Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 40
40 ít -MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1989 St)örnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Veikleikar Tvíbwans í dag ætla ég aö halda áfram að fjalla um veikleika merkj- anna. Nú er komið að Tvíburamerkinu (21. maí — 21. júní). Það er er rétt að taka það fram að hér er ein- ungis um neikvæða iziögu- leika að ræða, það sem Tvíburar þurfa að varast, en ekki það sem á við um alla Tvíburana. Sem betur fer höf- um við vilja og skynsemi sem hjálpar okkur að forðast margt af því neikvæða í per- sónuleika okkar. Eirðarlaus Eitt af því sem oft háir Tvíburanum er eirðarleysi og þörf fyrir fjölbreytni. Hann á því oft erfitt með að sitja kyrr og einbeita sér. Þetta getur t.d. háð honum hvað varðar skólanám, en einnig síðar í vinnu. Hann á því til að fara um of úr einu í ann- að. Helsta ráð við þessu er að hafa fjölbreytni í daglegu lífi, í starfi og áhugamálum. Ef slíkt er fyrir hendi minnkar eirðarleysið og lífsleiðinn sem kemur fram ef lífsmunstrið er of einhæft. Yfirboröslegur Þessu sama eirðarleysi og þörf fyrir fjölbreytni fylgir að Tvíburinn er oft yfirborðsleg- ur. Hann veit eitthvað smá- vegis um margt en þekkir ekkert til hlítar. Þetta er hin hliðin á íjölhæfni Tvíburans. Blaðurgefinn Einn löstur er á sumum Tvíburum, en það er blaður- gefni. Almennt hefur fólk í þessu ágæta merki sterka þörf fyrir að ræða málin og miðla upplýsingum, en í ein- staka tilvikum fer þessi eigin- leiki út í það að sífellt er talað og þá gjaman um allt og ekk- ert, eða öllu heldur vaðið úr einu í annað. Stundum er erf- itt að sjá tilganginn með sög- um Tvíburans sem eru oft án upphafs eða niðurlags og hafa lítið með málefni augnabliks- ins að gera. Falskur Tvíburinn á til að vera falsk- ur. Hann er vingjarnlegur, vill vera jákvæður og er lítið fyrir að særa fólk. Það birtist í því að hann á til að brosa og segja já, þó hann meini í rauninni nei. Það er því ekki alltaf gott að vita hvar við höfum hann. í einstaka tilvik- um á Tvíburinn beinlínis til að ljúga að öðrum, eða a.m.k. að hagræða sannleikanum. Óáreiðanlegur Af öðrum veikleikum má nefna að Tvíburinn á til að lofa upp í ermina á sér. Hann er vingjamlegur og félags- lyndur, hittir margt fólk og vill gjarnan gera eitthvað fyr- ir alla. Það leiðir stundum til þess að hann getur ekki stað- ið við öll gefin loforð. Þetta • stafarm.a. af því að Tvíburinn er breytilegt merki. Hann fer víða og honum býðst margt. Hann er sveigjanlegur og skiptir því oft um skoðun. Hugmyndir og raunveruleiki Tvíburinn er hugarorkumerki. Hann lífir mikið í heimi hugs- unar og hugmynda. í einstaka tilvikum leiðir það til þess að hann gerir ekki greinarmun á orðum, hugmyndum og raun- veruleikanum og segir sögur og gerir áætlanir sem ekki standast raunveruleikann. Segja nei Tvíburinn þarf því að varast ístöðuleysi og gæta þess að beina hæfileikum sínum í ákveðinn farveg, til að þeir nýtist honum. Hann þarf að læra að segja nei og takmarka sig til að valda ekki sjálfum sér og öðmm óþarfa vonbrigð- um. GARPUR £N GAR.PVK, HVAR. GETU/H V/P LEIT/)E> ? e/Nl STAOUR/NN se/h lHHa /lla fblvR s/e A EP SN'AKAFJ/IL L... CX5 EF V/Ð FÖÍZU/W ÞaNOHO L ENPV/Vt ]//£> /NOKKEU se/vi ER /VUKL U VERRA FN/ L)4RA /LLA..A V/Þ BE/NA. v/d VKDu/n ao eegj/tsr. GRETTIR JPM EAVtfi BRENDA STARR H/HÐ UA/ /Z/T- F/FRN/ ? R/TF/&RNI. UNGFR.