Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1989 Minning: ÞórðurJ. Gunnars■ son íþróttakennari Kveðja frá Ungmennafélagi Selfoss Hann Þórður Jóhannn Gunnars- son íþróttakennari og þjálfari er látinn aðeins 40 ára gamall. Þórður var snemmma virkur þátttakandi í ungmennafélagi Selfoss, var kepp- andi bæði í sundi og fijálsíþróttum. Áhugi Þórðar fyrir sundíþróttinni var mikill, hann lagði sig allan fram um að vöxtur og viðgangur þeirrar greinar yrði sem mestur hér á Sel- fossi. Þórður lauk námi í íþrótta- kennaraskólanum á Laugarvatni m.a. til þess að standa vel að þjálf- un sundfólksins hér á Selfossi. Þórður vann mjög árangursríkt starf bæði sem þjálfari og forustu- maður sundíþróttarinnar, hann var góður félagi, vandvirkur og sam- viskusamur í störfum. Það var visst áfall fyrir alla þá sem störfuðu með Þórði þegar hann ákvað að hætta afskiptum af sundinu og flytja til útlanda félaginn góði sem allir gátu leitað til. Hann gaf sér alltaf tíma til að ræða hlutina enda úrræðagóð- ur og ábyrgur. Stjórn UMF Selfoss vill með þessum fátæklegu orðum þakka Þórði alla þá vinnu sem hann lagði félaginu til, árangurinn var mikill sem Þórður skilaði til Sel- foss. Það er mikið áfall þegar ung- ur maður er kallaður á brott aðeins 40 ára að aldri. Ungmennafélagar senda foreldrum og systkinum inni- legar samúðarkveðjur og vona að góður guð varðveiti þennan góða mann. F.h. UMF Selfoss Björn Gíslason formaður Stefán Ólafsson veit- ingamaður - Kveðjuorð Fæddur 20. október 1931 Dáinn 30. ágúst 1989 Mig setti hljóðan er ég frétti að Stefán Ólafsson væri látinn. Mér varð hugsað aftur í tímann, en það var árið 1964 að ég gekk á fund Stefáns, sem þá hafði nýverið stofn- að veitingastaðinn Múlakaffi v/Hallarmúla. Erindi mitt við Stef- án var að komast að sem nemi í matreiðslu, en á þessum árum var erfitt að komast að, því veitinga- staðir voru ekki margir í þá daga. Stefán tók mér vel og hóf ég mat- reiðslunám þá um haustið, 17 ára gamall. Eftir að námi lauk 1968 starfaði ég sem matreiðslumaður í Múlakaffi til ársins 1980. Það var harður og góður skóli að starfa hjá Stefáni, öðrum eins dugnaðarmanni hef ég vart kynnst. Það var sama hvað Stefán tók sér fyrir hendur, það þurfti að gera alia hluti strax, og hann smitaði út frá sér og fékk fólk til að taka til hendinni. Þó vinnan hafi verið mikil og í mörg horn að líta hjá Stefáni, þá gaf hann sér alltaf tíma til að slá á léttari strengi með okk- ur starfsfólkinu, og á ég margar góðar minningar frá þeim tíma. Ég tel það gæfu og vil þakka fyrir að hafa fengið að starfa hjá Stefáni og Jóhönnu konu hans, sem ávallt stóð eins og klettur við hlið hans. Jóhönnu, börnum og öðrum ættingj- um votta ég mína dýpstu samúð, og bið guð að styrkja ykkur öll í sorg ykkar. Lárus Loftsson t Faðir okkar, SIGURJÓN ODDSSON frá Rútsstöðum, andaðist á Héraðshælinu Blönduósi, sunnudaginn 10. sept. Börnin. t Faðir okkar, FRIÐBERG KRISTJÁNSSON frá Hellisandi, lést 10. september. Börnin. t Hjartkær eiginrnaður minn, JÓN SÆDAL SIGURÐSSON, Rauðarárstig 32, lést í gjörgæsludeild Landakotsspítala sunnudaginn 10. september. Útförin verður auglýst síðar. Áslaug Jónsdóttir. