Morgunblaðið - 13.12.1989, Síða 9

Morgunblaðið - 13.12.1989, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 ■ 9 Vinsælu dönsku herrainniskórnir komnir aftur Hagstætt verð. Póstsendum GEísIP H er vönduð og vinnur vel. Dýrgripur sem endist milli kynslóða Miele Heimilistækjadeild ® JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF. 43Sundaborgl3-104R*)A)»vlk-Síml688588 B ,\ R N A B Ó K A Ú I C! Á F A N Óvænt heimsókn er bók Barnabókaútgáfunnar f ár Hér er um margt nýstárleg, Islensk barnasaga á feröinni.... Ríkulegar myndskreytingar hafa mikiö gildi fyrir sðguna.... Málfar I sögunni er gott og litrikt. Morgunblaölö Margar hugmyndirnar i sög- unni eru skemmtilegar og máliö gott. Myndskreyt- ingamar eru fallegar. Timinn Frágangur á texta er góöur.....er bókin sjálf óvenjulega falleg. Þ]ó6vll]lnn EFTA-samþykkt einber hégómi? Staksteinar glugga lítillega í orð formanns LÍU í Fiskifréttum, þar sem hann kallar EFTA-samþykkt um fríverzlun með fisk „hégóma sem engu skiptir". Ennfremur í Vesturland, sem fjallar um „litla Ceausescua" í Alþýðubandalaginu. Loks verður staldr- að við vaxandi atvinnuleysi. Beinar við- ræður við EB Kristján Ragnarsson formaður LÍU segir í Fisidfréttum: ,.Ég er furðu lostinn yfir þeirri afstöðu forsæt- isráðherra og utanríkis- ráðherra, að samþykkt EFTA um fríverzlun með fisk útiloki beinar við- ræður íslendinga við Evrópubandalagið. Það hefúr enginn þorað að segja það, en staðreyndin er sú að þessi samþykkt EFTA um fríverzlun er hégúmi sem engu máli skiptir. Fríverzlun þýðir að viðskipti séu ekki hindr- uð með tollum eða trufl- uð með styrkjum sem raski samkeppnisstöðu. Hinn 1. júní á næsta árí, þegar fríverzlun með fisk innan EFTA á að taka gildi, mun nákvæmlega ekkert gerast. Það breyt- ist ekkert í tollamáium því það eru engir tollar á sjávarafúrðum milli EFTA-landanna. Þá munu Norðmenn halda áfram að styrlga sjáv- arútveg sinn, þrátt fyrir samþykktina um fríverzl- un, og nú er raunar verið að tala um hærrí styrki til norsks sjávarútvegs en nokkru sinni fyrr, — krafan er upp á 21 mil\j- arð íslenzkra króna. Láta íslenzkir ráðamenn sér virkilega detta í hug að hægt sé að bijóta niður styrRjakerfi EB til sjáv- arútvegs með þessa EFTA-fríverzlunarsam- þykkt upp á vasann? Gera stjómmálamenn- imir sér ekki grein fyrir því um hvað þetta mál snýst?“ Fiskfréttir minna á áskorun Samstarfenefiid- ar atvinnurekenda í sjáv- arútvegi, þess efiiis, að nú þegar verði leitað eft- ir við bó tarsamn ingi við bókun 6 í fríverzlunar- samningi íslands og Evr- ópubandalagsins. For- maður LÍÚ telur „beinar viðræður við EB mun vænlegri til árangurs en sameiginlegar viðræður EFTA-ríkjanna við EB, sem tekið gætu mörg ár og þar sem fríverzlun með fisk væri neðst á blaði“. Fólk og for- sjárhyggju- flutningar Blaðið Vesturland seg- ir m.a.: „Starfshópur Æsku- lýðsfylkingar Alþýðu- bandalagsins um at- vinnu- og byggðamál lagði fram aldeilis ótrú- legar hugmyndir á síðasta landsfúndi flokks- ins. Tillögur Æskulýðs- fylkingarinnar sveija sig nijiig i ætt við hugmyndir hins rúmenska Ceaus- escu, en hann hefúr orðið alræmdur fyrir þá fyrir- ætlan sína að reka fólk af bújörðum og úr þorp- um, sem hann telur ekki æskileg, og inn í borgira- ar...