Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 38
38 . MORGUNBLAÐIÐ ÞKIÐJUDAGLÍR 12, SEPTEMBER 1989 Fyrstu heimsbikarkeppninni lokið Skák Vattfóðraðar terylene kápur VerðHstinn v/Laugalæk, S. 33755. Margeir Pétursson ERKIFÉNDURNIR, Gary Kasp- arov, heimsmeistari í skák, og Anatoly Karpov, fyrirrennari hans, deildu með sér efsta sætinu á heimsbikarmótinu í Skellefteá í Svíþjóð, sem lauk um helgina. Þeir hlutu báðir Só vinning af 15 mögulegum. Karpov skaust upp að hlið heimsmeistarans með sigri yfir Svíanum Andersson í síðustu umferð. Úrslit í heildarkeppni heimsbikarmótanna eru nú ljós. Kasparov sigraði með 83 stig, en Karpov hlaut 81 stig. Mjög langt bii var síðan í næstu menn. Það sem mesta athygli vakti í Skellefteá var dæmalaust klúður heimsmeistarans, sem hvað eftir annað fékk sigurvænlegar stöður. Gegn þeim Karpov, Tal, Seirawan, Húbner og Ribli var vinningurinn á borðinu auk þess sem Andersson, Nikolic og Nunn sluppu einnig fyrir horn úr erfiðum stöðum. Skákirnar við Seirawan og Nunn höfðu reyndar alveg snúist við og þegar yfir lauk mátti Kasparov þakka fyrir að tapa þeim ekki. Karpov tefldi hins vegar sinn rólega og fremur átakalitla stíl og þegar upp var staðið skilaði það jafnmiklu og sú glæsilega sóknartafl- mennska sem réði ríkjum hjá heims- meistaranum á þessu móti. Karpov er yfirleitt ávallt tilbúinn til að taka jafntefli snemma á svart, en Kasparov er hins vegar reiðubúinn til að taka mikla áhættu með svörtu til að flækja taflið. STIG- 1 2 3 y 5 6 7 8 9 10 11 11 13 1H 1S 16 VINN. RÖÐ 4 KARPOVCZovílr.) ZISS Yi Yz 4 Yz Yz '/z í 'h Yz 'h 'h 4 'h 4 'íz °l'h 1-2. 2 kASPAROVCSo^O) 277 S 'h 7Z77 v/// i /z 4 'lz /4 'h Yz Yz Yz 'h /z 4 Yz 4 Wi 1-2. 3 POPTISChl Cv^yl) 2ÍOO !4 O w, m /z 'h \ 4 'h O 'lz 4 'h 4 4 O 'h 8Yz 3-S. H SEIRAW/tN Cföanda,.) ZstS' 0 (/z Yz ffl/ Yz Yz■ 'h 4 Yz 4 'h 'h 'h 4 'h 'Yz 8Yz 0-5. 5 SHORTCE^Iandi) 2U0 7i 0 'h Yl m 4 'h 'h 'h O /z 4 'h 'h 4 4 8/i 3-5. (o SALOV CSovíLnLj.) 2 éVS- '/z '4 o 'h 0 m 4 Yz 'h h 'Yz 'h 4 4 4 O 2 6-7. 7 SA X C Uníjverja.1.) 2s tO /z '/z 0 Yz /z 0 m /z L 'h 'h 'h 4 4 ’h Yz 8 6-7. 8 A N DERSSON CShfoú) 2h 35" 0 '/z /4 0 Yz '/z Yz C/A V/A 4 'Yz /z 'h 'h 'h /z 4 7 /z 85. 9 /VU NN CPr'c) londi) 2s?P /z ‘Iz 4 'lz '/z 'Yz O O /// O 'h 'h 4 'h 'h 4 7/z 8-9. 10 HUONERCV-býikJ) 2 ÍOO •A Yi 'lz O \ 'h Yz 'h 4 yy// /z 'h O O 'h 'h 7 10-/2 H RIGLI CUn^rjctl.) ILOS /z '/z 0 '/z 'lz 'lz '/z 'Yz 'h lh 1 'h Yz Yz h 7 /0-/2. 11 TAL CSovéír'ikj.) 2sfr /z ‘h /z '/z 0 'h Yz 'Yz lz '/z 'h 'c/Á &ZL /z /z /z 'h 7 /0-/2. 