Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 20
MORGUNBLÁÐIÐ ÞRÍDiJUDAGÚR 12. SEFI'EMBER 1989 20 Fijálslyndi hægri flokkurinn; Borg'araflokkurinn játar vinstri steftiu „FRJÁLSLYNDI hægri flokkurinn fagnar því að Borgaraflokkurinn hefur loks bundið enda á þann blekkingarvef, sem spunninn hefur verið um stuðning flokksins við ríkisstjórn Steingríms Hermannsson- ar til þessa - og íoksins opinberlega viðurkennt vinstri stefhu sína, þrátt fyrir yfirlýsingar forystumanna flokksins uni annað,“ segir í yfírlýsingu sem fyrrverandi flokksbræður borgaraflokksmanna sendu frá sér á sunnudag. „Frjálslyndi hægri flokkurinn harmar hins vegar að Borgara- flokkurinn skuli lengja lífdaga óvinsælustu ríkisstjórnar allra tíma. Ábyrgð flokksins á vinstri skattpíningarstefnu stjórnarinnar er nú ótvíræð. Innganga flokksins í ríkisstjómina mun engu breyta um stefnu hennar," segir í yfirlýs- ingu fijálslyndra hægri manna. Þar segir jafnframt að stofnun Fijálslynda hægri flokksins hafi verið óumflýjanleg. Raunveruleg- ur valkostur til hægri í íslenzkum stjómmálum sé loks staðreynd og nauðsynlegri en nokkm sinni fyrr. „Frjálslyndi hægri flokkurinn mun áfram beijast af fullri hörku gegn ríkisstjóminni og þeirri stefnu ríkissósíalisma og skatt- píningar, sem hún hefur leitt yfir þjóðina. Fijálslyndi hægri flokkur- inn krefst þess að ríkisstjómin fari frá nú þegar og boðað verði til kosninga. Brýna nauðsyn ber til að til valda komist fijálslynd hægri stjórn, sem létt geti af al- menningi og atvinnufyrirtækjum sívaxandi oki ríkisafskipta,“ segja fijálslyndir hægri menn. Morgunblaðið/Þorkell Forseti íslands ásamt ríkissljórn Steingríms Hermannssonar eftir inngöngu Borgaraflokksins. Frá vinstri: Svavar Gestsson menntamálaráðherra, Óli Þ. Guðbjartsson dóms- og kirkjumálaráðherra, Júlíus Sólnes ráðherra Hagstofu íslands, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, forseti Islands frú Vigdís Finnbogadóttir, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson Qármála- ------------------- ráðherra, Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Halldór Ásgrimsson sjávarútvegsráðherra og Steingrímur Sigfússon samgöngu- og landbúnaðarráðherra. Nýtt ráðuneyti Steingríms Hermannssonar tekið við völdum: Fleírí flokkar hafa ekki átt aðild að ríkisstjóm NÝTT ráðuneyti Steingríms Hermannssonar tók við völdum á sunnu- dag. Klukkan ellefú gekk Steingrimur á fúnd forseta Islands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Að þvi loknu var haldinn siðasti fúndur rikisráðs. Klukkan eitt síðdeg- is var boðað til annars ríkisráðsfúndar, þar sem ráðherrar Borgara- flokksins, Óli Þ. Guðbjartsson og Július Sólnes, bættust i hópinn. Fleiri flokkar hafa ekki áður átt aðild að ríkissljóm hér á landi. Þeir era nú fimm ef Samtök um jafnrétti og félagshyggju teljast með stjórnar- flokkunum, Framsóknarflokki, Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Borg- araflokki. Óli Þ. Guðbjartsson dóms- og kirkjumálaráðherra sezt í skrif- stofústólinn. Að ríkisráðsfundinum loknum fóru nýju ráðherramir og tóku við lykla- völdum á skrifstofum sínum. Halldór Ásgrímsson lét lyklana að dómsmála- ráðuneytinu af hendi viij) Óla Þ. Guð- bjartsson og Steingrímur Hermanns- son afhenti Júlíusi Sólnes lykla