Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1989 49 Þessir hringdu Takið peningana út Þorvaldur Júlíusson hringdi: „Börn og bijóstmylkingar, ekkjur og munaðarleysingjar, gamalmenni og ellilífeyrisþegar: Hafið nú snör handtök og takið aurana ykkar út úr bönkum og sparisjóðum svo Ólafi Gríms og Steingrími Hermanns takist ekki að ræna þessum aurum af ykkur með fyrirhugaðri skattlagningu." Frábær flutningur Erla hringdi: „Ég vil þakka Ragnheiði Ástu Pétursdóttur fyrir frábæran flutn- ing á fréttum og öðru sem hún les í útvarpið.11 Silfurnæla Silfurnæla, kopar- og silfurlit og turnlaga, tapaðist um síðustu mánaðamót. Finnandi vinsamleg- ast hringi í síma 16337. Lyklar Fimm lyklar, þar af tveir húslyklar, fundust fyrir nokkru. Upplýsingar í síma 22496. Tveir lyklar á hring, annar með tvöföldu skeggi, töpuðust fyrir nokkru. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 32609. Húfa Marglit suðuramerísk barna pijónahúfa tapaðist á Bjarnarstíg eða í Bólstaðahlíð fyrir skömmu. Finnandi vinsmalegast hringi í síma 31097 eða 12376. Fundar- laun. % Blómavasar horftiir úr Viðey Til Velvakanda. Fyrir rúmum tveimur vikum hurfu gripir úr Viðeyjarstofu. Þetta eru tveir gylltir blómavasar, indverskir að gerð, ekki stórir. Þeir stóðu á gamla kirkjuprgelinu í kjallara Viðeyjarstofu. Á þá er grafið, að þeir séu eign Viðeyjar- kirkju, gefnir af Konkordíu Jóns- dóttur. Vasarnir eru ekki forngripir og hafa ekki mikið peningagildi. En þeir eru gefnir Viðeyjarkirkju af miklum kærleikshug og hafa verið notaðir undir blóm á altarið við messugerðir. Gildi þeirra er fyrst og fremst fyrir Viðeyjarkirkju. Því hef ég verið að vona, að sá, sem tók þá, mundi skila þeim, er hann sæi hveijum þeir eru merktir. Það hefur ekki orðið ennþá. En ég bið þá, sem eitthvað vita um vasana, að koma upplýsingum til mín um það, hvert ég má vitja þeirra. Gott getur líka verið að' koma þeim um borð í bátana sem oft standa mannlausir við bryggj- una hjá Sundakaffi. Þessir vasar hafa áður verið teknir, en þá vildi svo til, að þar voru menn að verki, sem voru það vel gerðir, að þeir vildu leiðrétta sína röngu breytni, er þeir höfðu áttað sig á því sem þeir höfðu gert. Ég vona, að svo sé enn. Þórir Stephensen, staðarhaldari í Viðey. • • Ofgafull textagerð Til Velvakanda. Svo virðist vera að allir geti kom- ist upp með að spila virkilega slæma músík, hvort sem er í út- varpi eða á almenningsstöðum. Músik sem státar af engu nema öfgafullri og siðlausri textagerð og fádæma lélegum hljóðfæraleik. Þulur sjónvarpsins Til Velvakanda. Ég ætla að gera að umræðuefni mínu þulur sjónvarpsins. Það má líta á þulurnar sem eins konar sölumenn sjónvarpsins. Þegar þær kynna dagskrá kvöldsins þá eru þær í rauninni að selja dagskrána og vekja áhuga fólks á henni. I kynningunni er sagt ýmislegt um efni það er sjónvarpið býður upp á i það og það skiptið. Mér finnst að þulurnar mættu kynna dagskrána á svolítið skemmtilegri og áhrifaríkari hátt en þær gera nú, vera miklu meira lifandi. Gott dæmi um góða þulu að mínu mati er Rósa Ingólfsdóttir. Hún er virki- lega að selja okkur dagskrána. Hún lýsir mjög vel hveijum dag- skrárlið á skemmtilegan hátt og það er mjög auðvelt að velja sér eitthvað áhugavert að horfa á, velja og hafna. — Þulumar eiga alls ekki að þylja upp dagskrá Nafii höfirnd- ar vantaði Nafn Markúsar Arnar Antons- sonar féll niður undir grein hans „Þjóðin vill öflugt ríkisútvarp“ sem birtist í Velvakanda sl. laugardag. