Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1989 Slitnað upp úr viðræðum um ÍSAL- samninga SLITNAÐ heftir upp úr viðræðum milli tíu verkalýðsfélaga starfs- manna íslenska álfélagsins í Straumsvík og vinnuveitenda. Tíu verkalýðsfélög semja fyrir hönd starfsmanna álversins, en Vinnuveitendasambandið semur fyrir ÍSAL. Að sögn Magnúsar Geirsson- ar, formanns Rafiðnaðarsambands Islands, hafa vinnuveitendur nú hafnað hugmyndum verkalýðsféiag- anna að samningi. Magnús segir að stjórnir og trúnaðarmannaráð félag- anna muni nú fjalla um verkfalls- boðun. Verði gripið til slíkra aðgerða fái álverið 2 vikur til að draga úr starfsemi sinni. Brú hrundi í Hnappadal LÍTIL steinbrú hrundi um níuleyt- ið í gærkvöldi á Höfðavegi í Hnappadal og er vegurinn nú lok- aður þar. Brúin hrundi þegar bíll ók yfir hana. Bíllinn slapp naumlega yfir og var veginum lokað um leið og tilkynnt hafði verið um atvikið. Að sögn lög- reglunnar í Stykkishólmi má ætla að brúin, sem var nokkuð gömul, hafi hrunið vegna vatnavaxta. —» ♦ « Ferðakaup- stefiia í Laug- ardalshöll Gengistap Landsvirkjunar nemur sex milljörðum á árinu: Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Dregið í dilka á Reynistað Fyrstu réttir haustsins voru um síðastliðna helgi. Þar er ævinlega líf í tuskunum og margt um manninn, því að réttir eru eklu að- eins nauðsynlegt haustverk, heldur mannfagnaður líka. Úngir og aldnir hjálpast að við að þekkja mörkin og draga féð í dilk úr almenningnum i Reynistaðarrétt í Skagafirði. Ferðakaupstefna verður haldin í Laugardalshöll 14. til 16. septem,- ber næstkomandi. A kaupstefn- unni verða 107 sýningarbásar og á annað hundrað kaupendur frá ýmsum löndum, að sögn Jónasar Hallgrímssonar, formanns ferða- málanefhdar Vestnorden-nefndar- innar. Þetta er fjórða ferðakaupstefnan sem ferðamálanefndin stendur fyrir. Fyrsta kaupstefnan var haldin í Reykjavík árið 1986, önnur í Nuuk á Grænlandi 1987 og sú þriðja í Þórshöfn í Færeyjum 1988. „Á kaupstefnunni í Laugardalshöll verða fulltrúar ferðamálaráða, ferða- skrifstofa, hótela og samgöngufyrir- tækja á íslandi, Færeyjum og Grænl- andi. Kaupendumir eru langflestir frá Evrópu en einnig til dæmis frá Norður-Ameríku og Asíu,“ sagði Jónas Hallgrímsson í samtali við Morgunblaðið. Framkvæmdastjóri kaupstefnunn- ar er Reynir Adólfsson. Landsvirkjtin hækkar raforkuverð um 10% Þýðir um sex af hundraði hækkun til raftnagnsnotenda 1. október STJÓRN Landsvirkjunar hefiir samhljóða samþykkt 10% hækk- un á heildsöluverði raforku til almennra rafveitna. Hækkunin tekur gildi þann 1. október næst- komandi. Þessi hækkun svarar til um 6% hækkunar á smásölu- verði rafinagns. Hækkunin byggist á umsögn Opinberir starfsmenn: Lífeyrissjóðsrétt- indin ekki til sölu •• - segir Ogmundur Jónasson ÖGMUNDUR Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna séu ekki til sölu og nær sé að bæta þau en draga úr þeim. Jón Baldvin Hanni- balsson, utanríkisráðherra, spurði á fundi á Akranesi í liðinni viku, hvort opinberir starfsmenn væri reiðubúnir að láta eitthvað af ítrustu lífeyrisréttindum sínum gegn leiðréttingu á launakjörum. Á fundinum á Akranesi sagði utanríkisráðherra, að fyrirsjáanlegt væri að ríkissjóður gæti ekki greitt allri þjóðinni í samræmi við ítrustu lífeyrisréttindi. Spurði hann hvort opinberir starfsmenn væru reiðu- búnir að gefa eitthvað eftir af ítrustu lífeyrisréttindum sinum ef almennir launþegar fengju lífeyris- réttindi sín bætt. Bætti ráðherra við, að launum opinberra starfs- manna hefði verið haldið niðri vegna mikilla lífeyrisréttinda og spurði í framhaldi af því hvort þeir væru reiðubúnir að láta eitthvað af ítrustu réttindum sínum gegn því að fá leiðréttingu á launakjörun- um. