Morgunblaðið - 12.09.1989, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1989
25
Skipskaðinn á Dóná:
Talið að hátt í 160
menn hafi týnt lífí
Vín. Reuter.
ALLT að 160 menn eru taldir hafa drukknað eða slasast þegar rúm-
enska farþegaskipið Mogoshoaja sökk á Dóná á sunnudag eftir árekst-
ur við dráttarbát. Romania Libera (Fijáls Rúmenía), hið opinbera
málgagn rúmenskra sljórnvalda, greindi frá slysinu í gær en gat þess
ekki hve margir hefðu farist eða slasast. Blaðið sagði að 18 manns af
• 179 um borð í skipinu hefðu bjargast og að björgunaraðgerðum yrði
haldið áfram.
Rúmenska samgöngumálaráðu-
neytið skýrði embættismönnum í
vestrænu sendiráði í Búkarest frá
því að engir útlendingar hefðu verið
á meðal 169 farþega og 10 manna
áhafnar skipsins. Skipið sökk eftir
árekstur við búlgarska dráttarbátinn
Peter Karaminchev, sem var með
hlaðna flutningapramma í eftirdragi.
Atvikið varð snemma morguns
skammt frá borginni Galati, um 200
km norðaustur af Búkarest í slæmu
skyggni, að sögn búlgörsku ríkis-
fréttastofunnar BTA. Fréttastofan
sagði að slys hefðu orðið á mönnum
en gaf ekki upp tölu látinna. Að sögn
rúmensku ríkisfréttastofunnar Ager-
press, vinnur stjórnskipuð nefnd að
rannsókn slyssins.
Reagan á batavegi
Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, er nú sem óðast'að
jafria sig eftir aðgerð, sem fólst í því, að hleypt var út vatni,
sem safhast hafði við heila. Var það rakið til slyss, sem hann
varð fyrir þegar hann féll af hestbaki. Hér eru þau hjónin,
Reagan og Nancy, að blaða í gegnum póstinn, sem barst á
sjúkrahúsið, skeyti og kort frá stuðningsmönnum og vinum með
ósk um góðan bata.
Eystrasaltsríkin:
Stefnt að ein-
um markaði
Moskvu. Reuter.
SOVÉSKU Eystrasaltsríkin Lett-
Iand, Eistland og Litháen hafa
ákveðið að stofna með sér efha-
hagsbandalag með það fyrir aug-
um að koma á sameiginlegum
markaði 1993.
Ákvörðun um samstarf í efna-
hagsmálum Eystrasaltsríkjanna var
tekin á fundi háttsettra embættis-
manna ríkjanna þriggja og leiðtoga
Þjóðfylkingar í Panevezys í Litháen
sl. föstudagskvöld.
Sjá „Míkhaíl Gorbatsjov hefúr
sex til tólf mánuði til stefhu“
á bls. 24???
Sovéski umbótasinninn Boris Jeltsín í Bandaríkjunum:
Míkhaíl Gorbatsjov hefur
sex til tólf mánuði tíl stefiiu
Sovétleiðtoginn gagnrýnir harðlínukommúnista og umbótasinna
New York, Moskvu. Reutcr.
SOVÉSKI umbótasinninn Boris Jeltsín sagði í sjónvarpsviðtali í Banda-
ríkjunum í gær að stefha Míkhaíls S. Gorbatsjovs, leiðtoga sovéska
kommúnistaflokksins, yrði að skila raunverulegum árangri á næstu sex
til 12 mánuðum því ella yrði Gorbatsjov steypt af stóli í „byltingu að
neðan“. Gorbatsjov veittist bæði að harðlínumönnum og róttækum
umbótasinnum í sjónvarpsávarpi er hann flutti á laugardag en þá sneri
hann aftur til Moskvu úr mánaðarlöngu sumarleyfi. Þann sama dag
skýrði útvarpið í Moskvu frá ummælum Jegors Lígatsjovs, helsta leið-
toga sovéskra harðlínukommúnista, þess eftiis að Sovétríkin kynnu að
liðast í sundur vegna sívaxandi þjóðemisólgu í hinum ýmsu lýðveldum
landsins.