“ Vesturland víkur síðan að forsjárhyggjuflutning- um fólks, að tillögu Æskulýðsfylkingar Al- þýðubandalagsins, og segir: „Jú, allt er það sam- vizkusamlega útlistað. Þessar miðstöðvar [sem flytja á landsbyggðar- fólkið f] em sagðar vera forsenda fjölbreytts at- vinnulífe, öflugrar ferða- þjónustu og litriks mann- lífe. En gætið að. í anda miðstýringar og forsjár- hyggju hins sósíalska hugsunarháttar, segja hinir ungu sósialistar það vitaskuld vera „pólitíska ákvörðun hvaða staðir eigi að vera miðstöðvar uppbyggingar og at- vinnulífe á landsbyggð- inni...“ Og þá er auðvit- að ljóst að hnifurínn kemst ekki á milli hins gamla kommúnistaleið- toga í Rúmenfu og ung- liðanna í Alþýðubanda- laginu, hvað þetta snert- ir.“ Nálægt 500 þúsund at- vinnuleysis- dagar Þegar einn mánuður lifði eftir af árínu 1989 höfðu verið skráðir 495.000 atvinnuleysis- dagar hér á landi. Þetta er meira atvinnuleysi en áður hefúr mælst frá því. skráning atvinnuleysis- daga hófet árið 1975. Þetta jafngildir því að um 2.100 manns hafi að jafii- aði verið án vinnu f landinu. Líkur standa til að hátt í hálf milljóu at- vinnuleysisdaga verði skráðir áður en árið er á enda. Atvinnuleysið, sem fer vaxandi, er hin hliðin á rekstrarstöðu atvinnu- veganna, en árið 1989 er metár í gjaldþrotum fyr- irtælqa og einstaklinga. Afleit greiðslustaða at- vinnurekstrarins bitnar síðan á sveitarfélögum, ekki sízt sjávarplássum í stijálbýli. Ástandið er í raun mun verra en skráðir atvinnuleysis- dagar segja til um. I fyrsta lagi skrá ekki allir atvmnulitlir menn sig at- vinnulausa. í annan stað hefúr yfirvhma fólks dregizt umtalsvert sam- an, þótt það haldi enn dagvinnu. I þríðja lagi hafa skattar og verðlag hækkað umfram krónu- tölu launa, það er kaup- máttur launa hefúr rým- að. Þannig er staða mála í samfélaginu eílir fjórt- án mánaða „björgunar- starf' ríkisstjómar Steingríms Hermannson- ar. Það er ekki amalegt fyrir Borgaraflokkinn að eiga hagstofúráðherra, eins konar umhverfis- og ábyrgðarráðherra at- vimiulífeins og afkomu fólksins í landinu, þegar uppskeran á hinum póli- tíska akri landsfeðranna er þessi. SKATTFRAMTALIÐ s Aramótin nálgast - og það gerir skattframtalið líka. Nú líður áramótum og þeim tíma árs þegar þúsundir Islendinga reyta hár sitt yfir skattfram- tölum. Meðal þess sem telja þarffram eru banka- innistæður og verðbréfaeign. Verðbréfabók VIB hjálpar þér að koma skipulagi á spariféð og skatt- framtalinu inn á réttum tíma. Eigendur hennar fá sendar nýjustu upplýsingar um skattamál, í hana má skrá sparifjáreign um áramótin og geyma allar kvittanir. Verðbréfabókin er til sölu í afgreiðslu VIB en hana má einnig panta í póstkröfu. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.