Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 51
MORGÚNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1989 51 einhver kona úti í heimi hafa frá einhverju athyglisverðu að segja? Hvemig færi fyrir fréttastofu ríkissjónvarps ef hlaupið væri á eftir hveijum útlendingi sem hing- að kæmi? Svo dæsti hann og stundi og ég fékk á tilfinninguna að það væri ekki vinnufriður á fréttastofu sjónvarps fyrir ósvífnum einstakl- ingum úti í bæ sem hringdu og greindu frá einhveiju í mannlífinu sem þeim þætti athyglis vert. Frétt kvöldsins, trúlega um fisksölu hér og þar og tilfærslu á peningum frá einu fyrirtæki í annað og álit þeirra fjármála- eða forsætisráð- herra á búraunum þjóðarinnar, þurfti að vinna! Eftir þessi afskipti af frétta- mönnum og augljósan skoðana- mun okkar á hvað hefur frétta- gildi fór ég að hugleiða fyrri af- skipti mín af fréttafólki. Ég hef nefnilega áður hringt í fréttastjóra fyrrgreindra fjölmiðla og reynt að benda á frétt sem ég taldi vera gagn og gaman að. Þann 23. júní sl. var haldinn fyrsti rannsókna- dagur námsbrautar í hjúkrunar- fræði við Háskóla íslands. Þá kynntu nemendur, sem voru að ljúka BS-prófi í hjúkrunarfræði, rannsóknaritgerðir þær sem þeir höfðu unnið. Margt áhugavert var til umfjöllunar, var rannsóknar- dagurinn mjög vel sóttur og hinum verðandi hjúkrunarfræðingum í alla staði til sóma. Sem dæmi má nefna að kynnt var athugun á hávaðamælingu á gjörgæsludeild, mati kvenna, sem gengist hafa undir legtöku, á fræðslu sem þær fengu fyrir og eftir aðgerðina, heilbrigðf forskólabama, svefn- venjum 10 og 11 ára barna og viðhorfum kvenna til tíðablæð- inga. Ég hringdi í fréttastjórana, bauð þeim að koma á rannsóknar- daginn, sendi þeim útdrætti úr öllum rannsóknaverkefnunum og bauð þeim að koma og taka viðtal við rannsakendur þótt síðar yrði. Mat fréttastjóranna var að ekki væri um fréttnæman atburð að ræða. Upplifun fólks af dvöl á spítala markar spor í reynslu þeirra sem einstaklinga. Trúlegt er að marg- ur, með þá reynslu að baki, hefði áhuga á rannsóknum á upplifun fólks af sjúkrahúsdvöl og þeirri þjónustu sem þar er veitt. Annað dæmi um ósamræmi í mati mínu og fréttamanna á hvað er fréttnæmt er 10 ára afmæli Félags háskólamenntaðra hjúkr- unarfræðinga. í maí 1977 útskrif- uðust fyrstu. hjúkrunarfræðingar —------ Guðmundur Guðlaugsson þjóðfélagi að menn hætti að spara aurinn og kasta krónunni! Menntun kostar peninga og fórnir. Góðir skólar verða ekki til, bara fyrir góðan vilja. Þeir eru góð fjárfest- ing. Háir raunvextir, og engir nei- kvæðir vextir því að menntun er máttur. Ég skora á ykkur, alþingismenn, úr hvaða flokki sem þið komið, að beijast gegn afturhaldssömum til- lögum fjármálaráðherra um niður- skurð á fjárlögum til handa Háskól- anum á Akureyri. úr Háskóla íslands. Af ýmsum orsökum, sem ég ætla ekki að rekja hér, stofnuðu þessir nýbök- uðu hjúkrunarfræðingar sitt félag, Félag háskólamenntaðra hjúk- runarfræðinga, í desember 1978. Á tíu ára afmælinu var send fréttatilkynning til allra fjölmiðla þar sem greint var frá afmælinu. I heildina þótti fréttamönnum ekki mikið til þess koma að rúm tíu ár væru liðin frá því að brotið var blað í menntunar- og félagssögu hjúknmarfræðinga. Sama virðist hafa verið uppi á teningnum haustið 1988 en þá héldu hjúk- runarfélögin tvö, Hjúkrunarfélag íslands og Félag háskólamennt- aðra hjúkrunarfræðinga, sameig- inlega ráðstefnu undir yfirskrift- inni: „Við byggjum brú í menntun- armálum hjúkrunarfræðinga." Hvemig ein stærsta kvennastétt landsins og einn helsti burðar- hlekkur heilbrigðisþjónustunnar ætlaði að standa að þeirri brú- arsmíði var ekki fréttnæmt að mati fréttastjóra. Ég þarf varla að taka fram að í verkfallinu í vor voru fréttamenn fúsir til að birta æsifregnir um að öryggi skjólstæðinga hjúkrúnar- fræðinga væri ekki borgið. Frétta- tilkynning Félags háskólamennt- aðra hjúkrunarfræðinga um á hvem hátt þeir tækju ábyrga af- stöðu og reyndu að tryggja að skjólstæðingar þeira myndu ekki líða alvarlega (lífshættulega) var aldrei birt í heild í neinum fjöl- miðli að því ég best veit. Tæknin og peningavaldið situr í forsæti í nútíma þjóðfélagi og fréttnæmast er að greina frá valdabaráttu, fjárhag og þvi hvemig okkur tekst að sigrast á móður náttúru. Okkur sem stund- um hjúkmnarstörf er fullkomlega ljóst að við emm að veita ummönn- un og umhyggju í þessu þjóðfé- lagi, sem á stundum metur umönn- un og umhyggju lítils. Hjúkmna- rfræðingar hafa áhyggjur af því að neikvæður, eða enginn, frétta- flutningur af störfum þeirra vami því að ungt fólk sæki í hjúkr- unamám. Þeir ásamt öðram innan heilbrigðiskerfisins finna til ábyrgðar á því að reyna að vekja áhuga ungs fólks á þessum störf- um. Fjölmiðlar hafa gífurleg áhrif á mótun viðhorfa hjá ungu fólki og samvinnu er þörf við þá til að gefa rétta mynda af hjúkmna- rstarfinu, þ.e. að fjölbreyttu starfi, " gefandi starfi, erfiðu starfi og stundum lítt virtu starfi. Ef frétta- flutningur er of einhliða, einungis greint frá því sem aflaga fer, þá er hætt við að skortur á hjúkrana- rfólki til starfa verði til staðar um ókomna framtíð. Ilöfundur er lektor í lijúkrunarfni'di við Háskóla Islands. jS ] Yörumarkaðufinn hf. KRINGLUNNI S. 685440 funai ÖRBYLGJUOFNAR Verð kr. 18.970 stgr. Veið kr 24.999 Electrolux ÞVOTTAVELAR UPPÞVOTTAVÉLAR Sterk. svissnesk, ódýr BW 310 uppþvottavélin fær hæstu einkunn í gæðaprófun sænsku neytendasamtakanna.j Verð kr. 43.900 stgr. Verð kr. 49.999 ÝMISLEGT FRÁ Rowenta Rowenfa DJUPSTEIKINGARPOTTAR GUFUSTRAUJARN HARBLASARAR O.FL. O.FL. O' Electrolux Verð kr RYKSUGA 13.693 DAEWOO 20" sjónvarp meó þráðlausri fiarstýringu Verð kr. 39.999 VCR 6500 Verð kr. 29.999 KOIVIDU OG LITTU A URVALIÐ Umboðsmenn um land allt Vörumarkaðurinn ht. J Kringlunni, sími 685440 Ilöfundur er nemandi í Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.