Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1989 Lúðrasveit Akureyrar í A-Þýskalandi: Hljómsveitin sannur fulltrúi heimalandsins LÚÐRASVEIT Akureyrar átti þess kost í sumar að taka þátt í lúðra- sveitamóti sem haldið var í tengslum við hina árlegu sumarhátíð í Rostock í Austur-Þýskalandi. Á hátíðinni voru samankomnar 13 lúðra- sveitir frá 12 löndum og á sameiginlegum tónleikum, sem tóku nær heilan dag þurfti hver sveit að leika í um 30 mínútur. Að leik loknum gátu sveitirnar fengið umsögn valinkunnra manna um frammistöðu sína, þó svo að ekki hafi verið um keppni að ræða. í umsögn dómnefndar um leik annars: „Með viðfelldnum og mjúk- Lúðrasveitar Akureyrar segir meðal um tónum sannaði Lúðrasveit Akur- eyrar að þar fer samstæður hópur tónlistarmanna er spilar sem ein heild. Lagaval sveitarinnar var sér- staklega ánægjulegt, en íslensk verk voru þar í meirihluta og hljómsveitin Skiptibóka markaður Ný sparnaðarleið fyrir skólafólk Islenskar bækur Fram á ritvöllinn. Ný útgáfa. Gegnum Ijóðmúrinn. Glósutækni. Heilbrigðisfræði. Jarðfræði e. Þorleif Einarsson. Kennslubók í vélritun I. Kennslubók í vélritun II. Lífið. Mannkynssaga fram til 1850. Napoleon Bonaparte. Orð í belg. Ritgerðabókin. Snorra Edda. Uppruni Nútímans. Ný útgáfa. Rætur. Kóngaliljur. Tölfræði. Komið gömlu skólabóknum í verð. Þýskar bækur Das Feuerschiff. Der Richter und sein Henker. Die Bergsverkehre von Hueber Falun. Lili Marleen. Novellen. Schuler Duden. Skiptið ó gömlu og nýju. Enskar bækur A course in basic scientific engl. Devenloping Skills. Frankensteins aunt. New read on. Stories of detection and mistery. Stories from many lands. Strange but true. Thinking english, lesbók. To the point. Nothing to fear. For and against. Nýtum notað, spörum peninga Danskar bækur Medicinsk/Kyrurgisk sygepleje. Sundheds og sygepleje. Sadan er livet. KAUPVANGS3TR. 4 SÍMI 26100 var þannig sannur fulltrúi síns heimalands. Af tónlistarmönnunum verðskulda báðir einleikararnir sér- stakt lof.“ Einleikarar með lúðrasveitinni voru Robert C. Thomas básúnuleik- ari og Christopher A. Thornton klari- nettuleikari, en þeir eru báðir kenn- arar við Tónlistarskóla Akureyrar. Stjórnandi lúðrasveitarinnar, Atli Guðlaugsson fékk einnig mjög góða dóma fyrir sinn hlut. í fréttatilkynningu eru bæjarstjóm Akureyrar færðar þakkir fyrir sitt framlag sem og öllum þeim sem veittu aðstoð og gerðu fyrstu utan- landsferð Lúðrasveitarinnar að vem- leika. Morgunblaðiö/Rúnar Þór Úrslit i ljóðasamkeppni Menningarmálnefndar Akureyrar voru kunngerð við athöfn á Amtsbókasafiiinu á laugardag. Sex höfúndar skiptu með sér verðlaunafénu. Frá vinstri er Dorothea Bergs, sem tók á móti verðlaunum fyrir bróður sinn Anton Helga Jónsson, Hjalti Finnsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Ingvar Gíslason, Björgvin E. Björgvinsson og Jón Laxdal Halldórsson. Sex ljóðskáld skipta verð- launum í ljóðasamkeppni VERÐLAUN voru veitt í ljóðasamkeppni Menningarmálanefndar Akureyrar við athöfn á Amtsbókasafninu á laugardaginn. Yfir 80 ljóð bárust í samkeppnina, en dómnefiid valdi sex þeirra úr, en að mati dómnefndar voru sex bestu fo'óðin svo jöfii að gæðum að ekki þótti ástæða til að draga þau sérstaklega í dilka heldur var verðlauna- fénu skipt jafht á milli höfúnda þeirra. í inngangi frá dómnefnd segir að verðlaunaljóðin endurspegli þann fyölbreytileik að innihaldi og efnis- tökum sem einkenndi ljóðin í sam- keppninni. Þeir sem hlutu verðlaun voru Anton Helgi Jónsson, Reykja- vík, fyrir ljóð sitt Skip á höfninni, Björgvin E. Björgvinsson, Vest- mannaeyjum, fyrir ljóðið Hvörf, Hjalti Finnsson, Eyjafirði, fyrir ljóð- ið Landnám, Ingvar Gíslason, Reykjavík, fyrir ljóð sitt Á tungl- skinsnóttu, Jón Laxdal Halldórsson, Akureyri, fyrir ljóðið í úrsmiðju og Sigmundur Ernir Rúnarsson, Reykjavik, fyrir ljóð sitt Akureyri. Hótelstjórar mjög ánægð- ir með reksturinn í sumar HÓTELSTJÓRAR á Akureyri eru ánægðir með reksturinn í sumar, en nokkur óvissa var ríkjandi varðandi veturinn. Þó sögðu þeir erfitt að segja fyrir um hvemig mál æxluðust, t.d. hvernig gengi með helgar- pakka og fasta viðskiptavini sem hingað koma í viðskiptaerindum. Sumarið var að þeirra sögn vel viðunandi, einkum og sér í lagi júlímán- uður sem var mjög góður. Veðrið ræður þar mestu um og þyrptust ferðamenn í sól og sumaryl á Norðurlandi í júlí. Guðrún Erla Gunnarsdóttir hótel- kemur út úr því.