Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1989 Orðhengilsháttur eða málþróun? eftir Hólmíríði Jónsdóttur Notkun orðsins frelsi í umræð- unni um væntanlegan innri mark- að Evrópubandalagsins árið 1992, hefur farið fyrir bijóstið á sumum sem fylgst hafa með þeirri um- ræðu. Það er jú mjög ánægjulegt, á þessum síðustu og verstu tímum, að fólk hafi áhuga á máli sínu og láti í sér heyra ef því þykir málvit- und sinni misþyrmt. Öll gagnrýni á fullkomlega rétt á sér ef bent er á aðrar og betri lausnir á viðkomandi máli. Þó finnst mér oft eins og gagmýni beinist oftar að þeim atriðum sem síst ættu hana skilið en þeim atrið- um sem veigameiri eru en enginn virðist taka eftir og eru látin óá- reitt. Þetta á við um þá gagnrýni sem notkun orðsins frelsi í flt. hefur fengið og finnst mér að því leyti ómakleg að ekki hefur verið bent á neina betri lausn á notkun orðsins þegar það er notað í þessu samhengi. Talað hefur verið um „frelsin fjögur" vegna þess að það lýsir best því sem verið er að tala um og allir vita við hvað er átt án þess að til þurfi málalengingar eða málskrúð til að gera mönnum grein fyrir merkingunni. Orðið frelsi fær eftirfarandi skýringu í Orðabók Menningar- sjóðs (útg. 1963); frelsi, -is h. 1 sjálfstæði, fijálsræði: lifa í f., f. eða kúgun. 2. björg. Frelsi í merk- ingunni sjálfstæði eða fijálsræði, sem hér er til umfjöllunar, hefur eingöngu verið notað í et. og haft huglæga merkingu. I umræðunni um innri markað Evrópubandalagsins er mikið rætt um markmið aðildarríkja banda- lagsins til ákveðinna þátta frelsis, þ.e. frelsis í viðskiptum með vör- ur, frelsis í þjónustu, frelsis í með- höndlun fjármagns og frelsis fólks til búsetu. M.ö.o. þá er verið að ræða um einstaka þætti frelsisins en ekki um þá víðtæku huglægu merkingu sem yfirleitt er notuð. Þessir þættir frelsisins hafa verið nefndir „frelsin fjögur“ en þetta orðalag er „rangt“ þegar litið er til orðskýringar Orðabókar Menn- ingarsjóðs þar sem segir að orðið sé eintöluorð, þ.e. falli í flokk orða eins og verð, sykur, mjöl, keppni o.fl. orða. Vissulega er notkun orðsins frelsi í flt. tekin beint upp úr ensku, „four freedoms", en þegar breyting verður á merkingu orðs hljótum við að endurskoða notkun þess og sérstaklega ef ein- hver slík breyting kemur fram í máli fólks og hún fellur vel inn í málið. Ég vil í þessu sambandi benda á stutta grein sem Höskuldur Þrá- insson, prófessor við heimspeki- deild Háskóla íslands, skrifaði í íslenskt mál 5. árg. 1983 sem ber heitið „Ekki til í fleitölu". í þess- ari grein fjallar Höskuldur um notkun eintöluorða í fleirtölu. Orð sem eiga eingöngu að notast í ein- tölu en er þó auðveldlega hægt að mynda fleirtölu af og tekur hann sem dæmi orðið keppni en þó nokkuð hefur borið á því að -þetta orð sé notað í fleirtölu. Hös- kuldur segir: „Þegar það (orðið keppni) fer að merkja einstök kappmót eða slíkt, virðist mönnum eðlilegt að nota það í ft. og segja „ ... í mörgum keppnum“ rétt eins og sagt er „ . . . á mörgum mótum“. Ég sé ekki betur en þetta sé fullkomlega eðlilegt. Það er því villandi og ruglandi að banna mönnum að nota keppni í ft. á þeirri forsendu að það sé „ekki til“, ef um er að ræða að orðið merkir einstaka atburði eða viður- eignir. Um leið og orðið fær þá merkingu verður fullkomlega eðli- legt að nota það í ft.“ Þessa rök- færslu má heimfæra upp á frelsi. Höskuldur segir þó í sömu grein: „Menn gætu hins vegar amast við því að orðið skuli vera látið fá þessa merkingu, á þeirri forsendu að þar sé verið að víkka merkingarsvið orðsins frá því sem áður hafi verið tíðkað.“ Málfar þeirra sem starfa í við- skiptalífinu hefur oft verið gagn- rýnt. Þeir eru sakaðar um að hafa málsgreinar langar og snúnar og sletta erlendum orðum. Ef hægt er að komast hjá því að vera með slíkar málalengingar og slettur og koma málinu frá sér á skilmerki- legan hátt, hlýtur það að vera já- kvæð þróun þrátt fyrir að menn beiti fyrir sig orðum sem fengið hafa víðari merkingu og breytt beygingarmynstur. I ljósi þessa hlýtur það að vera jákvæð þróun Hólmfríður Jónsdóttir „Vil ég heldur íslenska tungu sem hefiir verið aðlöguð þörfiim nútím- ans en steinrunnið mál sem ekki er hægt að tjá sig með án þess að vera með óþarfa orðagjálfur og erlendar slettur.“ að hugtök eins og frelsi fái víðari merkingu og leyfa beygingu þess að breytast ef hún heldur sig inn- an 1 ákveðins ramma beygingar- fræðinnar í stað þess að vera með málalengingar eða málskrúð. Vil ég heldur íslenska tungu sem hef- ur verið aðlöguð þörfum nútímans en steim-unnið mál sem ekki er hægt að tjá sig með án þess að vera með óþarfa orðagjálfur og erlendar slettur. Þetta er ekki spurning um það hvort menn hafa lært Björn Guð- finnsson utanbókar í grunn- eða framhaldsskóla heldur hitt hvort við eigum að leyfa málinu að þró- ast með okkur án þess að vera með orðhengilshátt. Höfundur er BA í íslensku frá Hl og starfar hjá Sölusambandi ísl. fiskframleidenda. m leituðn ásjár Mendinga en var vísaö ár landi.« ... eru viðkvæmnismál sem legið hefur í þagnargildi liérlendis í hálfa öld. Magnaður sjónvarpsþáttur Einars Heimissonar um móttökurnar sem gyðingarnir hlutu hér á landi, fordóma og síðan brottvikningu þeirra frá Islandi vakti þjóðarathygli og gífurleg viðbrögð. Götuvísa gyðingsins, fyrsta skáldsaga Einars, fjallar um þetta varnarlausa fólk og hefur nú verið valin ein af tíu athyglisverðustu bókum ársins. Einar er yngstur þeirra höfunda sem tilnefndir liafa verið til Islensku bókmenntaverðlaunanna 1989. Götuvísa gyðingsins er snilldarlega skrifuð saga um efni sem snertir alla Islendinga. SlÐUMULA 29 SlMI 6-88-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.