að skrifstofu hagstofuráðherra í gamla Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu. Júlíus hefur þar eina hæð út af fyrir sig enn sem komið er, en um áramót á hann að taka við embætti um- hverfisráðherra og nýtt umhverfis- ráðuneyti að flytja inn í skrifstofur í kring um hann. Þetta er í fyrsta sinn, sem Hagstofan hefur sérstakan ráðherra, en hún telst sérstakt ráðu- neyti, sem heyrir undir eðlilegum kringumstæðum undir forsætisráð- herra. Hagstofan er til húsa í Al- þýðuhúsigu við Hverfisgötu. Óli Þ. Guðbjartsson dóms- og kirkjumálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að hann ætti ekki von á stefnubreytingu í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Hann myndi byija á því að kynnast starfsfólki og viðfangsefnum ráðuneytisins. Hann sæi fram á að störf sín myndu ein- kennast af því, að samdráttur væri í hagkerfinu á sama tíma og verk- efni ráðuneytisins væru að aukast. Til þess að ná endum saman farsæl- lega þyrfti að leiða marga hópa til samstarfs og hann vonaði að hann gæti þar lagt sitt lóð á vogarskálarn- ar. Júlíus Sólnes, ráðherra Hagstof- Júlíus Sólnes, ráðherra Hagstofúnnar, á skrifstofú sinni. unnar, sagðist ekki heldur eiga von á stefnubreytingu hjá ráðuneyti sínu. Hann myndi fyrst og fremst verða í góðu sambandi við Hagstofuna, enda hefði hann áður átt við hana gott samstarf og leitað þar upplýsinga. Júlíus sagðist hlakka til að takast á við þijú stórverkefni, sem biðu hans. Aðallega myndi hann einbeita sér að uppstokkun stjórnarráðsins og mótun atvinnustefnu, en hann væri einnig að gera sér ljóst að starf sam- starfsráðherra Norðurlanda væri viðameira en hann hefði haldið. Kæmi það meðal annars til af því að íslendingar færu nú með forystu í norrænu ráðherranefndinni. „Eg var að fá fundalistann og sé að ég þarf að fara á fund í Kaupmanna- höfn strax á föstudaginn," sagði Júlíus. Viðbót við máleftiasamning ríkisstjórnarinnar: Gengið verði skráð með tilliti til afkomu útflutningsgreina MEÐ inngöngu Borgaraflokksins í ríkisstjórnina hefúr verið gerð viðbót við stjórnarsáttmála ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar frá síðasta hausti. Þar segir meðal annars að sljórain muni fylgja framsækinni atvinnustefnu, sérstök áherzla verði lögð á tæknifram- farir og æskilega byggðaþróun. Gengi krónunnar verði skráð með tilliti til rekstrarafkomu útflutnings- og samkeppnisgreina og með hliðsjón af viðskiptajöfnuði við útlönd. Þá á að huga að fiutningi ríkisstofnana út á land. í plaggi ríkisstjómarinnar segir að hún muni leggja áherzlu á að lækka framfærslukostnað heimil- anna, meðal annars með eftir- greindum aðgerðum: Gera reglulegar samanburðarat- huganir á verði algengra neyzlu- vara hér á landi og í nálægum lönd- um og birta almenningi niðurstöð- ur. Stuðla að hagkvæmari innflutn- ingsverzlun og kanna leiðir til að lækka verð á innfluttri neyzluvöru. Endurskoða verðmyndun á orku með það að markmiði að jafna orkuverð og efla innlendan orkubú- skap. Virðisaukaskattur verði í tveim- ur þrepum, en á smásölustigi verði þó aðeins eitt skatthlutfall. í lægra skattþrepi verði mjólk, kjöt, fískur og innlent grænmeti og önnur mik- ilvæg matvæli sem tæknilega er unnt að lækka með fyrirhugaðri framkvæmd, enda leyfi svigrúm