Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 58
58’ M0RGÚí4bLA!)ÍD 1 FiMMfUWAtíÚfc 14:' DESEMBER 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Ljóniö Hið dæmigerða Ljón (23. júlí - 23. ágúst) er skapmikið og viljasterkt og fellur vel að vera í miðju atburðarásarinnar og umhverfis síns. Það á til að sækjast fullmikið eftir athygli og fara fyrir þá sök í taugam- ar á sumum, þó öðrum falli vei við það líf sem athafnasemi þess skapar. Það sem flestum fínnst jákvætt við Ljónið er hlýja þess og ástúðleiki. Mörg þeirra hafa til dæmis þann sið að fagna vinum sínum af hjart- næmum innileika: „Nei, ert þú hér. Gaman að sjá þig,“ og oftar en ekki fylgir þessum orðum stórt bros og hlýtt faðm- lag. Stolt Ljónið er stolt og vili vera mikil- vægt í umhverfi sínu. Það vill skipta máli í augum annarra. Það jákvæða við þetta er að það á erfítt með að slá af sann- færingu sinni, svíkja hugsjónir sínar eða haga sér á þann hátt sem gerir það lítið í augum annarra. Mörg Ljón reyna þvi að gæta virðingar sinnar, þó önnur séu það einlæg að þau fela fátt fyrir öðrum og geta ekki þóst annað en það sem þau eru. Það er því helst Ljón- ið sem er ánægt með sjálft sig og stöðu sína í lífinu, sem sýn- ir virðulegri hlið merkisins, en hið óánægða Ljón sýnir óánægjuna, eða dregur sig ein- faldlega í hlé. Ef Ljónið er ekki aðalmaðurinn þá fer það ein- faldlega annað. Einlœgni Einlægni er eitt sterkasta ein- kenni Ljónsins. Það segir satt og kann ekki að ljúga. Ein- lægni, hreinskilni og heiðarleiki eru meðal aðalsmerkja þess og birtist þessi eiginleiki óháð umhverfinu eða því sem kemur sér vel eða illa fyrir Ljónið. Það segir því oft ýmislegt sem því fínnst að þurfi að koma fram, burtséð frá afleiðingum þeirra orða. Ljónið þarf því oft að sleikja sár sem einlæg hegðun þess skapar. Festa Þegar Ljónið hefur einu sinni ge rt upp hug sinn og tekið ákvörðun er það fast fyrir og þijóskt. Það skiptir ekki svo auðveldlega um skoðun, heldur þijóskast áfram fram í rauðan dauðann. Þessi festa er einn af styrkleikum Ljónsins, en það þarf að gæta þess að hún verði ekki að veikleika, leiði til stöðn- unar og þess að það neitar að hlusta á sjónarmið annarra og breyta til þegar út í óefni er komið. Trú á eigin skoðanir ásamt stórhug leiðir oft til þess að Ljónið reisir sér hurðarás um öxl og tekur á meiru en það fær ráðið við. Á hinn bóg- inn ganga stóru áform Ljónsins oft upp. Þau lyfta því oft grett- istaki. / Hégómi? I sambandi við nýjar og stórar áætlanir ætti Ljónið að íhuga hvort það sé raunverulegur vilji þess og löngun sem ýtir því út í stórverkin, eða kannski egóið og sú hugsun að það verði stór kall og hljóti aðdáun annarra ef það tekur sér ákveðið og stórt verk fyrir hendur. Þetta er nefnt hér því Ljónið þarf að varast að vera leiksoppur eigin hégómagimi, og takast á við verkefni sem eru of stór og það hvort þarf né raunverulega vill takast á við. Stórt hjarta Það sem kannski einkennir Ljónið er ekki síst styrkleiki hjartastöðvarinnar. Ljónið hef- ur stórt hjarta og það talar oft með hjartanu. Það vill öðrum vel. Einlægni þess birtist oft á bamalegan hátt, í bestu merk- ingu þess orðs. Ljónið er elds- merki og þarf því líf, athafna- semi og hressleika í umhverfi sitt. Það er kraftmikið og ákveðið, en þarf eigi að síður að taka sér góðar pásur á milli verka. Því fellur því ágætlega að flatmaga í sólinni og hafa það náðugt............... BRENDA STARR UÓSKA SMAFOLK IV/E CUANGEP MV MINR 5IR..LET‘5 HOT eiVE CHARLE5 THE OL' BEAN BALL OKAV.MARCIE. IFI HITMIM, IT'LL 3E M accipent.. Ég hef skipt um skoðun. Við skulum ekki hrekkja Kalla. Allt í lagi, Magga, ef ég hitti hann verður það fyrir slysni. Þetta var slys, Kalli! Þetta var slys, Kalli! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Brids á margt sameiginlegt með getraunum — „ekki bara heppni". Það er hæpið að nokkur reyndur tippari myndi spá Liver- pool ósigri á heimavelli gegn þriðju deildar liði. Þó gæti Liver- pool tapað. En það er á móti líkunum. Þannig er það oft í brids. Líkumar eru meiri á því að útistandandi drottning sé eitt af fimm spilum en eitt af tveim- ur. En það er ekki öruggt að svo sé. Norður gefur; NS á hættu. Norður ♦ D8 ♦ ÁG ♦ K62 ♦ ÁKD975 Austur .. *Á104 II Y865432 ♦ D84 ♦ 3 Suður ♦ KG5 ¥KD10 ♦ Á10973 ♦ 102 Vestur Norður Austur Suður — 1 lauf Pass 3 grönd Pass 6 grönd Pass Pass Pass Utspil: spaðatvistur, þriðja eða fimmta hæsta. Fremur hryssingslegar sagn- ir, en ágæt niðurstaða. Austur tekur fyrsta slaginn á spaðaás og spilar tíunni til baka. Margir myndu einfaldlega spila laufinu beint af augum strax í upphafi og sætta sig við einn niður, eft- ir að hafa bölvað legunni í sand og ösku. En í sjálfu sér liggur ekkert á. Ekki sakar að kanna leguna í hinum litunum fyrst. Spila lauftíu yfir á ás og taka svo hliðarslagina. Það vekur sér- staka athygli að vestur á aðeins tvö hjörtu. Þegar að úrslita- ákvörðuninni kemur hefur sagn- hafi ýmislegt við að styðjast. Vestur á sennilega 5-lit í spaða, 2 hjörtu og 2-3 tígla. Hann hef- ur því byijað með 3-4 lauf. Sem út af fyrir sig réttlætir svíning- una fyrir gosann. Ovissuþátturinn er fyrst og fremst tíguldrottningin. Hvor mótheijanna á hana? Það hefði hjálpað til að spila tígultíunni fyrst með blindum. Vestur lætur auðvitað lítið með Gx, en gerir hann það með DGx? Síður, að minnsta kosti. Vestur ♦ 97632 ♦ 97 ♦ G5 ♦ G864 Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Búdapest í sumár kom þetta endatafl upp í skák alþjóðlegu meistaranna Joszef Horvath, (2.510), Ung- verjalandi, sem hafði hvítt ogótli leik, og Johan Van Mil (2.370), Hollandi. 46. Rxf7! (Miklu sterkara en 46. Hc4? - Hxd6, 47. Hxd6 - Hbl+, 48. Kf2 - Hbl, 49. Hc7 - Hb3 og líklegasta niðurstaðan er jafn- tefli) 46. - Hxd4, 47. Re5+! - Rxe5, 48. b8=D og hvítur vann auðveldlega á liðsmuninum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.