Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 33
UNGLXNGAR GEGN HLJÓMLEIKAR LAUGARDALSHÖLL FOS.l5.DES. KL. 2.2:00 MIOAVERÐ 1500 KR. + lamarnir siðan skein sol FORSALA AÐGÖNGUMIÐA: SKÍFAN ■ GEISLI • GRAMMIÐ STFINAR AUSTURSTRÆTI 22 MOKGUNBLAEMÐ 'FhMMTUDAGUR' 1'4. 'I>ESEMBBÍU 1989' Kammersveit Reykjavíkur á æfingu í Áskirkju. Morgunblaðið/Arni Sæberg Kammersveit Reykjavíkur: Jólatónleikar í Askirkju HINIR árlegu jólatónleikar Kammersveitar _ Reykjavíkur verða haldnir í Áskirkju næst- komandi sunnudag, 17. desem- ber, og heQast þeir kl. 17. Á efnisskrá jólatónleikanna að þessu sinni eru tvíleikskonsertar fyrir blásturshljóðfæri frá barokk- og klassíska tímanum: Konsert fyrir tvö horn eftir A. Vivaldi, konsert fyrir tvö fagott eftir J. Wanhal, konsert fyrir tvær flautur eftir J. J. Quantz og konsert eftir fyrir tvö óbó eftir T. Albinoni. Einleikarar verða: Joseph Ogni- bene og Emil FViðfinnsson á horn, Hafsteinn Guðmundsson og Rúnar H. Vilbergsson á fagott, Martial Nardeau og Guðrún S. Birgisdóttir á flautur og Kristján Þ. Stephensen og Daði Kolbeins- son á óbó. Með í öllum verkunum leikur 12 manna strengjasveit. Þessi tónskáld vo.ru öll mjög afkastamikil og fræg um Evrópu á sínum tíma og liggur eftir þau mikill fjöldi verka, þó Vivaldi sé þeirra þekktastur er í dag. Vivaldi og Albinoni voru samtímamenn, báðir fæddust þeir og störfuðu í Feneyjum sem tónskáld og hljóð- færaleikarar. Quantz var víð- frægur flautuleikari og starfaði hann við hirð Friðriks mikla Prús- sakonungs. Wanhal var fæddur í Bóhemíu (nú Tékkóslóvakíu) 1739 en hann starfaði mest í Vínarborg og mun hafa þekkt og unnið með Mozart og Haydn. Fiskvinnslan: Söluskattur ekki endurgreiddur Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að fella niður að svo stöddu endurgreiðslu söluskatts til fiskvinnslufyrirtækja vegna útflutnings í desember. Endur- greiðslan er felld niður vega óvissu um fjármögnum endur- greiðslu vegna uppsöfnunar sölu- skatts. Endurgreiðsla söluskatts til frystingar hefur til þessa verið fjár- mögnuð með láni og er gert ráð fyrir að greiðsla þess falli á ríkis- sjóð. Endurgreiðsla uppsafnaðs sölu- skatts í nóvember verður 1% til söltunar, síldarsöltunar, herzlu, lifr- arlýsisvinnslu og útflutnings á ísvörðum og kældum flökum. Fryst- ing og rækjuvinnsla fá 2% af tekjum og hörpudisksvinnsla 2,5%. „Ákvörðun um frekari endur- greiðslu verður tekin í upphafi næsta árs, en líkur benda til að lækka þurfi endurgreiðsluhlutföllin, þar sem óvissa ríkir um aukafjár- veitingar til endurgreiðslu uppsafn- aðs söluskatts," segir í frétt frá ráðuneytinu. Þrjátíu hafa sótt um að leika í Hvíta víkingnum GÓÐ viðbrögð hafa orðið við auglýsingu Hrafns Gunnlaugssonar eftir ungu fólki til að leika í framhaldsmyndaflokknum Hvíti víkingurinn. Þegar hafa borist um 30 umsóki þann 15. desember. Auglýst var eftir stúlku sem getur leikið 15-16 ára höfðingjadóttur og tveimur piltum sem geta íeikið 15-17 ára hálfbræður. Auk þess var tekið fram að ýmis fleiri hlutverk væru í myndinni fyrir fólk á þessum aldri. Hrafn sagði að hér væri um að ræða geysilega stór og erf ið hlutverk sem krefjast mikil úthalds af hálfu leikaranna. Hann segir að þeir þurfi að geta komið til skila því gífurlega hugrekki sem einkennir oft ungt fólk. Hvíti víkingurinn fjalli nefnilega um ungt fólk sem þekkir ekki hræðslu og sér dauðann í órafjarlægð. Leikar- arnir verði að geta gefið áhorfendum tilfinningu fyrir þessari n^iklu orku og bjartsýni æskunnar. Auglýsingin mun birtast á hinum Norðurlöndunum, en hann sagðist vona að sem flestir leikaranna verði íslenskir. , en umsoknarfrestur rennur ut „Ég hvet alla til að sækja um því maður veit aldrei fyrirfram hver er rétta manneskjan í hlutverkin," sagði Hrafn. „Það er svo skrítið að bestu leikarar sem maður kynnist eru oft mjög feimnir og óframfærnir dags daglega, en þegar þeir bytja að leika er eins og þeir skipti um ham. Þeir sem veljast í hlutverkin verða að takast á við feiknarlega erfitt og krefjandi starf. í öðrum hlutverkum, t.d. foreldra ungmennanna, verða valdir stórleikarar frá Skandinavíu. En hverjir það verða ræðst mikið af því hveijir leika ungmennin því við ætlum að reyna að hafa börn og foreldra í myndinni sem líkust svo myndin verði trúverðugri," sagði Hrafn. Æfingar hefjast í mars. Upptakan hefst í maí og lýkur síðla næsta haust. SÆTAFERÐIR FRÁ: Borgarnesi, Akranesi, Garði, Sandgerði, Keflavík, Njarðvík, Vogum, Grindavík, Hvolsvelli, Hellu, Stokkseyri, Eyrarbakka, Selfoss, Hveragerði og Þorlókshöfn. SKRÁNING OG ALLAR PREKARI UPPLÝSINGAR í SIMUM 91-12040 GRAMM Einmuna tíðarfar á Ströndmn Djúpuvík. SÍÐUSTU vikurnar hafa verið með eindæmum góðar hvað verðurfar varðar hér í Árnes- hreppi. Lítillega hefúr snjóað í haust en allan snjó tekið upp svo sumarfærð er á öllum veg- um. íbúar Árneshrepps kunna vel að meta blíðuna enda vanari því að lokast innan hreppamarka vegna snjóa í marga mánuði á hvetjum vetri. Nú getur fólk brugðið sér bæjarleið eða jafnvel til jólainnkaupa án þess að eiga á hættu að „lokast úti“ og komast ekki heim aftur. Fé bænda gengur að miklu leyti úti ennþá þó komið sé fram í des- ember og kemur það sér vel þar sem heyfengur bænda var hér með minna móti í sumar vegna mikilla snjóalaga frá síðasta vetri. Ekki var hægt að bera á tún fyrr en í bytjun júlí og sprettutími því stutt- ur. Síðasti vetur var sérlega snjó- þungur og umhleypingasamur hér eins og víðar á landinu. Heyra má að hinir svartsýnu eru famir að sjá líkt mynstur veðurfars nú og í fyrra og spá jafnvel öðrum álíka vetri. ES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.