Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1989 21 Morgunblaðið/Sigurður Pétur Björnsson. Gunnar Rafn Jónsson, yíírlæknir á Húsavík, í ræðustól. Frá honum talið eru sjúkraliðarnir Birna Ólafsdóttir, Sigríður Vigfusdóttir, Ses- selja Steingrímsdóttir og Guðrún Sigtryggsdóttir. Sjúkraliðar mótmæla nýrri stétt heilsuliða Husavík. SJÚKRALIÐAR efndu til námsstefiiu á Hótel Húsavík dagana 8. og 9. september þar sem fram kom að sjúkraliðar vilja aukið nám stéttar- innar og að fá aukið starfssvið. Þar var og kynnt hugmynd heilsu- gæslulækna að nýrri stétt í heilbrigðisþjónustunni, sem þeir vilja kalla heilsuliða, en því mótmælti námssteftian. Kristín A. Guðmundsdóttir, for- maður Félags sjúkraliða, setti ráð- stefnuna, en hana sóttu um 100 sjúkraliðar víðsvegar af landinu. Margir fyrirlestrar voru haldnir og fluttu þá maðal annarra, Halldór Halldórsson, yfirlæknir á Krist- nesspítala, Gunnar Rafn Jónsson, yfirlæknir á Húsavík, Aldís Friðriks- dóttir, hjúkrunarforstjóri á Húsavík, Kristín Sigursveinsdóttir, iðjuþjálfi á Akureyri, Rannveig Guðnadóttir, fræðslufulltrúi, Sólveig Halblaub, varaformaður Félags sjúkraliða, og margir sjúkraliðar höfðu framsögu um hin ýmsu mál stéttarinnar. Þar kom fram að sjúkraliðar vilja aukið nám, sem veiti þeim víðara starfssvið. Halldór Halldórsson ræddi um skort á faglærðu starfs- fólki við hjúkrun og ræddi hann um þá hugmynd, sem fram hefur komið frá heilsugæslulæknum um nýja starfsstétt í heilbrigðisþjónustunni, sem þeir vildu kalla heilsuliða. Mikl- ar umræður urðu um það mál og voru námsstefnugestir einhuga um að mótmæla algjörlega þeirri hug- mynd, þar sem starfslýsing þeirra væri nákvæmlega það, sem sjúkra- liðar eru menntaðir til að inna af hendi. í heilbrigðislögum er ekki gert ráð fyrir að sjúkraliðar starfi á heilsu- gæslustöðvum því þeir mega ekki vinna sem slíkir nema undir stjórn hjúkrunarfræðinga. Þessu hafa sjúkraliðar margsinnis reynt að fá breytt í viðkomandi lögum jafnframt því að fræðsla þeirra verði aukin. Fréttaritari. Sakadómur Reykjavíkur; Læknir dæmdur fyrir fíársvik og brot í starfí sínu FYRRUM heilsugæslulæknir í Ólafsvík hefúr í Sakadómi Reykjavíkur verið dæmdur til fiögurra mánaða fangelsisvistar, skilorðsbundinnar til þriggja ára, fyrir fjársvik og brot í opin- beru starfi. Læknirinn var dæmdur fyrir að hafa dregið sér um 28.500 krónur í janúar og september 1987 en rannsókn hafði verið gerð á reikningum hans til sjúkrasamlagsins í þeim mánuðum. Hún leiddi í ljós að læknirinn hefði fært inn á samskiptaseðla sjúklinga læknisverk sem hann hafði ekki unnið. Læknirinn var einnig dæmdur til greiðslu %hluta alls sakarkostnaðar. Læknirinn var sakfelldur með afdráttarlausum framburði vitna sem fékk stoð í misræmi milli færslna á samskiptaseðla og í sjúkraskrár. Þykir sannað að lækn- irinn hafi framvísað röngum og til- búnum reikningum til sjúkrasam- lagsins. Ákæran hljoðaði upp á um 33 þúsund krónur en ekki var sak- fellt vegna allra atriða þar sem framburður vitna þótti í nokrum tilfellum ekki nógu eindreginn eða ekki var talið sannað að læknirinn hefði haft ávinning af að skrá önn- ur verk á samskiptaseðla en hann í raun og veru vann. 40 ■ vitni komu fyrir dóminn. Læknirinn neitaði öllum sakargift- um og hefur tekið sér lögbundinn 14 daga frest til að íhuga hvort málinu verði áfrýjað til Hæstarétt- ar. Helgi I. Jónsson sakadómari kvað upp dóminn ásamt Gísla Auð- unssyni lækni, sem var meðdóm- andi. Alþýðubandalagið: Birting viðurkennd MIÐSTJÓRN Alþýðubandalags- ins samþykkti á fundi sínum um hclgina að Birting hefði heimild til þess að taka inn félaga í Al- þýðubandalagið. Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, flutti tillögu þessa efnis. Hún var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 8. Á annað hundrað manns eiga sæti í miðstjóm Alþýðubandalagsins. Barn slasast í bílslysi FJÖGURRA ára gömul stúlka skarst á höfði og var flutt á sjúkrahús eftir að ökumaður bíls sem hún var farþegi í hafði misst vald á bílnum svo að hann lenti á ljósastaur i Hamrahlíð um hádegi á laugardag. Þá slösuðust ökumaður og farþegi í andliti þegar fólksbíl var ekið á ljósastaur á Vesturlandsvegi við Engi á fimmta tímanum að morgni sunnudags. BIODROGA SNYRTIVÖRUR bTödroga SNYRTIVÖRUR í takt við tímann Lífrœnar jurtasnyrtivörur * BIODROGA No.1* Bylting í húðsnyrtingu. ★ BIODROGA No. 1 ★ eróviðjafnanleg húðmeðferð gegn ótímabærum húðhrukkum. ★ BIODROGA No. 1 ★ hentar öllum, alltaf. í tilefni 30 ára afmælis BIODROGA gildir 30% afsláttur á ★ biodroga No. 1 ★ húðmeðferðinni 11. og 12. september. Munið að líta við hjá snyrtifræðingi BIODROGA, frú Zell-Schneider sem verður stödd 11. og 12. september hjá: Ingólf sapóteki, Kringlunni, 11. sept. kl. 13-19. Bró, Laugavegi 72, 12. sept.kl. 10-13. Stellu, Bankastræti 3, 12. sept. kl. 13-19. Heildarupphæð vinninga 09.09. var 18.218.000. 4 höfðu 5 rétta og fær hver kr. 2.723.129. Bónusvinninginn fengu 7 og fær hver kr. 155.305. Fyrir 4 töiur réttar fær hver kr. 4.497 og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 322. Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir út- drátt í Sjónvarpinu. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulína 99 1002 @5 Ármúla 29 simar 38640 - 686100 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Armstrong LDFTAPLÖTUR KORKDPLAST GÓLFFLÍSAR ‘SfÁKMAPLASI EINANGRUN GLERULL STEINULL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.