Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJÚDAGUR 12. SEPTEMBER 1989 VRIR VERffli Eftirtaldar blikksmiðjur eru aðilar að Félagi blikksmiðju- eigenda og þótttakendur í sérstöku ótaki sem miðar að þvi að bæta og uppfylla hæstu faglegu kröfu. Þessar smiðjur hafa leyfi til að bera fagmerki félagsins og munu því óvollt leqgia sig fram um að skila traustu og faglegu verki. Oskir þú eftir vandaðri vinnu, hafðu þó samband við ein- hverja eftirtalinna blikksmiðja, sem allar bera fagmerki FBE: AKUREYRI: BLIKKRÁS HF. Hjalteyrargötu 6, s. 96-27770/96-26524 BLIKKVIRKI HF. Kaldbaksgötu 2, s. 96-24017 BORGARNES: VÍRNET HF: Borgarbraut, s 93-71296 FASKRÚÐSFJÖRÐUR: BLIKK OG BÍLAR Túngötu 7, s. 97-51108 GARÐABAR: BLIKKIÐJAN SF. ISnbúð 3, s. 46711 HAFNARFJÖRÐUR: BLIKKTÆKNI HF. Kaplahrauni 2-4, s. 54244 RÁSVERK HF. Koplahrouni 17, s. 52760 KEFLAVlK: BLIKKSMIÐJA ÁGÚSTAR GUÐJÓNSSONAR Vesturbraut 14, s. 92-12430 KÓPAVÖGUR: ÁUÐÁS HF. Kórsnesbraut 102 a, s. 641280 BLIKKÁS HF. Skeljabrekku 4, s. 44040 BLIKKSMIÐJA EINARS SF. Smiðjuvegi 4 b, s. 71100 BLIKKSMIÐJAN FUNI SF. Smiðjuvegi 28, s. 78733 BLIKKSMIÐJAN VÍK HF. Smiðjuvegi 18, s. 71580 K.K. BLIKK HF. Auðbrekku 23, s. 45575 REYKJAVfK: BLIKK OG STAL HF. Bíldshöfða 12, s. 686666 BLIKKSMIÐJA AUSTURBÆJAR HF. Borgartúni 25, s. 14933 BLIKKSMIÐJA GYLFA HF. Vagnhöfða 7, s. 674222 BLIKKSMIÐJA REYKJAVÍKUR Súðarvogi 7, s. 686940 BLIKKSMIÐJAN tæknideild Ó.J. & K. Smiðshöfða 9, s. 685699 BLIKKSMIÐJAN GLÓFAXI Ármúla 42, s. 34236 BLIKKSMIÐJAN GRETTIR HF. Ármúla 19, s. 681996 BLIKKSMIÐURINN HF. Vagnhöfða 10, s. 672170 BREIÐFJÖRÐS BLIKKSMIÐJA HF. Sigtúni 7, s. 29022 HAGBLIKK HF. Eirhöfða 17, s. 673222 SELFOSS: BLIKK HF. Gagnheiði 23, s. 99-22040 FÉLAG BUKKSMIÐIUEIGENDA Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík s: 91-621755 Metsölublaó á hverjum degi! Reuter Hátíð á Tempsá Tempsárdagurinn var hátíðlegur haldinn í Lund- I „Pappírsbátinn hans George Wyliies". Var Wyllie, únum síðastliðinn laugardag og mátti þá sjá marg- j sem er skoskur að kyni, sjálfúr í stafni þegar skip- ar furðulegar fleytur á ánni, meðal annarra | ið var dregið um fljótið og að beska þinghúsinu. Pólland: Tveimur ráðherraefii- um Mazowieckis hafiiað Varsjá. Reuter. EIN af nefndum pólska þingsins hafhaði á laugardag tveimur ráð- herraefnum Tadeusz Mazowieck- is og er talið, að sú niðurstaða geti valdið honum nokkrum erf- iðleikum. Væntanlegur varnar- málaráðherra úr kommúnista- flokknum sagði við yfirheyrslur þingnefhdar, að innrásin í Tékkó- slóvakíu 1968 hefði aldrei átt að eiga sér stað. Stjórnaði hann sjálfur pólsku hersveitunum í innrásarliði Varsjárbandalagsr- íkjanna. Landbúnaðarnefnd pólska þings- ins hafnaði skipun Czeslaws Janick- is úr Bændaflokknum í embætti landbúnaðarráðherra og aðstoðar- forsætisráðherra og einnig skipun Samstöðumannsins Arturs Balazs en hann átti að vera ráðherra án ráðuneytis og vinna að stefnumótun í landbúnaði. Er þáð haft eftir ein- um nefndarmanna, að svör Janickis hafi þótt of almenns eðlis og ekki sýna, að hann hefði nægiíega þekk- ingu á landbúnaðarmálum. Hvað Balazs varðaði komst nefndin að þeirri niðurstöðu, að engin þörf væri á embætti hans auk land- búnaðarráðuneytisins. Mazowiecki forsætisráðherra er ekki skylt að hlíta niðurstöðu þing- nefndanna en talið er, að erfitt verði fyrir hann að hafa