Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SECTEMBER 1989 ELDHÚSKRÓKURINN Kjúklingar Það var spor í rétta átt þegar verð á kjúklingum var lækkað örlítið fyrir stuttu. Lækkunin hefði mátt vera meiri. En senni- lega hafa einhveijir notað tæki- færið og keypt sér kjúklinga til geymslu í frystikistunni, svo ég ætla að koma hér með eina uppskrift af góðum kjúklinga- rétti, og læt fljóta með heilræði varðandi matreiðsluna. Kjúkl- ingar eru holiur matur, kjötið magurt og auðmelt. En það er nauðsynlegt að gegnsteikja fuglinn. Indverskur kjúklingur í réttinn, sem ætlaður er fyrir 6, fer eftirfarandi: 1 stór kjúklingur (holda) eða tveir litlir, alls 2 kg, skorinn í parta, 50 g smjör, 3-4 matsk. ólífuolía, 1 afhýddur og hakkaður lauk- ur, 3- 4 afhýddir og hakkaðir skal- ottlaukar, 1-2 rif afhýddur og hakkaður hvítlaukur, 4- 5 tómatar, 1 tesk. karrí, 14 tesk. engifer, salt, framan af hnífsoddi af rauðum pipar (cayenne). (Farið varlega, þetta er mjög sterkur pipar), um 5 dl hænsnasoð (af teningi), 250 g sveppir, skornir í bita. Skreyting: Sítrónubátar. Meðlæti: Laussoðin hrísgijón fyrir 6. Brúnið kjúklingabitana í smjöri og olíu í stórum potti. Dýfið tó- mötunum í sjóðandi vatn, afhýðið þá, hreinsið kjamana úr og skerið tómatana í smá teninga. Bætið þeim svo í pottinn ásamt laukteg- undunum þremur og látið þetta malla saman í. um 5 mínútur. Hristið pottinn öðru hverju svo laukarnir festist ekki í botninum. Setjið kryddið út í, hellið kjúkl- ingasoðinu yfir og leggið sveppina með í pottinn. Þetta á svo að malla saman í rúman hálftíma þar til kjötið er vel meyrt oggegnums- teikt. Takið kjötbitana upp úr pottin- um og raðið þeim á hitað fat ásamt laussoðnum hrísgrjónum og sítrónubátum. Saltið soðið eft- ir smekk, hellið örlitlu af því yfir kjötið og berið afganginn fram í skál eða sósukönnu. Heilræði Þótt kjúklingar séu hollur mat- ur, verður að sýna aðgæzlu við matreiðsluna. Það sama á við um kjúklinga og annað fiðurfé að þeir geta borið sóttkveikjur, til dæmis salmonella sýkla, sem hér hafa stundum. gert vart við sig. Sýklamir leynast í meltingarfær- unum og berast út í kjötið. Sumir þessara sýkla eru harðgerðir mjög og þola frystingu í fleiri mánuði. En sýklarnir drepast við suðu, og því er nauðsynlegt að kjötið sé gegnsoðið. Þá þarf einnig að gæta hreinlætis við matargerðina, og þvo hendur og verkfæri vand- lega eftir matreiðslu. Eftir suðu eða steikingu á soð- ið að vera glært, laust við rauðan lit, og beinin auðlosuð frá búkn- um. Sé kjúklingurinn steiktur í örbylgjuofni getur fuglinn hitnað betur inn við bein en á yfirborð- inu, þar sem ekki er öruggt að allir sýklar drepist. Gott ráð við því er að pensla fugiinn með olíu, því þá hitnar yfirborðið betur. Einnig má bregða kjúklingnum á eða undir grill í lokin í tvær til þijár mínútur. Einkenni sýkingar em eymsli í liðamótum, niðurgangur og hiti. En það geta liðið 4-5 dagar áður en einkennin gera vart við sig, svo hugsast getur að „sökudólgur- inn“ gleymist. Alþýðubandalagið: Fundur með SteingTÍnii og Svavari Alþýðubandalagið í Reykjavík hefúr félagsstarf vetrarins með almennum stjórnmálafúndi á morgun, miðvikudaginn 13. sept- ember. Þar ætla þeir Steingrím- ur Hermannsson forsætisráð- herra og Svavar Gestsson menntamálaráðherra að glíma við spurninguna „Geta félags- hyggjuflokkarnir stjórnað á erf- iðleikatímum?" Fundurinn er öllum opinn og ráð- herrarnir munu svara fyrirspurnum fundarmanna. Fundurinn verður haldinn í flokksmiðstöð Alþýðu- bandalagsins, Hverfisgötu 105, og hefst klukkan 20.30. Fundarstjóri er Stefanía Traustadóttir formaður Alþýðubandalagsins i Reykjavík. SUZUKI 1989* TS50X SUZUKI UMBOÐIÐ H/F Skútahrauni 15, S 65-17-25 Viltu virkja starf sf ólkið betur og spara hundruó þúsunda? Vertu þá velkominn í hóp þátttakenda sem hafa getað sparað hundruð þúsunda með þátttöku í STJÓRNUNARIMÁMSKEIÐIIUU. Rætt verður um áætlun - skipulagningu - stýringu - valdadreyfingu - eftirlit - skoðana- skipti og hvatningu. Kennslan fer fram með virkri þátttöku og hagnýtum verkefnum í starfi sem skila strax árangri. Hafðu samband í síma 82411 og kannaðu hvernig námskeiðið getur komið þér að gagni. Námskeið þetta er metið til punkta í háskólanámi i Bandaríkjunum. FJÁRFESTING í MENNTUN SKILAR ÞÉR ARDIÆVINLANGT. STJÓRIVUIMARSKÓLINIM c/o Konrað Adolphsson Einkaumboð fyrir Dale Carnegie namskeiðin’ Atvinnu- og orkumál á Austurlandi Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráö- herra, fjallar um horfur í sjávarútvegi og atvinnumálum. Jón Sigurðsson, við- skipta- og iðnaðarráðherra, fjallar um virkjanaáform og iðnaðaruppbyggingu, sérstaklega Fljótsdalsvirkjun og iðnaðaráform tengd henni. Að fram- söguerindum loknum verða al- mennar umræður. Með ráðherr- unum verða sérfræðingar frá sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneyti og stofnunum sem undir þau heyra. í tengslum við fundinn verður haldin sýning í Hótel Valaskjálf á teikn- ingum sem lýsa hugmyndum um virkjun Jökulsár í Fljótsdal og virkjun Fjarðar- ár. Sýningin verður opin frá kl. 17.00. Sérfræðingar frá Landsvirkjun og Raf- magnsveitum ríkis- ins verða á sýning- unni til að útskýra það sem fyrir augu ber. S JÁVAR ÚTVEGSRÁÐ UNEYTIÐ IÐNAÐARRÁÐ UNEYTIÐ Almennur fundur þriðjudaginn, 12. september 1989, kl. 20.30, í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.