Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLÁÐIÐ BKIÐJUDAGUK 12. ÖEPTÉMBER 1989 „ Hvcrnipgeturéu ee.tla£>t tuLcá ég myndi' eft'ir afmaeDsdegmam þmum Bg \Axr bayzc árscjamall." Ást er... ... að hugsa það sama. TM Roq U.S. Pat Off.—all rights reserved • 1989 Los Angetes Times Syndicate Náðu í lækni fyrir mót- stöðumanninn. Hann þarfhast róandi lyQa ... Með morgunkaffínu Ég sagði þér strax að flóttatilraunir er enginn barnaleikur... HÖGNI HREKKVlSI Hugleiðing um hreindýr Til Velvakanda. Víða í dölum og fjöllum Aust- fjarða hafast villtar ferfættar jurtaætur við. Málleysingjar eru afar fráir á fæti og skokka oft langar leiðir um sumartímann. En á vetrum, þegar mjöllin hylur landið og ótíð varir lengi, leita þeir gjarnan til byggða í ætisleit og spekjast þar nokkuð. Hvenær ætli skynleysingjar þessir hafi fyrst birst á vorri grund? Forvitni mn var vakin og fór ég því á stjá að kanna málið. I ljós kom, í örstuttu máli, að fyrstu dýrin voru flutt inn til lands- ins á seinni hluta átjándu aldar. Ein af fjölmörgum rökum er færð voru fyrir innflutningi dýranna var að reyna átti hvort þessi harð- gerðu dýr gætu ekki orðið lands- mönnum notadijúg í erfíðu ár- ferði. Árið 1771 komu svo 13 hreindýr til Vestmannaeyja að undirlagi Ólafs amtmanns Step- ánssonar, dóu 10 úr vesöld vetur- inn eftir, en þijú lifðu. Um afdrif þeirra er ekki vitað. Sumarið 1787 komu á Vopna- fjörð 35 hreindýr sem voru send til Hofsóss, en náðu þar ei höfn sökum ísa. Þetta var síðasti hópur- inn er fluttur var hingað. En frá þessum dýrum og e.t.v. þeim sem sett voru á land við Eyjaijörð 1784, eru komin hreindýr þau er hafast við á öræfum Múlasýslnaí dag. I fyrra voru 1.514 hreindýr tal- in á íslandi. Álit manna er samt að stofninn sé talsvert stærri, eða 3.000 skepnur. Menntamálaráðu- neytið (hreindýr heyra undir það) heimilaði veiðar á 353 dýrum í ár. Kvótanum er skipt niður á 29 hreppa og 3 kaupstaða þar eystra, frá 2 dýrum upp í 35. Andvirði felldra kvikinda greiðist í reikning hlutaðeigandi sveitasjóðs en hver hreppsnefnd (bæjarstjórn) skiptir fénu innan síns svæðis. Þá er ætlast til að hreppsnefndinar greiði fyrst og fremst þeim bænd- um, er fyrir mestum ágangi verða af dýrunum á beitilönd sín, arð af veiðunum. Óheimild er að selja slík veiðileyfi. Einnig njóta einhver austfirsk félagasamtök góðs af fengnum. Og vel að merkja: sænski kógurinn fékk rétt til að skjóta 10 dýr. Hans hátign fang- aði raunar aðeins 6. Ástæða ókunn, nema ef vera skildi að konunglegur fótakuldi hafi haml- að. Konráð Friðfinnsson Hvað heitir fólkið? Velvakandi góður. Meðfylgjandi mynd kom í leit- irnar hjá mér þegar gluggað var í gamlar hirslur. Hún er tekin af Bimi Pálssyni, ljósmyndara á Isafirði, trúlega snemma á þessari öld. Mig langar til að fræðast um hvaða fólk það er sem myndin sýnir. Hugsipilega þekkja gamlir Isfirðingar deili á fólkinu - og senda Velvakanda lausnina. Með fyrirfram þakklæti! ísfirðingur Víkverji essar línur voru ritaðar u.