Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 29
caei HyHMariae .si flUOÁquunn'i oiö/uiuKuofiot/ ks- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1989 29 Færeyjar; Sigxirður Hallmai’sson sviðsetur „Síldin kemur og síldin fer“ Húsavík. SIGURÐUR Hallmarsson, fyrr- verandi skólasfjóri á Húsavík, er nýfárinn til Færeyja til að svið- setja sjónleikinn „Síldin kemur og síldin fer“ hjá Leikfélagi Klakksvíkur í Færeyjum. „Síldin kemur og síldin fer“ er eftir systurnar Iðunni og Kristínu Steinsdætur og var fyrst sýnt á Húsavík 1986 og síðar í Reykjavík og víðar um landið, ávallt við mjög góðar viðtökur. Nú hefur það verið þýtt á færeysku og hyggst Sigurður nota eitthvað af þeim sönglögum, sem Færeyingar sungu á sínum síldarárum. Sigurður er vel kunnugur leikrit- inu, því þá það var frumsýnt hér á Húsavík lék hann yfirvaldið á skörulegan og eftirminnilegan hátt. Leiklistarferill Sigurðar Hallmars- sonar er litríkur, hann hefur leikið fjölda hlutverka, stýrt mörgum leik- sýningum og leikið í kvikmyndum við góðan orðstír. - Fréttaritari Sigurður Hallmarsson er nýfar- inn til Færeyja til að sviðsetja sjónleikinn „Síldin kemur og síldin fer“ hjá Leikfélagi Klakks- víkur. N ámsgagnast ofnun vill nýtt húsnæði -Neftid stingur upp á húsi Fálkans við Suðurlandsbraut NEFND sem skipuð var til að gera tillögur um endurbætur á starfi Námsgagnastoftiunnar segir í greinargerð sinni, að nauðsyn- legt sé að Námsgagnstofnun fái hentugt húsnæði sem rúmi alla starfsemi stoftiunarinnar og gefi jafn framt möguleika á eðlilegri þróun og hagræðingu í starfsem- inni. Nefndin bendir á að húsnæði Ásgeir Guðmundsson forstjóri Námsgagnastofnunnar sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að sér virtist allt benda til þess að hagkvæmasta lausnin væri að ,losa stofnunina úr Víðishúsinu og koma starfseminni fyrir á einum stað. „Fyrir liggur að gera breytingar á inngangi hússins og þær breytingur munu skerða mjög aðstöðu okkar í kennslumiðstöðinni lagsstjóri Ríkisins fékk aðstöðu á hálfri þriðju hæðinni og Skattarann- sóknarstjóri á hálfri fimmtu hæð- inni. Um það bil tvær hæðir standa því enn ónotaðar. Ásgeir sagði enn fremur að Fjármálaráðuneytinu væri ætluð þriðja hæðin samkvæmt sam- komulagi við Menntamálaráðuneytið og Ríkisskattstjóri er einnig inni í myndinni að sögn Ásgeirs. N eytendasamtök- in mótmæla verð- hækkunarskriðu „Neytendasamtökin mótmæla þeirri verðhækkunarskriðu, sem nú gengur yfir. Ljóst er að þessar hækkanir eru ekki í neinu samræmi við launaþróun í landinu og nauðsynjavörur, sem seldar hafa verið á mjög háu verði hér á landi, í saman- burði við nágrannalönd okkar, hækka nú enn. Um leið og sam- tökin kreQast verðlækkunar á þeirri vöru og þjónustu sem hækkaði um síðustu mánaða- mót, vara þau yfirvöld alvarlega við hækkunum á kjöti nú um miðjan mánuðinn, en samkvæmt fréttum í fjölmiðlum á að hækka kjötvörur enn meira en mjólkur- vörumar," segir í fréttatilkynn- ingu frá Neytendasamtökunum. Ennfremur segir: „Neytenda- samtökin minna á að á nýlegum aðalfundi Stéttarsambands bænda var fjallað um hátt verðlag á land- búnaðarafurðum og um leiðir til að lækka verð á þeim. Það telst ekki trúverðugt hjá bændasamtök- unum ef fyrsta aðgerð eftir þennan fund er stórhækkað verð á þessari nauðsynjavöru. Ljóst er að verð á þessum vörum er orðið það hátt að stór hluti neytenda mun einfald- lega hætta neyslu þeirra ef þeir hafa ekki gert það nú þegar.