Morgunblaðið - 13.12.1989, Síða 1

Morgunblaðið - 13.12.1989, Síða 1
64 SIÐUR B/C 285. tbl. 77. árg. MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fulltrúaþing Sovétríkjanna: Forræði komm- únista ekki rætt Moskvu. Reuter og Daily Telegraph. Fulltrúaþing Sovétríkjanna kom saman eftir hálfs árs hlé á mánudag og hélt áfram fundahöldum í gær. Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi sá til þess að ekki var rætt um stjórnarskrárbundið forystuhlutverk kommúnistaflokksins með því að hvelja menn til að greiða atkvæði gegn tillögu um að bæta málinu á dagskrá þings- ins. Sagðist hann telja það slæm mistök að taka málið upp og nálgast bæri umræður um breytingar á stjórnarskránni „af mik- illi varkárni". 1138 fulltrúar studdu Gorbatsjov, 56 sátu hjá en 839 vildu ræða forræðisákvæðið, grein sex, sem þegar hefiir verið afnumin í þeim Austur-Evrópuríkjum sem lengst er komin á um- bótabrautinni, þ. á m. Austur-Þýskalandi og Tékkóslóvakíu. Fulltrúaþingið situr að þessu sinni í tíu daga en það kemur sam- an tvisvar á ári. Sams konar til- laga, um að stjórnarskrárumræða yrði á fulltrúaþinginu, var felld naumlega í Æðsta ráðinu í síðasta mánuði. Liðsmenn í samtökum þeirra þingmanna á fuiltrúaþing- inu sem vilja ganga lengst í um- bótaátt höfðu hvatt til tveggja stunda allsheijarverkfalls á mánu- dag er þingið var sett og var markmiðið að fá þingið til að ræða forræðisákvæðið. Þeir aflýstu þó verkfallinu á síðustu stundu en eitthvað mun hafa verið um vinnu- stöðvanir. Ljóðskáldið Jevgeníj Jevtúsj- enkó bar tillöguna upp. Hann sagðist þekkja marga flokks- bundna kommúnista sem vildu ræða þetta mál. „Flokksfélagar ættu að styðja tillöguna því að það er ekki rétt að áhrif flokksins byggist á lagaákvæði heldur ætti dagleg reynsla að sanna nauðsyn forræðis hans,“ sagði Jevtúsjenkó. Er umbótasinninn Andrej Sakha- rov sýndi þingheimi handfylli af símskeytum frá fólki sem lýsti stuðningi við hugmyndina rauk Gengu á suð- urskautið Minneapolis. Reuter. SEX manna leiðangur, sem hyggst ganga þvert yfir Suður- skautslandið, komst á sjálft skautið í gær og hyggjast menn- irnir hvílast þar fram á fóstu- dag. Þeir nota hundasleða en engin vélknúin farartæki og hefiir slíkt ekki gerst frá því Norðmaðurinn Roald Amund- sen kom fyrstur manna á stað- inn árið 1911. Heimskautafararnir eru frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakk- landi, Kína, Japan og Sovétríkjun- um og er markmið ferðarinnar að vekja athygli á nauðsyn alþjóða- samvinnu og umhverfisverndar á þessum slóðum. Að sögn tals- manna leiðangursins í Banda- ríkjunum líður öllum þátttakend- um vel. Vegalendin sem farin verður, er um 6.500 km en ferðin hófst í lok júlí. Frostið hefur mest orðið 43 gráður á celsius; einn bylurinn varði í 60 daga samfleytt og vind- hraðinn náði 160 km á klst. Gorbatsjov upp og sagðist geta sýnt Sakharov bunka af símskeyt- um sem styddu sína skoðun. „Við skulum ekki beita svona brögðum til að blekkja fólk,“ sagði leið- toginn er stjórnaði umræðum með harðri hendi og ákvað vinnureglur án tillits til óska einstakra full- trúa. Þingfundinum var útvarpað og sjónvarpað. Litháar hafa þegar afnumið for- ræðisákvæðið úr stjórnarskrá sinni, þrátt fyrir harðorðar viðvar- anir Kremlveija. Talið er að Eist- lendingar muni senn fylgja í fót- spor þeirra. Reuter Víetnamar fluttir nauðugir frá Hong Kong Yfirvöld í Hong Kong hófu í gær að flytja á brott víetnamskt flóttafólk frá bresku nýlendunni og var flogið með 51 flóttamann, þ. á m. konur og börn, til Hanoi þar sem stjórnvöld komu þeim fyrir í búð- um. Alls er ætlunin að flytja um 40.000 manns af 53.000 á brott en Bretar segja að flest fólkið hafi yfirgefið Víetnam vegna efnahagserfiðleika í heima- landinu, ekki af pólitískum ástæðum. Ákvörðun Breta hefur verið gagnrýnd víða um heim. Þeir bera við landþrengslum í