Boris Jeltsín sagði í viðtali í morg-
unþætti bandarísku sjónvarpsstöðv-
arinnar ABC að gera mætti ráð fyr-
ir gífurlegum erfiðleikum á flestum
sviðum sovésks samfélags skilaði
umbótastefna Gorbatsjovs ekki ár-
angri. Sagði Jeltsín að á endanum
yrði gerð „bylting að neðan“. Kvaðst
hann telja að Gorbatsjov hefði sex
til tólf mánuði til að sýna fram á að
umbótastefnan gæti bætt kjör alþýðu
manna. Jeltsín kvaðst m.a. ætla að
ræða þessi málefni á fundum með
bandarískum ráðamönnum. Heim-
sókn Jeltsíns hófst á laugardag en
hann mun að líkindum dveljast í tíu
daga í Bandaríkjunum og hitta fræði-
menn og áhrifamikla menn í við-
skiptaheiminum að máli.
Míkhaíl Gorbatsjov þótti fullur
sjálfstrausts er hann ávarpaði sov-
ésku þjóðina í sjónvarpi á laugardag
en þá sneri hann aftur til Moskvu
eftir mánaðarlangt sumarleyfi. Gorb-
atsjov hvatti embættismenn til að
fylkja liði um umbótastefnuna og
sagði að Kommúnistaflokkur Sov-
étríkjanna gæti náð fram breytingum
á hinum ýmsu sviðum sovésks sam-
félags en þróun mála í Sovétríkjunum
síðustu mánuðina þykir hafa dregið
mjög úr raunverulegum áhrifum
flokksins. Umbótasinnuð öfl í flokkn-
um þýrftu að stilla saman strengi
sína „sem aldrei fyrr“, varpa þyrfti
úreltum kennisetningum fyrir róða
og flokksmönnum bæri að stilla sér
upp við hlið alþýðunnar.
Gorbatsjov sakaði bæði harðlínu-
kommúnista og umbótasinna um að
hafa grafið undan umbótastefnunni
og kvað helstu talsmenn beggja fylk-
inga hafa ýtt undir ótta meðal al-
þýðu manna með gáleysislegum yfir-
lýsingum. Rætt hefði verið um að
allsheijar upplausnarástand væri yf-
irvofandi og að valdarán og jafnvel
borgarastytjöld væri í vændum. Virt-
ist sem þessum orðum Gorbatsjovs
væri ekki síst beint til harðlínu-
mannsins Jegors Lígatsjovs sem lýsti
yfír því á laugardag að vaxandi þjóð-
ernishyggja gæti leitt til þess að
Sovétríkin liðuðust í sundur. I síðustu
viku hvatti Lígatsjov til þess að grip-
ið yrði til aðgerða til að binda enda
á þessa þróun.
Að undanförnu hafa fjölmiðlar í
Sovétríkjunum mjög beint spjótum
sínum að fjöldahreyfingum í Eystra-
saltsríkjunum. Um síðustu helgi var
sambærileg hreyfing stofnuð í Úkr-
aínu-lýðveldinu. Á stofnfundi sam-
takanna var þess krafist að íbúum
Úkraínu yrði fengin sjálfsstjórn á
vettvangi efnahagsmála en talsmenn
hreyfingarinnar lögðu áherslu á að
þeir væru reiðubúnir til að starfa
með umbótasinnum innan kommúni-
staflokksins.
Móðir Teresa
á batavegi
Kalkútta. DPA.
RAJIV Gandhi, forsætisráð-
herra Indlands og kona hans
Sonia, heimsóttu Móður Ter-
esu, sem gekkst undir hjarta-
aðgerð á sjúkrahúsi í
Kalkúkka á Indlandi sl. laug-
ardag.
Gangráður var tengdur
hjarta Móður Teresu, hinnar
79 ára rómversk kaþólsku
nunnu, sem hlaut friðarverð-
laun Nóbels fyrir áratug fyrir
líknarstarf í fátækrahverfum
Kalkútta.
