Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 52
\NÝ VIÐKOMUHÖFN \MMMMH ISKIPADE/LD ISAMBANDSINS lsÍMI 91-698300 f'Ui .m • RONNING KRINGLUNNI/SÍMI (91)685868 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Sambandið og Landsbankinn: Citíbank sagði upp 300 milljóna króna láni SIS Rætt um sölu Regins hf. og eignarhlutar í Sameinuðum verktökum til ríkisins CITIBANK, einn hinna erlendu viðskiptabanka Sambands ísl. sam- vinnufélaga hefur sagt upp 5 milljón dollara Iáni (um 300 milljónir króna), sem Sambandið hefur haft hjá bankanum. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins heíur Sambandið þegar greitt 2 milljónir dollara, eða um 120 milljónir króna, af þeirri skuld. Aðrir helztu viðskiptabank- ar Sambandsins eriendis hafa ekki sagt upp lánum og er ein ástæöa þess, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, samkomulag það, sem undirritað var milli Landsbankans og Sambands ísl. samvinnufélaga sl. fostudag um sölu á eignarhluta Sambandsins í Samvinnubankanum. Einn stærsti lánardrottinn Sam- bandsins erlendis er Hambros-banki í Bretlandi og hefur sá banki ekki sagt upp skuldum Sambandsins. Skuldir Sambandsins þar eru tölu- vert hærri en hjá Citibank. Þessi bandaríski banki mun um skeið hafa lagt áherzlu á að draga úr viðskipt- um við íslenzk fyrirtæki en þau voru töluverð fyrir nokkrum árum. Samkomulag það, sem gert var milli Landsbankans og Sambandsins sl. föstudag og sem samþykkt var í bankaráði Landsbankans sl. sunnu- dag með atkvæðum fulltrúa Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks er í formi minnisblaðs, þar sem ann- ars vegar er tilgreint kaupverð, sem samið hefur verið um, 828 milljónir króna fyrir 52% eignarhluta Sam- bandsins í Samvinnubankanum og hins vegar er tekinn fram áskilnaður og óskir samningsaðila. Af hálfu Landsbankans eru settar fram óskir og áskilnaður í nokkrum töluliðum þar sem m.a. er áskilið, að Sambandið leggi fram nægar tryggingar fyrir skuldum þess við bankann og að bankastjórn Lands- bankans fái í hendur áætlun um fjár- hagslega endurskipulagningu Sam- bandsins og hafi aðgang að upp- gjörum á rekstri með reglulegu milli- bili. Af hálfu Sambandsins eru settar fram óskir um það, hvernig kaup- verð eignarhluta þess í Samvinnu- bankanum greiðist. Þar leggur Sam- bandið til, að 300 milljónir króna komi fram sem lækkun á skuid Sam- bandsins í Samvinnubankanum, 100 milljónir króna gangi til að greiða gjaldfallin lán þess í Landsbankan- um og 125 milljónir verði veittar sem bráðabirgðalán til þess að greiða opinber gjöld Sambandsins í septem- ber. Þá er gert ráð fyrir, að eftir- stöðvar verði greiddar á 3-5 árum. Á minnisblaði þessu er ennfremur sett fram ósk eða áskilnaður af hálfu Sambandsins um að útlán Lands- bankans til Sambandsins verði óbreytt næstu 15 árin miðað við núverandi viðskipti Sambandsins við þessa tvo banka og að Iánafyrir- greiðsla verði ekki skert. Miðað við umsamið kaupverð á eignarhluta Sambandsins er gert ráð fyrir, að Samvinnubankinn allur sé metinn á 1.590 milljónir króna. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins nema skuldir Sambandsins nú við Landsbankann um 1.900 milljónum króna. Að auki hefur Sambandið fyrirgreiðslu til þess að flýta fyrir greiðslum til frystihúsa, sem nemur um 300 milljónum króna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins átti Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS, fyrir skömmu fund með formönnum Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, þar sem hann lýsti m.a. áhyggjum sínum vegna viðskiptastöðu Sam- bandsins hjá erlendum viðskipta- bönkum þess. Á fundi þessum kom til umræðu, að ríkið kaupi Regin hf. af Sambandinu svo og eignarhluta Sambandsins í Sameinuðum verk- tökum. ■ Viðræður bankastjórnar Lands- bankans og Jóns Sigurðssonar, við- skiptaráðherra, um þessi kaup heíj- ast nk. föstudag eða mánudag að sögn viðskiptaráðherra. í samtali við Morgunblaðið í dag segir hann m.a.: „Kaupverðið er hátt miðað við bók- fært eigið fé Samvinnubankans og þess vegna hlýtur það að þarfnast mjög rækilegrar útiistunar hvers vegna bankastjórn Landsbankans hefur lagt það til.