Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1989
~6ridsskófinn
Ný námskeið
hefjast 25. og 26. september
Boðið er upp á námskeið í
byrjenda- og framhaldsflokki
Hvert námskeið stendur yfir í 11 kvöld, einu sinni í
viku. Kennsla í byrjendaflokki fer fram á mánudögum
og er hægt að velja á milli tveggja tíma: (1) 16.00-
19.00 eða (2) 20.00-23.00.
í framhaldsflokki er spilað á þriðjudagskvöldum frá
kl. 20.00-23.30.
Námskeiðin fara fram í húsi Sóknar, Skipholti 50a.
Frekari upplýsingar og innritun í síma 27316 milli kl.
15.00 og 18.00 virka daga.
SKÓLARITVELAR
ÓKEYPIS
kennslubók ívélritun fylgir
öllum ritvélunum frá okkur.
TA GABRIELE 100 stgr: 17.900 afb: 18.975
sjálfvirka feitletrun, undirstrikun, miðjusetning, 120 stafa leiðr.minni, 5.2 kg. v-þýsk, 11 slög é sek.
OLYMPIA CARRERA stgr: 17.900 afb: 18.900
sjálfvirk feitletrun, gleiðletur, 24 stafa minni, lóðrétt lína, tölvutengi, 12 slög á sek.
SILVER REED EZ 20 stgr: 19.800 afb: 20.988
40 stafa minni, hljóðlát, siriti, hægt að fá 5 gerðir leturhjóla. 11 slög á sek.
BROTHER AX-15 stgr: 17.500 afb: 18.500
leiðréttir heila línu, heilt orð, einn staf, sjálfvirk undirstrikun, gleiðletur, miðjustilling. 12 slög á sek.
WS4®
SENDUM í PÓSTKRÖFU
TÖLVULHNO - VERSLUN
Laugaveg 116 v/Hlemm s: 621122
Umskipti til hins betra
Spjallað við Magneu Einarsdóttur húsvörð í Skúlagarði í Kelduhverfi
Fyrir rúmum Qórum árum fluttu hjónin Magnea Einarsdóttir og
Bragi Sigurðsson frá Sandgerði á Suðurnesjum að Garði í Keldu-
hverfi. Þau seldu hús sitt, keyptu gamalt íbúðarhús og reistu refahús
í Garði. I samtali sem blaðamaður Morgunblaðsins átti við Magneu
í ágústmánuði sl. sagði Magnea svo frá aðdraganda búferlaflutning-
anna.
„Dóttir okkar var leiðsögumaður
um tíma í Búlgariu. Hún kynntist
þá manni úr Kelduhverfi og giftist
honum. Við heimsóttum þau oft og
lengi og það endaði með því að við
fluttum hingað. Þegar þau ungu
hjónin byggðu sér nýtt hús, keypt-
um við gamla húsið í Garði. Það
er reist árið 1929, er vel byggt úr
kjörviði, alveg ófúið og við kunnum
vel við okkur í því. Við urðum að
gefa því nýtt nafn sem smábýli og
það heitir nú Heiðarbrún. Við seld-
um ágætt einbýlishús sem við áttum
í Sandgerði og notuðum andvirðið
m.a. til þess að koma upp tveimur
refahúsum. Við fengum okkur vélar
og fórum á námskeið á Hvanneyri
til þess að læra skinnaverkun. Það
stóð á endum að þegar við höfðum
lokið þessu og komið upp seinna
húsinu þá hrapaði verð á skinna-
mörkuðum það langt niður að ekki
borgaði sig að fá dýr í húsið. Við
vorum mest með 90 blárefslæður
en erum nú aðeins með 25 blárefs-
læður í öðru húsinu.
