Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1989 Ahugafólk um bætta umferðarmenningu og SEM: Nærri 30 milljónir söfnuðust um helgina og mikið hringt í gær „SOFNUNIN gekk framar björtustu vonum og við erum ólýsan- lega þakklátar,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir talsmaður áhuga- hóps um bætta umferðarmenningu. Meðan á þriggja tíma sjón- varpsútsendingu Stöðvar tvö stóð á sunnudagskvöldið söfnuðust tæpar 13 milljónir króna. Vinna og efhi fyrir um það bil 15 milljón- ir voru gefin, þótt ógerningur sé að sögn Ragnheiðar að meta þetta að fullu til íjár. „Við lítum ekki á þetta sem sjálfsagðan hlut, vorum satt að segja smeykar við að seilast ofan í vasa þjóðarinnar svo skömmu eftir landssöfnun Sjálfsbjargar,“ segir Ragnheiður. „Fólk virðist hafa áttað sig á því að sjálft gæti það lent í umferðarslysi og fundið til ábyrgðar gagnvart þeim sem bundnir eru við hjólastól eftir slys. En fjölmargir sem hringdu á sunnudagskvöldið tengdu framlag sitt við einhverskonar reynslu af umferðarslysum." Áhugahópur um bætta umferð- armenningu stóð að þættinum ásamt SEM, Samtökum endur- hæfðra mænuskaddaðra. Ragn- heiður segir að þarna hafi gefist tækifæri til að koma mikilvægum boðskap á framfæri og leggja góðu málefni lið. „Upphæðin sem safn- aðist til byggingar fjölbýlishúss SEM var miklu hærri en við þorð- um að vona,“ segir hún. „Fólk var enn að hringja í Gulu línuna og Stöð tvö í gær og framlög að ber- ast á gíróreikning. Fjölmargir vilja gefa vinnu og efnivið ýmiskonar, þetta verður seint fullþakkað." Þetta er enn eins og’ draumur - segir Egill Stefánsson, Samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra „EF ALLT gengur eins vel á næstunni og um helgina gerum við okkur jafiivel vonir um að framkvæmdir geti hafist við fjölbýlishús samtakanna næsta vor. En þetta er enn eins og draumur, við verðum varla vöknuð af honum þegar við hitt- umst annað kvöld og ræðum saman um söfnunina," segir Egill Stefánsson talsmaður SEM, Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra. Fjölmargir hringdu á sunnudagskvöld til að gefa peninga, bjóða efhivið eða vinnu. Þá gaf borgarstjóri fyrirheit um lóð fyrir fjölbýlis- húsið. margar hugmyndir komið fram og viðbrögð landsmanna í söfnuninni um helgina segir hann hafa fyllt fólk bjartsýni. Morgunblaðið/Júlíus Svæði Fjölnis í Grafarvogi er ríflega sjö hektarar og ætlað fyrir margs konar íþróttaaðstöðu. Iþróttasvæðið í Grafar- vogi. Kortið er byggt á teikningum frá Teiknistof- unni Túngötu 3. l200 m FJallkonui-et ■9Ur y § S.M Morgunblaðið/Gói Iþróttasvæði í Grafarvogi afhent: * Utivöllur tilbúinn næsta vor BORGARSTJÓRI, Davíð Odds- son, afhenti síðastliðinn sunnu- dag ungmennafélaginu Fjölni í Grafarvogi sjö hektara íþrótta- svæði. Að sögn Guðmundar Geirs Kristinssonar formanns Fjölnis verður á næstu dögum eða vikum hafinn undirbúning- ur að gerð fyrsta íþróttavallar- ins á svæðinu og áætlað að hann verði fullbúinn næsta vor. Þorvaldur S. Þorvaldsson borg- arverkfræðingur segir að und- irbúningur að byggingu íþróttahúss hefjist í vetur. Á íþróttasvæðinu í Grafarvogi er gert ráð fyrir æfingavelli, gervigrasvelli og stórum velli sem nýst gæti sem tveir æfingavellir. Þá er fyrirhugað að reisa þar stórt íþróttahús sem nýtast myndi nem- endum Húsa- og Foldaskóla ásamt Fjölnismönnum. Jafnframt er útisundlaug á skipulagsupp- drætti svæðisins auk fijálsíþrótta- aðstöðu, tennisvalla og horna- boltavallar. Gert er ráð fyrir um 500 bílastæðum á íþróttasvæðinu. Teiknistofan Túngötu 3 annaðist skipulag þess. Borgarráð samþykkti úthlutun íþróttasvæðisins í ágúst en form- leg afhending fór fram eftir há- degi á sunnudag. Að lokinni at- höfn þar sem Davíð Oddsson borgarstjóri afhjúpaði skilti með áletrun um að þarna yrði íþrótta- svæði Fjölnis, var haldið á upp- skeruhátíð í félagsheimilinu Fjörgyn. Þar voru veittar viður- kenningar fyrir ýmis íþróttaafrek og boðið upp á kaffi og með því. Forsætisráðherra vill breyta vinnulögg;] öfínni: Segir andstöðu verkalýðshreyf- ingarinnar byggða á misskilningi STEINGRÍMUR Hermannsson, vinnulöggjöfin væri algjörlega að líða að fámennir hagsmuna- forsætisráðherra hefur sagt að úrelt og ekki væri lengur hægt hópar gætu gengið yfir fjöldann. Yfírmaður Atlantshafsherstjómar Atlantshafebandalagsins: Samheldni bandalagsins eykur veg friðar og pólitísks firelsis - sagði Frank B. Kelso aðmíráll í herferð samtakanna og áhuga- hóps um bætta umferðarmenningu söfnuðust um 30 milijónir króna í peningum og efnivið til byggingar hússins. Fyrirheit Davíðs Odds- sonar borgarstjóra um lóð milli Kringlumýrarbrautar og Borg- arspítala verður líklega rætt á fundi borgarráðs í dag. „Hljóti það staðfestingu í borgarráði er draumur okkar að hönnun verði lokið fyrir næsta vor svo þá megi hefja framkvæmdir við húsið,“ segir Egill Stefánsson. „Við eigum eftir að átta okkur endanlega á því hve mikið safnað- ist til byggingarinnar um helg- ina,“ segir hann. „Auk peninga- gjafa má til dæmis nefna hönnun arkitekta og verkfræðinga, gerð húsgrunnsins, vinnu við pípulagn- ir, loftræstikerfi, málningu, eld- húsinnréttingar og fjölmargar. innihurðir. íbúar hússins fá meira að segja fisk í þijár máltíðir á viku um ókomna framtíð.“ Gert er ráð fyrir að tuttugu íbúðir verði í fjölbýlishúsi SEM, 60 fermetrar að lágmarksstærð. Áætlað er að ein íbúð verði til reiðu fyrir aðstandendur fólks af landsbyggðinni sem lent hefur í umferðarslysum og þarf að dvelj- ast langdvölum í höfuðborginni til lækninga. Að sögn Egils hafa NÝR yfirmaður Atlantshafsher- stjórnar Atlantshafsbandalagsins (NATO), Frank B. Kelso aðmír- áll, kom til íslands í fyrsta sinn eftir að hann tók við stöðu sinni í nóvember á síðasta ári. Stjórn- svæði Kelsos nær yfir Norður- Atlantshafíð frá Ishafínu suður að hvarfbaugi Krabbans (skammt sunnan við Kanaríeyjar). Á blaðamannafundi að loknum við- ræðum Kelsos og Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráð- herra lagði aðmírállinn áherslu á nauðsyn þess að vernda sigl- ingaleiðir yfir Atlantshafið, sjálfa líflínu NATO. „Ótrúleg þróun mála í Evrópu að undanförnu er tvímælalaust í beinu samhengi við styrk og sam- heldni NATO-ríkjanna síðastliðin 40 ár,“ sagði Kelso aðmíráll. „Ein- Morgunblaðið/Bjami Frank B. Kelso aðmíráll, yfir- maður Atlantshafsherstjórnar NATO, og Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra á blaðamannafundi í Ráðherrabú- staðnum í gær. hver merkasti árangurinn af við- leitni okkar er að mögulegt hefur orðið að auka veg friðar og pólitísks frelsis. En það er jafn mikilvægt fyrir okkur að halda starfinu ótrauð áfram með skynsamlegum hætti og draga ekki úr vilja okkar eða getu til að veijast." Jón Baldvin Hannibalsson sagði viðræðurnar hafa verið gagnlegar og snúist um ýmsar hliðar á sam- skiptum íslenskra stjórnvalda við varnarliðið, þ. á m. uppbyggingu ratsjárstöðva og störf Islendinga varðandi hugbúnað stöðvanna, vatnsveituna nýju á Suðurnesjum, niðurstöður heræfinganna í sumar o. fl. Einnig hefði verið rætt um varaflugvallarmálið en engar ákvarðanir teknar í því máli enda fundurinn ekki þess eðlis. Kelso var spurður hvort hlutverk Keflavíkurstöðvarinnar hefði breyst vegna batnandi samskipta austurs og vesturs. Hann sagði að land- fræðileg lega stöðvarinnar væri með þeim hætti að hún yrði NATO áfram mjög mikilvæg, hver sem þróun mála yrði á næstunni. „Menn hafa verið að halda þessu fram áratugum saman en enn hefur enginn ráðið við að laga vinnulöggjöfina," sagði forsætis- ráðherra í samtali við Morgun- blaðið. „Eg er þeirrar skoðunar að þessi ríkisstjórn eigi að reyna að laga vinnulöggjöfina og breyta henni,“ sagði Steingrímur, „en ég efast þó um að menn hafi dug í það. Það er eins og það gangi aldrei. Ráðherra sagði að alls staðar í kringum okkur mætti sjá lamandi áhrif þeirra fámennu hagsmuna- hópa sem hann hefði verið að ræða um. Hann sagðist ekki vilja til- greina neina sérstaka hópa, en menn þyrftu ekki annað en líta í kringum sig. „Menn hafa aldrei lagt i að breyta vinnulöggjöfinni, því verkalýðs- hreyfingin hefur staðið svo hörð á móti, en ég segi að andstaða henn- ar sé byggð á miklum misskiln- ingi,“ sagði Steingrímur. Forsætis- ráðherra kvaðst telja að stefna bæri að því að taka upp fyrirkomu- lag á vinnustöðum hér, í líkingu við það sem væri hjá íslenska álfélag- inu í Straumsvík, en þar hefðu menn sameinast í einu vinnustaðar- félagi, andstætt því sem tíðaðist hjá öðrum stórfyrirtækjum, sem hefðu mörg ólík félög, þar sem vinnuveitendur þyrftu að semja við hvert og eitt fyrir sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.