“ Að lokum ítreka Neytendasam- tökin þá kröfu sína að framleiðslu- og verðlagningarkerfi landbúnað- arins verði tekið til gagngerðar endurskoðunar. Dönsk orða- bók komin út Komin er út ný dönsk-íslensk og íslensk-dönsk orðabók með 15.000 uppsláttarorðum á hvoru tungumáli. Orðabókaútgáfan gefur bókina út, en Sigurlín Sveinbjarnardóttir og Svanhildur Edda Þórðardóttir hafa ritstýrt. í inngangi segir m.a.: „Þessari orðabók er ætlað að ná yfir öll al- geng orð og orðasambönd í dönsku nútímamáli og byggist orðaval mjög á tíðni orðanna. Einnig er haft í huga orðfæri sem gæti komið fyrir í eldra máli og fagurbókmenntum. Þar sem merkingarmunur kemur fyrir í þýðingu eru útskýringar tak- markaðar við 3 íslensk orð, reglan er þó brotin ef orðið felur í sér marg- ar mismunandi merkingar á íslensku. Að sjálfsögðu eru mjög litlar uplýs- ingar um notkun orðanna í setning- um. Fátt er um einstakar beygingar óreglulegra sagna. Við fjölmörg dönsk lýsingarorð eru til samsvar- andi atviksorð. Þau eru yfirleitt ekki tekin með, þar sem auðvelt er að mynda atviksorðin með því að bæta við endingunni -lega“. Bókin er 887 blaðsíður að stærð. Fálkans h.f. að Suðurlandsbraut 8 sé nú til sölu og það virðist upp- fylla allar þær kröfúr sem starf- semi stoftiunarinnar gerir til hús- næðis. Leggur nefiidin til að þessi kostur verði athugaður til hlýtar. Námsgagnastofhun er nú á tveim- ur hæðum af fimm í gamla Víðis- húsinu að Laugarvegi 166 og er auk þess með lagerhúsnæði í Brautarholti. Svavar Gestsson menntamálaráðherra segir ' að margar leiðir hafi verið og verði athugaðar til að leysa vanda Námsgagnastofiiunnar, en engin ákvörðun hafi verið tekin um húsakaup. og versluninni sem eru á fyrstu hæð. Á annarri hæð erum við með bráða- birgðaaðstöðu eftir að húsnæði stofnunnarinnar í Tjarnargötu var selt. Þar bíða miklar endurbætur og vinna og til að ljúka þeim þyrfti að setja stofnunina út í 5 til 6 mánuði og það yrði erfítt og dýrt í fram- kvæmd. Þá er lagerhúsnæði okkar í Brautarholti bæði slæmt og óhag- kvæmt og þarf mikillar lagfæringar við, “ sagði Ásgeir. Ríkið keypti Víðishúsið um áramót 1977 til 78 og að sögn Ásgeirs Guð- mundssonar hafa þtjár efstu hæðirn- ar síðan staðið meira og minna auð- ar allt þar til á síðasta ári, að Skipu- Fiskverð á uppboðsmörkuðum 11. september. