Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.09.1989, Blaðsíða 51
MORGÚNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGUR 12. SEPTEMBER 1989 Halldór V, Sigurðsson; Ríkisendurskoð- un er málið skylt Halldór V. Sigurðsson ríkisendurskoðandi segir að Ríkisendur- skoðun sé ekki byrjuð að skoða bankakaupin, en í það verði farið nú í vikunni. Hann segir það vera að frumkvæði Ríkisendurskoðun- ar að viðskiptin verði athuguð. „Það er eðlilegt að við sem endur- skoðendur hjá bankanum geinm þetta,“ segir hann. „Samkvæmt lögunum um ríkisendurskoðun eigum við að endurskoða ríkis- banka. Það eru stundum skoðuð minni viðskipti en þessi.“ Hann segir athugun Ríkisend- Landsbankinn hafi neitað Ríkis- urskoðunar ekki koma til vegna endurskoðun um gögn varðandi þess að þessi viðskipti gefi eitt- hvað sérstakt tilefni til athugunar, heldur einfaldlega vegna þess að þau eiga sér stað. Halldór'sagði það ekki vera rétt, sem haldið hefur verið fram að bankakaupin. „Það hefur ekki reynt á það neitt, enda hefur sá bankastjóri sem ég hef talað við ekki séð því neitt til fyrirstöðu að við litum á þetta.“ Aðalbanki Samvinnubankans við Bankastræti. Sverrir Hermannsson: Með ólíkíndum að menn skuli fleipra svona með mál „NEI, ég er eiðsvarinn liér,“ sagði Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans, þegar hann var spurður hvort hann gæti upplýst um skuldastöðu Sambandsins við Landsbankann. „En upplýsingar sem þeir hafa gefið félagamir hér úr bankaráði um skuldastöðu Sambands- ins, það em rangar tölur." Haldið hefúr verið fram að Sambandið skuldaði Landsbankanum 2,6 milljarða króna. „Það er röng tala,“ seg- ir Sverrir Hermannsson. „Eg ætla ekkert annað að segja ium það en að það er röng tala og með ólíkindum að menn skuli fleipra svona með mál.“ Morgunblaðið ræddi í gær við Sverri, í tilefni af samþykki bankaráðs Landsbankans á sunnudag þess efnis að bankinn kaupi 52% hlut SÍS í Samvinnubankanum fyrir 828 milþ'ónir króna. Hann var einn- ig inntur svara við ýmissi gagnrýni sem fram hefiir komið á þessa ákvörðun. Sverrir var spurður hvort rétt væri, sem hefur verið haldið fram, að Kaupfélag Eyfirðinga skuldaði tvo milljarða króna í Landsbankanum. „Það er röng tala,“ sagði hann. Sverrir segir það vera ijarri lagi að á einhvern hátt sé verið að af- skrifa skuldir SÍS á þann hátt að flytja til Sambandsins fé með of háu kaupverði Samvinnubankans. „Þetta á sér enga stoð. Allt saman ágiskan- ir byggðar á öngum upplýsingum eða röngum. Það sem er verið að gera er, að Landsbankinn er að gera við- skipti sem hann telur sér mjög hag- kvæm. Að vísu eru menn ekki sam- mála um það, en það er einhver pólitík sem sýður þar á bakvið og ég veit ekkert hverrar ættar er, vegna þess að sá sem fyrstur ræddi við mig og Björgvin Vilmundarson um þetta mál, kaup á Samvinnu- banka, það var Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra, eftir að Magnús Gauti Gautason hjá KEA: Viðskiptin trúnaðarmál Magnús Gauti Gautason kaup- félagssfjóri Kaupfélags Eyfirðinga segist ekki geta upplýst hveijar skuldir Kaupfélagsins eru við Landsbankann, enda séu þau við- skipti gagnkvæmt trúnaðarmál. Magnús Gauti var spurður hvort leitað hefði verið eftir að Kaupfélag- ið seldi Landsbankanum hlut sinn í Samvinnubankanum. „Það hefur verið spurt eftir því hvaða afstöðu við mundum taka og það hefur verið tekið líklega í það að við mundum selja, ef Sambandið seldi, en þetta mál hefur ekki fengið afgreiðslu hér á stjómarfundi, þannig að það er í raun og veru óafgreitt." hann hafði nýlega tekið við því emb- ætti á síðasta ári. Hann var sá sem fyrstur ympraði á málinu við banka- stjórn Landsbanka íslands. Svo lætur fulltrúi Alþýðubandalagsins sér þéna þetta, sem sýnir auðvitað hvemig klukkan slær innan Alþýðubanda- lagsins í þessu máli eins og öllum öðram.