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum mistökum. kvöldsins. Þá er alveg eins hægt að birta hana bara á skjánum og spara kynninn en litríkar, áhri- faríkar og umfram allt skemmti- legar dagskrárþulur mega alls ekki missa sín. Eg vil þakka Rósu Ingólfsdóttur fyrir mjög fjölbreytt- ar og frábærar kynningar og mér finnst hún vera á réttri braut. Hinar þulurnar mættu taka hana sér til fyrirmyndar og ef til vill læra ýmislegt af henni. Þær eru að kynna skemmtiefni, ekki að þylja upp skuldir ríkissjóðs eða eitthvað álíka óspennandi. Sj ón varpsáhorfandi Á rás 2 mátti fyrir nokkm heyra í einni slíkri sem kallaði sig Dýrið gengur laust. Þeir virtust ekki bera neina virðingu fyrir tónlistargæð- um og þeim virtist vera alveg sama hvort börn, unglingar eða fullorðið , fólk væri að hlusti á þann sora sem þeir létu útúr sér, og vil ég ekki hafa eftir þeim hér það sem mátti skilja í textunum á milli hávaða og ópa í hljómsveitarmeðlimum. Er rétt að láta ómótuð börn og ungl- inga, sem eru kannski á viðkvæmu þroskastigi, hlusta og alast upp við þvílíkan sora og hávaða sem hljóm- sveitir líkt og Dýrið gengur laust láta frá sér. Vil ég beina því til dómsyfirvalda hvort ekki sé hægt að koma lögum yfir svona menn og banna slíka músík á útvarps- stöðvum sem almenningur greiðir afnotagjöld af til að vernda okkur frá ofbeldi, klámi, glæpum og eitur- lyfjum. Foreldri Þú svalar lestrarþörf dagsins ájgíóum Moggans! RÆKTAÐU HEILSUNA! í Heilsugarðinum í Garðabœ er margbreytileikinn í lýiirTúmi og allirfá þar líkamsþjátfun við hœfi, Þú eykur styrk þinn og þol með: • Markvissri tœkjaþjálfun. • Frísklegri leikfimi alla daga. | • Skokki eftir skipulögðum skokkleiðum undir leiðsögn kennara. • Sundi í nýrri og glœsilegri sundlaug íþrótfamiðstöðvarinnar í Garðabœ. Góður heilsurœktardagur er svo fullkomnaður í gufunni og nuddpottinum og jafnvel með nuddi efvill. Öll þjálfun er undir eftiriiti sérfrœðinga - lœkna, sjúkraþjálfara, íþróttakennara og nœringarfrœðinga sem veita ráðgjöf, hver á sínu sviði. • Allt þetta kostar aðeins 4.750 kr. fyrir mánuðinn og þú mátt koma eins oft í viku og þú vilt. Auk þess er boðið upp á ókeypis reynslutíma! Afsláttur er fyrir skólafólk og þá sem geta mœttfyrri hiuta dags. Góð heilsa er mikils virði . . -láttuhanahafaforgang! HEILSUGARÐURINN Forvama- og endurhœfingaistöð GARÐATORGI1, GARÐABÆ, SÍMI: 656970 OG 656971 4 Hégæða v-þýskar vélar til hreinsunar •5 • _ . Réðgjöf, sýning, á innan- sem utandyra . „ „, sala, þjónusta. í Vélsópar m/ryksugu Gólfþvottavélar Alhliða jarðvinnsluvélar Sérútbúnar dréttarvélar Hako vélará íslandl (bísta) Nýbýlavegi 18, simi 64-1988.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.