Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1989 19 Magnea Einarsdóttir og Bragi Sigurðsson. börn sem lengst þurfa að fara, aka um 60 kílómetra á dag. Foreldrarn- ir þurfa að koma börnum sínum upp á þjóðveg í veg fyrir skóla- bílinn. A sumrin er gististarfsemi í Skúlagarði samkvæmt fyrirkomu- lagi Ferðaþjónustu bænda. í júní gista aðallega veiðimenn í Skúla- garði. Þeir veiða silung í Litluá. Síðastliðin tvö sumur hefur veiðin verið fremur dræm. Hægt er að hýsa tuttugu og tvo í húsnæði skólans. í íbúð skólastjórans hefur í sumar verið hægt að hafa þijú tveggja manna herbergi og jafnvel eitt slíkt í viðbót ef mikið liggur við. Þegar mjög stórir hópar hafa komið hlaupa konur á næstu bæjum undir bagga og hýsa menn. í sumar fylltist hér aftur og aftur og minnsta kosti tvisvar voru hér um 80 manns. Þá var líka þröngt setinn bekkurinn. Yfirleitt er vinsælasti maturinn lax með kartöflum og grænmeti. Ég sýð laxinn á stórri pönnu. Einhig er laxinn vinsæll í „pasta“ sem haft er ofan á brauð. Þetta er heimatilbúin uppskrift. Tengdasonur minn fann upp á að beinhreinsa reyktan lax með flísa- töngum og hakka hann svo og móta í formi. Þannig matreiddur hefur laxinn gert mikla lukku.“ Meirihlutinn af næturgestum í Skúlagarði eru útlendingar. „Þeir koma hingað til þess að skoða As- byrgi og fuglalífið meðal annars," segir Magnea. „Ég hef haft mikla ánægju af að kynnast alls konar fólki sem hingað hefur komið. Ég hef ekki áður staðið fyrir gistiheim- ili svo þetta er algerlega ný reynsla fyrir mig. Ég er hins vegar fegin að losna á haustin. Á veturna er starfsemin, önnur en skólinn, helst skemmtanir einsog þorrablót og jólaskemmtanir og stöku böll. Á sumrin eru haldin hér böll öðru hvoru. Hljómsveit nokkurra ungra stráka frá Raufarhöfn hefur notið hér mikilla vinsælda. Gestir okkar koma mikið frá Raufarhöfn, Kópa- skeri og svéitunum í kring.“ Guðrún Guðlaugsdóttir Stykkishólmur; Berjaspretta er í meðallagi Stykkishólmi. BERJASPRETTA í nágrenni Stykkishólms er í meðallagi. Þroski berja er með seinna móti, en hefir seinustu vikur tekið miklum íramförum og ef ekki verða frost í þessum mánuði, má gera ráð fyrir talsverðum af- rakstri. Krækibeijum er meira af en blá- beijum en þó eru góðir staðir þar sem bláber eru að ná fullum þroska. Spretta garðávaxta það sem vit- að er einnig í góðu meðallagi, en þeim fer nú fækkandi hér um slóð- ir sem sá til garðávaxta. — Árni I Kringlunni Sími 685440 GAGGENAU VERÐLÆKKUN Þrátt fyrir verulega gengishækkun þýska marks- ins gera hagstæð innkaup okkur kleift að bjóða stórkostlega verðlækkun á takmörkuðu magni af GAGGENAU heimilistækjum. GAGGENAU . C Vestur-þýsk hönnun og tækni í heimsklassa. Nú er ekkert vit í því að kaupa ekki það besta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.