Hong Kong en í gær- kvöldi sögðust þeir myndu fresta frekari flutningum í viku. Á myndinni sjást flóttamenn í Hong Kong, lengst til vinstri styður starfsmaður yfirvalda einn af Víetnömunum. Sjá ennfremur. „Heimflutningunum haldið áfram ... “ á bls. 26. James Baker í Austur-Þýskalandi: Bandaríkín heita umbóta- stefiiu Modrows stuðningi Potsdam. Reut.er nir Dailv Teleirranh. Potsdam. Reuter og Daily Telegraph. JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hét stuðningi Banda- ríkjamanna við að koma umbótum í kring í Austur-Þýskalandi, er hann átti viðræður í gær við Hans Modrow, forsætisráðherra landsins, í Potsdam. Eftir fundinn með Modrow átti Baker viðræður við fulltrúa mótmælendakirkjunnar þar andófið gegn stjórnvöldum hófst. Hann er fyrsti erlendi utanríkisráðherrann sem sækir Austur-Þjóðvetja heim eftir fall stjórnar Erichs Honeckers, fyrrum leiðtoga kommúnistaflokks- ins, og æðsti bandaríski ráðamaðurinn sem þangað kemur til opin- berra viðræðna. til skila til austur-þýsku þjóðarinnar að við styðjum þá viðleitni til umbóta sem nú er sýnd hér,“ sagði Baker. Háttsettur bandarískur embættis- maður sagði í gær að tilgangur Bandaríkjamanna með fundinum Baker átti klukkustundar fund með Modrow og sagðist hann hafa rætt við ráðherrann um nauðsyn þess að umbætur kæmust á með frið- samlegum hætti og stöðugleiki ríkti í þjóðfélaginu. „Við vildum koma því James Baker (t.v.), utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heilsar Hans Modrow, forsætisráðherra Austur-Þýskalands, í Potsdam í gær. með Modrow væri að sýna honum og stjórn hans stuðning en hún stæði frammi fyrir alvarlegum pólitískum erfiðleikum og miklum efnahags- vanda. Fundi Bakers og Modrows var komið í kring með litlum fyrir- vara fyrir atbeina Richards Barkleys, sendiherra Bandaríkjanna í Austur- Þýskalandi. Heimildir herma að Bandaríkjamenn hafi haft áhyggjur af því að algjör upplausn og hrun þar yrði til þess að tefja eða stöðva umbætur annars staðar í Austur- Evrópu. Heimildir hermdu að eftir að Modrow hefði sagt Baker að þróun- inni yrði ekki snúið við og lofað víðtækum umbótum, hefði Baker heitið Austur-Þjóðveijum efnahags- stuðningi. „Þetta var ánægjulegur fundur og upphafið á viðræðum sem ég geri ráð fyrir að eigi eftir að leiða tli frekara samstarfs," sagði Modrow við blaðamenn eftir fundinn með Baker. Hugsanleg sameining þýsku ríkjanna var ekki til umræðu á fundi Bakers og Modrows. Áður en Baker hélt til fundarins í Potsdam átti hann viðræður við Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, í Berlín. Þar ræddi hann um hina nýju stöðu í Evrópu í ljósi þróunarinnar í Austan- tjaldsríkjunum að undanförnu. Sagði hann sættir í álfunni fyrirsjáanlegar og hugsanleg sameining Þýskalands gæti orðið liður í þeim. Hvatti hann til þess að Austur-Þjóðveijum, Tékk- um og Búlgörum yrði veitt efnahags- aðstoð á borð við Pólveija og Ung- veija ef þeir héldu umbótum sínum áfram. „Veikum“ Sví- um gert erf- iðara fyrir Stokkhólmi. Frá Erik Liden, frétta- rrtara Morgunblaðsins. SÆNSKA stjórnin hefur ákveðið, að atvinnurekendur, sem ber að greiða starfsfólki veikindaorlof í hálfan inánuð, sjái hér eftir um greiðslurnar og framkvæmdina að öllu leyti sjálfir. Mikið er um, að fólk svíki fé út úr sænsku sjúkratryggingun- um en með þessu fyrirkomulagi á að reyna að draga nokkuð úr því. Það er til dæmis ekki óal- gengt, að fólk tilkynni veikindi á skrifstofu sjúkratrygginganna en mæti samt í vinnuna eins og ekkert hafi í skorist. Með þessu hefur ekkert verið fylgst og því hafa margir nýtt sér það. Áðrir taka sér „veikindafrí" vegna aukavinnunnar eða annars, sem freistar meira en vinnustaðurinn. Sjúkratryggingarnar kosta samfélagið 400 milljarða ísl. kr. árlega, til jafnaðar er hver vinnu- fær Svíi veikur í 28 daga á ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.