þ.b., þegar kjörstaðir voru að opna í Noregi í gærmorgun , svo að úrslit kosninganna þar, sem væntanlega blasa við lesendum á forsíðu blaðs- ins, voru Víkveija ekki kunn. Hins vegar vildi svo til, að Víkveiji var staddur í Noregi fyrir rúmum þremur árum, þegar þáverandi ríkisstjóm borgaraflokkanna var að falla og Gro Harlem Brundtland að taka við. Þá voru stuðningsmenn borgaraflokk- anna kampakátir og fullyrtu, að ríkis- stjóm Verkamannaflokksins mundi falla þá um haustið Tal þeirra þá minnti Víkvetja á afstöðu margra Sjálfstæðismanna sumarið 1971, þegar vinstri sljóm Ólafs Jóhannessonar var mynduð. Þá trúðu Sjálfstæðismenn því, sem mundu vinstri stjómina 1956-1958, að vinstri stjóm Ólafs mundi falla að nokkrum mánuðum liðnum. Þá sagði lífsreyndur stjómmálamaður, Ingólfur heitinn Jónsson, að menn skyldu varast slíkt tal, það væm miklir hagsmunir, sem héldu ríkis- stjóm saman, þegar hún væri á ann- að borð orðin til. Þetta reyndist rétt. Frammi fyrir þessum sannindum skrifar hafa stuðningsmenn borgaraflokk- anna í Noregi staðið síðustu þijú árin. Gro Harlem Bmndtland hefur orðið lífseigari sem forsætisráðherra, en þeir áttu von á og jafnvel hið merka dagblað Financial .Times, sem er ekki þekkt af stuðningi við jafnað- armenn telur, að hún hafi unnið meiriháttar afrek við stjóm efna- hagsmála í Noregi. Það getur verið gagnlegt fyrir áhugamenn um stjómmál að hafa þetta í huga hér! xxx Það er óneitanlega dálítið sér- kennilegt, hvað mörgum göml- um Sjálfstæðismönnum hefur tekizt að ná sér í ráðherrastól á þessum áratug með því að yfirgefa flokk sinn í skemmri eða lengri tíma. Ólíklegt er, að Friðjón Þórðarson hefði við eðlilegar aðstæður átt kost á ráð- herrastól, en hann varð dómsmála- ráðherra í ríkisstjóm Gunnars Thor- oddsens. Sennilega hefði Pálmi Jóns- son komizt nær því - og þó. Hann varð landbúnaðarráðherra í ríkis- stjóm Gunnars. Óli Þ. Guðbjartsson starfaði í áratugi í Sjálfstæðisflokkn- um en vonir hans um þingmennsku brustu, þegar Þorsteinn Pálsson kom til sögunnar í Suðurlandskjördæmi. ÓIi yfirgaf Sjálfstasðisflokkinn og nú er hann orðinn ráðherra. Júlíus Sól- nes leitaði hvað eftir annað eftir þing- framboði á vegum Sjálfstæðisflokks- ins áður en hann yfirgaf flokkinn. Nú er hann orðinn ráðherra. Það mætti ætla, að leiðin fyrir metnaðar- fulla Sjálfstæðismenn upp í ráðherra- stól sé sú, að yfirgefa flokkinn! xxx Annars hafa svo margir einstakl- if.gar orðið ráðherrar á íslandi frá því, að Ólafur Jóhannesson mynd- aði ríkisstjórn sína sumarið 1971,- að það getur varla lengur talizt nokkuð merkilegt að verða ráðherra. Hveijir muna hvaða menn það eru, sem hafa verið ráðherrar á þessum síðustu 18 árum?! Það er helzt, að menn taki eftir þessu, ef svo ólíklega vill til, að einhver ráðherra standi sig sæmilega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.