Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1989 Minning: Páll Kr. Maríusson Fæddur lO.júní 1910' Dáinn 3. september 1989 Það er alltof sjaldan sem ungling- ar kynnast afa sínum svo vel að þau geti litið á hann sem sinn besta vin. Ég var svo heppnin að kynnast afa mínum, Páli Kristni Maríus- syni, eða Kristni afa, mjög vel og fannst mér sem hann væri minn besti vinur. Það var sumarið 1985, en þá var ég í næsta húsi við hann. Hann tók ekki annað í mál en að ég kæmi og borðaði með honum í hádeginu, því ég væri ung og þyrfti á orkunni að halda. Það var margt sem ég lærði af honum og stóð hann alltaf fast við bak mér ef ég þurfti á að halda. Hann var mættur á öll frjáls- íþróttamót sem ég tók þátt í, á Valbjarnarveili, stórum sem smáum mótum jafnt í góðviðri sem í roki og kulda, alltaf stóð hann eins og klettur nálægt 100 metra markinu mér til stuðnings. Það besta við afa var að hann hafði ótakmarkaða trú á að æfingar og_ þrautseigjan mundu borga sig. Ég þurfti ekki annað en að fara í heimsókn til hans ef ég var í vafa og hann stapp- aði í mig stálinu. Það var aldrei hægt að heim- sækja hann fyrr en seinni part dags því hann fór alltaf í svo langa göngutúra og svo gat hann líka birst allt í einu í dyrunum heima því þá var hann í einum af sínum „viðringar túrum“ og kom í strætó í Kópavoginn. Við rétt fengum að keyra hann heim, því hann vildi aldrei láta hafa neitt fyrir sér. En nú er afi horfinn þessum heimi og mun ég sakna hans mikið, sérstaklega mun póstkassinn minn hér í Tuscaloosa Alabama, USA, vera tómlegur, því hann var svo duglegur að skrifa mér og senda mér Þjóðviljann því honum leist ekki betur en það á Bandaríkin og vildi að ég fengi báðar hliðar á gangi mála í heiminum. Nú er afi kominn í sína full- komnu „klössun“ eins og hann kall- aði alltaf dvöl sína á hressingar- hælinu í Hveragerði og án efa mun hann hitta Gyðu síná þar. En ég mun ávallt hugsa til hans .með miklum söknuði og sem besta afa í heimi. Svanhildur Kristjónsdóttir í dag, þriðjudaginn 12. septem- ber, verður afi minn,.Páil Kristinn Maríussonjarðaður, ég kallaði hann nú bara afa Kidda. Ég man nú ekki eftir þegar ég sá afa fyrst, svo ég verð að sleppa að segja frá því, en seinast þegar ég sá hann var hann á spítala. Ég ætlaði ekki að þekkja hann þegar hann lá þarna bara í rúminu. Hann var alltaf vanur að koma í heimsókn með skærbleika bindið, sem ég gaf honum í jólagjöf fyrir nokkrum árum. Ég vissi að hann væri að deyja, en samt talaði hann við okkur og spurði hvort strákarnir hefðu ekki verið blindfullir sem voru með mér um verslunarmannahelgina. Þó að hann væri að deyja leið manni bet- ur eftir að hafa talað við hann. Hann var alltaf svo hress. Mér finnst kannski hann hafi verið svona skemmtilegur, vegna þess að hann var afi minn. Ég vissi aldrei að það væri hægt að tala við gamalt fólk fyrr en ég fór almenni- lega að kynnast honum. Reyndar er hann langafi minn en ég kalla hann bara afa. Hann var aldrei neitt hneykslað- ur á mér og hann var aldrei að tala um gamla daga, þegar allir hjálpuðust að og krakkarnir voru svo góðir og yndislegir eða neitt sem ég þoli bara ekki við gamalt fólk. Ég gat alltaf verið eins og ég vildi þegar ég var með afa. Þó að afi væri orðinn svona gamall og veikur tek ég nærri mér þegar ein- hver sem ég elska deyr, samt segja allir, að hann hafi viljað deyja. Þó að það sé kannski satt, held ég að það sé líka sagt til að hughreysta mig. Ég er nú ekkert voðalega klár að skrifa svona og mér þótti soldið mikið „halló“ að skrifa þetta. Ég hefði alveg eins getað bara sagt „mér þótti hann skemmtilegur“, svo ég ætla að hætta núna áður en þetta verður væmið. Vibeke Svala Kristinsdóttir í dag kveðjum við Kristin afa. Hann kvaddi þennan heim að morgni sunnudagsins 3. september, eftir stutta sjúkralegu. Þó að dvölin á sjúkrahúsinu hafi 37 ekki verið löng voru veikindin sem drógu hann til dauða miklu lengri. Það kom okkur eiginlega á óvart hve mikið afi var veikur. Hann kvartaði aldrei undan neinu. Á svona stundum streyma minn- ingarnar fram. Þegar við vorum börn og fórum í Skipholtið til afa og Gyðu ömmu var aðalgamanið að fá að gramsa í dótinu uppi á háalofti. Hjá afa var ekkert bann- að. En árin liðu og við komum nið- ur af háaloftinu og settumst inn í eldhús hjá afa. Þá var spjallað um heima og geima og gjarnan tekið í spil. Afi hafði mikið að gefa en vildi lítið þiggja. Hann var skemmtilegur maður. Við munum sakna hans. Unnur Osk, Páll Ingi, Helgi og Hlynur. Vidskiptatækni er árangursríkt nám sem skilar sér strax í viðskiptalífinu Y'iðskiptatækni nýtist bæði einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja bæta þekkingu sína og kynnast nútíma aðferðum við rekstur og stjómun fyrirtækja. Sérstök áhersla er lögð á lausn raunhæfra verkefna. Allt námsefni er á íslensku og leiðbein- . endurnir hafa, auk háskólamenntunar, mikla reynslu bæði úr viðskiptalífinu og af kennslu. Viðskiptatækninámið tekur 128 klst. og hefjast fyrstu námsskeiðin 18. septem- ber. Hagstæð greiðslukjör eru í boði. Innritun og allar nánari upplýsingar em veittar í síma 62 66 55. Hafið samband og við sendum ykkur bækling um hæl. NAMSGREINAR: * Stofnun fyirtækja og rekstrarform * Grunnatriði í rekstrarhagfræði * Stjórnun * Grunnatriði í markaðsfræði * Verðlagning * Auglýsingar, sölumennska og kynningarstarfsemi * Framlegðar- og arðsemis- útreikningar * Grunnatriði 1 fjármálum * Stefnumótun * Áætlanagerð * Lestur og túlkun ársreikninga * Tölvur og algengur viðskipta- hugbúnaður Viðskiptaskólinn BORGARTÚNI 24, SÍMI 62 66 55 Laugavegur 25 - Box 595 -121 Reykjavík Sími27770 KAUPSELhf Libresse bindið er lagað að línum líkamans, er þægilegra og öruggara auk þess að vera eingöngu framleitt úr náttúrulegum efnum. I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.