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir að lífeyrisréttindi opin- berra starfsmanna séu ekki tii sölu og það þurfi að bæta þau, en ekki að draga úr þeim. Það sé hins veg- ar rétt hjá utanríkisráðherra, að launum opinberra starfsmanna hafi verið haldið niðri og úr því þurfi að bæta. Þjóðhagsstofnunar, sem taldi að verðið þyrfti að hækka um 10-12%. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld að gengis- tap Landsvirkjunar það sem af væri árinu næmi um sex milljörðum króna. „Vegna óhagstæðrar geng- isþróunar og ríkjandi verðbólgu er óhjákvæmilegt að leiðrétta gjald- skrána, eins og nú hefur verið gert. Gjaldskrárhækkunin hefði hinsveg- ar ekki mátt vera minni og ekki seinni á ferðinni til að koma að gagni á þessu ári. Hækkunin vegur samt sem áður tiltölulega lítið í því skyni að mæta þeim fjárhagslegu áföllum, sem fyrirtækið hefur orðið fyrir á árinu. Þessi óhagstæða verð- lagsþróun og þessar tiltölulega litlu gjaldskrárhækkanir hafa að sjálf- Mj ólkurfræðing-ar: Tveggja daga verkfall boðað Mjólkurfræðingafélag íslands hefúr boðað tveggja daga verkfall þjá Mjólkurbúi Flóamanna þriðju- daginn 19. og miðvikudaginn 20. september. Mjólkurfræðingar höfðu áður boð- að yfirvinnubann og tekur það gildi á föstudaginn kemur. Síðasti fundur þeirra með viðsemjendum sínum var hjá ríkissáttasemjara á fímmtudag- inn var og hefur annar fundur ekki vérið boðaður. Samningar mjólkur- fræðinga voru lausir 1. september síðastliðinn. sögðu rýrt rekstrarfjárstöðu Lands- virkjunar og aukið lánsfjárþörfina,“ sagði Halldór. Landsvirkjun hækkaði síðast gjaldskrá sína um 8% þann 1. mars sl. að fengnu samþykki Verðlags- ráðs vegna verðstöðvunar, sem þá var í gildi. Frekari hækkanir eru ekki á döfinni á yfirstandandi ári. Halldór sagði að hækkanir á næsta ári færu eftir þróun verðlags og gengismála. Leitarmemi innlyksa með tvö þúsund flár vegna vatnavaxta S^ðra-Langholti. FJÁRHÓPUR komst ekki yfir Sandá í Hrunamannahreppi í gær vegna vatnavaxta. Leitarmenn komu með tvö þúsund fjár að ánni seinnipartinn í gær og var féð geymt í Svínártungu, norðan við Sandá, í nótt. Leitarmenn fóru ríðandi yfir ána, en vegna vatnavaxta lentu sum hrossanna á sundi. Leitarmenn, 41 að tölu, komust þó allir yfir ána og gistu I tjöldum og í leitarmannaskála í Svínárnesi í nótt. Ef vatnsflaumurinn í ánni verður ekki í rénum með morgninum, hyggjast leitarmenn reka féð upp með ánni svo hægt sé að fara yfir annars staðar, mun ofar. Mikið vatnsveður hefur verið á ir sameinuðust síðan í gær. Stefán Suðurlandi undanfarið og sagði Loftur Þorsteinsson, oddviti í Hrunamannahreppi, að áin væri margfalt vatnsmeiri nú en venju- lega. Yfirleitt væru engin vand- ræði með að reka fé yfir ána, en hún hefði gjörsamlega verið ófær fyrir fé í gær. Fénu hafði verið smalað úr Kerlingafjöllum og af svæðinu þar fyrir framan, allt til Sandár. Tíu leitarmenn lögðu af stað sl. fimmtudag og 31 leitarmaður hélt af stað daginn eftir. Hóparn- Jónsson bóndi í Hrepphólum, er fjallkóngur. Áætlað hafði verið að rétta í Hrunarétt næstkomandi fimmtudag, en ménn búast nú við að réttum þar seinki um einn dag. Þá þurftu leitarmenn úr Bisk- upstungum að skilja við 500 til 600 fjár austan í Bláfelli við Smið- bjargargil í Biskupstungnaafrétt vegna vatnsflaums í gili, sem venjulega er mjög vatnslítið. Búist er þó við að Tungnarétt hefjist á réttum tíma klukkan 9.00 á morg- un. Sig. Sigm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.