Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1989 Hraðfrystihús Breiðdælinga: Greiðslustöðvun fram- lengd um tvo mánuði HRAÐFRYSTIHÚSI Breiðdæl- inga hf. hefur verið veitt tveggja mánaða framlenging á greiðslu- stöðvun, sem félagið hefur haft undanfarna þrjá mánuði. Þá voru heildarskuldir uppgefnar 570 milljónir króna. Að sögn Svavars í bókun Karínar Fjeldsted full- trúa. Sjálfstæðisflokksins í borgar- ráði, lýsti hún ánægju yfir að húsið Tjarnargata 3C yrði ekki rifið og lagði til að því yrði fundinn annar Þorsteinssonar framkvæmda- stjóra fyrirtækisins hefur verið unnið að því að fá fram eftirgjöf á um 40% af almennum kröfum jafnframt því sem reynt verður að auka hlutafé fyrirtækisins um 40 milljónir króna. staður í miðbænum í stað þess að fiytja það í Árbæjarsafn. Jafnframt skorar hún á forseta Alþingis, að láta gera upp húsið við Kirkju- stræti 10A, sem er í eigu þingsins. Niðurstaða tilraunanna liggur ekki fyrir en Svavar sagði að málin mundu skýrast á næstu dögum þegar svar bærist frá nokkrum stór- um kröfuhöfum. Hraðfrystihús Breiðdælinga er í eigu Kaupfélags Stöðfirðinga, SÍS, Breiðdalshrepps og einstaklinga á Breiðdalsvík. Svavar sagði að tilraunir til hluta- fjáraukningar beindust bæði að núverandi hluthöfum og öðrum aðil- um. Svavar Þorsteinsson vildi ekki gefa upp hveijir væru lánardrottnar fyrirtækisins en sagði að í mörgum kröfum væri um litlar fjárhæðir að ræða. Hann sagði að markmið greiðslustöðvunarinnar væri að endurskipuleggja fjárhag fyrirtæk- isins í samræmi við skilyrði sem Hlutafjársjóður hefði sett fyrir því að taka það til meðferðar. Fengist fyrirgreiðsla hjá Hlutafjársjóði væri stefnt að því að leita til Atvinnu- tryggingasjóðs um frekari fyrir- greiðslu. Borgarráð heimilar flutn- ing á Tjarnargötu 3C BORGARRÁÐ hefur samþykkt að heimila flutning á Tjaraargötu 3C, í Árbæjarhverfi eða á aðra lóð í bænum. Húsið er í eigu Alþingis, sem sótti um leyfi til að rífa húsið og ef það fengist ekki, þá leyfi til að fá það flutt. VEÐUR HeimikJ: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gaer) í DAG kl. 12.00: VEÐURHORFUR íDAG, 14. DESEMBER. YFIRLIT I GÆR: Hægviðri eða norðaustangola á landinu. Skýjað á Vestfjörðum og á við austurströndina, en víöast léttskýjað annars staðar. Frost var um allt land, mest 10-17 stig í innsveitum norðan- lands. SPÁ: Hægviðri eða norðaustangola. Skýjað og smáél við norður- og austurströndina, en víðast léttskýjað annars staðar. Frost um alit land, víða 10 til 18 stig inn til landsins, en mildara við strend- urnar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Norðaustanátt og kalt í veðri um allt land. Éljagangur um norðanvert og austanvert landið en þurrt og víða bjart veður sunnanlands og vestan. TAKN: Heiðskírt á Léttskýjað Hálfskýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * •)0 Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V El = Þoka — Þokumóða ’, > Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veóur Akureyri +11 léttskýjað Reykjavik +7 léttskýjað Bergen +2 skýjað Helsinki +10 snjóél Kaupmannah. 4 iéttskýjað Narssarssuaq 7 skýjað Nuuk 1 léttskýjað Osló +7 léttskýjað Stokkhólmur +9 hálfskýjað Þórshöfn +1 snjókoma Algarve 19 alskýjað Amsterdam vantar Barcelona 16 rykmistur Berlín 3 rigning Chicago +12 alskýjað Feneyjar 1 snjókoma Frankfurt 4 rigning Glasgow 3 úrkoma Hamborg 2 þokumóða Las Palmas vantar London 6 rigning Los Angeles 8 alskýjað Lúxemborg 5 þoka Madrid 13 súld Malaga 19 þokumóða Mallorca 20 skýjað Montreal +22 ísnálar New York +2 alskýjað Oriando 14 alskýjað París 12 skýjað Róm 16 skýjað Vin 1 þokumóða Washington +1 snjókoma Winnipeg +35 heiðskirt Unnið við diskinn á nýju Jarðstöðinni við Útvarpshúsið í Efstaleiti. Ný jarðstöð í Efstaleiti UNNIÐ er við uppsetningu á nýrri jarðstöð við Útvarpshúsið í