Morgunblaðið - 13.12.1989, Side 36

Morgunblaðið - 13.12.1989, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1989 Þegar heimsstyrjöldin kom til Islands Úr bókinni „Ástandið - mannlíf á hernámsárum eftirBjarna Guðmarssonog Hrafn Jökulsson NÝLEGA KOM út bók hjá bókaforlaginu Tákni „Ástandið — mannlíf á hernámsár- um“, eftir Hrafn Jök- ulsson blaðamann og Bjarna Guðmarsson sagnfræðing. Þar seg- ir frá samskiptum ís- lendinga og her- manna í seinni heims- styrjöldinni, þegar landið var hersetið af Bretum og Banda- ríkjamönnum. Bókin skiptist í 20 kafla og segir þar meðal ann- ars frá Reykjavík fyr- ir hernámið, fyrstu hernámsdögunum, Bretavinnunni og þeim breytingum sem urðu á skemmtana- llfinu. Fyrst og fremst er þó fjallað um sam- skipti fslenskra kvenna og hermanna og viðbrögð almenn- ings og stjórnvalda. Herinn heimtar bjór Sjötti kafli bókarinnar er um skemmtanalff á hemámsárunum og þær breytingar sem koma hers- ins hafði í för með sér. Veitinga- staðir spruttu upp eins og gorkúl- ur, viðskipti sprúttsala blómstruðu og á svörtum markaði var braskað með allt á milli himins og jarðar. Hér er gripið niður f kaflann þar sem greinir frá ólíkri vínmenningu hermanna og íslendinga: Yfirmenn hernámsliðsins urðu brátt varir við að fslenskir þjóðar- drykkir höfðu önnur og annarlegri áhrif á undirsáta þeirra en bjórinn; K'tfP’oStíK Verð/m2.2ÖU Hárblásari, 1200 uk Verð frá 1.159* \sSfip‘Cci«o. Nuddtceki. Verð frá 2.775* Brauörist. Verð frá 2.997* RÖNNING - / Vöfflujám. Verð frá 4.390* ’ Miðað við staðgreíðslu. þeir sem áður sátu stilltir og prúðir í sæt- um og supu hóflega af krúsum sínum, um- breyttust á örskammri stund í grenjandi fylli- rafta; engu var líkara en uppskriftin að drykknum væri komin beina leið úr lyfjaskápi dr.' Jekyll. Því settu hernámsyfirvöld íslenskum stjórnvöld- um þá .kosti í október 1940, að annað tveggja hæfu íslendingar bruggun öls fyrir setu- liðið ella yrði það flutt til Iandsins frá Eng- landi. Ríkisstjómin sá í hendi sér, að síðari kosturinn þýddi að íslenska ríkið yrði af umtalsverðum tekjum og setti því í snatri bráðabirgðalög, sem heimiluðu bruggun á öli. Sala á Pilsner Beer frá Agli Skallagríms- syni hófst í ársbyrjun 1941, var mjöðurinn um 4% að styrkleika og aðeins ætlaður hermönnum. Ekki þótti landsmönnum Bretarnir spekjast til mikilla muna þó þeir drykkju bjór en ekki Svartadauða. Og yfirmenn hersins sáu að brennivínið hafði kannski ekki ver- ið meinsemdin, heldur væri það loks komið fram, sem margir heima fyrir óttuðust í upphafi — að sam- neytið við íslendinga gengi svo nærri siðferðisþreki dátanna að margir þeirra biðu aldrei bætur á sálu sinni. „Viðnámsþróttur íslenskra kvenna.. í sjöunda kafla bókarinnar greinir frá skoðunum Steindórs Sigurðsson- ar á ástandsmálunum, en hann lét þau mjög til sín taka og gaf meðal annars út bæklinginn „Setuliðið og kvenfólkið". Um skoðanir Steindórs segir meðal annars: Áhyggjur Steindórs af framtíð þjóða’rinnar eru meiri en ella, þar sem hann hefur reiknað út „að við- námsþróttur mikils hluta íslenzkra kvenna rénar að minnsta kosti um 50% þegar útlendingar eiga ( hlut, hvað þá útlendir hermenn í einkenn- isbúningum". Hér er vert að geta þess að Steindór ber engan kala til • hermannanna, enda eru þeir vilja- laus verkfæri hvata sinna: „Eðli karlmannsins í þessum sökum af- neitar sér aldrei, hvar sem er i heim- inum. Og engum skynbærum manni getur í raun og veru komið í huga að kveða upp áfellisdóm yfir hinum útlendu hermönnum, þó þeir sam- kvæmt eðli sínu leiti sér kvenna til samvistar hér norður í útlegðinni og einangruninni." Hermennirnir eiu sem sagt að þjóna eðlilegum hvötum, íslenskir karlmenn eru fávísir og velviljaðir afdalamenn — en íslenska konan er sek og bersyndug: „Hún ein gat nú afstýrt eða spyrnt á móti þeim ægilegu örlögum, sem vofa yfir hverri hertekinni smáþjóð, — útrýmingunni. En því miður höfum við nú séð og tekið til meðferðar, hvernig hún hefir staðið í þeirri raun. — Það eru ömurleg eftirmæli um „Fósturlands- ins Freyju“, að hún hafi legið hund- flöt fyrir þúsundum innrásarher- manna úr öllum hornum heims.“ Lögreglurannsókn á starfsemi gistihúss í 15. kafla er sagt frá réttar- höldum sem fram fóru í lögreglu- rétti Reykjavikur haustið 1940, vegna rannsóknar á starfsemi gisti- húss við Hverfisgötu. Birtar eru skýrslur með yfirheyrslum yfir starfsmönnum og viðskiptavinum. Áður en skýrslurnar eru birtar er nokkuð fjallað um aðdraganda rétt- arhaldanna. Þar segir meðal annars í bókinni: Fljótlega spurðist út meðal her- manna, sem voru áhugasamir um drykkjuskap og kvennafar, að á Hverfisgötu 32 væri hægt að leggja stund á hvorutveggja. Snemmsum- ars 1940 voru margar stúlkur orðn- ar fastagestir á gistihúsinu, þær yngstu í kringum fermingaraldur. Þær litu ekki á sig sem vændiskon- ur, enda mála sannast að fæstar höfðu ákveðinn launataxta í ásta- málum, en sumar þáðu peninga og gjafir; silkisokka, áfengi eða súkkul- aði. Gistihúsið á Hverfisgötunni hafði löngum verið uppspretta slúðurs og ekki alltaf að ástæðulausu, en eftír hernámið margfölduðust sögurnar um þetta nautnabæli og var almennt litið á það sem hvert annað hóru- hús. Það var þó ekki öldungis rétt í strangasta skilningi þeirra við- skipta, þar sem samdráttur stúlkn- anna og hermanna var alla jafna milliliðalaus. Frú Þuríður hagnaðist "einvörðungu á herbergjaleigu, en hins vegar hafði Ragnhildur Bjarna- dóttir úti öll spjót að útvega her- mönnum stúlkur ef þeir báðu hana um það, og þáði einhveijar krónur fyrir. Lögreglan hafði illan bifur á gisti- húsinu og þegar leið á sumarið 1940 þurftu lögreglumenn oft að skakka þar leik, vegna drykkjuláta og slags- mála. Þá fór lögreglan oft í eftirlits- ferðir ! gistihúsið, eins og eftirfar- andi skýrslur bera með sér. Þær voru lagðar fram í lögreglurétti Reykjavíkur í september 1940. „Svo lentiþjóðiní Bretavinnu" „Besti tími lífs míns“ er yfirskrift á 17. kafla, en þar segir kona frá sem var ung stúlka á stríðsárunum og upplifði hernámsárin sem mikla gleðitíð. Hér er gripið niður I miðja frásögn hennar: Það urðu gríðarlegar breytingar á öllum sviðum eftir að herinn kom. Alls staðar voru þeir með tjaldbúðir Við erum ekki bara hagstœöir... P I [\l I A l\J ...viö erum betri S: 68 58 68 Úlfar í sauðargæru? Jólaskemmtanir hermanna fyrir íslensk börn ________________________________1 ... 1 *-/ ____________________________________ mæltust misvel fyrir. ) \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.