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Méðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 62,00 52,00 56,03 8,384 469.763 Ýsa 95,00 38,00 80,25 16,057 1.288.510 Karfi 15,00 15,00 15,00 0,307 4.605 Ufsi 20,00 20,00 20,00 0,258 5.150 Steinbítur 38,00 38,00 38,00 0,041 1.558 Langa 34,00 34,00 34,00 0,593 20.162 Lúða 295,00 175,00 221,63 2,037 451.345 Koli 63,00 35,00 36,14 2,231 80.634 Kolaflök 140,00 140,00 140,00 0,045 6.300 Kinnar 84,00 83,00 83,80 0,055 4.609 Gellur 250,00 250,00 250,00 0,030 7.500 Samtals 77,89 30,060 2.341.401 í dag verða meðal annars seld 25 tonn af þorski, 3 tonn af ýsu, 2,5 tonn af steinbít og 1 tonn af löngu úr Stakkavík AR. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 61,00 44,00 56,36 25,298 1.425.733 Þorsk(1 .-2.n) 48,00 45,00 47,22 1,593 75.219 Þorsk(smár) 15,00 15,00 15,00 0,086 1.290 Ýsa 110,00 80,00 94,01 14,771 1.388.550 Ýsa(umál) 15,00 15,00 15,00 0,092 1.380 Karfi 30,00 28,00 28,25 25,424 718.131 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,188 2.820 Ufsi(umál) 15,00 15,00 15,00 0,560 8.400 Steinbítur 58,00 40,00 42,90 0,093 3.,990 Langa 34,00 34,00 34,00 0,099 3.366 Lúða(smá) 200,00 200,00 200,00 0,005 1.000 Skarkoli 25,00 25,00 25,00 0,036 900 Keila 20,00 20,00 20,00 0,668 . 13.360 Skötuselur 85,00 85,00 85,00 0,024 2.040 Samtals 52,89 68,938 3.646.179 Selt var úr Þorláki ÁR og bátum. í dag verður selt óákveðið magn af blönduðum afla úr Þorláki ÁR og bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESIA hf. Þorskur 72,00 38,00 63,83 13,278 847.582 Þorskur(umál) 15,00 15,00 15,00 0,058 870 Ýsa 96,00 25,00 89,20 15,224 1.358.049 Lýsa 20,00 20,00 20,00 0,151 3.020 Karfi 45,00 26,00 31,24 20,480 639.832 Ufsi 34,50 15,00 28,34 3,345 94.783 Steinbítur 62,00 33,00 58,03 0,608 35.282 Langa 31,00 15,00 24,72 1,152 28.476 Blálanga 34,50 34,50 34,50 0,134 4.623 Langlúra 31,00 31,00 31,00 0,137 4.247 Lúða 245,00 105,00 182,96 0,341 62.298 Skarkoli 45,00 30,00 39,82 2,104 83.790 Sólkoli 63,00 63,00 63,00 0,170 10.710 Keila 22,00 5,00 14,16 1,333 18.879 Skötuselur 315,00 40,00 231,62 0,063 14.592 Rækja 80,00 80,00 80,00 0,940 75.200 Samtals 55,12 59,504 3.289.551 í dag verður selt óákveðið magn af blönduðum afla úr bátum. Sýning á verðlauna- tillögum í HÚSNÆÐI Byggingarþjón- ustunnar að Hallveigarstíg 1, var á fimmtudag opnuð sýning á verðlaunatillögum að útilista- verki sem Flugleiðir hf. gefa Akureyrarbæ. Ákvörðun um listaverkagjöfina var tekin sumarið 1987 á 50 ára afmæli samfellds atvinnuflugs á íslandi sem hófst með stofnun Flugfélags Akureyrar árið 1937. Síðan var efnt til samkeppni um gerð listaverksins og sigurvegari var Pétur Bjarnason. Verki hans verður komið fyrir við Strandgöt- una á Akureyri þar sem sjóflug- vélar í innanlandsflugi lágu áður við festar. Auk Péturs fengu þrír lista- menn aðrir viðurkenningu og líkön af tillögum þeirra verða einnig á sýningunni ásamt ljós- myndum af 25 öðrum tillögum sem bárust. Önnur verðlaun dóm- nefndar hlaut Snorri Sveinn Frið- riksson, þriðju verðlaun hlaut Guðmundur Jónsson og sérstaka viðurkenningu fékk Inga Dagf- innsdóttir fyrir tillögu sína. Sýningin verður fyrst um sinn opin alla virka daga frá klukkan 10-18. Samstilling um- ferðarljósa Gangbrautarljós á