strax af stað. Ungur maður sagðist hafa verið kominn að landamærunum klukkan hálf tólf á sunnudagskvöld. „Á miðnætti ætlaði allt um koll að keyra," sagði hann, „ég hef aldrei upplifað annað eins.“ Fyrstu flóttamennirnir komu til Passau klukkan hálf þijú aðfarar- nótt mánudags og síðan hefur ekkert lát orðið á fólksstraumn- um. Þar fær fólkið vasapeninga, samtals 250 vestur-þýsk mörk (tæpar 8.000 ísl. kr.), og getur haldið ferðinni áfram ef það hefur einhvem vísan samastað. Þeir, sem eiga engan að í Vestur- Þýskalandi, verða sendir áfram til annarra landshluta eins fljótt og unnt er og þar mun flóttafólk- ið, sem er yfirleitt ungt og vel menntað, hefja nýtt líf. Atvinna er einnig í boði og ríkti mikil eftir- vænting og tilhlökkun í kringum auglýsingatöflu í flóttamannabúð- unum í gær þar sem auglýst var eftir nýjum starfskröftum. T * • I#1 /» >c Reuter Nýjum heimkynnum tagnao Austur-þýsku flóttamennimir íögnuðu ákaflega þegar þeir komu til Vestur-Þýskalands og skáluðu í kampavíni fyrir sínum nýju heimkynnum. Myndin var tekin í Suben, skammt frá Passau í Bæjaral- andi þar sem eru miklar búðir, fyrsti áfangi flestra flóttamannanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.