Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 31
MORGtJXBÍAÐll) VIÐSKlPn/AnnNNinfe^lðClÐJÚöygÖRUg.'SEPTEMBER 1989 m Skemmtanaiðnadur Disney kaupir „Prúðuleikarana “ THE MUPPETS, eða Prúðuleikararnir eins og þeir heita í þýðingu Þrándar Thoroddsen, hafa nú gengið til liðs við Walt Disney fyrirtæk- ið og munu í framtíðinni koma fram með Mikka mús og félögum í Disney skemmtigörðunum og víðar. Disney fyrirtækið, sem um 70 ára skeið hefur virkjað hugarheim barna á öllum aldri og haft hagnað af, skýrði frá því í New York ný- iega að það hefði samið við Jim Henson um kaup á sýningarrétti á Prúðuleikurunum. Ekki var skýrt frá kaupverðinu, en talið er að það sé í það minnsta 100 milljónir doll- ara, eða rúmlega 6 milijarðar króna. Jim Henson, höfundur Prúðuleik- aranna, kynnti Kermit frosk, Svínku, Dýra og meðleikara þeirra fyrst í sjónvarpi í Bandaríkjunum á sjötta áratugnum, en það var ekki fyrr en árið 1976, með tilkomu The Muppet Show, að raunverulegur frægðarferill þeirra hófst. Og fijót- lega varð þátturinn um Prúðuleik- arana vinsælasta sjónvarpsefni heims, að sögn Disney, með um 235 milljónir áhorfenda víða um heim. Henson og fyrirtæki hans, Hen- son Associates, munu nú starfa á vegum Disney fyrirtækisins við framleiðslu kvikmynda, sjónvarps- þátta og myndbanda með Prúðu- leikurunum og sjá um sviðsetningar á stórsýningum Prúðuleikaranna í skemmtigörðum Disneyfélagsins. Með í kaupunum fylgir einnig allt filmusafn Hensons, þar með taldir allir þættirnir sem gerðir hafa verið um Prúðuleikarana. Rekstur Disney-fyrii-tækisins hefur gengið afburða vel að undan- förnu. Á níu mánuðum fram til 30. júní s.l. námu heildartekjur félags- ins 3,25 milljörðum dollara, eða ríflega 200 milljörðum króna, og hagnaður 490,6 milljónum dollara, rúmlega 30 milljörðum króna. Hef- ur afkoman batnað um þriðjung miðað við sama tímabil í fyrra. Heimild: Financial Times. VIÐSKIPTATÆKNAR fræðsiunni síðastliðið vor. -Á myndinni er fyrsti hópur viðskiptatækna sem útskrifaðist frá Tölvu- Fræðsla Námskeið í viðskiptatækni TÖLVUFRÆÐSLAN hf. mun í vetur efna til námskeiða í við- skiptatækni. Námskeiðin eru ætl- uð eigendum og stjórnendum meðalstórra og minni fyrirtækja, þeim sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaðnum og öðrum sem vilja afla sér menntunar á sviði verslunar og viðskipta. Námið byggist upp á 12 náms- greinum og nær yfir 128 klukku- stundir að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Tölvu- fræðslunni. í vor útskrifuðust fjórir hópar nemenda í viðskiptatækni, en fyrsta námskeið komandi vetrar hefst í september. Námsefni er allt á íslensku og kennarar viðskipta- fræði-, hagfræði-, eða rekstrar- > hagfræðimenntaðir. N ámskeiðið tekur 8-11 vikur, og má velja milli morgun- og kvöldhópa. Ráðgert er að halda námskeið í Keflavík og á Akranesi. REIKNIVERSF. Bókhald - framtalsaöstoó ráógjöf Um leið og við þökkum ágæt samskipti við Microtölv- una hf., varðandi afnot af Peachtree hugbúnaði, sem þeir hafa hætt að þjónusta, viljum við tilkynna viðskipta- vinum okkar að við höfum valið að skipta yfir í Ráð- bókhaldskerfi frá Víkurhugbúnaði sf. Ráð-bókhaldskerf- in eru mjög lipur kerfi í notkun og gefa möguleika á fjölbreyttum útskriftum upplýsinga úr bókhaldi. Jafnframt höfum við í samvinnu við Víkurhugbúnað sf. tekið að okkur bókhaldsráðgjöf og uppgjörsvinnu fyrir aðila sem eru sjálfir með tölvu og færa bókhaldið í Ráð-bókhaldskerfi. Nánari upplýsingar veita Vigfús Aðalsteinsson, við- skiptafræðingur, og Jón Ó. Carlsson, bókhaldsráð- gjafi í síma 686663. Morgunverðarfundur fimmtud. 