Ú STAKK, e/k. H/FF/- 'LE/Kt TiL krs/sta ur PEN/NGA pU>B> Ep „ . \ -^H/eF/L&K/ T/fth. nó eÆ fs C/rs/CR/FHDUR U/e. rv; ■ BEST/1 BLAPA/VtANNA- y/£> éTU/VI />s- Ú7SKR/F- AST /VJEO H/ESTU „ AG/ET/S- \E/a/kuvh LJOSKA FERDINAND SMAFOLK I 50FP05E IF YOU UUERE TOO CL05E( YOU'P ALL 5TICK T06ETWEK ! . HAHAHAHAHA'! Heldurðu að fjölskylda þín hafi verið mjög nákomin? Ég hugsa að ef þið hafið verið mjög nákomin hafið þið öll límzt saman. Hahahahahaha ... Honum er illa við kaktusabrand- ara... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Amarson Heldur uppburðarlítill blindur og þægilegt útspil makkers svæfðu austur í vörnina gegn spaðageimi suðurs. Norður gefur; enginn á hættu. Vestur Norður ♦ 1084 ♦ 842 ♦ 964 ♦ DG93 Austur ♦ 72 ♦ K63 ♦ DG73 II ♦ ÁK95 ♦ DG2 ♦ 1075 ♦ 10752 ♦ K84 Suður ♦ ÁDG95 ♦ Í06 ♦ ÁK85 ♦ Á6 Vestur Pass Pass Pass Norður Austur Suður Pass 1 grand Dobl 2 lauf Pass 3 spaðar 4 spaðar Pass Pass Útspil: hjartadrottning. Austur kallaði og vestur spil- aði áfram hjarta. Ef við setjum okkur í spor austurs virðist fátt sjálfsagðara en spila þriðja hjartanu. Sem hann gerði. Suður trompaði og spilaði þrisvar tígli! Það hafði ótrúleg áhrif, því hveiju sem vestur spil- ar, kemst blindur inn. Sagnhafi getur svo dundað sér við að svíða svörtu kóngana af austri. Sjái austur þessa stöðu fyrir getur hann varist með því að skipta yfir í tígul í þriðja slag og halda þannig opinni útgöngu- leið á hjarta. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Þessi staða kom upp í opna flokknum á skákhátíðinni í Biel í Sviss í sumar. Sovézki stórmeistar- inn Anatoly Vaiser (2.555) hafði hvítt og átti leik gegn Landen- bergue (2.345), Sviss. 20. Rxh7! - Hfd8 (20 ... Kxh7 er auðvitað svarað með 21. Dh3+ - Kg8, 22. Rg5, sem endar með máti) 21. Rlig5 - Dd7,22. Hxc6! - Dd5,23. D13 - Hac8,24. Hf6! - Dxa2,25. Hxf7 - Hf8,26. b3 og svartur gafst upp. Sigurvegari í opna flokknum varð hinn ungi og nýbakaði v-þýzki stórmeistari Mat- hias Wahls', sem var hærri á stigum en Lev Gutman, fsrael. Þeir hlutu báðir 84 v. af 11 mögulegum. Næstir urðu sovézku stórmeistar- arnir Balashov og Vaiser, Dizdar, Júgóslavíu ogKosashvili, fsrael, sem allir hlutu 8 v. Keppni í landsliðsflokki á Skák- þingi Islands 1989 hefst í kvöld í sal Utsýnar í Mjódd í Breiðholti. Þátttakendur eru Jón L. Árnason, sem er eini stórmeistarinn, Karl Þorsteins, Hannes Hlífar Stefáns- son og Þröstur Þórhallsson, al- þjóðlegir meistarar, Björgvin Jónsson, ÞrösturÁrnason, Sigurð- ur Daði Sigfússon, Guðmundur Gíslason, Ágúst Sindri Karlsson, Rúnar Sigurpálsson, Jón Garðar Viðarsson og Ásgeir Þór Árnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.