Læknar sögðu að Móðir Ter-
esa væri á batavegi. Hjartslátt-
ur væri eðlilegur, hún hefði
ekki lengur hita og líkami henn-
ar hafnaði ekki lengur lyfjum.
Jóhannes Páll páfi annar
sendi Móður Teresu heillaóska-
skeyti og sagðist biðja stöðugt
fyrir því að hún kæmist aftur
til fullrar heilsu. Hún fékk
hjartaáfall sl. föstudag.
Bretland:
Otti kvenna við
ofbeldi kannaður
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins.
EIN AF hveijum tíu konum í Bretlandi vopnast til að veijast kynferðis-
árásum að því er fram kemur í könnun, sem birt var á mánudag. í
könnuninni voru 1.000 konur spurðar um viðbrögð sín og afstöðu til
ofbeldis og ótta við það. Af þeim konum sem bera einhverskonar vopn,
hafði fjórðungur vasahníf. Önnur vinsæl vopn voru nálar, lyklar og
hárlakksbrúsar.
Konur, sem búa í borgum, eru
tvöfalt líklegri til að vera vopnaðar,
en þær, sem búa í stijálbýli. Minna
en fjórðungur aðspurðra sagði að
öruggt væri að ferðast í neðanjarðar-
lestum um miðjan dag og aðeins 1%
taldi það öruggt á kvöldin.
í könnuninni kemur einnig fram
að ein af hveijum tíu konum hafði
orðið fyrir kynferðisárás á síðasta
ári, 2% var nauðgað, 3% var reynt
að nauðga og 5% höfðu orðið fyrir
annars konar kynferðisárásum. Lítið
brot þeirra tilkynnti árásirnar til lög-
reglunnar. Nærri helmingur kvenn-
anna hafði verið snertur eða klipinn
og nærri ein af hveijum tíu hafði
orðið vitni að ósiðlegu athæfi á al-
mannafæri.
Nærri allar konurnar töldu það
móðgun að klípa í rass og átta af
hveijum tíu töldu það óviðeigandi að
góna á konur. 3% kunnu vel við að
láta flauta á eftir sér en 25% töldu
það móðgandi.
Meira en níu af hveijum tíu höfðu
áhyggjur af því að fara gangandi út
á kvöldin. Einungis ein af hveijum
tíu var reiðubúin að taka þá áhættu
að ganga heim að kvöldi til. Langf-
lestar þeirra óttuðust neðanjarðar-
stöðvar, strætisvagnastöðvar, stræt-
isvagna, göngustíga og leigubíla-
stöðvar að kvöldi til. Um 40% þeirra
sögðust uggandi um að sækja kvöld-
námskeið.
Helmingur kvennanna sögðust
myndu forðast að fara einar í frí til
útlanda og ein af hveijum þremur
sagði það sama um Bretland.
Þtjár af hveijum fjórum töldu
dóma yfir kynferðisglæpamönnum
of væga og vildu loka þá inni í að
minnsta kosti fimm ár.
Margar töldu að fréttir af ofbeldis-
verkum á konum ykju á óttann. 36%
sögðust verða uggandi um sig er þær
læsu um árás á konu.
. L istasafn Sigurjóns Ólafssonar ireyttan opnunartfma - 31. maí verður safnið opið 14-17 og öll þriðjudagskvöld íýning Kristjáns Davíðssonar ramlengd til 1. okt. nk.
auglýsirt —- Frá 1. sept. um helgar kl kl. 20-22. S hefur verið f
Því ekki að taka lífið létt
og skella sér í dans?
REYKJA VI
STEPp
B
OQo . o
TiíS'r'
*ns*rni,
Kennslustaðir:
KR, Frostaskjóli,
laugardaga fyrir
alla aldurshópa,
Kramhúsiö,
Sundlaugavegi 34,
og Þróttheimar.
Þjáltun ífrir
keppnlsúmsa op mkmúlB.Í
Innritun i sima 611997 ffrá kl. 10-19