Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1989 59 Dickens í anda Disneys Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin/Bíóhöllin Oliver og félagar — Oliver and Company Teiknimynd byggð á sögum eftir Dickens. Raddir: Billy Joel, Bette Midler, Cheech Marin, Dom DeLouise. Walt Disney 1988 Teiknimyndir voru í nokkurri lægð í röskan áratug, meira að segja kom fátt athyglisvert í langan tíma frá höfuðvígi þeirra, Disney- fyrirtækinu, uns Hver skellti skuld- inni á Kalla kanínu og Oliver og félagar litu dagsins ijós á síðasta ári. Og nú brugðust Disney-töfrarn- ir ekki, því Kalli kanína varð ein vinsælasta mynd allra tíma og Oliv- er og félagar hlaut áþekka aðsókn og aðrar sígildar teiknimyndir fyrir- tækisins í gegnum árin. Oiiver og félagar eru í rauninni tvær myndir, báðar byggðar á sí- gildum verkum eftir Charles Dick- ens. Sú fyrri er mun styttri og er gerð eftir hinu valinkunna jólaævin- týri um Skrögg. Hér leika þeir Disn- ey-menn sér að fígúrunum sínum, því í öllum hlutverkum eru góð- kunningjar okkar úr góðkunnu dýranki bókmentanna um Andrés önd og koma þeir Andríkur og Mikki mús þar mest við sögu. I kjölfar hennar fylgir svo Oliver, byggð á hinum eina og sanna. Að hætti Disney er hann ekki munaðar- leysingi í skuggahverfum Lundúna heldur kettlingsbora á Manhattan- eyju nútímans. Lendir hann í vafa- sömum félagsskap Hrapps og ann- arra hundkvikinda, sem er stjórnað af karlræflinum honum Fagin, sem hinsvegar er undir hælnum á mafí- ósanum Sykes. Olli dvelst nú í þokkalegasta yfir- læti með þessu flækingsgengi um hríð, en það telur hina kostulegustu einstaklinga. Bolabíturinn er há- spakur og vitnár gjarnan í Shake- speare, Hrappur er útsmoginn, kann allar leikreglur götunnar, mexíkanskur chihuahua, lítill, ljót- ur, ótrúlega kjaftfor og sjálfum-' glaður, og svo mætti lengi telja. En Oliver kynnist betri dögum er hann lendir hjá ungri auðmanns- dóttuir eftir misheppnað rán, en hans gömlu félagar úr strætinu koma honum ti bjargar, kisa til mikillar armæðu. En alit er gott sem endar vel og það þarf ekki að spyrja að leikslokum þegar þeir leggja saman, Disney og Dickens! Disney-töfrar fyrir alla aldurs- hópa. Að venju er fagmennskan óaðf innanleg og beitt er nýrri tækni í úrvinnslu, sem er ekki til að skaða útlitið. Handritið er bráðfyndið, persónurnar skýrar að venju og ólíkar. Stórkostlegir gamanleikarar og söngvarar radda persónurnar og er valið óaðfinnanlegt. Enginn þó betri en Cheech sem hinn latínski kjaftaskaur sem hressir aldeilis uppá myndina og Midler sem mont- inn og ofdekraður kjölturakki. Þeir hjá Disnejríylgjast vel með, málfar- ið og söguþráðurinn bera þess glöggt vitni. Frábær fjölskylduskemmtun. Jólatilboð Húsasmiðjunnar Brauðrist kr. 2.965,- Holz-her hleðsluborvél kr. 16.079,- Ljóskastarar kr. 3.343,- Hvernig gátu þau náð? Bíóhöllin: Hvernig ég komst í menntó — How I Got Into College Leikstjóri: Savage Steve Holland. Handrit Terrel Seltzer. Aðalleik- endur Anthony Edwards, Corey Parker, Lara Flynn Boyle. Bandarísk. 20th Century Fox 1989. Það er víst að nágrannar okkar í vestri verða að fara að taka sig saman í andlitinu hvað snertir þess- ar óendanlegu unglingamynda- framleiðslu. Formúlan er orðin gjor- samlega úrvinda og útslitin, enda ráða hér ferðinni meðaljónarnir, með örfáum undantekningum. Vissulega eru það einmitt ungling- arnir sem halda kvikmyndaiðnaðin- um (og kvikmyndahúsunum hér) gangandi, því má ekki gleyma, en skyldu þeir ekki vera orðnir leiðir líka á tuggunni? Hvernig ég komst í menntó er hvorki verri né betri en lunginn af þessari framleiðslu, aðeins enn eitt tilbrigðið við bálkinn. Drengstauli (Parker) gerir allt sem hann getur til að fylgja eftir sætabrauðsstúlk- unni Boyle í æðra nám. Og gengur á ýmsu. Það er ekki eyðandi mörgum orðum á þessa filmu sem er undar- leg blanda af dauðþreyttum klisjum og, merkilegt nokk, skörpum og fjörugum köflum þar sem þeir Seltzer, þó einkum Savage, sýna svo ekki verður um villst að þeir geta gert miklu betri hluti. Við skul- um vona þeirra og iðnaðarins vegna að það sýni sig í næstu mynd þeirra félaga. í verslun Húsasmiðjunnar fást nytsamar jólagjafir við allra hæfi og á jólamarkaði á 2. hæð er mikið úrval skrauts og gjafavara. í Húsasmiðjunni fæst ;x einnig allur húsbúnaður og heimilistæki, öll áhöld og efni sem þarf til að fegra og prýða heimilið fyrir jólin. fyrir 6 manns kr. 6.224,- Fondusett Peugeot juðari/pússivél kr. 4.894,- SKÚTUVOG116 SÍMI 687700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.