Efeta- leiti. „Ef allt gengur að óskum vonumst við til að geta tekið á móti beinum sjónvarpssendingum í næstu viku. Búið er að steypa undirstöð- itraar og setja burðargrind og diskinn saman. Eftir er ýmislegt púslu- spil og tenging stöðvarinnar," sagði Eyjólfur Valdimarsson, tæknileg- ur framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins í 'viðtali við Morgunblaðið. Póstur og sími keypti stöðina frá Svíþjóð, en Ríkisútvarpið hefur tek- ið hana á leigu. „Stöðin er átta ára gömul og vel með farin og var áður í Kiruna í N-Svíþjóð. Þessi stöð leys- ir vanda okkar þar til að framtíð- aijarðstöð verður tekin í notkun. Undirbúningsvinna er hafin við nýju stöðina. Hún verður mun stærra og verður vonandi tekin í notkun um mitt næsta ár, jafnvel áður en beinar útsendingar hefjast frá Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu, sem byijar á Ítalíu 8. júní 1990,“ sagði Eyjólfur Valdi- marsson. Tillaga endurskoðunarnefíidar: Leifsstöð til sam- gönguráðuneytis NEFND sem vinnur að endurskoðun stjórnarráðslaganna leggur til að Flugstöð Leife Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli verði færð frá utanríkisráðuneyti til samgönguráðuneytis. Nefiidin er þessa dagana að fara yfir athugasemdir sein borist hafa við drög nefndarinnar að stjóraarráðslögum og reglugerð með þeim og er stefnt að því að hún skili af sér fyrir jól, að sögn formanns nefndarinnar, Jóns Sveinssonar, aðstoðarmanns forsætisráðherra. Jón segir að í drögum að reglu- gerð, sem fylgja frumvarpsdrögun- um til skýringar, hafi verið lagt til að Leifsstöð heyri framvegis undir samgönguráðuneytið en hún er nú undir utanríkisráðuneyti. Sam- gönguráðuneytið stjórnar m.a. sam- göngu- og ferðamálum og sagði Jón að miðað við þær breytingar sem orðið hefðu með byggingu Leifs- stöðvar hefði nefndarmönnum þótt eðlilegt að flytja yfirstjórn stöðvar- innar. Sagði Jón að nokkuð góð samstaða hefðí tekist um þessa til- lögu í nefndinni og litlar athuga- semdir borist við hana. Arnarflugsvélin aftur á sölulista RÍKISSJÓÐUR mun næstu daga selja Boeing 737-vél sína á sölulista á ný, en sem kunnugt er höfðu Samvinnuferðir/Landsýn vél þessa á leign og hafa endurleigt hana Arnarflugi, sem upphaflega átti vélina. Vélin er nú í skoðun í Bandarikjunum og væntanleg heim næstu daga. Að sögn Signrgeirs Jónssonar, ráðuneytisstjóra í Qár- málaráðuneytinu, höfðu Arnarflugsmenn í samvinnu við írskt fyrir- tæki sýnt áhuga á að kaupa vélina aftur, en þau áform síðan breyst og ráðuneytið því aftur farið að hugsa sér til hreyflngs varðandi sölu á vélinni. Segir Sigurgeir að meðan vélin var í skoðun ytra hafi þegar borist ein fyrirspurn um hana frá erlendu fyrirtæki. Magnús Bjarnason, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Amarflugs, sagði í samtali að samningar hafi verið langt komnir milli Arnarflugs og írsks kaupleigufyrirtækis þess efnis að írska fyrirtækið keypti flugvélina og endurleigði hana hingað til lands. Þessir samningar hefðu gengið til baka á síðustu stundu, og þar sem Samvinnuferðir þyrftu ekki lengur á vélinni að halda, væri hún aftur komin á sölulista hjá ríkinu. Arnarflug hefði hins vegar áfram augastað á vélinni og væri verið að reyna að fínna lausn á því máli. Hafiiarfjörður: Ahugi kannaður á þjónustuíbúðum BÆJARRÁÐ Haftiaríjarðar hefiir samþykkt samhljóða, að leggja til við bæjarstjórn, að félagsmáiaráð kanni áhuga á byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða með svipuðu sniði og þjá Sunnuhlí- ðarsamtökunum í Kópavogi. Tillagan gerir ráð fyrir að leitað í Setbergshverfi við Lækjarberg, verði til félagasamtaka í bænum Hlíðarberg og Reykjanesbraut, en og áhugi kannaður á samstarfi í skipulagi hverfisins er gert ráð um framkvæmdir. Bent er á lóð fyrir að þar rísi þjónustuíbúðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.