Við sjáum samt ekki eftir að
hafa lagt út í þetta æfintýri. Maður-
inn minn var vélstjóri á bátum
lengst af og orðinn harla þreyttur
á þeirri vinnu. Hér nyrðra kunnum
við vel við okkur og dettur ekki hug
að snúa tii baka. Það hefur að
ýmsu leyti skipt til hins betra fyrir
okkur, ekki hvað síst er stressið
minna og veðrið betra. Til einang-
runar finnum við ekki. Skilyrði til
útvarpshiustunar mættu þó vera
betri. Rás tvö næst hér t.d. ekki
nema að hafa útvarpið í sérstakri
stöðu og láta loftnetið snerta sér-
stakan skáp í eldhúshorninu. Þann-
ig er það víða hér í sveitinni. Rás
2 næst ekki nema að hafa útvarpið
í einhverju sérstöku herbergi í sér-
stakri stöðu. Með rás eitt og ríkis-
sjónvarpið er hins vegar oftast allt
í lagi.
Eg er fædd og uppalin í Sand-
gerði og hélt að ég myndi finna
mikið fyrir þessum umskipta, en sú
hefur sem sagt ekki orðið raunin.
Yngri dóttir okkar kom með okkur
hingað, hún tók nýlega stúdents-
próf á Akureyri, mannsefnið hennar
er úr Mývatnssveit. Sonur okkar
kom með okkur líka, hann er nú
trúlofaður stúlku úr næstu sveit.
Ég og krakkarnir höfum farið suður
í heimsókn á fornár slóðir en maður-
inn minn kann svo vel við sig hér
að hann fer varla út á Húsavík
nema til þess að sækja fóður fyrir
refina. Við erum því ánægð með
þessi umskipti og alls ekki illa stödd
miðað við marga sem fóru út í refa-
rækt. Við erum svo heppin að
skulda ekki stórfé eins og sumir
af þeim sem hófu refarækt fyrir
fáeinum árum.“
Skömmu eftir að Magnea og
Bragi fluttu norður í Kelduhverfi
gerðist Magnea húsvörður við hið
30 ára gamla félagsheimili, Skúla-
garð í Kelduhverfi. „Mér líkar þetta
starf vel,“ segir Magnea. „Á vet-
urna er hér skóli, það voru hér fjór-
tán nemendur í fyrra. Þetta var
áður fyrr heimavistarskóli en í fýrra
voru börnin keyrð í og úr skóla.
Það gekk bærilega. Meirihluti for-
elda vildi hafa þennan hátt á. Þau
Magnea stendur þarna á milli útvarps í réttstöðu og stóru pönnunnar.
\fauDm?
Kennslustaðir: Auðbrekka 17, Kópavogi og
„Hallarsel“ við Þarabakka 3 í Mjódd.
Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska,
standard og gömlu dansana. Einnig barnadansa
fyrir yngstu kynslóðina. Laugardagskennsla á
báðum stöðum. Einkatímar eftir samkomulagi.
Innritun og upplýsingar dagana 1.-12. september
kl. 10 - 19 í síma: 64 1111.
Kennsluönnin er 15 vikur og hefst fimmtudaginn
14. september og lýkur með jólaballi.
FID Betri kennsla - betri árangur.
\£F\
Samkort
Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar
Morgunblaðið/Hrafnkell A. Jónsson
Valdimar Aðalsteinsson skipstjóri með Hörpu RE 342 í baksýn.
Eskifjörður:
Hörpu fagnað við kom-
una til heimahafnar
Eskifirði.
Eskfírðingar flögguðu á mánudaginn 4. september þegar nótaskipið
Harpa RE 342 kom til heimahafhar.
Harpa, sem kemur í stað Eskfirð- Valdimar Aðalsteinsson skipstjóri
ings SU 9 sem sökk á Héraðsflóa í á Hörpunni sagðist myndi leggja að
fyrrasumar, er 307 lestir og ber 620 mestu upp hjá Síldarverksmiðjum
tonn af loðnu. ríkisins, hann sagðist að mestu tilbú-
Harpan hefur einn og hálfan ' inn að hefja veiðar og menn biðu
loðnukvóta, tæp 19 þúsund tonn, en þess með óþreyju að einhver loðna
Hörpunni fylgdi hálfur kvóti, auk fyndist.
þess fær skipið þann kvóta sem Esk- - HAJ
firðingur hafði.