Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ VEDSHPnfflVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 12: SEPTEMBER 1989 Tölvur Hræringar í tölvumálum í Evrópu Evrópskir tölvuframleiðendur standa nú frammi fyrir miklum breytingatímum. Tilkoma hins innri markaðar Efnahagsbandalagsins og stóraukin samkeppni er á góðri leið með að gerbreyta veigamiklum þáttum í umhverfi þeirra. Það sama má segja um aukna stöðlun og margar aðrar breytingar sem fram- undan eru. Upp á síðkastið hefur hvað eftir annað sprottið upp orðrómur um margháttuð áform um sameiningu evrópskra tölvufyrirtækja, aukna samvinnu og ýmislegt annað sem styrkt getur markaðsstöðu þeirra. Ljóst er að þeim er brýn nauðsyn að hagræða í starfsemi sinni og taka markaðsmál sín föstum tökum. Tölvumarkaðurinn sem farinn er að þróast og sýna mettunareinkenni (þ.e. hægari vöxti) hvað stórtölvum viðvíkur, breytist engu að síður hraðar en e.t.v. nokkru sinni fyrr þegar á heildina er litið. Framundan er mikil samkeppni og minnkandi hagnaður. Þau fyrirtæki sem hafa fjárhagslegan styrk, aðlögunar- hæfni auk sterkrar samkeppnis- stöðu á alþjóðamörkuðum munu koma sterkust frá þeim leik. Sérhæfing fyrirtækja Aukin samkeppni mun valda því að æ meira verður um það að fyrir- tæki reyni að sérhæfa sig í stað þess að keppa að tiltekinni mark- aðshlutdeild. Þetta er þegar farið að gerast. í stað eins almenns markaðs fyr- ir smá- eða einkatölvur skiptist þessi markaður í nokkra undir- flokka sem eru: 1) vinnustöðva- markaður (e. Engineering Work Fjármál Kaupþing hf setur nú- virðisforrit á markað KAUPÞING hf. hefur sett á markað núvirðisforrit fyrir ein- menningstölvur til að reikna gengi á skuldabréfum eða öðrum kröfum. Forritið hefúr verið nefht Fold og er það m.a. notað í verðbréfadeild Kaupþings og í 1 nokkrum sparisjóðum. í frétt frá Kaupþingi kemur fram að forritið reiknar m.a núvirði skuldabréfa og annarra krafna á ákveðnum degi miðað- við gefna ávöxtunarkröfu. Ennfremur reiknar "förritið nafnverð bréfa miðað við gefna ávöxtunarkröfu svo og hvert nafnverð bréfs þarf að vera miðað við núvirði bréfs. Unnt er að gera yfirlit yfir breytilega vexti, vísitölur og lögfræðikostnað og búa til vaxta- og vísitölurunur ásamt spám um verðbólgu. Þá gerir forritið kleift að reikna afborganir, uppfæra eftirstöðvar og reikna kostnað af lánum. Fold kostar kr. 14.560 og fer verðið stiglækkandi ef fleiri ein- tök eru keypt. Stations), 2) markaður fyrir sér- hæfðar kerfislausnir, 3) fyrirtækin munu reyna samkvæmt þessu að bjóða lausnir sem byggjast á mik- illi þekkingu á tilteknu notkunar- sviði og með því að bjóða samtvinn- aðar vélbúnaðar- og hugbúnaðar- lausnir sem hafa yfirburði á til- teknum sérsviðum. Með þessu móti munu þau reyna að hasla sér í aukn- um mæli völl þar sem þau. geta hvert um sig náð ráðandi stöðu. Dæmi um þetta er t.d. sérhæfing ICL í Bretlandi (kerfi fyrir smásölu- verslun og kerfi fyri sveitarfélög) og Nixdorf (kerfi fyrir banka með útibú). Samkvæmt sérfræðingum í markaðsmálum má búast við því að brúttóhagnaður, sem oft hefur numið um 60—70% muni minnka um þriðjung. Þetta er talið að muni reyna verulega á þolrif margra. Staða evrópskra tölvufyrirtækj a Evrópsku tölvufyrirtækin eru á margan hátt miður vel undir breyt- ingar og aukna samkeppni búin. Þau hafa að mestu haslað sér völl á eigin heimamörkuðum og reynsla þeirra af stærri