“ Sverrir segir Landsbankann vera að gera stórviðskipti, sem muni efla bankann að mun, og falli einstaklega vel að þeirri úttekt sem nú fer fram á starfsemi bankans að viðskiptin eigi sér stað einmitt nú. „Menn geta spurt sjálfa sig, er eitthvert vit í því að Landsbankinn á íslandi reki yfir 40 útibúaafgreiðslur og annar lítill banki yfir 20? Er eitthvert vit í þessu? Ég hélt satt að segja að það væri keppikefli allra stjómmálaflokka að sameina banka, einfalda kerfið og gera það ódýrara, bæta þjónustuna, það er okkar markmið hér, gera starfsemina ódýrari, svo að við get- um minnkað vaxtamun, sem er allt of hár í þessu þjóðfélagi. Vegna þess að þjónustan og starfsemin er of dýr og margbrotin og allt of margþætt. Þetta er það sem ræður ferðinni hjá Landsbanka íslands. Auðvitað er það honum mikilsvert líka, ef þetta áhugamál Landsbankans nær fram að ganga um kaup á Samvinnubank- anum. Það gerir það í leiðinni að bæta hag og styrkja stöðu stærsta viðskiptavinar Landsbankans sem er Samband íslenskra samvinnufélaga." Ekkert pólitískt samráð Sverrir segir það vera úr lausu lofti gripið að um væri að ræða pólitískt samráð eða samtryggingu framsóknarmanna og sjálfstæðis- manna við ákvarðanir bankaráðs. „Mér er ókunnugt með öllu um slíkt,“ segir Sverrir. „Eg á ekki orð í eigu minni yfir slíkum fullyrðingum og ég veit ekki hvaðan þær geta komið. I fúlustu alvöru, ekkert slíkt hefur borið á góma. Ég hef ekki haft neitt tækifæri til að ræða málið til dæmis við formann Sjálfstæðisflokksins, því að leið bankastjórnarinnar hérna liggur fyrst til bankaráðsins, sá fund- ur var í gær, síðan til bankamálaráð- herra og svo Seðlabanka. Svo tel ég alveg sjálfsagt, fyrst menn era að gera þetta pólitískt, að ég geri form- anni stærsta stjórnarandstöðuflokks- ins grein fyrir þessu, þegar þar að kemur.“ Minnihluti bankaráðs bókaði mót- mæli gegn því, að Landsbankinn skuldbindi sig til að veita Samband- inu þjónustu um næstu 15 ár. „Eng- ar slíkar skuldbindingar hafa verið gerðar, þetta er út í hött,“ segir Sverrir. Aðstoðverði sambærileg og við Útvegsbankakaup Fram kemur í frétt frá Lands- bankanum að ýmsir fyrirvarar hafi verið settir af hálfu bankans í sam- komulagið við SÍS. Þar á meðal er fyrirvari um greiðslufyrirkomulag og kjör, enda segir Sverrir Hermanns- son að ekki sé búið að semja um neitt af því og séu ætlaðar sjö vikur til þess verks. Þá er fyrirvari um aðstoð stjórnvalda, einkum Seðla- banka. „Seðlabanki er æðsta vald í bankamálum og framlenging á armi stjórnvalda. Þangað verðum við að sækja með aðstoð við þetta stórverk- efni, rétt eins og hið opinbera aðstoð- ar stórkostlega við sameiningu hinna bankanna, Útvegsbankans og hinna, það er stórkostleg aðstoð. Það hefði ekkert af því getað gengið nema fyrir frumkvæði og aðstoð hins opin- bera. Sama munum við sækjast eftir og raunar hljótum að leggja líka í mat Seðlabankans það sem við erum að gera, jafnóðum.“ Sverrir kvaðst hvorki geta né vilja segja um það nú, með hvaða hætti þessi aðstoð yrði veitt, að öðra leyti en því að um marga möguleika sé að ræða. Sverrir sagði að það gerðist næst í þessu máli væri að gera réttum aðilum grein fyrir stöðunni. „Ég er að taka saman núna greinargerð um það, með hana munum við ganga fyrir bankamálaráðherra, að því búnu munum við ganga fyrir Seðla- bankamenn til að ræða málið ítarlega við þá.“ Sverrir kveðst hafa haft náið samráð við Seðlabanka Islands jafnóðum og málinu hefur miðað áfram. „En, ég hef ekki leitað eftir leyfi þeirra ennþá að sjálfsögðu, til eins eða neins, ég hef upplýst þá um það og við höfum rætt við banka- stjórana þar. Að svo búnu heíjast formlegar samningaviðræður milli. Sambandsins og Landsbankans um öll þau atriði sem ófrágengin eru og skilmálar era settir um og kröfur af okkar hálfu að Sambandið geri þann- ig hreint fyrir sínum dyrum varðaridi kaupin og við ætlum okkur næstu sjö vikurnar til þess.