13 EHLVES / C^0v’LLr.) 2L20 0 /z 0 'lz 'lz 0 O 'h O 4 /z 'h v/Á, /V/y 4 'h 4 6/z /3. H kORCHNOt CSN>C) 2ÍS5 Yz o 0 0 /4 0 0 Yz 'h 1 /z Yz O /M ///} 4 4 ó 1H-/S 15 NIKOLIC CJAqóA) 2ÍOO O '/z- 4 Yl 0 o /z 'h 'h 'íz 'h Yz /z O //// y/x Yz c? /V-/S 16 VA GAN JfiNCSoircir) 2s8i" /z 0 /z Yz o 4 Yz O O 'h 'h 'h o O Yz z/zi S /6. Valery Salov skaust upp í þriðja sætið í heildarkeppninni á síðustu stundu, þar skipti mestu máii að hann sveið jafnteflislegt endatafl af aðalkeppinaut sínum, Jan Ehlvest, í tólftu umferðinni. Við það missti Ehlvest alveg móðinn og hann hlaut aðeins hálfan vinning úr fjórum síðustu skákunum. Nigel Short átti gott mót, en ætl- aði sér um of í síðustu umferð. Sigur yfir Húbner hefði þýtt að hann hefði náð að deila efsta sætinu og jafnfram tekið hið eftirsótta sjötta sæti í heild- Allt í röð og reglu - án þess að vaska upp! k!omdu kaffistofunni á hreint. Duni kaffibarinn sparar þér bæði tíma og fyrirhöfn. Getur staðið á borði eða hangið uppávegg. En það besta er: Ekkert uppvask. Duni UMBDÐIÐ FANNIR HF Bíldshöfða 14 s: 67 25 11 Bætum við flokkum fyrir byrjendur 6-7 ára einu sinni í viku 8-9 ára tvisvar í viku 10-12 ára tvisvar í viku 16 ára on eMii & Ath: Sérflnkkur fyrir dansara ng eldri nemendur með góða balletundirstöðu. Suúurmi, smi 83730 og 79988 (Hraonberg). arkeppninni af landa sínum John Nunn. Húbner, sem var í slæmu formi á mótinu, vann hins vegar Short af miklu öryggi. Þeir Seirawan og Portisch náðu sér vel á strik í Svíþjóð, en þeir höfðu staðið fremur illa að vígi fyrir mótið. Mótið var fremur rólegt, þeir Ribli og Tal töpuðu t.d. báðir í fyrstu umferð en gerðu allar aðrar skákir sínar jafntefli. Þetta verður að kall- ast vel af sér vikið hjá Tal, sem var afskaplega mikið veikur í vor. Ribli heldur hins vegar uppteknum hætti frá fyrri heimsbikarmótum. Nafn hans er að verða eins mikið vöru- merki fyrir stórmeistarajafntefli og Austurríkismaðurinn Carl Schlechter var í upphafi aldarinnar. Við Islendingar gátum fylgst vel með mótinu því þættir sem Páll Magnússon og fleiri starfsmenn Stöðvar 2 stjórnuðu, voru sýndir hér aðeins eins dags gamlir. Þeir munu hins vegar hafa verið sendir beint til stöðva í 11 löndum. Stöð 2 bætti þarna nokkrum ógleymanlegum augnablikum úr skáksögunni í safn sitt. Að þessu sinni bar hæst þegar Kasparov lék af sér manninum gegn Tal. Að ná bæði ósviknum fýlusvip heimsmeistarans og vonarneistanum sem sást kvikna á þreytulegu andliti Tal, var sérlega vel af sér vikið, Þættirnir eru með því bezta sem fest hefur verið á filmu um skák og von- andi verður haldið áfram á sömu braut. Við skulum nú líta á dæmigerða vinningsskák frá hendi Karpovs, hinn mikilvæga sigur gegn Andersson í síðustu umferð. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Ulf Andersson Bogo-indversk vörn 1. d4 - RflS 2. c4 - e6 3. Rf3 - Bb4+ 4. Rbd2 - b6 5. a3 - Bxd2+ 6. Bxd2 - Bb7 7. Bg5 - d6 8. e3 - Rbd7 9. Bh4 - c5 10. Bd3 - 0-0 11. 