Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1989 7 Aukin ásókn útlendinga í vinnu við fiskverkun MIKIL og aukin ásókn útlendinga er nú í störf við fiskvinnslu hjá Granda hf. í Reykjavík. Þetta kemur fram í nýjasta firéttabréfi fyrir- tækisins. Þar er rætt um að 78 útlendingar hafi sótt um vinnu þar undanfarna 12 mánuði. Flestir þeirra eru frá Póllandi, Bretlandi og Svíþjóð. Fólk þetta er á aldrinum 20-40 ára. Hinsvegar mun enga vinnu að hafa fyrir þetta fólk enda munu störf í fiskvinnslu ekki liggja á lausu þar. Hjá sjávarafurðadeild Sam- bandsins fengust þær upplýsingar að þeim bærust 5-10 bréf á mánuði frá útlendingum sem.sæktu í vinnu í fiskvinnslu hjá Sambandsfrysti- húsum. Gunnar Egilsson hjá sjávar- afurðadeild segir að heldur hafi dregið úr þessum fyrirspurnum á síðustu vikum enda sé engin störf að hafa hjá Sambandsfrystihúsun- um nú. Forráðamenn þeirra séu búnir að ráða fólk fyrir veturinn. í máli Gunnars kemur fram að flestar fyrirspurnir til Sambandsins berast frá fólki frá Suður-Afríku. Svo virtist sem einhvetjir þar í landi sendu þessu fólki heimilisföng frystihúsa hérlendis. Einnig væri nokkuð um að í fyrirspurnum væri sagt að viðkomandi vissi af þessari vinnu í gegnum vini og kunningja sem hefðu starfað hér við sambæri- leg störf. í fréttabréfi Granda hf. segir að reynslan af þessum vinnukrafti sé yfirleitt góð en þar munu vera starf- andi nokkrir útlendingar sem bú- settir eru hérlendis. Byggingafélagið Dögun hf.; Hætt við áform um byggingu íbúðahótels Byggingafélagið Dögun hf. hefúr fallið frá hugmyndum um bygg- ingu íbúðahótels á Hörpulóðinni svokölluðu við Skúlagötu. Hjört- ur Aðalsteinsson, framkvæmda- stjóri Dögunar, segir að engin lánafyrirgreiðsla hafi fengist vegna byggingarinnar, hvorki hjá Húsnæðisstofnun ríkisins né hjá Ferðamálasjóði þó sýnt hefði verið fram á að brýn þörf væri á slíkri byggingu. „Ferðamálasjóður virðist ein- göngu lána út á hefðbundnar hótel- byggingar, jafnvel þó sýnt sé að íbúðahótel og minni gistiheimili séu vænlegri kostur,“ sagði Hjörtur. Teikning íbúðahótelsins gerði ráð fyrir um 80-100 íbúðum á sex til sjö hæðum og var ætlunin að selja íbúðirnar fullfrágengnar ýmsum félögum og samtökum. Hjörtur sagði að til dæmis hefði verið búið að kanna undirtektir verkalýðsfé- laga úti á landi og virtist áhugi mikill á meðal þeirra. Félögin myndu síðan sjá um að ráðstafa sínum eignum og leigja þær út líkt og hótelhe'rbergi eru rekin. Eigend- ur íbúðanna hefðu jafnvel getað leigt stúdentum íbúðirnar yfir vetr- artímann og yrði byggingin þar með einskonar blanda af íbúðahót- eli og stúdentaíbúðum, að sögn Hjartar. Dögun hf. hefur i stað íbúðahót- elsins sótt um byggingaleyfi fyrir almennar íbúðir á lóðinni og gerir Hjörtur ráð fyrir 60-70 íbúða íjöl- býlishúsi á lóðinni. Sú bygging á eftir að hljóta samþykki Skipulags- stjórnar Reykjavíkurborgar. Hjört- ur gerir jafnvel ráð fyrir að íbúðirn- ar verði hannaðar með aldraða og fatlaða í huga. íbúðirnar yrðu þar með seldar á frjálsum markaði og ættu kaupendur þá rétt á húsnæðis- málalánum. Láttu drauminn um luxusferð rætastá jólum Hefurþig aldrei langað til að reyna eitthvað nýtt, kynnast öðrum heimsálfum og öðruvísi fólki? UmjólogáramótliggurleiðintilThailands, í 17eða 19dagaógleymanlegalúxusferð. Lúxus -allan tímann! Flogið verður til Kaupmannahafnar, stigið upp í þægilega breiðþotu SAS og lent í Bangkok snemma næsta morgun. Þaðan liggurleiðin til Pattaya strandarinnar - perlu austursins - þarsem dvalið verður í 11 næturá hinu glæsilega Royal Cliffhóteli. Hér verður boðið upp á skoðunarferðir, enda afnógu að taka. Auðvitað geturðu tekið það rólega á gullinni ströndinni og notið veðursins eða nýtt hin endalausu tækifæri til vatnasports, verslunarog skemmtunar sem þérbjóðast í Pattaya. fíegian er: Þú hefur það alveg eins og þú vilt. Á ævintýraslóðir í Bangkok Næst verður snúið til Bangkok þar sem gist verður í 5 eða 7 nætur á fyrsta flokks Hóteli, Menam. Boðið verðuruppá skoðunarferðir til markverðustu hluta Bangkokborgar og.nágrennis, t.d. á fljótandi markað, í konungshöllina og í hof Gullbuddans. M/SAS Thailendingar viðræðugóðir kaupmenn, þannig að hægt er að gera reyfarakaup á handverki í skartgripa-, list- og fataiðnaði. Þú getur meira að segja prúttað um leigubílinn! Nú er tækifærið til að láta drauminn rætast: Að heimsækja Asíu. íþessari lúxusferð hjálpar allt til við að gera þér hana ógleymanlega - þú lofar þér örugglega að fara einhverntíma aftur! Verð í tvíbýli frá kr. 137.800* Verð í einbyli frá kr. 169.900* Innifalið í verði er flug, gisting með morgunverði, íslensk fararstjórn, hátíðarkvöldverður á jóla- og nýársdag og allurakstur í Thailandi. Brottför: 16. desember. Heimkoma: 2. og 4. janúar. Hægt er að frámlengja dvöl í Singapore. * Verðskv. gengi og flugverði 8. ágúst 1989. Veður- og verðlag: Frábært! Veður er ákjósanlegt á þessum tíma, hitastigið 23-30gráður og hægir Monsúnvindar úr norð-austri. Verðlag er með ólíkindum lágt og Samvinnuferdir-Landsýn Austurstræti 12 • S 91 -69-10-10 • Suðurlandsbraut 18-391 -68-91 Hótel Sögu við Hagatorg • ® 91 -62-22-77 • Akureyri: Skipagötu 14 • S 96-272-00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.