“ Sverrir segir að Landsbankinn muni alls engin afskipti hafa af rekstri Sambandsins í framhaldi af kaupunum, hins vegar veði settir fyrirvarar og aðgerða krafist í leið- inni sem tryggi Sambandið sem við- skiptavin Landsbankans og geri við- skiptin öraggari fyrir bankann. „En, að við tökum við rekstri þess, er fjarri öllu lagi.“ Minnihluti bankaráðs gagnrýnir í bókun að einn bankastjóri Lands- bankans hafi gengið í samningsgerð við forstjóra Sambandsins um banka- kaupin, á meðan hinir tveir banka- stjóramir hafi verið utanbæjar. „Við fluttum allir þrír tillöguna sem sam- þykkt var á fundinum í gær,“ segir Sverrir. „Það er það sem skiptir máli, við þurfum ekki endilega að spyija að vopnaviðskiptum í þessu sambandi, heldur skipta leikslokin máli.“ Sverrir segir að ekki hafi verið farið á bak við hina bankastjórana. „Það era fullyrðingar sem eiga sér enga stoð, frekar en flest annað sem þeim verður á að flytja fram í þessu sambandi, því að það er hryggilegt að sjá, hvernig þessum tveimur ágætu bankaráðsmönnum verður á í þessari rnessu." Jón Sigurðsson: Viðræður með þátttöku baukaeftirlits undirbúnar BANKARÁÐ og bankastjórn Landsbankans hafa tilkynnt Jóni Sigurðs- syni viðskiptaráðherra ákvörðun sína, sem tekin var á sunnudag. „Ég hef tekið við þeirri tilkynningu og reyndar hefur bankastjórnin líka óskað efitir viðræðum við viðskiptaráðuneytið vegna hugsanlegs samr- una Samvinnubanka og Landsbanka, sem er háður leyfi ráðherra eins og reyndar kemur fram í fréttatilkynningu Landsbankans," segir hann. hlið þéssa máls. Ég bíð eftir slíkum greinargerðum.“ Jón sagði þarna vera um mjög stórt mál fyrir Landsbankann að ræða. „Kaupverðið er hátt miðað við bókfært eigið fé Samvinnubankans og þess vegna hlýtur það að þarfn- ast mjög rækilegrar útlistunar hvers vegna bankastjórn Landsbankans hefur lagt þetta til.“ „Það er auðvitað býsna stór fyrir- vari,“ sagði Jón um aðstoð stjórn- vaida, sem fyrirvari er um af hálfu Landsbankans. „Ég býst nú ekki síst við að það sé þá Seðlabankafyrir- greiðsla sem verið er að tala um.“ Hann segir það verða í sínum „Ég hef að þessum tilmælum fengnum, um viðræður, skrifað bankjastjórn Landsbankans og óskað eftir afriti af gögnum málsins, að þau verði send ráðuneytinu, banka- eftirliti Seðlabankans og Ríkisendur- skoðun, til þess að undirbúa þær við- ræður sem Landsbankinn hefur ósk- að eftir,“ segir viðskiptaráðherra. Hann kveðst að sjálfsögðu ekki hafa tekið neina afstöðu til málsins og muni ekki gera fyrr en að undan- genginni þeirri athugun sem fara mun fram á viðskiptunum. „Og ég dreg það ekki í efa að bankaráðs- menn hafi óskað eftir því að mjög nákvæmlega yrði farið ýfir fjárhags- verkahring að fjalla um aðstoðina með Seðlabankanum. „Allir þættir málsins eru samanslungnir, en ég tek það fram að samrani þessara tveggja banka er æskilegur frá sjónarhóli hagræðingar í bankakerfinu, en það þarf að sjálfsögðu að liggja fyrir að þetta sé fjárhagslega fært og skyn- samlegt fyrir Landsbankann og að kaupin veiki hann ekki, heldur styrki eins og meiningin er vafalaust hjá þeim sem gera þessa tillögu.“ Jón Sigurðsson segist gera ráð fyrir að viðræður hans við banka- stjórn Landsbankans hefjist næst- komandi föstudag eða mánudag og hefur hann óskað eftir að bankaeftir- lit Seðlabankans geti fylgst með þeim viðræðum. „Þetta snertir fjölmörg ákvæði í lögum um starfsemi við- skiptabanka, sem nauðsynlegt er að fá álit bankaeftirlitsins á jafnharðan en ekki eftirá.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.