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, og langamma, RAGNAJÓNA SIGURÐARDÓTTIR, Vesturgötu 23, Keflavík, lést sunnudaginn 10. september í Sjúkrahúsi Keflavíkur. Fyrir hönd vandamanna, Júli'us Árnason. Skagafjörður Aðalfundurfulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Skagafirði verður hald- inn í Sæborg, Sauðárkróki, miðvikudaginn 13. september kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á landsfund. Stjórnin. Sjálfstæðisfélagið Kópavogi Kjör á landsfund Miðvikudaginn 13. september verður almennur félagsfundur haldinn I Hamraborg 1, 3. hæð kl. 20.30. Aðalefni fundarinns verður kjör fulltrúa Sjálfstæðisfélagsins í Kópa- vogi á landsfund Sjálfstæðisflokksins. Stjórnin. Félag sjálfstæðismanna í Grafarvogi Fundur verður í Félagi sjálfstæðísmanna í Grafarvogi í Valhöll, þriðjudáginn 12. sept- ember nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kjör fulltrúa félagsins á landsfund Sjálf- stæðisflokksins i október nk. 2. Stjórnmálaviðhorfið. Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður, talar. • 3. Önnur mál. Stjórnin. Félag sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi Fundur verður í Félagi sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi í Valhöll miðvikudag- inn 13. september kl. 18.00. Dagskrá: 1. Kjor fulltrúa félagsins á landsfund Sjálf- stæðisflokksins í október nk. 2. Stjórnmálaviðhorfið. Geir H. Haarde, alþingismaður, talar. 3. Önnur mál. Félag sjálfstæðismanna f Langholtshverfi Fundur verður í Félagi sjálfstæðismanna í Langholtshverfi iValhöll, miðvikudaginn 13. september nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kjör fulltrúa félagsins á landsfund Sjálf- stæðisflokksins í október nk. 2. Stjórnmálaviðhorfið. Ragnhildur Helga- dóttir, alþingismaður, talar. 3. Önnur mál. Stjórnin. Seltirningar Félagsfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga verður haldinrtþriðjudag- inn 12. september kl. 21 á Austurströnd 3. Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á landsfund. 2. Önnur mál. Stjórnin. Huginn FUS, Garðabæ: Félagsfundur Þriðjudaginn 12. september verður haldinn opinn félagsfundur Hugins að Lyngási 12 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa félagsins á landsfund Sjálfstæðisflokksins. 2. Vilhjálmur Egilsson skýrir út helstu hug- tök hagfræðinnar og tengir þau við vandamál líðandi stundar. Einnig mun hann svara fyrirspurnum fundarmanna. 3. Önnur mál. Nýir félagsmenn sérstaklega velkomnir. Stjórn Hugins. Aðalfundur sjálfstæðisfélagsins Óðins Sjálfstæðisfélagið Óðinn, Selfossi, heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 19. september kl. 20.30 í Tryggvagötu 8. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á landsfund. Önnur mál. Kaffiveitingar. Stjórnin. Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði Kosnir verða fulltrúar sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði á landsfund Sjálfstæðisflokksins á fundum, sem hér segir: Þór Félag sjálfstæðismanna i launþegastétt. Þriðjudaginn 12. september kl. 20.30. Vorboðinn Féiag sjálfstæðiskvenna. Miðvikudaginn 13. september kl. 20.30. Stefnir Félag ungra sjálfstæðismanna. Fimmtudagur 14. september kl. 17.30. (Athugið breyttan fundartima). Fram Landsmálafélag. Fimmtudaginn 14. september kl. 20.30. Allir eru fundirnir haldnir í Sjálfstæöishúsinu við Strandgötu 29. Garður Sjálfstæðisfélagið Garði heldur almennan félagsfund í samkomhúsinu miðvikudaginn 13. september kl. 20.30. Dagskrá: , 1. Kosning fulltrúa félagsins á landsfund Sjálfstæðisflokksins í október nk. 2. Kosning fulltrúa í blaðstjórn Reykjaness. 3. Ellert Eiríksson fjallar um stjórnmálavið- horfið. 4. Finnbogi Björnsson fjallar um sveita- stjórnarmál. 5. Önnur mál. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.