Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 10
"MQRQUNBLADID" ÞWÐJUDAGUR^ AFGASRÚLLUR Fjármagnsskattur á lífeyrissjóði: Freistast til að halda að þetta sé ill- girnislegiir rógburður á ríkisstjómina - segir Þórarinn V. Þórarinsson „MAÐUR freistast nú til að halda að þetta sé illgirnislegur róg- burður á hendur ríkisstjórninni, að eigna henni þessar hugmynd- ir,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdasljóri Vinnuveiten- dasambands íslands um hugmyndir að skattlagningu Qármagns- tekna og iðgjalda lífeyrissjóðanna. Hann segir að VSI muni fjalla sérstaklega um hugmyndir fjármagnsskattanefndar í næstu viku. Þórarinn segir að VSÍ eigi eftir allan atvinnurekstur. að meta hver áhrif tillagnanna Hann segir það augljóst að muni verða á atvinnulífið.í landinu, lífeyrissjóðimir hafi ekki bolmagn þar á meðal hvaða áhrif fyrir- til langs tíma að standa undir þeim huguð skattlagning hafi á vexti, lífeyrisréttindum sem lofað er í en það sé vissulega stórmál fyrir dag. „Þau réttindi sem almennu lífeyrissjóðirnir heita fólki eru þó snöggtum minni en þau réttindi sem opinberum starfsmönnum eru tryggð. Ef ætlunin væri að skatt- leggja vaxtatekjur lífeyrissjóð- anna, þá mundi það birtast með þeim hætti, að lífeyrisþegar á al- mennum vinnumarkaði mundu finna fyrir þeirri skerðingu á sínum lífeyriskjörum, en það mundi engu breyta fyrir opinbera starfsmenn, vegna þess loforðs ríkisstjórnarinnar að bæta jafn- harðan upp með framlögum á fjár- lögum það sem á vantar að lífeyr- issjóðurinn sjálfur geti staðið und- ir. Þama væri því með beinum hætti verið að vega að í fyrsta lagi framtíðinni, en í annan stað sérstaklega að launafólki á al- mennum vinnumarkaði. Það er auðvitað gjörsamlega fráleitt og mun ekki ná fram að ganga,“ seg- ir Þórarinn V. Þórarinsson. Olíufélagið hf 681100 Dyrasímarfra EsHi-m ITfa Smekklegt útlit og gæði dyrasíma- búnaðarrns frá Siedle er óþarfi að kynna hér eftir áratuga frábæra reynslu íslendinga af honum. Þau þægindi og það öryggi sem hon- um er samfara réttlæta það að þú klippir út þessa auglýsingu og hafir samband við okkur. Þar færðu greinargóðar upplýsingar og myndabæklinga. fisn p=frgnTT^> SMITH OG NORLAND Nóatúni 4, . s. 28300. VZterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiöill! Skrifstofutækni T ölvufræðslunnar Þú stendur betur að vígi að loknu hagnýtu námi Með námi í skrifstofutækni nærð þú góðum tökum á tölvum og notkun þeirra. Þú kynnist bókfærslu, stjórnun og fleiri viðskiptagreinum, rifjar upp ýmislegt í íslensku og færð góða innsýn í viðskiptaensku. Námið tekur 3-4 mánuði og að því loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Þú getur valið um morgun-, eftirmiðdags- eða kvöldtíma. Við bjóðum upp á afar hagstæð greiðslukjör. Innritun er þegar hafin. Hringdu strax í síma 687590 og við sendum þér bækling um hæl. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 24, sími 687590 LETT Kennsla hefst 18. september Byrjenda- og framhaldsflokkar frá 4ra ára aldri. Innritun og allar upplýsingar í síma 611459 frá kl. 11—14 daglega. Afhending skírteina fer fram í skólanum laugardag inn 16. sept. frá kl. 15—17. Atk: Eldri nemendur Kennsla fyrir byrjendur og lengra komna. BALLE TTSKOLI Guðbjargar Björgvins, íþróttahúsinu, Seltjamamesi. Félag ísl. listdansara. Þessi frændsystkini Margrét Osk og Axel Heimir héldu hlutaveltu til ágóða fyrir Krabbameinsfélag Islands. Söfnuðu þau 1.300 krónum. Þessir félagar, Ingólfur Ástmarsson, Pétur Már Ólafsson og Gunnar Þór Hjálmarsson, héldu hlutaveltu til stuðnings MS-félagi Islands í Álandi 13. Þeir söfhuðu 1.150 kr. Vinstúlkumar Olöf og Steinunn ásamt vini sínum Ragnari litla efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Hjálparsjóð Rauða kross íslands. Þau söfnuðu 840 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.