Miklubraut við Reykjahlíð og á Hringbraut gegnt Landspítala hafa verið samstillt við nærliggjandi um- ferðarljós á gatnamótum. Á næstunni verður sama gert við gangbrautarljós á Miklubraut við Tónabæ og á Hringbraut gegnt U mferðarmiðstöð. Við þetta lengist bið gangandi vegfarenda við ofangreind gang- brautarljós og verður svipuð og bið þeirra, sem ganga yfir Miklubraut á Ijósastýrðum gatnamótum. Reikimeistarinn Mary Mcfayden Reikimeistarinn Mcfayden heim- sækir tsland MARY Mcfayden heimsótti ís- land sl. vor í fyrsta sinn í þeim erindagjörðum að halda 1. stigs námskeið i reiki. Nú er hún mætt í annað sinn og mun vera með námskeið í 1. og 2. stigs reiki, dagana 15. til 25. septem- ber. Mcfayden leggur áherslu á hina andlegu hlið í reikikennslunni. Hún viðurkennir að reikimeðferðir hafi áhrif á svið hins geðræna, andlega- og tilfinningalíkama sem og á jarðlíkamann. Áhersla er því lögð á að kanna orsakir fyrir sjúkdómum og hvaða hlutverki orkustöðvarnar og fínni líkamarnir gegni til að endurheimta heilsuna. Megininntakið í reiki- kennslu Mcfayden er að reiki sé andlegt verkfæri til að auka sálar- legan þroska og stuðla að líkam-i legu heilbrigði og vellíðan. Á hið fyrsta reikinámskeið sem Mcfayden hélt hér á landi mættu um 40 manns. Síðan þá hefur hluti þess hóps komið vikulega saman í sumar og iðkað reiki. Upplýsingar gefur Hafdís J. Hannesdóttir. Sýningu Harðar lýkur á miðviku- dag HÖRÐUR Ágústsson sýnir 29 teikningar í Listhúsinu Nýhöfn. Þetta eru mannamyndateikning- ar er hann gerði í París á árun- um 1947-49. . Góð aðsókn hefur verið að sýn- ingunni sem hófst laugardaginn 2. september, en henni lýkur á morgun, miðvikudaginn 13. sept- ember. Ný umferðarljós TVENN ný umferðarljós verða tekin í notkun í dag, þriðjudag- inn 12. september, klukan 14. Önnur ljósin eru á mótum Hverf- isgötu og Klapparstígs, en hin ljós- in eru á mótum Hverfisgötu og Vitastígs. Til að áminna ökumenn um hin væntanlegu umferðarljós verða þau látin blikka gulu Ijósi í nokkra daga, áður en þau verða tekin í notkun. (Fréttatilkynning) Námskeið í skyndihjálp Kópavogsdeild RKI hefúr námskeið í skyndihjálp. Það hefst 14. september klukkan 20 og stendur í fjögur kvöld, þijár stundir í senn. Námskeiðið verður haldið í Digranesskóla. Öllum 15 ára og eldri er heimil þátttaka. Þeir sem hafa áhuga á að komast á nám- skeiðið geta haft samband við skrifstofu Rauða kross íslands. Vettvangsferð í Laugarnes Náttúruverndarfélag Suðvest- urlands fer vettfangsferð í Laug- arnes síðdegis í dag, þriðjudag- inn 12. september, klukkan 17.15. Mæting verður við Listasafn Sig- uijóns Ólafssonar. Fjallað verður um Laugarnes sem útivistarsvæði en það er annað tveggja stærri útivistarsvæða borgarinnar sem nær lítt raskað að sjó. Hitt svæðið er í Öskjuhlíð. Þá verður rædd tenging Laugarness og Laugardals. Einnig verður hug- að að síðsumargróðri og minjum. Vettvangsferðin tekur um eina klukkustund og er öllum heimil þátttaka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.