fjárlaga það. Með þessu móti sé stefnt að því að lækka verð á nauð- synlegustu innlendum matvælum, og verði niðurgreiðslum hagað í samræmi við það. Við endurskoðun og framkvæmd búvörusamnings verði markmiðið að framleiðslan lagi sig að inn- lendri eftirspurn og verð land- búnaðarafurða lækki, m.a. með betri nýtingu þeirra fjármuna, sem varið er til landbúnaðarmála. Athuga vandlega hvemig nota megi húsaleigubætur eða styrki til að bæta stöðu hina lakast settu og jafna aðstöðu þeirra, sem búa í eigin húsnæði og leiguhúsnæði. Auka sparnað og lækka vexti Ríkisstjómin vill auka sparnað og lækka vexti og fjármagnskostn- að. í viðbót við stjómarsáttmálann segir að áherzla verði lögð á að auka eiginfjármyndun fyrirtækja og viðskipti með hlutabréf og að endurskoða skipulag fjárfestingar- lánasjóða. Meðal annars á að leggja áherzlu á eftirfarandi: íslenzkur fjármagnsmarkaður verði lagaður að breyttum aðstæð- um í Evrópu, meðal annars með því að rýmka heimildir innlendra aðila til að eiga viðskipti við er- lenda banka án ríkisábyrgðar, og njóta fjármagnsþjónustu þannig að innlendar lánastofnanir fái aðhald. í plaggi stjómarinnar segir að markmið þessarar aðlögunar sé að Iækka fjármagnskostnað fjöl- skyldna og fyrirtækja, „enda verð- ur þess vandlega gætt að ekki skapist óstöðugleiki á innlendum fjármagns og gjaldeyrismörkuð- um.“ Ríkisstjórnin stefnir að því að afnema innlendar vísitöluviðmiðan- ir á lánum eins fljótt og unnt er, en ekki fyrr en árshraði verðbólg- unnar verði innan við 10% á hálfs árs tímabili. Vísitölutenging fjár- skuldbindinga til langs tíma verði athuguð sérstaklega og þess gætt, að markaðsstaða spariskírteina ríkissjóðs veikist ekki. Áfram verði heimilt að gengistryggja lánssamn- inga. Dregið verði úr ábyrgð ríkisins á fjárfestingarlánasjóðum, þeim fækkað og þeir ekki bundnir ákveðnum atvinnugreinum. Kann- að verði hvort bankakerfið geti í auknum mæli yfirtekið starfsemi sjóðanna. Fjölskyldur í kröggum vegna húsnæðiskaupa á að aðstoða með skuldbreytingum í bönkum og sparisjóðum og hjá Húsnæðisstofn- un ríkisins. Einn liðurinn í stefnu stjórnar- innar til að auka sparnað og lækka vexti er að skattlagning fjármagns- tekna, eignatekna og launatekna verði samræmd, með öðrum orðum að raunvextir verði skattlagðir. Vaxtatekjur af almennum spari- sjóðsbókum og sambærilegum reikningum verði þó undanþegnar skattheimtu. Hæsta þrep eigna- skatts á að lækka samhliða þessum breytingum og athuga á tekjuteng- ingu eignaskatta. Kanna á leiðir til að örva við- skipti með hlutabréf. Með sköttum verði tímabundið stuðlað að fjár- festingu í hlutafé og kannað með hvaða hætti megi auka eiginfjár- myndun í atvinnulífinu. Verðlagsstofnun verður falið að birta reglulega niðurstöður kann- ana á fjármagnskostnaði í afborg- unarviðskiptum og af öðrum neyt- endalánum. Umhverfisráðuneyti og uppstokkun stjórnarráðs Stjómin leggur áherzlu á að koma yfirstjórn umhverfismála í viðunandi horf á kjörtímabilinu og hyggst í því skyni koma á um- hverfismálaráðuneyti fyrir áramót. Þá eru stjórnarflokkamir sammála um að leggja fyrir Alþingi svo fljótt sem unnt er frumvarp um breyting- ar á stjórnarráðinu, sem geri ráð fyrir að fækka ráðuneytum í 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.