Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1989 SIHmiDT BURSTAGERÐIN HF.r Einkaumboð Smiðsbúð 10, á íslandi: Garðabæ, símar 41630/41930 • Sjóblásarar, snjóplógar, salt- og sanddreifarar fyrir stórar vélar , r.. .•*. . >• ........ -r:. . • •< • • -rf GEGNFROSIN GÆÐI GRAM frystikistur og frystiskápar GRAM frystikistur hafa hraðfrystihólf, hraðfrystistillingu, körfur sem hægt er að stafla, Ijós í loki, frórennsli fyrir affrystingu, barnaöryggi ó hitastilli- hnappi, öryggisljós sem blikkar ef hitastig verður of hótt. GRAM frystiskápamir hafa jafna kuldadreifingu í öllum skápnum, hrað-. frystistillingu, útdraganlegar körfur með vörumerkimiðum, hægri eða vinstri opnun, öryggisljós sem blikkar ef hitastig verður of hátt. Og auðvitað fyl({ir hitamælir og í»molaform öUum GRAM frystitækjunum. KISTUR: Rýmií lítrum Orku- notkun kWst/sólarh. Frysti- afköst kg/sólarh. Verð afborg. staðgr. HF-234 234 1,15 . 17,6 41.480 39.406 HF-348 348 1,30 24,0 48.630 46.199 HF-462 462 1,45 26,8 55.700 52.915 HF-676 576 \1.75 35,0 69.470 65.997 SKÁPAR: FS-100 100 1,06 16,3 33.750 32.063 FS-146 146 1,21 18,4 41.980 39.881 FS-175 175 1,23 24,5 44.280 42.066 FS-240 240 1,40 25,3 55.260 52.497 FS-330 330 1,74 32,2 72.990 69.341 Góðir skilmálar, traust þjónusta 3ja óra ábyrgð. jf onix HATÚNI 6A SÍMI (91|24420 Fijálsar íþróttir; Iþróttafréttamenn sofa á verðinum • eftir Sigurð Jónsson Íþróttasíður dagblaðanna og íþróttatímar í útvarpi og sjón- varpi gegna miklu hlutverki við að miðla upplýsingum til fólks um það sem efst er á baugi hverju sinni í þessum mikilvæga málaflokki. íþróttagreinarnar eru margar og miklar kröfur gerðar til þeirra sem starfa við þennan hluta fjölmiðlunar og ekki síður til þeirra sem stjórna starfinu á hverjum miðli fyrir sig. Mestar kröfirr eru eðlilegar gerðar til þeirra sem starfa á þeim Qölniiðlum sem ná augunr og eyrum flestra landsmanna. Unnendur ftjálsíþrótta eru margir í landinu og það er trúa mín að þeir séu nokkrir sem telja að atburðir á því sviði vilji dálít- ið fara framhjá íþróttafrétta- mönnum eða að frjálsíþróttamót- in séu afgreidd á mun einfaldari hátt en sambærileg boltamót. íþróttafi-éttamenrt hafa í sumar sofíð á verðinum gagnvart fijáls- íþróttum. Ekki er ætlun með þessu greinar- korni að fara út í eitthvert karp um mínútur eða dálksentimetra en mér finnst nauðsynlegt að nefna dæmi sem mér hefur fundist slá- andi í þessu efni. Fyrst er að taka Bikarkeppnina í fijálsum íþróttum. Á íþróttasíðum DV og Morgun- blaðsins mátti sjá mynd af sigurlið- inu qg stutta greinargerð um stiga- tölur. Engin viðtöl voru við íþrótta- menn eða -konur sem voru í eldlín- unni né við fyrirliða eða þjálfara ÍR-inga varðandi sigurinn, hvað þá að keppni í hörðustu greinum væri lýst svo nokkru næmi. Slík viðtöl eru algeng eftir knattspyrnu- og handboltaleiki, en af einhveijum ástæðum er ekki lengur lögð áhersla á slíkt þegar um fijálsí- þróttamót er að ræða. Viðurkenning fyrir góðan námsárangur Snemmsumars útskrifaðist Jó- hannes Eyfjörð frá skúlptúrdeild „San Francisco Art Institute" í San Francisco, og hlaut við það tækifæri viðurkenningu fyrir góð- an árangur í námi. Viðurkenning- in er kennd við Robert Howe Fletcher og er farandbikar. Bikar þessi var fyrst veittur R.H. Fletcher árið 1914, sem var þá um- sjónarmaður „The San Francisco Art Association" og einnig „The School of Design" sem seinna varð „San Francisco Art Institute". Fletcher fékk þessa viðurkenningu upphaf- lega vegna starfs hans