“ Sjá bls 50 og 51. Skoðanakönnunfélagsvísindastofiiunar: Sj álfstæðisflokkur feng’i 44% atkvæða Ríkisstjórnin með 25,4% stuðning — Borgaraflokkur fær 1,4% Sjálfstæðisflokkurinn fengi 44% atkvæða ef gengið yrði til alþingis- kosninga nú, samkvæmt niðurstöðum úr skoðanakönnun, sem félags- vísindastoíhun Háskóla Islands gerði fyrir Morgunblaðið í síðustu viku. I könnuninni kemur einnig fram að ríkisstjórnin nýtur stuðnings 25,4% kjósenda en 50,3% eru henni andvígir. Nýi stjórnarflokkurinn, Borgara- flokkurinn, fær 1,4% fylgi í könnuninni, en hún var gerð eftir að ljóst var að flokkurinn færi í stjórn. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fylgi Sjálfstæðisflokksins í könn- uninni er það mesta, sem flokkurinn hefur fengið í könnunum félags: vísindastofnunar á kjörtímabilinu. í síðustu könnun fékk hann fylgi 39,3% þeirra, sem afstöðu tóku. í þingkosningunum 1987 fékk flokk- urinn 27,2% fylgi. Fylgi allra stjórnarflokkanna minnkar frá kosningum, en Alþýðu- bandalagið hefur bætt við sig frá síðustu könnun, sem gerð var í júní. Ef miðað er við þá, sem afstöðu tóku, fær Framsóknarflokkur 17,6% fylgi miðað við 20,3% í síðustu könnun og 18,9% í kosningum. Alþýðuflokk- ur fengi 8,9% en fékk 11,3% í júní og 15,2% í kosningunum. Alþýðu- bandalag fengi 12,6%, hafði 8,6% í síðustu könnun og 13,4% í kosning- unum. Borgaraflokkurinn fengi 1,4%, fékk 1,9% í júní og 10,9% í kosningunum. I niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að andstaða við ríkis- stjómina er mest meðal yngri kjós- enda og þeirra, sem búa í Reykjavík og á Reykjanesi. Umtalsverður mun- ur er á afstöðu höfuðborgarbúa og landsbyggðarmanna til stjórnarinn- ar‘ Sjá miðopnu. Gjöfult eplatré Arnór Karlsson á Akureyri við eplatré, sem í sumar hefúr gefið á milli 25-30 kíló af sætum og góðum eplum. „Ég fékk um 40 epli af betra trénu í fyrrasumar, en þau eru yfir 80 nú, sagði Arnór. Morgunblaðið/Einar Falur Kórónan komin á sinn stað í Landakotskirkju í gær- kvöldi. Kórónunni úr Krists- kirkju skilað GULLHÚÐAÐRI silfúrkór- ónu, sem Jóhannes Páll páfi II blessaði í heimsókn sinni hingað til lands, var stolið af höfði Maríulíkneskis í Landakotskirkju á sunnu- dag. Hún kom í leitirnar um klukkan hálfátta i gærkvöldi þegar fúllorðin kona kom með hana á miðborgarstöð lögreglunnar í Reykjavík. Að sögn lögreglunnar hafði konan verið á gangi í mið- bænum á sunnudagskvöldið þegar drukkinn maður vatt sér að henni og rétti henni kórón- una. Konan vissi í fyrstu ekki hvaða grip hún var með í hönd- unum en þegar hún frétti af þjófnaðinum sneri hún sér til lögreglunnar sem kom henni til skila. Að sögn séra Georgs, prests í kaþólska söfnuðinumí Reykjavík, uppgötvaðist þjófn- aðurinn um klukkan 17.30 á sunnudag. Messu var lokið í kirkjunni um klukkan 15 og var þá kórónan á sínum stað á höfði líkneskisins, á stalli um ' það bil 2 metra frá gólfi. Þegar að var komið lá líkneskið, sem er talið vera frá því fyrir siða- skipti, á gólfi kirkjunnar en kórónan var horfin. Gunnar Hjaltason gullsmiður í Hafnarfirði smíðaði Kórónuna fyrir komu páfa hingað til lands og blessaði páfinn hana við messu hér. Hún er gerð úr silfri en gullhúðuð og prýdd 11 íslenskum steinum. Ekki eru vituð deili á þeim sem stal kór- ónunni af höfði Maríulíkneskis- ins. Boð Stálskips hugsanlega framselt til Patreksfiarðar VEÐHAFAR í togaranum Sigurey samþykktu á fúndi með uppboðs- haldara og bústjóra í gær að taka boði Stálskips hf. í skipið. Lögmað- ur Stálskips segir að fyrirtækið hafí ákveðið að standa við tilboð sitt en hugsanlega verði það framselt Stöpum hf. á Patreksfírði, sem áttu næsthæsta boð, þegar skipið var boðið upp, þann 28. ágúst. Þá bauð Stálskip 257,5 milljónir króna í skipið, en Stapar á Patreksfirði 257 milljónir. Bjarni Ásgeirsson, lögmaður Stál- skips, segir að þar sem Sigurey hafi nú verið slegin fyrirtækinu eigi það ekki annarra kosta völ en að standa við tilboð sitt. Hins vegar sé líklegt að kannaður verði sá möguleiki, að framselja boðið Stöpum, en það sé undir því komið að þeir geti staðið hratt og vel við það og Stálskip muni ekki bera kostnað af því. Bjarni segir að Stálskip hafi ákveðið að standa við boð sitt í skip- ið þar sem fyrirtækið hefði hugsan- lega orðið skaðabótaskylt að öðrum kosti. Því hefði hugsanlega verið gert að greiða mismun á tilboði sínu og því verði sem skipið hefði verið selt á. Aðspurður sagði Sigurður Viggósson, oddviti Patrekshrepps og varaformaður stjórnar Stapa, að vissulega væru 257 milljónir hátt verð, en ekki yrði hjá því litið að það væri markaðsverð á skipi eins og Sigurey. Sjá ennfremur miðopnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.