0-0 — cxd4 12. exd4 — d5 13. Hel — dxc4 14. Bxc4 Karpov hefur aldrei verið gefinn fyrir að taka á sig stakt peð, en hann virðist gera undantekningu þegar hann hefur biskupaparið. Hann fékk samskonar miðtafl gegn danska stórmeistaranum Curt Hans- en í Wijk aan Zee í fyrra og vann eftir mikið þóf 14. - Dc7 15. Hcl - Hfc8 16. Hc3 - Dd6 17. Bg3 - DÍ8 18. Dd3 - a6 19. Rg5 - b5 20. Ba2 - Hxc3 21. Dxc3 - Bd5 22. Bbl - Hc8 23. De3 - Dd8 24. f3 - Db6 25. Dd2 - a5 26. B£2 - b4 27. Hcl - Hxcl+ 28. Dxcl — h6 29. Rh3 Það er gömul þumalfingursregla að riddarar og drottningar vinni vel saman og það er nokkuð ljóst að Andersson hefur ekki metið þessa stöðu rétt. Hann á ekkert mótspil í stöðunni eftir að drottningarnar hverfa af borðinu og endataflið teflir Karpov auðvitað af stakri snilld. 30. Dxc6 — Bxc6 31. axb4 — axb4 32. Rf4 - Rb6 33. b3 - Rfd5 34. Rd3 - Bb5 35. Bc2 - Kf8 36. Bel - Bxd3 37. Bxd3 - Ke7 38. Kf2 - Kd6 39. Bd2 - Rd7 40. Bc4 - R7b6 41. Ke2 - h5 42. Kd3 - Kc6 43. g3 — g6 44. Bxd5+ — Rxd5 45. Kc4 - f5 46. h3 - Kb6 47. Bxb4 - Re3+ 48. Kd3 - Rd5 49. Bd2 - Kb5 50. g4 - RfB 51. Bg5 - Rd5 52. gxh5 - gxh5 53. Bd2 - Rf6 54. Ke3 - Rd5+ 55. Kf2 - Re7 56. Bg5 - Rc6 57. Bf6 - f4 58. Ke2 - Kb4 59. Kd3 - Kxb3 60. Ke4 - Kc4 61. Be5 - Re7 62L- Bxf4 - Rc6 63. Be5 - Re7 64. h4 - Rd5 65. Bh8 - Re7 66. Bg7 - Rg6 67. Bf6 — Rf8 68. Ke5 og svart- ur gafst upp. Úrslit heildarkeppninnar: 1. Kasparov 83 stig 2. Karpov 81 3. Salov 68,5 4. Ehlvest 68 5. Ljubojevic 66,5 6. Nunn 65,5 7-8. Beljavsky 63,5 7-8. Short 63,5 9-10. Timman 57,5 9-10. Húbner 57,5 11. Sokolov 57 12. Portisch 56 13. Tal 55,5 14. Sax 54 15. Andersson 53,5 16. Seirawan 52,5 17. Ribli 52 18. Speelman 51 19. Vaganjan 49,5 20. Jusupov 47,5 21. Spassky 45,5 22. Nikolic 43,5 23. Korchnoi 43 24. Jóhann Hjartars. 40 25. Nogueiras 37 Eftir ágætan árangur Jóhanns á mótinu hér í Reykjavík var auðvitað vonast til þess að hann yrði ofar. Á heimsbikarmótunum í Barcelona og Rotterdam var hann hins vegar búinn að yfirkeyra sig með alltof mikilli taflmennsku og var heillum horfinn, sérstaklega á því síðarnefnda. Það þýðir hins vegar ekkert að horfa til baka, þótt Jóhann hafi hlotið margan skellinn hefur honum einnig tekist að leggja ýmsa af beztu skákmönn- um heims að velli og mun fyrr eða síðar endurtaka þá sigra. Þeir keppendur sem mest komu á óvart í heimsbikarkeppninni voru tvímælalaust ungu Sovétmennirnir Salov og Ehlvest. Má segja að þeir hafi í raun fyrst verið uppgötvaðir í henni og hljóta nú báðir að teljast í hópi tíu sterkustu skákmanna heims. Fáir skákmenn sýna t.d. meiri bar- áttuvilja og hörku en Salov. Hann er ásamt landa sínum Vasily Ivanc- huk og Nigel Short líklegastur til að ógna veldi Kasparovs og Karpovs í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.