14. sept. Atvinnulífið í samdrætti Á morgunverðarfundi VI fimmtudaginn 14. sept. kl. 8.00-9.30, í Skálanum, Hótel Sögu, verður fjall- að um ástand og horfur í íslensku atvinnulífi. Frummælendur verða: - Sigurður B. Stefánsson, er flytur framsögu er nefnist „Fjármagnsmarkaður: Lækkar fjár- magnskostnaður?" - EinarOddur Kristjánsson, „Vinnumarkaður: Eru raunhæfir samningar mögulegir?" - Vilhjálmur Egilsson: 1990, samdráttar og verð- bólguár? Að loknum framsöguerindum verða umræður, en fundinum mun Ijúka kl. 9.30. Þátttökugjald kr. 500, morgunverður innifalinn. Þátttaka tilkynnist til Verslunarráðs íslands, sími 83088. VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS Sindra-Stál með Ridgid-vörurnar Umboð SINDRA—STÁL hf. hefur tekið að sér einkasöluumboð fyrir Ridgid-verkfæri og vélar til pípulagna. Þessar vörur hafa verið í notkun.hér á landi um árabil, segir í frétta frá Sindra- Stáli og að meðal pípulagninga- manna um allan heims séu Ridgid meðal þekktustu tækja á því sviði. Sindra-Stál hefur undanfarið verið að færa sig meira yfir á tækja og vélasvið en áður. Það hefur um árabil rekið hér stál- birgðastöð og er, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu, einn helsti söluaðilinn hér á landi á rörum, pípum og fittings. Einnig hefur Sindra-Stál um langt skeið selt hér rafsuðuvélar en fyrr á þessu ári færði fyrirtækið síðan út kvíarnar m,eð því að taka að sér einkaumboð hérlendis fyrir Balck & Decker verkfæri. Með því að bjóða nú einnig Ridgid vörurnar yfir pípulagningarmenn getur því fyrirtækið boðið málm- og bygg- ingariðnaði upp á alhliða þjónustu í vali á efni og verkfærum. Iðnaður Egils dökkur hefurselstí 30.000 lítrum EGILS dökkur var fyrir helgi upp- seldur í dreifingastöð ÁTVR og á nokkrum útsölustöðum. Rúmur hálfur mánuður er síðan þessi millidökki bjór kom á almennan markað og hefúr 30.000 lítrum verið tappað á dósir. Eiríkur Hannesson framkvæmda- stjóri hjá Ölgerðinni sagði að við- tökumar hafi verið enn betri en þeir gerðu ráð fyrir og að þeir væru að tappa á dósir aftur nú í vikunni. „Ef framhaldið verður eitthvað í líkingu við þetta er ljóst að við þurfum að auka framleiðsluna," sagði Eiríkur. „íslendingum virðist falla maltbragð- ið vel f geð.“ ÁTTIR ÞÚ SPARISKÍRTEINI ÁINNLAUSN 10. SEPT? 10. september komuflokkarnir 1977/2,1978/2,1984/2 og 1985/2A til innlausnar. Flokkarnir 1977/2 og 1978/2 bera aðeins 3,5% vexti yfir verðbólgu að meðaltali og því borgar sig að innleysa þá. Við sjáum um innlausn Spari- skírteina á gjalddaga og veitum ráðgjöf um hvernig best er að ávaxta spariféð áfram. Við bjóðum m.a. skuldabréf Iðnlánasjóðs með 7% vöxt- um yfir verðbólgu, Sjóðsbréf 1 með 9-9,5% vöxtum og Spariskírteiniríkissjóðsmeð 5,5-6% vöxtumyfirverðbólgu. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.