“ stjóri á Hótel Norðurlandi sagði að vel hefði gengið í sumar. Hótelið var opnað eftir miklar endurbætur um miðjan júní og segir hún að þokka- lega hafi gengið síðari hluta mánað- arins. „Júlí var frábær og áberandi besti mánuðurinn í sumar. Veðrið ræður þar mestu um. Rigningarnar í ágúst settu svo aftur nokkurt strik í reikninginn," sagði Guðrún Erla. Hvað varðaði veturinn, sagðist hún óttast hann nokkuð. „Ég er ekki sérlega bjartsýn á veturinn, en það er reyndar heilmikið í gangi. En enn er of snemmt að segja fyrir um hvað Gunnar Karlsson hótelstjóri á Hótel KEA sagði að miðað við síðasta ár hefði júní verið heldur lakari en í fyrra, júlí hafi verið mjög góður og hið sama mætti segja um fyrri hluta ágústmánaðar. Um miðbik mánaðarins hafi nýtingin verið held- ur léleg, en svo tekið kipp þegar á leið og síðasta vikan í ágúst var góð, en þá voru haldnar ráðstefnur á hótelinu sem og einnig Kiwanis- þing. í heildina hafi ágúst því verið svipaður og á síðasta ári. Frá áramótum og fram yfir páska sagði hann nýtinguna heldur lélega Blaðberar óskast Nú, þegar skólarnir eru aó byrja, vantar okkur blaðbera, sem geta borið út fyrir hádegi. Starfið hentar vel húsmæðrum sem eldri bæjarbúum. í boði er hressandi morgunganga, sem borgar sig. fMwjpanftbfeito Akureyri, sími 23905. og skipti leiðinlegt veður þar mestu máli, en eftir það hafi tekið við ágætt tímabil fram í júní. Gunnar sagði að sumarumferðin hefði byijaði mun seinna en áður, sem leiddi til þess að júnímánuður var lakari en í fyrra. „Sumarið var óvenjugott í matsöl- unni og skemmtanahaldinu og var uppselt hjá okkur í mat á hveiju ein- asta laugardagskvöldi í sumar,“ sagði Gunnar. Um útlitið í vetur sagði hann að í nóvember í fyrra hefðu menn fund- ið fyrir greinilegum samdrætti, að- halds hefði gætt bæði hjá almenningi og fyrirtækjum. „Uppistaða okkar gesta hefur verið fólk sem hér er að sinna viðskiptaerindum, en um leið og samdráttar fór að gæta í þjóð- félaginu minnkaði umferð þessa fólks og ég finn að það er þyngra undir .fæti nú en áður varðandi það að fá fundi og ráðstefnur út á landi.“ Ingunn Árnadóttir hótelstjóri á Hótel Stefaníu sagði sumarið í heild hafa verið mjög gott og ívíð betra en síðasta sumar. Hún sagði að það ætti bæði við um nýtinguna á hótel- inu og einnig varðandi veitingasöl- una. „Góða veðrið hjá okkur spilaði þar stórt hlutverk," sagði Ingunn. Um útlitið í vetur sagði hún að erfið- ara væri að segja til um. „Við höfum okkar föstu viðskiptavini sem hingað koma í viðskiptaerindum og svo fara helgarpakkarnir í gang fljótlega. Við eigum eftir að sjá hvernig þetta skil- ar sér í vetur.“ Hljómsveitin Fjórir félagar tekintilstarfa Danshljómsveitin Fjórir fé- lagar var nýlega stofiiuð á Akureyri. Sveitina skipa Við- ar Garðarsson á bassa, Hlynur Guðmundsson leikur á gítar og syngur, Steingrímur Stef- ánsson leikur á trommur og harmonikku og Björgvin Baldursson leikur á gítar og syngur. Fjórir félagar leika alla hefð- bundna danstónlist, jafnt gömlu dansana sem alþýðupoppið, og ættu þar af leiðandi að geta þjónað dansáhuga Norðlendinga vel, eins og segir í fréttatilkynn- ingu frá Fjórum félögum. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa allir langa reynslu að baki, hafa leikið í öðrum hljómsveitum undanfarin ár eða jafnvel ára- tugi. Tveir harðir árekstrar HARÐUR árekstur varð á Hólabraut skömmu eftir hádegi á laugar- dag og um kl. 18 skullu saman létt biflijól og fólksbíll við gatnamót Mýrarvegar og Einilundar. Áreksturinn á Hólabrautinni var harður að sögn lögreglu og var ökumaður annars bílsins fluttur á slysadeild. Meiðsl hans reyndust ekki alvarleg og fékk hann þvi að fara heim fljótlega. Báðir bílarnir skemmdust mikið. Um kl. 18 rákust létt bifhjól og bifreið saman á mótum Einilundar og Mýrarvegar. Ökumaður bifhjóls- ins var fluttur á slysadeild, en hann kvartaði um eymsl í baki. Um helgina voru 13 teknir fyrir að aka of hratt, flestir á sunnudags- kvöld. í gær, mánudag, var lögregl- an í óða önn að klippa númer af bílum sem ekki hafa verið færðir til aðalskoðunar og var búið að klippa af 10 bifreiðum í gær þegar Morgunblaðið hafði samband við lögregluna á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.