mörkuðum því ónóg. Þau hafa getað haldið uppi óeðli- lega háu verðlagi á þessum mörkuð- um og geta þeirra til að starfa á stærri mörkuðum því óljós. Þau hafa getað haldið uppi óeðli- lega háu verðlagi á þessum mörkuð- um í skjóli hverkyns hafta og þrösk- ulda sem ríkt hafa til þessa. Þessi staða mun breytast fljótt til hins verra fyrir þau við tilkomu hins sameiginlega markaðar. Þau hafa verið sein á sér að bregðast við grundvallarbreyting- um og beðið tjón af því. Dæmi um þetta er slæm afkoma Norsk Data sem of lengi dró að sérhæfa sig meðan reynt var halda uppi breiðri framleiðslulínu. Nýsköpun í viðskiptaháttum og markaðsmálum hefur gengið seint. Þetta er sem sagt staða þeirra í upphafi mikils umróts og breytin- gatímabils. Viðbrögð við breyttum forsendum Ýmsar aðgerðir hafa verið hafðar í frammi til að mæta breyttum timum: Samvinna um rannsókna- og þróunarverkefni (R&Þ) m.a. með aðstoð frá Efnahagsbandalaginu hefur verið efld. Dæmi um þetta eru RACE og ESPRITT verkefnin. Slík samvinna getur skipt miklu til að deila þessum kostnaðarlið sem ævinlega er verulegur í tölvuiðnaði. Samruni fyrirtækja hefur átt sér stað í nokkrum tilvikum. Honeyw- ell (USA) + BULL (Fr.) = BULL HN. Nokia (Finnl.) keypti L.M. Ericsson (tölvudeild)- Eitt af því sem hafa mun hvað mest áhrif á þróun tölvu- og upplýs- ingatæknimarkaðarins er tilkoma hinna svokölluðu „opnu kerfa“. Með OK er átt við alþjóðlega samskipta- staðla sem gera kleift að tengja tölvubúnað og miðla boðum milli tölva á miklu virkari hátt en áður en áður hefur þekkst. Megináhrifin af þessu verða þau að mun auðveldara verður að byggja upp tölvukerfi sem samsett eru af búnaði frá mörgum framleið- endum. Notendur fá því miklu meira val. Þeir eru ekki lengur bundnir við einn framleiðanda á öllum lykilbúnaði heidur geta þeir nú verslað næsta óheftir. Um leið glata margir framleiðendur því helj- artaki sem þeir hafa haft á mörgum viðskiptavinum sínum varðandi sölu og viðhald á búnaði. Þetta mun þýða meira úival og lækkandi kostnað fyrir neytendur. Tölvubúnaður mun því nálgast það meir og meir og verða „stöðluð al- menn og ódýr neysluvara". Mikill hluti einkatölvumarkarins er reynd- ar þegar kominn á þetta stig. Fram- leiðendur munu eins og fyrr greinir mæta þessu með því að sérhæfa sig á grundvelli tiltekinna þarfa og markhópa þar sem boðnar verða sérhæfðar og fullkomnar lausnir. Þýtt og endursagt úr Financial Times Fjarskipti Símaff kynnir faxdeilinn BIT FYRIRTÆKIÐ Símafl hf. er um þessar mundir að selja á mark- að hér á landi nýtt tæki — BIT fax-deilinn, sem gerir kleift að deila símalínu milli faxtækis og talsíma. Þessi búnaður er hinn eini hér á landi sem Póstur & Verslun Þriðjungs söluaukning á Islenskum dögum SÖLUAUKNING á íslenskum iðnaðarvörum í verslunum Mikla- garðs, Kaupstaðar og Miðvangs vegna söluátaksins Islenskir dagar er talin hafa verið á bilinu 30-35%, að því er fréttabréf Félags ísl. iðnrekenda — Á döfínni hefúr eftir Þresti Olafssyni, forsvarsmanni KRON og Miklagarðs. Kynningarátakið stóð yfir frá því 10. ágúst til 25. sama mánaðar og var samstarfsverkefni milli KRON og Miklagarðs annars vegar og Félags ísl. iðnrekenda hins vegar. Lögð var áhersla á að kynna iðn- varning frá um 50 íslenskum iðnfyr- irtækjum í verslununum þremur undir heitinu íslenskir dagar en á vegum Félags ísl. iðnrekenda stend- ur nú yfir sérstakt söluátak á