í þágu mynd-- listarnema og ungs myndlistarfólks. Bikarinn hefur eingöngu verið veittur nemendum í fyrrihíutanámi frá SFAI síðan 1941 og er hann aldr- ei veittur nemendum frá sömu deild tvö ár í röð. Nú í ár var skúlptúr- deild skólans falið að veita einhveij- „UmQöllun um þá sem eru í fremstu röð, afrek þeirra og lífsstíll, kveik- ir gjarnan neista í brjósti ungra lesenda, áheyrenda eða áhorf- enda. Það er afreks- mönnum líka hvatning að finna að eftir þeim er tekið. Þetta er sann- leikur sem íþrótta- fréttamönnum er kunn- ur. Svo á það bara að vera sjálfsagður metn- aður hjá íþróttadeildum Qölmiðla að hafa yfir- sýn yfir það sem er að gerast og geta skýrt frá Sigurður Jónsson því.“ Annað dæmi er það þegar tug- þrautarlandskeppni fór fram í Eng- landi 2. og 3. september milli Eng- lendinga, Frakka og íslendinga. Eini miðillinn sem minntist eitthvað á þessa keppni var Ríkisútvarpið sem gat um för tugþrautarmann- anna og flutti stuttar en ófullnægj- andi fréttir af árangri þeirra sem þó var með ágætum og vel þess virði að um hana væri íjallað. DV og Morgunblaðið sögðu ekki einu orði frá för liðsins né heldur frá keppninni sjálfri í stóru íþróttablöð- unum eftir helgina. DÝ var með myndlausa málamyndafrásögn á þriðjudeginum svona til þess að falla ekki á prófinu. Morgunblaðið þagði áfram þunnu hljóði á miðviku- deginum. Ekkert var getið um pilt- ana í íþróttatímum sjónvarpsstöðv- anna. Þessi sofandaháttur íþrótta- fréttamanna er ólíðandi og all- sendis ófyrirgefanlegur ekki síst þegar íþróttaefnið, sem tekið var fram yfir tugþrautarlandskeppnina, er skoðað og stefna íþróttadeild- anna íhuguð. Það er sannarlega óhætt að taka undir með -Erni Eiðssyni, þar sem hann í stuttri grein í Morgunblaðinu nýlega bendir íþróttafréttamönnum á að þeim sé óhætt að fylgjast með spjótkösturunum Sigurði og Einari. Það er reyndar ótrúlegt að það þurfi að benda fréttamönnum á slíkt. íþróttafréttamönnum er líka óhætt að víkja athyglinni betur að öðrum greinum fijálsra íþrótta. Hér er ekki farið fram á að fijálsíþrótt- ™ ir séu hafnar á einhvern hátt yfir aðrar íþróttagreinar heldur aðeins ^ að þær fái sanngjarna umljöllun. ® Umijöllun veitir aðhald og verkar hvetjandi í öllu íþróttastarfi. Það er mikill skaði fyrir sér- hveija íþróttagrein ef hún verður fyrir því að fjölmiðlar hundsa hana að einhveiju leyti. Umfjöllun um Jóhannes Eyfjörð um sinna nemenda þessa viðurkenn- ingu og varð Jóhannes fyrir valinu vegna afburða frammistöðu við deildina og góðs framlags í þágu skólans. Margir velmetnir Iistamenn hafa veitt þessum bikar móttöku á sínum námsárum, þar á meðal Deborah Remington árið 1950 og William Wiley árið 1960. Jóhannes er fæddur 31. janúar 1963 í Keflavík, og er kvæntur Kristínu Maríu Ingimarsdóttur myndlistarmanni. Skrifstofutækninám Betra verð - einn um tölvu Tölvuskóli íslands S: 67 14 66 ' Stykkishólmur: Slátrun á eðlilesrum tíma Stykkishólmi. *—1 NÚ ER það ákveðið að slátrun fari fram í Stykkishólnii eins og undan- farin ár. Slátrun fer þá fram á eðlilegum tíma en í sumar leit út fyrir að þessari starfsemi yrði hætt hér þar sem þrir af fjóruin eigendum sláturhússins höfðu helst' úr lestinui. Slátrunin verður á vegum Vöru- 7-9000 sauðfjár og einhveiju af stór- hússins Hólmkjörs. Að sögn Bene- gripum. Yfir 60 manns hafa haft dikts Lárussonar framkvæmdastjóra einhveija atvinnu í sláturhúsinu á Hólmkjörs hf. verður slátrað um haustin. - Árni G w

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.