þessa tvo menn innanborðs þegar þingið tekur formlega afstöðu til nýju stjórnar- innar í dag. Raunar er sagt, að afstaða land- búnaðamefndarinnar endurspegli óvildina milli bændaflokksmanna og Sarnstöðumanna á landsbyggð- inni en þeir síðarnefndu tóku ekki í mál, að Kazimierz Olesiak, fyrrum landbúnaðarráðherra úr Bænda- flokknum, gegndi því embætti aftur í nýrri stjóm. Því hefðu bænda- flokksmenn og kommúnistar í nefndinni sameinast um að hafna báðum mönnunum. Marcin Swiecicki, utanríkisvið- skiptaráðherra úr kommúnista- flokknum, sagði á laugardag, að Pólverjar yrðu að opna efnahagslíf- ið fyrir erlendum fyrirtækjum og fjárfestendum til að greiða fyrir breytingunni yfir í vestrænt mark- aðskerfi. Við yfirheyrslur þingnefndanna vakti einna mesta athygli sú yfírlýs- ing Florians Siwickis, væntanlegs vamarmálaráðherra úr kommún- Gonzalez, fyrrum borgarstjóri í Medellin-borg, var myrtur í gær í E1 Poblado-hverfi í Medellin er hann var á leið til vinnustaðar. Tilræðismennimir óku leigubíl upp að bifreið Gonzalez og hófii skothríð. Gonzalez varð fyrir sjö kúlum. Bílstjóri hans lést einnig í árásinni. Enginn hefur lýst ábyrgð á morði Gonzalez á hendur sér. Gonzalez var flokksbróðir Virgilios Barcos, forseta Kólumbíu, sem í síðasta mánuði beitti sér fyrir hörðum að- gerðum gegn kólumbískum eitur- lyfjabarónum. Um 40 sprengjur hafa spmngið í Medellin frá því að „Hinir framselj- anlegu", samtök stigamanna á snærum Medellin-eiturlyfjahrings- ins, sögðu stjómvöldum stríð á hendur 24. ágúst síðastliðinn. Sam- tökin hafa hótað því að myrða tíu kólumbíska dómara fyrir hvern eit- urlyfjabarón sem stjómvöld fram- selja til Bandaríkjanna, en fram- salssamningur þjóðanna tók gildi á ný þegar Barco hóf baráttuna gegn eiturlyfjasölum 18. ágúst sl. „Hinir framseljanlegu" hafa einnig hótað því að myrða kaupsýslúmenn og blaðamenn og ættingja þeirra. A miðvikudag í síðustu viku var Eduardo Martinez Romero, fjár- málastjóri Medellin-hringsins, framseldur til Bandaríkjanna. Talsmenn kólumbíska hersins istaflokknum, að innrás Varsjár- bandalagsríkjanna í Tékkóslóvakíu hefði verið mistök. Siwicki, sem stjórnaði þá pólska herliðinu, kvaðst hafa trúað því, að hann væri að gera rétt en sæi nú, að svo hefði ekki verið. segjast hafa gert upptæk 42 heim- ili í eigu eiturlyfjaþrjóta í síðustu viku, auk 21 búgarðs og 7.000 hekt- ara lands. Herteknu svæðin: Israelar skutu sex Palestínu- menn til bana Jcrúsalem. Reuter. ÁTÖK á milli Palestínumanna og ísraela hafa harðnað á herteknu svæðunum og í gær féll sjötti Palestínumaðurinn fyrir byssum ísraelskra hermanna á einum sólarhring. Margir ísraelskir hermenn særðust í bardögum við skæruliða við landamæri ísraels og Líbanons í gær, að sögn heim- ildarmanna innan ísraelshers. Hermenn skutu fimm Palestínu- araba til dauða og særðu a.m.k. 40 á Vesturbakkanum á sunnudag. Meðal þeirra sem særðust var 16 mánaða stúlkubarn sem fékk plast- húðaða byssukúlu í auga. Palestínskir og ísraelskir frétta- skýrendur telja að harðnandi átök á herteknu svæðunum megi rekja til óánægju Palestínumanna yfir árangursleysi uppreisnarinnar, Int- ifada, sem staðið hefurí 21 mánuð. Eiturlyfj astríðið í Kólumbíu: Fyrrum borgarstjóri í Medellin-borg myrtur Medellin. Reuter. IÐJUHÖLDURINN Pablo Pelaez

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.