íslenskum iðnaðarvörum undir kjör- orðinu „Veljum íslenskt“. Hófst það í desember sl. og í framhaldi af því hófst skipulegt kynningarstarf meðal kaupmanna, innkaupastjóra og starfsfólks verslana með það fyrir augum að efla samstarf þeirra við framleiðendur. Þetta leiddi síðar til þess að forsvarsmenn Miklagarðs og Kaupstaðar komu að máli við FII og óskuðu eftir samstarfi um stórátak til eflingar á íslenskum iðnaði. Báðir aðilar, forsyarsmenn Fé- lags íslenskra iðnrekenda og Mikla- garðs og KRON láta vel yfir ár- angri þessa samstarfs og telja fram- takið hafa tekist með ágætum. sími hefiir samþykkt til þessara nota, segir í frétt frá Símafli. BIT-faxdeilirinn nýtist einna best í minni fyrirtækjum og hjá aðilum sém starfa heima við, svo og hjá þeim sem eru háðir tak- mörkunum á símalínum eða núm- erafjölda. Faxdeilirinn svarar sjálfkrafa símasambandi sem berst og innan tveggja hringinga hefur greint hvort um er að ræða venjulegt símtal eða fax-sendingu. Tækið nýtist bæði fyrir sjálf- virkar og handvirkar faxsending- ar, þar sem að í tækinu er raf- eindanemi sem gerir handvirkum faxsendanda kleift að ná faxtæk- inu með því einu að segja orðið „fax“ en að öðrum kosti bíða uns svarað er. í fréttinni segir ennfremur að tengja megi faxdeilinn við allan almennan símabúnað og t.d. með því að tengja við hann símasvara auk faxtækis sé kominn upp full- Finnish Sugar heitirnú Cultor NAFNI alþjóðlega matvælafyrir- tækisins Finnish Sugar var breytt sl. vor og ber það eftirleið- is nafiiið Cultor. Fyrirtækið hef- ur eftir sem áður aðalbækistöðv- ar í Helsinki í Finnlandi. Finnish Sugar hefur verið ört vax- andi fyrirtæki og með aukinni fjöl- breytni í framleiðslu og víðtækari starfsemi hefur þótt nauðsynlegt að breyta nafni fyrirtækisins, enda þótti eldra heitið ekki gefa rétta mynd af starfseminni. Sykursalan nemur nú aðeins um 20% af nettó- sölunni en var 95% árið 1981. Skepnufóður er nú helsta fram- leiðsluvaran eða með um 28% af nettósölu, matvælaframleiðsla er með um 17% en aðrir framleiðslu- flokkar eru smærri í sniðum. Cultor rekur 35 verksmiðjur í 9 löndum en starfsmenn eru um 4,500 og þar af starfa um 700 utan Finnlands. Björn Mattsson tók við forstjóra- starfi hjá fyrirtækinu í byijun þessa árs en hluthafar í því eru um 28 þúsund og um 14% útgefinna hluta- bréfa eru í eigu aðila utan Finn- lands. Nýja fyrirtækjaheitið, Cultor, er latneskt og táknar þann sem þjón- ar. þróar, hreinsar, auðsýnir vináttu eða ræktar. í tilefni að nafnabreyt- ingunni fyrir merki fyrirtækisins endurhannað og heiðurinn að nýja merkinu sem hér sést eiga þekktir finnskir listamenn, Kimmo Kai- vanto og Kyösti Varis. NÝJUIMG ■“ Faxdeilirinn BIT er fyrirferðalítið tæki sem gerir símnotanda kleift að nota eina og sömu línuna jafnt fyrir talsamband og faxsamband og kostar það um 14 þúsund krón- ur. kominn móttökubúnaður fyrir skilaboð bæði í formi rnyndar og tals. Fram kemur ennfremur að Símafl muni á næstunni kynna aðra nýjung frá sama framleið- enda en það er tæki sem gerir kleift að samnýta prentara á ódýr- ari og auðveldari hátta en áður hefur þekkst. Fyrirtækið Símafl er um árs- gamalt fyrirtæki, stofnað af nokkrum fyrrum starfsmönnum Pósts og síma, og það sérhæfir sig aðallega í uppsetningum, við- haldi og þjónustu tengdri símtækni, dyrasímum. kallkerfum og tölvulögnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.